Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Álitsgerð Málflutningsskrifstofu fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið varðandi
sölufyrirkomulag á hlutabréfum ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
Áhrif yfírtökureglna
á sölu 51% eignarhlutar
ríkissjóðs í FBA hf.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
fréttatilkynning frá framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu þar sem
fram kemur að í ljósi ummæla sem
fram koma í DV í dag (laugardag)
varðandi sölufyrirkomulag á hluta-
bréfum ríkisins í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins hf., sérstaklega
er varða hugsanlega skyldu tilboðs-
gjafa til að gera yfírtökutilboð, þyki
rétt að koma meðfylgjandi álitsgerð
á framfæri við fjölmiðla. Álitsgerðin
mun jafnframt verða hluti af sölu-
gögnum sem munu liggja frammi
frá og með kl. 14.00 nk. þriðjudag.
Alitsgerðin var unnin samkvæmt
fyrirspum iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytis til Málflutningsstofu,
Suðurlandsbraut, 1A og skrifar
Jakob R. Möller hæstaréttarlög-
maður undir álitsgerðina.
Álitsgerðin
Samkvæmt fyrirspum ráðuneyt-
isins til Málflutningsskrifstofu, dag-
settri 9. september 1999, er óskað
álits um hver áhrif reglur íslensks
réttar um yfirtökutilboð hafí eða
kunni að hafa á fyrirhugaða sölu
ríkissjóðs á 51% eignarhlut þess í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
hf. Að álitsgerðinni hafa unnið á
skrifstofunni Pórólfur Jónsson, lög-
fræðingur, sem kannaði lagaum-
hverfi og gerði drög að álitsgerð-
inni, og Jakob R. Möller, hrl. sem
las yfir drög, gerði athugasemdir og
gerir álitið að sínu með undirskrift
sinni.
1. Álitaefnið
í fyrirspum ráðuneytisins kemur
fram að nú standi yfir undirbúning-
ur að sölu 51% eignarhluts íslenska
ríkisins í Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins hf. I ríkisstjóminni og
hjá framkvæmdanefnd um einka-
væðingu sé nú til skoðunar sú hug-
mynd að selja hlutinn í einu lagi en
gera jafnframt áskilnað um að
kaupandinn sé ekki einn heldur
hópur einstaklinga eða lögaðila og
skuli hlutur hvers og eins ekki vera
stærri en 5-7%. Jafnframt sé miðað
við að lágmarkshlutur hvers og eins
skuli vera 6 milljónir króna.
I fyrirspum ráðuneytisins felst
sú spurning hvort framangreind að-
ferð við sölu á hlut ríkisins geti
hugsanlega komið í veg fyrir að
kaupandinn verði í framhaldi af
kaupunum skyldur til að bjóðast til
að kaupa að minnsta kosti 70% ann-
arra hluta í bankanum eftir reglum
um yfirtökutilboð sem fram koma í
V. kafla laga nr. 34/1998 um starf-
semi kauphalla og skipulegra til-
boðsmarkaða, sbr. reglugerð um yf-
irtökutilboð nr. 432/1999.
2. Lagaumhverfi
í 19. gr. framangreindra laga nr.
34/1998 um starfsemi kauphalla og
skipulegra tiiboðsmarkaða er eftir-
farandi ákvæði:
Hafi eignarhlutur beint eða
óbeint verið yfirtekinn í félagi sem
hefur fengið opinbera skráningu
fyrir einn eða fleiri flokka hluta-
bréfa í kauphöli skal öllum hluthöf-
um félagsins gefinn kostur á því að
afhenda eignarhlut sinn með sam-
bærilegum kjörum þeim aðila sem:
1. hefur eignast 50% atkvæðisrétt-
ar í félaginu eða samsvarandi hluta
hlutafjár,
2. hefur öðlast rétt til þess að til-
nefna eða setja af meiri hluta
stjómar í félaginu,
3. hefur fengið rétt til þess að
stjóma félaginu á grundvelli sam-
þykkta þess eða á annan hátt með
samningi við félagið,
4. hefur á grundvelli samnings við
aðra hluthafa rétt til að ráða yfir
sem nemur 50% atkvæða í félaginu.
Framangreind regla á við um
eignarhluti sem skráðir hafa verið á
aðallista Verðbréfaþings íslands og
eiga því við um hluti í FBA hf. Er
hluthöfum bankans því heimiit að
afhenda þeim aðila eignarhlut sinn
sem náð hefur einhverjum þeim
áhrifum í félaginu sem um getur í
1.-4. tölulið ákvæðisins og er sá aðili
þá tilboðsskyldur gagnvart öðram
hluthöfum. Hinum tilboðsskylda að-
ila er þá skylt að kaupa að minnsta
kosti 70% annarra hluta, sbr. 5. gr.
reglugerðar um yfirtökutilboð nr.
432/1999.
3. Áhrif yfírtökureglna á sölu
ríkisins á eignarhlut sínum í
FBA hf.
3.1. Almennt.
Eins og fram kemur í tilvitnuðum
ákvæðum getur aðili sem yfirtekur
eignarhlut orðið tilboðsskyldur af
ýmsum ástæðum. Er nærtækast að
aðili öðlist yfirráð yfir meirihluta at-
kvæðisréttar, ýmist á grandvelli
beins eigriarréttar eða með samn-
ingi við hluthafa en hann getur
einnig orðið tilboðsskyldur ef hann
hefur fengið rétt til að tilnefna eða
setja af meirihluta stjómar eða
stjóma félaginu vegna ákvæða í
samþykktum eða með samningi við
félagið.
