Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
B&L opnar formlega nærri 8.000 fm hús á 45 ára afmælinu
Moskowich 401 afhentur viðskiptavini, árið 1955.
FRÁ POPEDU TIL BMW
Fyrirtækið B&L, Bifreiðar og
landbúnaðarvélar hf., opnar
formlega nýtt húsnæði sitt að
Grjóthálsi 1 um næstu helgi. Þar
er fremur um hallarkynni að
ræða en salarkynni, enda stærð
hússins tæpir 8.000 fermetrar, að
miklum hluta víðáttumiklir sýn-
ingarsalir. Þetta ber upp á 45. af-
mælisár fyrirtækisins og ríkir
mikil bjartsýni meðal forráða-
manna fyrirtækisins með framtíð
þess. Guðmundur Guðjónsson
hitti Ernu Gísladóttur, fram-
kvæmdastjóra B&L, í vikunni og
ræddi við hana um sögu fyrir-
tækisins, nútíð og framtíð.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þrír ættliðir við stjórnvöliu, f.v. Gísli Guðmundsson, Guðmundur Gíslason eldri, Guðmundur Gíslason yngi-i og Erna Gísladóttir.
AGA B&L er að sumu
leyti merkileg, en óal-
gengt er að fyrirtæki í
bifreiðainnflutningi
söðli gersamlega yfir í
nýjar tegundir og váxi
verulega ásmegin á sama tíma.
Ema sagði, að tilurð fyrirtækisins
ætti rætur að rekja til ársins 1954,
er íslenska ríkisstjórnin hefði gert
margþætta viðskiptasamninga við
Sovétríkin í kjölfar þorskastríða
við Bretland. Þá komu til landsins
hundrað bifreiðir af Popeda-gerð.
Stjómvöld biðluðu þá til bifreiða-
innflytjenda að taka að sér sölu á
umræddum bílum, með það í huga í
framhaldinu að taka að sér umboð
Auto-Export, sovéska fyiTrtækis-
ins sem var útflutningsaðili bfl-
anna.
„Það var þáverandi viðskiptaráð-
herra, Ingólfur Jónsson, sem fór
fyrir íslenskum stjórnvöldum í
þessu máli og niðurstaða fékkst og
allir bflainnflytjendur landsins, að
þremur undanskyldum, ákváðu að
stofna félag undir nafninu Bifreið-
ar og landbúnaðarvélar. Fyrstu
hluthafar vom Gunnar Asgeirsson,
Sveinn Björnsson, Karl Kristján
Karlsson, Helgi Ingólfur Gíslason,
Hrafn Jónsson, Karl B. Guð-
mundsson, Brynhildur Þórarins-
dóttir, Bergur Gíslason, Magnús
Friðriksson, Ingþór Haraldsson,
Petra Guðmundsdóttir, Bernhard
Lárusson, Ragnar Jóhannesson,
Gottfred Bernhöft, Sigurjón Sigur-
sveinsson, Sigurlaug Kristjáns-
dóttir og Guðmundur Gíslason.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu
þeir Guðmundur Gíslason formað-
ur, Gunnar Ásgeirsson og Karl B.
Guðmundsson, en í varastjóm voru
Bergur Gíslason og Karl Kristján
Karlsson," segir Erna.
Ema segir að í upphafl hafi að-
eins verið um Popetuna að ræða, en
í kjölfarið sigldu Volga, Moskowich
„rússajepparnir" svokölluðu og
Lada, sem bæði var framleidd og
innflutt sem fólksbíll og jeppi.
I fyrstu var erfitt að selja sov-
éska bíla, menn þekktu lítt til
þeima og þeir voru ekki með sama
búnað og t.d. bandarískir og evr-
ópskir bflar. En þeir voru ódýrir og
smám saman varð fólk þess
áskynja að þeir vom sterkbyggðir
og hæfðu vel íslenska vegakerfinu.
Salan jókst því hröðum skrefum.
I september 1961 má segja að
innflytjendur sovésku bílanna hafi
haft nokkrar áhyggjur af hvað
verða vildi, er innflutningur á bflum
var gefínn frjáls. Eins og menn
reiknuðu með, dró úr sölu þeirra
fyrstu árin á eftir, en síðan sóttu
þeir í sig veðrið á ný.
Miklar breytingar
Óhætt er að segja að fyrirtækið
hafi tekið stakkaskiptum á þessum
áratug. Fyrsta meginbreytingin