Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
MINNINGAR
X
+
Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
INGVAR J. HELGASON
forstjóri,
lést í Reykjavík 18. þ.m.
Jarðarförin fer fram frá Bústaöakirkju þriðju-
daginn 28. seþtember kl. 13.30.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Helgi Ingvarsson, Sigríður Gylfadóttir,
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Guðríður Stefánsdóttir,
Júlíus Vífill Ingvarsson,
Júlía Guðrún Ingvarsdóttir,
Áslaug Helga Ingvarsdóttir,
Guðrún Ingvarsdóttir,
Elísabet Ingvarsdóttir,
Ingvar Ingvarsson,
Svanhildur Blöndal,
Markús Möller,
Jóhann Guðjónsson,
Gunnar Hauksson,
Helga Hrönn Þorleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
%
+
Sonur minn, faðir minn, bróðir okkar og
mágur,
HJÖRTUR HAUKSSON
skrúðgarðyrkjumeistari,
varð bráðkvaddur á heimili sínu Ljósheimum
4, þriðjudaginn 21. seþtember sl.
Hann verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
föstudaginn 1. október kl. 13.30.
Brynhildur Olgeirsdóttir,
Heiðrún Hlín Hjartardóttir,
Ástríður Hauksdóttir, Georg Tryggvason,
Gylfi Hauksson, Olga Stefánsdóttir,
Trausti Hauksson, Alda Björk Marinósdóttir,
Kjartan Hauksson, Ásgerður I. Jónsdóttir,
ísak Sverrir Hauksson, Guðrún Bryndís Karlsdóttir.
+
Sambýliskona mín,
RANNVEIG INGIBJÖRG
SIGURVALDADÓTTIR,
frá Eldjárnsstöðum,
Safamýri 39,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn
24. seþtember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Jón Vídalín Karlsson.
+
MATTHÍAS JÓN ÞORSTEINSSON
lést af slysförum föstudaginn 17. seþtember
síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram.
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug.
Þorsteinn Matthíasson,
Guðrún Anna Matthíasdóttir, Raphaöl Leroux,
Halldór Þorsteinsson, Björg Guðmundsdóttir,
Jón Þorsteinsson, Sigríður Anna Þórðardóttir.
+
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SVEINBJÖRG ÁRNADÓTTIR,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 27. september kl. 13.30.
Helga Einarsdóttir,
Sigríður Halla Einardóttir,
Hilmar Einarsson,
Margrét Einarsdóttir,
Guðmundur Einarsson,
Kjartan Vilhjálmur Guðmundsson,
Ingvar Jóhannsson,
Berglind Pálmadóttir,
Ásmundur Cornelius,
Kristjana Karlsdóttir
og ömmubörn.
+ Sveinbjörg Áma-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 31. des-
ember 1909. Hún
andaðist á Elli- og
hjúkrunarheimilinu
Grund hinn 16. sept-
ember síðastliðinn.
Hún var dóttir Sig-
ríðar Höllu Páls-
dóttur verkakonu, f.
14. janúar 1879, d. í
júní 1910, og Áma
Magnússonar, f. 7.
ágúst 1886, d. 19.
mars 1968, bónda og
formanns frá
Krókskoti í Sandgerði.
Sveinbjörg giftist 10. maí
1930 Einari Eggertssyni kaf-
ara, f. 15. október 1902 í
Steinsholti í Reykjavík, d. 9.
september 1987. Þau eignuðust
fimm börn en þau eru: 1)
Helga, f. 26. maí 1931, sjúkra-
liði í Reykjavík, gift Kjartani
Vilhjálmi Guðmundssyni, f. 30.
