Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRSLA UM VISTFRÆÐIRANNSÓKNIR Á LÍFRÍKI ELLIÐAÁNNA VAR NÝLEGA KYNNT Morgunblaðið/RAX Sjávarfoss í Elliðaánum, í hugum margra tákn Elliðaánna. Óhætt er að segja að margir hafí beðið með talsverðri óþreyju eft- ir því að Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík skilaði af sér skýrslu um vistfræðirannsóknir á vatnasviði Elliðaánna sem stofn- að var til í kjölfarið á samþykkt borgarráðs 5. september 1995 síð- astliðinn. Laxastofn Elliðaánna hefur verið að skreppa saman ár frá ári, svo mjög að margur óttast að hann, og árnar með, séu að renna sitt skeið á enda. Guðmundur Guðjónsson rýndi í skýrsluna á dögunum og komst að raun um að stungið er upp á nokkrum at- riðum til úrbóta og mikil áhersla er lögð á auknar rannsóknir. EKKI þarf að tíunda hver tilurð skýrslunar er. Byggð og atvinnu- starfsemi hefur þrengt mjög að Elliðaánum og ósasvæði þeirra, meng- unarslys hafa verið tíð, vatnsborðs- truflanir hafa skaðað afmörkuð svæði, kýlaveiki hefur herjað á laxa- stofninn og nýr, hugsanlega skæður þörungur að nafni Vatnaflóki, hefur teppalagt árnar á stórum köflum. Fleira mætti telja, og ofan í þessu öllu saman hefur laxgengd og veiði farið hríðminnkandi ár frá ári. Marg- ir hafa tjáð sig um þessi mái og kraf- ist skjótra lausna, en e.t.v. er slíkt ekki til. Þá hafa margir látið í Ijósi áhyggjur um að vandamál Elliða- ánna séu svo margþætt og flókin að ekki verði til bots komið með hvar best sé að byrja á úrbótunum. Veiði- menn hafa talað um seiðasleppingar, smáseiðasleppingar, sumaralin seiði, og nú síðast gengu tveir þekktir veiðimenn fram fyrir skjöldu og rit- uðu blaðagreinar þar sem þeir stungu upp á því að sleppa göngu- seiðum í árnar til að styrkja árnar á meðan unnið væri úr vandamálun- um. Annar þessara manna var Lúð- vík Gissurarson sem hefur mikla reynslu í þeim efnum frá ræktunar- starfí sem hann var hvatamaður að í Eystri-Rangá ásamt syni sínum Ein- ar fyrir um áratug síðan eða svo. Sem kunnugt er hefur Rangánum verið breytt úr sjóbirtingsveiðiám í sterkar laxveiðiár með sleppingu gönguseiða í hafbeit. Hinn var Rafn Hafnfjörð sem taldi að samhliða gönguseiðasleppingum ætti að fækka stöngum og minnka kvóta veiðimanna. Þær raddir hafa einnig heyrst að réttast væri að hið um- deilda íyrirbæri „veiða-sleppa“ ætti hvergi betur við heldur en í „sjúkri á“, eins og margur hefur orðið til að kalla Elliðaárnar í ræðu og riti síð- ustu tvö árin. Rannsóknirnar sjálfar Gefum aðeins gaum rannsóknunum sem hófust á árinu 1996 og hafa stað- ið síðan. Rannsakað var vatnafar svæðisins og enn fremur botndýralíf. Rannsakaður var þéttleiki og sam- setning botndýra á mismunandi árs- tíðum og svæðum í Elliðaánum og Hólmsá. Sérstök áhersla var lögð á að kanna áhrif hvers kyns röskunar á fyrrgreinda þætti. Fram kemur að „framvinda botndýrasamfélagsins eftir þurrkun árfarvegs að vetrarlagi 1996 neðan Arbæjarstíflu var hlið- stæð og eftir flóðin 1982.“ Síðan stendur þetta: „Marktækur munur var á þéttleika botndýra ofan og neðan útrásar göturæsis við Nautavað. Þéttleiki botndýra var minni neðan útrásarinnar og einnig fundust færri tegundir og hópar botndýra neðan útrásarinnar." Einnig stóð: „Þrátt fyrir að þétt- leiki bitmýs og rykmýs væri nokkuð breytilegur milli ára á tímabilinu 1990 til 1996, varð ekki marktæk aukning eða minnkun á þéttleika þessara skordýra á tímabilinu. Því má álykta að umhverfisbreytingar sem kunna að hafa orðið á tímabilinu hafa hvorki leitt til hnignunar né vaxtar bitmýs- eða rykmýsstofna í Hólmsá eða Elliðaánum. Út frá þeim niðurstöðum sem hér hafa verið ræddar verður ekki séð að þéttleiki botndýra í Elliðaánum hafi breyst við landnám kísilþörungsins D. geminata. Því er full ástæða til að fylgjast með hugsanlegum þörungs- ins á botndýrasamfélög ánna til lengri tíma.“ Og enn fremur: „Endurteknar rennslistruflanir leiða því til þess að samfélög botndýra verða mun eins- leitari en ella. Því væri æskilegt að viðhaldið væri lágmarksrennsli í far- vegi ánna og komist hjá því að þurrka upp langa hluta árfarvegar- ins.“ Og loks: „Frekari athugana er þörf til að sannreyna frekar þær nið- urstöður sem hér hafa verið kynntar. Þannig er mikilvægt að sýni verði tekin við fleiri útrásir og metið hve ■ langt áhrifanna gætir frá þeim. Einnig þarf að afla upplýsinga um hvaða efni flæða í Elliðaárnar. Þar sem vísbendingar um neikvæð áhrif á dýralíf liggja fyrir og litlar upplýs- ingar eru tiltækar um hvaða efni renna út í Elliðaárnar þá er óráðlegt að auka við götuafrennsli í árnai'.“ Laxastofninn gefur eftir Veiðimálastofnun rekur í skýrsl- U unni sögu laxveiði og laxgengdar í f árnar. Nefnir að sveiflur í gengd og veiði hafi sýnt góða og örugga fylgni við nágrannaárnar Leirvogsá og Laxá í Kjós, allt þar til allra síðustu árin, að Elliðaárnar hafa skorið sig úr. Sérfræðingar stofnunarinnar nefna hugsanlegar ástæður fyrir minnkandi laxgengd í níu liðum, en taka fram að engin afgerandi skýr svör liggi fyrir. Hér verða raktir lið- irnir níu. 1) Endurheimtur úr sjó hafa verið lágar síðustu tvö árin. 2) Kýlaveiki kom upp í ánum árið 1995 og þá voru þeir seiðaárgangar í ánni sem gefa veiði þessi árin. Það gæti jafnvel verið orsök fyrir lélegri endurheimtum. 3) Eldisfiskur kom í ámar í mikl- um mæli frá 1985-1996 með tilheyr- andi erfðablöndun. 4) Gönguseiðin hafa verið færri og i yngri að meðaltali þegai' þau hafa gengið til sjávar þessi árin og rann- sóknir hafa sýnt að yngri seiði skila jP minni endurheimtum. 5) Vegna kýlaveikinnar var hrygn- ingarfiski eytt neðan Árbæjarstíflu i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.