Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 31
skilar sér á fleiri sviðum, þannig er
hámarksnýting á flutningsrými
tryggð með frauðplastkössunum.
Umbúðimar eru sterkar en hlutfall
styrks á móti eigin þunga er hátt.
Svo tekið sé dæmi þá vegur kassi
undir 7 kíló af flökum einungis 185
grömm. Stöflunarstyrkleiki er mik-
ill eða allt að 300 kílóum á neðstu
kassa sem gerir kleift að nýta fulla
hæð flutningsrýmis. Horn og kant-
ar eru sérhönnuð til að taka við
þungum höggum enda gera flugfé-
lög miklar kröfur um styrkleika
umbúðanna.
Sérstök hönnun á loki kassanna
hefur í för með sér að þörf á kostn-
aðarsamri kælingu minnkar sökum
minni loftskipta ásamt því að
tryggja styrkleika kassanna.
Umbúðimar einangra mjög vel en
lykillinn að því að skila neytendum
ferskri vöm felst í þeirri einstöku
einangrun sem frauðplast veitir.
Efnasamsetning frauðplasts gerir
það að verkum að æskilegt kjörhita-
stig hverju sinni er varðveitt mun
betur og lengur en tíðkast með aðr-
ar umbúðir.
Frauðplastumbúðir em að sjálf-
sögðu vatnsþéttar og hvítur litur
þeirra hrindir frá sér hitageislum.
Þær eru því hentugar flutningsum-
búðir og viðurkenndar til notkunar
undir hvers lags matvæli.
Síðast en ekki síst eru frauðplast-
umbúðir umhverfísvænar. Þær era
100% endurvinnanlegar. Við fram-
leiðslu þeirra er eingöngu notast við
vatn, vatnsgufu og þrýstiloft og er
öllu skilað jafnhreinu til baka. Um-
búðimar inihalda eingöngu vatns-
og kolefnissameindir og uppbygg-
ing þeirra er þannig að umbúðimar
eru vatnsheldar og því ekki þörf á
húðunarefnum til að vatnsverja
þær. Þær em einnig mjög léttar
sem hefur áhrif á eldneytisnotkun
flutningstækja.
Til að freista þess að skýra þetta
nánar er brýnt að gera sér grein
fyrir lífshlaupi vöra eða hlutar, oft
nefnt vistvægi, og kannski einfald-
ast að nefna hliðstæðu sem fólk
þekkir. Það er til dæmis hálfhæpið
að halda því fram að glerflöskur séu
umhverfisvænni en plastflöskur,
einvörðungu vegna þess að þær sé
hægt að nota aftur. Mikið magn
kemíski-a efna ásamt vatni þarf til
að hreinsa glerflöskur. Þær eru
margfalt þyngri í flutningi heldur
en plastflöskur og kalla því á aukna
olíueyðslu farartækja sem flytja
þær og svona mætti halda áfram.
Endurvinnsla er því ekki alltaf eina
rétta svarið þegar kemur að um-
hverfisvemd."
Helsti ókostur frauðplastumbúð-
anna er að þær era plássfrekar",
segir Páll. „Þess vegna er flutning-
urinn dýr á þeim. Þar af leiðandi
takmarkast markaðssvæði okkar
við Stór-Reykjavíkursvæðið, Suður-
nes og Suðurland. Höfum við verið
að velta fyrir okkur hvemig við get-
um minnkað þennan kostnað."
Höfum kappkostað að vera
fyrstir með nýjungar
Páll segir að Stjörnusteinn sé
stofnaðili að norrænum samtökum
sem safna saman notuðum fiskum-
búðum og endurvinna þær. Segir
hann þetta að sjálfsögðu kostnaðar-
samt. Nú séu ýmis teikn á lofti um
að leyfilegt verði að brenna umbúð-
unum í sérstökum sorpbrennslu-
stöðvum enda innihaldi frauðplastið
meira magn orku en sambærilegt
magn kola. „Frauðplastið gerir það
því að verkum að auðveldara er að
brenna sorpinu þar sem hitastig
branans hækkar verulega. Orkan
sem myndast við brunann er svo
nýtt til húshitunar eða raforkufram-
leiðslu. Ekki yrði um viðbót gróður-
húsalofttegunda að ræða þar sem
þessi orka kæmi í stað orku sem
fengin yrði annars með kolabrana.“
Helstu keppinautar Stjörnusteins
eru Borgarplast í Borgamesi og
Plastgerð Suðurnesja í Njarðvíkum.