nóvember 1931, rafvirki í
Reykjavík. Þau eiga fímm börn,
tíu barnabörn en eitt er látið og
eitt barnabarnabarn. 2) Sigríð-
ur Halla, f. 9. október 1932,
hárgreiðslumeistari í Reykja-
vík, gift Ingvari Jóhannssyni,
fv. framkvæmdastjóra í
Reykjavík, f. 26. maí 1931. Þau
eiga fjögur börn, ellefu barna-
Þeim fækkar nú óðum sem telj-
ast til aldamótakynslóðarinnar,
þeirrar kynslóðar sem ég tel og
fleiri að eigi mestan þátt í þeirri
uppbyggingu og framþróun sem ís-
lenskt þjóðfélag býr við í dag. Um
síðustu aldamót var hér á landi
mikil fátækt og örbirgð og flúði þá
margur íslendingurinn til Vestur-
heims og annað til að öðlast betra
lífsviðurværi. En þá varð eftir
hérna á Fróni kynslóð sem tókst á
við erfiðleikana, áratuga kreppuá-
stand og gafst aldrei upp og hefur
án efa markað dýpri spor í Islands-
söguna en nokkur önnur kynslóð.
Tengdamóðir mín var ein þeirra
kvenna sem gekk þessa braut alltaf
jafn glöð og létt í spori, þannig að
það var unun að vera í návist henn-
ar. Hún eignaðist aldrei veraldleg-
an auð, en hamingju naut hún í rík-
um mæli með manni sínum og
börnum sem öll voru mannvænleg
og hún leit alltaf með stolti yfir sinn
stóra afkomendahóp sem hún unni
af öllu hjarta. Móður sína missti
Sveinbjörg þegar hún var innan við
eins árs gömul. Hún hafði verið í
fiskaðgerð og stakk sig illa á beini
og bað leyfis til að láta gera að sár-
inu hjá lækni. Því hafnaði verk-
stjórinn alfarið og var bundið um
sárið á staðnum. Hann vildi láta
hana vita það að hann hefði ekkert
með neinar mjólkurkýr að gera, því
hún hefði bara ætlað heim til að
gefa barninu. Sigríður Halla, móðir
Sveinbjargar, dó skömmu síðar úr
blóðeitrun. Þannig var Island í þá
daga. Árni, faðir hennar, hafði eng-
ar aðstæður til að taka Sveinbjörgu
að sér og kom henni í fóstur til
öðlingshjónanna Margrétar
Bjarnadóttur og Einars Ámasonar,
einnig var á heimilinu systir Mar-
grétar, Helga, til að annast hana.
Þau bjuggu á Vesturgötu 53b. Þar
ólst hún upp og eignaðist yndislegt
heimili og stóran systkinahóp sem
tók henni opnum örmum. Fóstri
hennar var verkamaður á eyrinni,
eins og það var kallað, verkamenn
við höfnina söfnuðust á einn stað og
verkstjórinn á eyrinni valdi síðan
úr þá menn sem hann vildi fá í upp-
skipun, lempa kolum eða í önnur
þau störf sem fyrir lágu. Á því
heimili var ekki ríkidæmi fyrir að
fara, en ást og blíða höfð í hávegum
og varð það hennar veganesi út í líf-
ið.
Árið 1930 giftist Sveinbjörg Ein-
ari Eggertssyni kafara en hann var
mikill mannkostamaður. Hann lést
árið 1987 og höfðu þau þá verið gift
í 57 ár. Einar hóf störf hjá Vita- og
börn og tvö barna-
barnabörn. 3)
Hilmar, f. 24. nóv-
ember 1940 í
Reykjavík, bygg-
ingafulltrúi upp-
sveita Árnessýslu,
búsettur á Laugar-
vatni, kvæntur
Berglindi Pálma-
dóttur, f. 30. sept-
ember 1942, frá
Hjálmstöðum í
Laugardal. Þau
eiga fimm börn og
þrjú barnabörn. 4)
Margrét skrifstofu-
maður, f. 6. janúar 1943 í
Reykjavík, gift Ásmundi Birni
Cornelíusi vélvirkjameistara,
verkstjóra hjá Keflavíkurverk-
tökum hf., f. 1. september 1946,
búsett í Reykjanesbæ. Þau eiga
þrjú börn og fjögur barnabörn.
