Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ Morse lög- regluforingi er allur Dublin. Morgunblaðið. ÞAÐ er staðreynd, Morse lögreglu- foringi í Oxford er allur. í nýjustu bók breska rithöfundarins Colins Dexters um sögupersónuna þekktu, sem kom út í liðinni viku, hverfur Morse yfir móðuna miklu og þar með er endi bundinn á starfsferil lögreglumanns sem hefur í gegnum tíðina mátt takast á við meira en sinn skerf af dularfullum morðmál- um. Akvörðun Dexters að senda Morse yfir móðuna miklu hefur vak- ið talsverða athygli í Bretlandi en nýja bókin um Morse, The Remórseful Day, er sú fjórtánda í röðinni um lögregluforingjann sem fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1975. Síðan þá hefur hann öðlast miklar vinsældir, ekki aðeins í bók- um Dexters heldur einnig á sjón- varpsskjánum, en um 750 milljónir LISTIR manns munu hafa horft á þættina um Morse í yfir fimmtíu þjóðlönd- um. Morse var um margt óvenjuleg sögupersóna. Hann var heldur hranalegur í skapi og virtist jafnvel lífsleiður á stundum, nokkuð sem aðstoðarmaður hans, Lewis lög- regluforingi, fékk gjarnan að kenna á. Aldrei gekk Morse í hjónaband og aldrei nokkurn tíma datt honum í hug að kjósa Ihaldsflokkinn, hvað þá að hann tæki upp á því að ganga í gallabuxum. En alltaf tókst honum að leysa morðgátuna og oftar en ekki var fléttan í bókum Dexters harla spennandi. Tókst alltaf að leysa gátuna í The Remorseful Day gerir Dexter reyndar lítið veður út af andláti Morse heldur segir frá því eins og um algert aukaatriði sé að ræða. Morse fær hægan dauðdaga, deyr í svefni af völdum hjartaslags og auðvitað er ekkert eðlilegra. All- ir deyja jú einhvern tíma. Aðstoðar- maðurinn Lewis, alger andstæða yf- irmanns síns, þykir líklegur til að halda uppi merkjum lögreglunnar í Oxford. Eagleton gagnrýnir McCourt Dublin. Morgunblaðið. ENSKI bókmenntafræðingurinn Terry Eagleton er ekki ýkja hrifinn af nýrri bók írsk-bandaríska rithöf- undaiins Franks McCourts, Tis: A Memoir, sem er framhald Pulitzer- verðlaunabókarinnar Angela’s Ash- es, sem nýlega kom út. I ritdómi sem Eagleton skrifar í The Irish Times segir hann McCourt ekki takast að gera annað bindi æviminninga sinna jafn áhugaverða og áhrifamikla frá- sögn og raun bar vitni í Angela’s As- hes. Eagleton, sem er prófessor í enskum bókmenntum í Oxford, segir að einungis þegar McCourt skrifar skáldsögu um allt annað efni en eigin æviminningar verði hægt að leggja mat á hvort hann sé í raun höfundur sem eigi eftir að kveða að. McCourt muni ekld takast að halda áhuga bókaunnenda með því að endurrita Angela’s Ashes aftur og aftur. Upplýsingatæknisamfélagsáætlun 5. rammaáætlunar ESB auglýsir eftir umsóknum í eftirfarandi: • Upplýsingakerfi og þjónusta fyrir borgarana • Nýir vinnuhættir og rafræn viöskipti • Margmiðlun, efni og innihald • Grunntækni og innviðir • Rannsóknarnetverk • Sértækar stuðningsaðgerðir Umsóknarfrestir eru til 17.01.2000. Nánari upplýsingar um áætlunina og umsóknargögn er að fínna á http://www.cordis.lu/ist/ Morgunverðarfundur DAGSKRA Miðvikudaginn 29. september 1999, Versölum, Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1 08:15-08:40 Upplýsingasamfélagið - yfirlit Snæbjörn Kristjánsson, Rannsóknarráð íslands 08:40-09:15 Umsóknarfrestir 17.01. 2000 í Upplýsingaáætlunina - IST Almenn kynning og yfirlit yfir opnar lykilaðgerðir og áherslur Oskar Einarsson, framkvæmdarstjóm ESB, DGXni 09:15-10:00 Nýir vinnuhætttir og rafræn viðskipti Sértækar stuðningsaðgerðir innan lykilaðgerðar II - “Take-up measures’' Oskar Einarsson, framkvæmdarstjóm ESB, DGXIII 10:00-10:10 Aðstoð KER og RANNÍS við umsækjendur Hvar á leita aðstoðar og upplýsinga? Styrkir RANNÍS til undirbúnings umsókna Grímur Kjartansson, KER- Rannsóknarráð íslands 10:10-10:30 Fyrirspumir Fundarstjóri: Guðmundur Asmundsson, Samtökum iðnaðarins Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í síma 5621320 eða með tölvupósti rannis@rannis.is @ SAMTÖK mfu HJNAÐARINS Rannsóknaþjónusta Háskólans n Iðntæknistofnun RAMMÍS SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 19 Láttu það eftir þér! ÁRSK0RT í BORGARLEIKHÚSIÐ 4 // J.X Fegjuröardrottning Næsta sýning fim. 30/9 kl. 20:00 Miðasala í slma Ðorgarleikhúsið 568 8000 Stt I SVtil Sýning í kvöid • Aðeins örfáar sýningai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.