Morgunblaðið - 26.09.1999, Side 10

Morgunblaðið - 26.09.1999, Side 10
10 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRSLA UM VISTFRÆÐIRANNSÓKNIR Á LÍFRÍKI ELLIÐAÁNNA VAR NÝLEGA KYNNT Morgunblaðið/RAX Sjávarfoss í Elliðaánum, í hugum margra tákn Elliðaánna. Óhætt er að segja að margir hafí beðið með talsverðri óþreyju eft- ir því að Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík skilaði af sér skýrslu um vistfræðirannsóknir á vatnasviði Elliðaánna sem stofn- að var til í kjölfarið á samþykkt borgarráðs 5. september 1995 síð- astliðinn. Laxastofn Elliðaánna hefur verið að skreppa saman ár frá ári, svo mjög að margur óttast að hann, og árnar með, séu að renna sitt skeið á enda. Guðmundur Guðjónsson rýndi í skýrsluna á dögunum og komst að raun um að stungið er upp á nokkrum at- riðum til úrbóta og mikil áhersla er lögð á auknar rannsóknir. EKKI þarf að tíunda hver tilurð skýrslunar er. Byggð og atvinnu- starfsemi hefur þrengt mjög að Elliðaánum og ósasvæði þeirra, meng- unarslys hafa verið tíð, vatnsborðs- truflanir hafa skaðað afmörkuð svæði, kýlaveiki hefur herjað á laxa- stofninn og nýr, hugsanlega skæður þörungur að nafni Vatnaflóki, hefur teppalagt árnar á stórum köflum. Fleira mætti telja, og ofan í þessu öllu saman hefur laxgengd og veiði farið hríðminnkandi ár frá ári. Marg- ir hafa tjáð sig um þessi mái og kraf- ist skjótra lausna, en e.t.v. er slíkt ekki til. Þá hafa margir látið í Ijósi áhyggjur um að vandamál Elliða- ánna séu svo margþætt og flókin að ekki verði til bots komið með hvar best sé að byrja á úrbótunum. Veiði- menn hafa talað um seiðasleppingar, smáseiðasleppingar, sumaralin seiði, og nú síðast gengu tveir þekktir veiðimenn fram fyrir skjöldu og rit- uðu blaðagreinar þar sem þeir stungu upp á því að sleppa göngu- seiðum í árnar til að styrkja árnar á meðan unnið væri úr vandamálun- um. Annar þessara manna var Lúð- vík Gissurarson sem hefur mikla reynslu í þeim efnum frá ræktunar- starfí sem hann var hvatamaður að í Eystri-Rangá ásamt syni sínum Ein- ar fyrir um áratug síðan eða svo. Sem kunnugt er hefur Rangánum verið breytt úr sjóbirtingsveiðiám í sterkar laxveiðiár með sleppingu gönguseiða í hafbeit. Hinn var Rafn Hafnfjörð sem taldi að samhliða gönguseiðasleppingum ætti að fækka stöngum og minnka kvóta veiðimanna. Þær raddir hafa einnig heyrst að réttast væri að hið um- deilda íyrirbæri „veiða-sleppa“ ætti hvergi betur við heldur en í „sjúkri á“, eins og margur hefur orðið til að kalla Elliðaárnar í ræðu og riti síð- ustu tvö árin. Rannsóknirnar sjálfar Gefum aðeins gaum rannsóknunum sem hófust á árinu 1996 og hafa stað- ið síðan. Rannsakað var vatnafar svæðisins og enn fremur botndýralíf. Rannsakaður var þéttleiki og sam- setning botndýra á mismunandi árs- tíðum og svæðum í Elliðaánum og Hólmsá. Sérstök áhersla var lögð á að kanna áhrif hvers kyns röskunar á fyrrgreinda þætti. Fram kemur að „framvinda botndýrasamfélagsins eftir þurrkun árfarvegs að vetrarlagi 1996 neðan Arbæjarstíflu var hlið- stæð og eftir flóðin 1982.“ Síðan stendur þetta: „Marktækur munur var á þéttleika botndýra ofan og neðan útrásar göturæsis við Nautavað. Þéttleiki botndýra var minni neðan útrásarinnar og einnig fundust færri tegundir og hópar botndýra neðan útrásarinnar." Einnig stóð: „Þrátt fyrir að þétt- leiki bitmýs og rykmýs væri nokkuð breytilegur milli ára á tímabilinu 1990 til 1996, varð ekki marktæk aukning eða minnkun á þéttleika þessara skordýra á tímabilinu. Því má álykta að umhverfisbreytingar sem kunna að hafa orðið á tímabilinu hafa hvorki leitt til hnignunar né vaxtar bitmýs- eða rykmýsstofna í Hólmsá eða Elliðaánum. Út frá þeim niðurstöðum sem hér hafa verið ræddar verður ekki séð að þéttleiki botndýra í Elliðaánum hafi breyst við landnám kísilþörungsins D. geminata. Því er full ástæða til að fylgjast með hugsanlegum þörungs- ins á botndýrasamfélög ánna til lengri tíma.“ Og enn fremur: „Endurteknar rennslistruflanir leiða því til þess að samfélög botndýra verða mun eins- leitari en ella. Því væri æskilegt að viðhaldið væri lágmarksrennsli í far- vegi ánna og komist hjá því að þurrka upp langa hluta árfarvegar- ins.“ Og loks: „Frekari athugana er þörf til að sannreyna frekar þær nið- urstöður sem hér hafa verið kynntar. Þannig er mikilvægt að sýni verði tekin við fleiri útrásir og metið hve ■ langt áhrifanna gætir frá þeim. Einnig þarf að afla upplýsinga um hvaða efni flæða í Elliðaárnar. Þar sem vísbendingar um neikvæð áhrif á dýralíf liggja fyrir og litlar upplýs- ingar eru tiltækar um hvaða efni renna út í Elliðaárnar þá er óráðlegt að auka við götuafrennsli í árnai'.“ Laxastofninn gefur eftir Veiðimálastofnun rekur í skýrsl- U unni sögu laxveiði og laxgengdar í f árnar. Nefnir að sveiflur í gengd og veiði hafi sýnt góða og örugga fylgni við nágrannaárnar Leirvogsá og Laxá í Kjós, allt þar til allra síðustu árin, að Elliðaárnar hafa skorið sig úr. Sérfræðingar stofnunarinnar nefna hugsanlegar ástæður fyrir minnkandi laxgengd í níu liðum, en taka fram að engin afgerandi skýr svör liggi fyrir. Hér verða raktir lið- irnir níu. 1) Endurheimtur úr sjó hafa verið lágar síðustu tvö árin. 2) Kýlaveiki kom upp í ánum árið 1995 og þá voru þeir seiðaárgangar í ánni sem gefa veiði þessi árin. Það gæti jafnvel verið orsök fyrir lélegri endurheimtum. 3) Eldisfiskur kom í ámar í mikl- um mæli frá 1985-1996 með tilheyr- andi erfðablöndun. 4) Gönguseiðin hafa verið færri og i yngri að meðaltali þegai' þau hafa gengið til sjávar þessi árin og rann- sóknir hafa sýnt að yngri seiði skila jP minni endurheimtum. 5) Vegna kýlaveikinnar var hrygn- ingarfiski eytt neðan Árbæjarstíflu i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.