5) Guðmundur, lögregluvarð-
stjóri í Reykjavík, f. 18. maí
1948 í Reykjavík, kvæntur Kri-
stjönu Karlsdóttur, f. 24. sept-
ember 1944, frá Öxl í Breiðar-
víkurhreppi. Þau eiga fjögur
börn. Beinir afkomendur
þeirra Sveinbjargar og Einars í
dag eru því orðnir 57 að tölu.
Utför Sveinbjargar fer fram
frá Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 27. september, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
hafnarmálastjórn árið 1929 og vann
þar allt sitt líf við köfun. Hann var
gerður að heiðursfélaga bæði í hinu
eldra Kafarafélagi Islands og hinu
sem síðar var stofnað. Það má eig-
inlega segja það að Sveinbjörg hafi
lifað hálfgerðu sjómannskonulífi því
Einar vann mikið við hafnargerð
hringinn í kringum landið og það
voru fáar hafnirnar sem hann hafði
ekki lagt gjörva hönd á. Hún þurfti
því að sjá ein að meira eða minna
leyti um uppeldi barnanna. Maður
mætti ætla það að þau hefðu haft úr
nægu að spila, hann í þetta erfiðu
og ábyrgðarmiklu starfi, en það var
öðru nær. Hann var við þetta starf
á verkamannalaunum en árið sem
hann hætti störfum var stofnað
Kafarafélag íslands og hefðu laun
hans þá þrefaldast.
Tengdamóðir mín var dugnaðar-
forkur, bæði saumaði, prjónaði og
saumaði út og bar heimili hennar
þess glöggt vitni. Fyrir nokkrum
árum var Sveinbjörg kjörin heið-
ursfélagi í Ibúasamtökum Vestur-
bæjar á 20 ára afmæli samtakanna
og var hún svo sannarlega vel að
þeim heiðri komin. En það sem ég
mat mest í fari hennar var frásagn-
argáfan og glaðlyndið. Það var un-
un að sitja hjá henni og hlusta á
hana segja frá sínum ævidögum.
Heimili þeirra var alltaf rómað
fyrir hlýleika og gestrisni. Skömmu
eftir að Einar lést og hennar heilsu
fór að hraka vistaðist hún á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund. Þar leið
henni alltaf frábærlega vel og átti
hún ekki nógu fögur orð til að lýsa
aðbúnaði öllum og starfsfólkinu
sérstaklega. Fjölskyldan öll vill
færa þeim hjartans þakkir fyrir
hlýju þeirra og umhyggju. Einnig
viljum við þakka Einari Árnasyni
verkfræðingi innilega fyrir hans
umhyggju fyrir frænku sinni.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um verður mikið tómarúm hjá okk-
ur öllum, vinum og vandamönnum
og eitt er víst að við munum lengi
sakna mikilhæfrar og góðrar konu.
Guð blessi minningu hennar.
Ingvar Jóhannsson.
Á sólríkum haustdegi kvaddi hún
amma þennan heim. Við erum öll
svo stolt yfir því að hafa átt hana að.
Það var sama á hverju gekk í fjöl-
skyldum okkar, alltaf var amma þar
og sýndi okkur í verki hvers virði
það er að eiga góða fjölskyldu að.
Fyrir nokkrum árum greindist
amma með krabbamein og fannst
okkur öllum að þá yrði allt búið. En
aldeilis ekki, hún tók veikindum sín-
um með þvflíku æðruleysi að
ógleymanlegt er og okkur öllum til
eftirbreytni, enda komst hún yfir
veikindin.
Hún lærði það í veikindum sínum
að lífið er ekki sjálfgefið og sagði oft
að fyrst sér væri gefið annað líf ætl-
aði hún sko að nota það. Amma
hafði unun af því að ferðast og fór
víða. Enginn var sá atburður í fjöl-
skyldunni að amma væri ekki mætt
og var þá sama hvert á land hún
þurfti að fara, t.d. mætti hún í
skírnarveislu langalangömmubarna
sinna, aðra til Vestmannaeyja og
hina suður í Reykjanesbæ þá orðin
88 ára gömul.