„Við höfum stærstu markaðshlut-
deildina af þessum fyrirtækjum.
Okkar sérstaða felst í staðsetning-
unni, tæknilegri getu og því að við
höfum kappkostað að vera fyrstir
með nýjungar.
Við tókum þá stefnu í kringum
1994 að við tækjum ekki þátt í verð-
stríði og sigldum okkar sjó. Við höf-
um ekki hækkað verð á umbúðum
okkar síðan 1995 þrátt fyrir hráefn-
Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu umbúða úr frauðplasti und-
ir fersk matvæli, sérstaklega undir ferskan fisk.
is- og launahækkanir. í staðinn höf-
um við lagt áherslu á að hagræða
innandyra og teljum að með því
þjónum við hagsmunum okkar við-
skiptavina til langframa.
Við erum nú fjárhagslega vel búið
fyrirtæki til að mæta ýtrastu kröf-
um viðskiptavina okkar. Veltuaukn-
ing hefur verið umtalsverð á undan-
förnum árum. Velta fyrirtækisins
var um 150 milljónir á síðastliðnu
ári og stefnir í aðeins meiri veltu í
ár. Hagnaður félagsins hefur aukist
jafn og þétt samfara því.
Gefa þarf ferskfiskiðnaðinum
meiri gaum
Hvað varðar framtíðarhugmyndir
þá er ljóst að við verðum að renna
fleiri stoðum undir reksturinn.
Smæð markaðarins gerir það að
verkum að erfitt er að finna ný fyr-
irtæki sem falla að þessum rekstri.
Utflutningur á umbúðunum er lítill
sem enginn vegna þess hve pláss-
frekar þær eru og flutningskostnað-
ur hár svo þar eru litlir möguleikar
til sóknar.
Það er hálf kaldhæðnislegt að á
sama tíma og flutningsrými í flugi
eykst veralega frá landinu eiga við-
skiptavinir okkar í mestu vandræð-
um með að ná í hráefni. Viðskipta-
vinir okkar bjóða hæsta verðið fyrir
fiskinn og segjast geta selt mun
meira en þeir gera í dag. Það er því
eðlilegt að þeim finnist sárt að horfa
upp á þúsundir tonna árlega verða
að „gámafiski" og þeim ekki gert
kleift að gera tilraun í að bjóða í
flskinn. Sú litla hagfræði sem ég
kann segir mér að það hljóti að vera
betra fyrir hagkerfi eins og okkar
að skilja virðisaukann eftir innan
landsteinanna og vinna fiskinn hér
en ekki erlendis. Eg tel að stjórn-
völd verði að fara að gefa ferskfisk-
iðnaðinum meiri gaum því það er
langt frá því að menn sitji við sama
borð í atvinnugreininni fiskvinnslu."
1.-3. tr&fáfrer
—-
* Á mann í tvíbýli á Hótel Stefanía.
Innifalið er flug, gisting með
morgunverðarhlaðborði, akstur
til og frá flugvelli, fararstjórn,
flugvallarskattar og gjöld. Miðaö
er viö að greitt sé meö ATLAS-
eöa Cullkorti og aö ATLAS ávísun
sé notuö.
Ferð á alveg einstöku tilboðsverði
fyrir ATLAS- og Gullkortshafa EUROCARD!
Atlas- og Gullkortshöfuni EUROCARD/MasterCard býðst
nú ferð til Prag með Samvinnuferðum-Landsýn á
einstöku tilboðsverði. Farið er að morgni föstudagsins
1. október og komið heim að kvöldi sunnudags
3. október. Gist verður á Hótel Stefanía eða
Olympik Hotel sem eru bæði skammt frá miðborginni
(10-15 mín. til miðborgarinnar í neðanjarðarlest).
Ein glæsilegasta menningar- og listaborg Mið-Evrópu
bíður þín á sléttum Bæheims umlukt tignarlegum ijöllum,
og iðandi af áhugaverðu mannlífi. Glæsileg torg, tignarlegar
byggingar, þröngar götur og rómantískt andrúmsloft
lætur engan ósnortinn.
Takmarkað sætaframboð
EUROCARD
Samvinnuferðir
Landsýn
Upplýsinga- og bókunarsími: 569 1010
MasterCard
EUROPAY
í s I a n d