Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ B&L opnar formlega nærri 8.000 fm hús á 45 ára afmælinu Moskowich 401 afhentur viðskiptavini, árið 1955. FRÁ POPEDU TIL BMW Fyrirtækið B&L, Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf., opnar formlega nýtt húsnæði sitt að Grjóthálsi 1 um næstu helgi. Þar er fremur um hallarkynni að ræða en salarkynni, enda stærð hússins tæpir 8.000 fermetrar, að miklum hluta víðáttumiklir sýn- ingarsalir. Þetta ber upp á 45. af- mælisár fyrirtækisins og ríkir mikil bjartsýni meðal forráða- manna fyrirtækisins með framtíð þess. Guðmundur Guðjónsson hitti Ernu Gísladóttur, fram- kvæmdastjóra B&L, í vikunni og ræddi við hana um sögu fyrir- tækisins, nútíð og framtíð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þrír ættliðir við stjórnvöliu, f.v. Gísli Guðmundsson, Guðmundur Gíslason eldri, Guðmundur Gíslason yngi-i og Erna Gísladóttir. AGA B&L er að sumu leyti merkileg, en óal- gengt er að fyrirtæki í bifreiðainnflutningi söðli gersamlega yfir í nýjar tegundir og váxi verulega ásmegin á sama tíma. Ema sagði, að tilurð fyrirtækisins ætti rætur að rekja til ársins 1954, er íslenska ríkisstjórnin hefði gert margþætta viðskiptasamninga við Sovétríkin í kjölfar þorskastríða við Bretland. Þá komu til landsins hundrað bifreiðir af Popeda-gerð. Stjómvöld biðluðu þá til bifreiða- innflytjenda að taka að sér sölu á umræddum bílum, með það í huga í framhaldinu að taka að sér umboð Auto-Export, sovéska fyiTrtækis- ins sem var útflutningsaðili bfl- anna. „Það var þáverandi viðskiptaráð- herra, Ingólfur Jónsson, sem fór fyrir íslenskum stjórnvöldum í þessu máli og niðurstaða fékkst og allir bflainnflytjendur landsins, að þremur undanskyldum, ákváðu að stofna félag undir nafninu Bifreið- ar og landbúnaðarvélar. Fyrstu hluthafar vom Gunnar Asgeirsson, Sveinn Björnsson, Karl Kristján Karlsson, Helgi Ingólfur Gíslason, Hrafn Jónsson, Karl B. Guð- mundsson, Brynhildur Þórarins- dóttir, Bergur Gíslason, Magnús Friðriksson, Ingþór Haraldsson, Petra Guðmundsdóttir, Bernhard Lárusson, Ragnar Jóhannesson, Gottfred Bernhöft, Sigurjón Sigur- sveinsson, Sigurlaug Kristjáns- dóttir og Guðmundur Gíslason. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir Guðmundur Gíslason formað- ur, Gunnar Ásgeirsson og Karl B. Guðmundsson, en í varastjóm voru Bergur Gíslason og Karl Kristján Karlsson," segir Erna. Ema segir að í upphafl hafi að- eins verið um Popetuna að ræða, en í kjölfarið sigldu Volga, Moskowich „rússajepparnir" svokölluðu og Lada, sem bæði var framleidd og innflutt sem fólksbíll og jeppi. I fyrstu var erfitt að selja sov- éska bíla, menn þekktu lítt til þeima og þeir voru ekki með sama búnað og t.d. bandarískir og evr- ópskir bflar. En þeir voru ódýrir og smám saman varð fólk þess áskynja að þeir vom sterkbyggðir og hæfðu vel íslenska vegakerfinu. Salan jókst því hröðum skrefum. I september 1961 má segja að innflytjendur sovésku bílanna hafi haft nokkrar áhyggjur af hvað verða vildi, er innflutningur á bflum var gefínn frjáls. Eins og menn reiknuðu með, dró úr sölu þeirra fyrstu árin á eftir, en síðan sóttu þeir í sig veðrið á ný. Miklar breytingar Óhætt er að segja að fyrirtækið hafi tekið stakkaskiptum á þessum áratug. Fyrsta meginbreytingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.