Núna 31. desember hefði hún
amma orðið 90 ára og af því tilefni
boðuðu þær Björg systir, bónda-
kona í Efstadal í Laugardalshreppi,
og Erla, eiginkona Pálma Hilmars-
sonar, búsett á Laugarvatni, til ætt-
armóts austur í Efstadal. Þetta síð-
asta ættarmót með ömmu var ein-
stakt, mjög vel var mætt og enda
þótt heilsu ömmu hrakaði ört tók
hún fullan þátt í öllu. Hún stóð upp
og hélt góða ræðu og þakkaði mjög
vel fyrir sig. Hún gerði okkur öllum
þessa stund ógleymanlega.
Síðasta verk ömmu lýsir henni
einna best. Hún vissi að eitt bama-
bama hennar ætlaði að gifta sig 18.
september og hún vissi líka að
endalokin voru skammt undan og
gerði sínar ráðstafanir og var með
Margréti dóttur sinni og fjölskyld-
um í brúðargjöf til langömmubams
síns.
Við kveðjum nú okkar elskuðu
ömmu og þökkum henni allt það
sem hún var okkur.
Guð blessi minningu afa okkar
Einars Eggertssonar kafara og
ömmu okkar, Sveinbjargar Ama-
dóttur.
Auður, Hildur, Björg
og Rósa Ingvarsdætur.
„Hún amma Sveina er dáin,“
sagði mamma mér í símann þennan
sólríka fimmtudagseftirmiðdag.
Þessi tíðindi komu mér ekki á óvart
enda hafði ég verið hjá ömmu
kvöldið áður, en þrátt fyrir það er
ekkert sem undirbýr mann undir þá
saknaðartilfinningu sem hellist yfir
mann þegar ástvinir halda yfir í
annan heim. Við sem eftir sitjum
veltum fyrir okkur tilgangi lífsins
og við spyrjum okkur í huganum
hvers konar ferðalag amma Sveina
hefur nú haldið í. Já, amma Sveina
og ferðalög. Hún hafði yndi af að
ferðast og sérstaklega á svona sól-
ríkum dögum. Hún eirði sér ekki í
góðu veðri íyrr en hún var komin af
stað í eitthvert ferðalag og var þá
oft nóg að skella sér bara á kaffihús,
fá sér eina dísæta köku með kaffinu
og skoða mannlífið. Það var heldur
aldrei neitt hik á henni ömmu þegar
foreldrar mínir buðu henni með í ut-
anlandsferðir. Það hefði fátt getað
stoppað hana þar. Ekkert lét hún
amma Sveina fram hjá sér fara og
var hún mætt fyrst á svæðið ef ein-
hver mannamót voru annars vegar.
Hún lét heldur ekki sitt eftir liggja
að koma á ættartengslum hvenær
sem hún gat komið því við. Nú síð-
ast hittust afkomendur Sveinu og
Einars í byrjun júlí í sumar hjá
Björgu frænku í Efstadal. Þó að
heilsan væri farin að gefa sig var
amma búin að pakka í töskuna sína
á mánudegi enda þótt mannfagnað-
urinn ætti ekki að hefjast formlega
fyrr en á föstudegi - en svona var
hún amma bara.
Mínar fyrstu minningar af ömmu
Sveinu og Einari afa voru sennilega
sumarið sem þau hjónin tóku að sér
að passa þrjú systkini í Keflavik í
einar tvær vikur á meðan dóttir
þeirra hjóna og eiginmaður hennar
brugðu sér í sólarlandaferð. Það
voru virkilega öguð systkini sem
tóku á móti foreldrum sínum í flug-
stöðinni að tveimur vikum liðnum.
Amma hafði nefnilega mjög fast-
mótaðar hugmyndir um barnaupp-
eldi og þær hugmyndir voru í nán-
ast engu samræmi við hugmyndir
móður minnar um sama el'ni. Enn
þann dag í dag á ég erfitt með að
hlaupa út á morgnana ef ég næ ekki
að búa um rúmið mitt og hugsa þá
SVEINBJÖRG
ÁRNADÓTTIR