Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 23
Stolt rússnesks bflaiðnaðar á sínum tíma, Volg-an. Myndin er frá 1970.
Viðskiptavinur festir kaup á glæsivagni.
Á sjötta áratugnum voru gömlu góðu Moskvítsarnir fyrirferðarmiklir á
bflasýningum B&L.
I sýningarsal B&L á sjötta áratugnum. Stýrisvélin á þessum hefur greinilega
þótt athyglisverð nýjung.
W í- 'fjth , ^
!
sit a
asíisiffiiíes^iiíi^
m
:Saitl|ÉSilÍ|SiKS^
*:»{*■ ■ :ÍK:í5rpl«4>
8l§Íl|jl§SSB
fÍfflp»pSit
iííÉsaœstas
yj/: -jggí
gjlj
Nútíminn hjá B&L
Tf'tr Tm \ Bti® - U /| U =•!■ IH SSPf’f---'-' M 1 j i 1 j | . ' J iKKnEBB
S u 1 . 1 ■ '• ’ r m ,,m i
í fyrstu var erfitt
að selja sovéska
bíla, menn
þekktu lítt til
þeirra og þeir
voru ekki með
sama búnað og
t.d. bandarískir
og evrópskir bíl-
ar.
Við byggjum á
langri og
stormasamri
reynslu af inn-
flutningi bíla,
þekkjum því um-
hverfið og
hversu sveiflu-
kenndur markað
urinn er.
var árið 1992, er B&L tók við um-
boði Hyundai, sem er stærsti bíla-
framleiðandi í Kóreu. 1995 bætti
fyrirtækið um betur og tók við um-
boði BMW og Renault frá Bflaum-
boðinu. Með í kaupunum fylgdi um-
boð fyrir Land Rover þar eð BMW
hafði keypt þær verksmiðjur. Þetta
hefur verið ævintýralegur tími,
miklai- breytingar og hröð upp-
bygging. Dæmi um það er, að árið
1990 voru starfsmenn hjá okkur 40
talsins, en í dag eru þeir 110,“ segir
Erna.
En það hefur áður veríð hröð
uppbygging en svo koma sveiflur,
hvað með frarntíðina?
„Við byggjum á langri og
stormasamri reynslu af innflutningi
bíla, þekkjum því umhverfið og
hversu sveiflukenndur mai’kaður-
inn er. Hjá okkur hefur innflutn-
ingurinn farið niður í 43 bíla árið
1962, en einnig upp í 2.524 bfla árið
1986 og 2.824 bfla árið 1987. Síðustu
árin hefur verið uppsveifla. I fyrra
nam innflutningur okkar 1.355 bíl-
um og í ár stefnir í að við seljum
3.500 bíla, helming eða þar um bil
nýja, en hina notaða. Við reiknum
ekki með aukningu á næstu árum
og húsið okkar nýja miðast ekki við
meiri sölu heldur en er í dag. Við
notum nú þegar allt húsið og erum
með alla starfsemina, að málning-
arverkstæðinu undanskildu, undir
sama þaki. Þetta munar miklu, áð-
ur var varahlutaþjónustan okkar á
þremur stöðum svo dæmi sé tekið.“
Velta B&L á síðasta ári nam
3.711.614.511 krónum. 1997 var hún
3.193.109.637, en 1996 1.935.317.132
krónur og má þar sjá stökkið síð-
ustu árin. Til samanburðar var velt-
an árið 1990, 478.492.000 krónur.
Alls seldi B&L 1.355 nýja bfla á síð-
asta ári, 621 Hyundai, 527 Renault,
147 Land Rover, 59 BMW og eina
Lödu. Þá seldust 1.467 notaðir bflar,
eða alls 2.822 bflar, nýir og notaðir.
Nýja húsið
Erna segir að smíði nýja hússins
á Grjóthálsi hafi hafist í maí á síð-
asta ári og um síðustu páska flutti
fyrirtækið inn og hóf starfsemina í
nýju umhverfi. Eftir var þó að
dytta að einu og öðru og nú er
þeim smíð lokið og mál að opna
formlega og verður það gert með
opnu húsi laugardaginn 2. október
og sunnudaginn 3. október. Þá
verður öllum boðið að kynna sér þá
bfla og þjónustu sem til boða stend-
ur í nýja húsnæði B&L.
Húsið er mikil bygging, minnir á
íþróttahöll með sína tæplega 8.000
fermetra. Rúmmál hússins er
42.947 rúmmetrar og alls er 271
bflastæði á lóðinni. Til marks um
umfangið allt, þá eru lagnir hvers
konar yfir 100 kílómetrar og má
þar nefna vatns- og hitalagnir upp
á 45,5 km, rafmagnslagnir upp á 16
km og tölvulagnir upp á 18 km.