Yfirtökuskylda getur verið mjög
íþyngjandi og sýnist því ljóst, að
hún sé ekki fyrir hendi nema skýr
lagaákvæði mæli fyrir um það.
Ljóst er að það veltur á þeirri að-
ferð sem viðhöfð verður við sölu ís-
lenska ríkisins á 51% eignarhlut
þess í FBA hf. hvort kaupandinn
verður tilboðsskyldur vegna fram-
angreindra yfirtökureglna. Þannig
er óumdeilt að ef einn aðili, lögaðili
eða einstaklingur, keypti allan hlut-
inn ættu aðrir hluthafar rétt á að sá
aðili keypti af þeim megnið af hlut-
um þeirra, sbr. l.tl. 1. mgr. 19. gr.
kauphallalaga.
A hinn bóginn kann að vera meira
vafamál hvort til tilboðsskyldu
stofnist ef fleiri en einn tilboðsgjafi
standa sameiginlega að einu tilboði
sem síðan er samþykkt.
Af framangreindum ákvæðum 19.
gr. verður ráðið að kaupendur hluta
ríkisins í FBA hf. verða því aðeins
tilboðsskyldir gagnvart öðrum hlut-
höfum að slík tengsl séu milli kaup-
enda að þeir teljist einn „aðili“ í
skilningi 19. gr. eða ef kaupendur
verða við kaupin skuldbundnii- til að
ráðstafa atkvæðisrétti sínum á sam-
ræmdan hátt.
3.2. Teljast kaupendur einn „aðili“ í
skilningi yfirtökureglna kauphalla-
laga?
Fyrir liggur að tii stendur að
selja eignarhlut ríkisins í einu lagi
til hóps margra fjárfesta sem koma
fram sameiginlega en hver og einn
geti að hámarki eignast 5-7% hlut.
Ljóst er að „hópurinn" mun eftir
söluna fara með meirihluta atkvæð-
isréttar í FBA hf. Á hinn bóginn er
hægt að fullyrða að það eitt að fleiri
aðilar komi fram sameiginlega sem
einn tilboðsgjafi nægir ekki til að
þeir verði þar með tilboðsskyldir
eftir reglum um yfirtökutilboð. Það
á sér þá skýringu að eftir orðalagi
19. gr. verða þeir aðilar sem að hon-
um standa að teljast einn og sami
„aðilinn". Milli aðilanna verða
þannig að vera þau tengsl að þeir
teljist einn og sami aðilinn í skiln-
ingi kauphallalaga.
Viðurkennt er að fleiri lögaðilar
geta talist einn aðili í skilningi yfír-
tökureglna kauphallalaga ef ákveð-
in tengsl era milli þeirra. Að öðram
kosti væri unnt að komast að öllu
leyti hjá yfirtökureglum kauphalla-
laga með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.
I kauphallalögum og undirbún-
ingsgögnum með frumvarpi til
þeirra laga kemur ekki fram hver
þau tengsl séu sem valdi því að fleiri
aðilar skuli teljast einn aðili í skiln-
ingi yfirtökureglna. Gild rök standa
til þess að beita almennum mæli-
kvarða hlutafélagaréttar, það er
þeim sem fram kemur í samstæðu-
skilgreiningu 2. gr. laga um hlutafé-
lög nr. 2/1995 við ákvörðun þess
hvort slík tengsl séu fyrir hendi. Sá
mælikvarði er jafnan lagður til
grandvallar í íslenskri löggjöf við
mat á réttaráhrifum eigna- eða
samningstengsla, sbr. t.d. lög um
ársreikninga nr. 144/1994 og lög um
verðbréfaviðskipti nr. 13/1996. Þá
eiga yfirtökureglur kauphallalaga
rætur sínar að rekja til danskra yf-
irtökureglna sem hafa ríka
skírskotun til þeirrar samstæðuskil-
greiningar sem íslensk hlutafélaga-
lög byggjast á. Af samstæðuskil-
greiningu hlutafélagalaga leiðir að
tveir tilboðsgjafar teljast því sam-
stæða og einn aðili í skilningi yfir-
tökureglna ef annað hvort efth-tal-
inna skilyrða er uppfyllt:
i. Annar tilboðsgjafi, A, á svo mik-
inn hluta hlutafjár í hinum, B, að A
fer með meirihluta atkvæða í B.
ii. Annar tilboðsgjafi, A, hefur ann-
ars, vegna hlutafjáreignar eða
samninga, jfirráð í hinum, B, og
veralega hlutdeild í afrakstri B.
Þeir sem að hópnum standa verða
því aðeins tilboðsskyldir á grand-
velli framangreinds skilyrðis 1. tl. 1.
mgi-. 19. gr. kauphallalaga á milli
þeirra séu slík tengsl, ýmist eigna-
tengsl eða tengsl á grandvelli samn-
ings, formlegs eða óformlegs eða
samningsígildis, að eftir kaupin sé
til samstæða, í skilningi hlutafélaga-
laga, sem eignast hefur 50% at-
kvæðisréttar eða samsvarandi hluta
hlutafjár.
3.3. Verða kaupendur að 51% hlut
ríkisins í FBA hf. skuldbundnir til
að ráðstafa atkvæðisrétti sínum á
samræmdan hátt?
Sá kaupsamningur sem kemst á
við samþykki ríkisins á tilboði kaup-
enda skuldbindur þá innbyrðis.
Verði hægt að túlka efnisatriði
kaupsamningsins, þ.m.t. útboðslýs-
ingu, á þann veg að hann skuldbindi
tilboðsgjafana til að beita þeim at-
kvæðisrétti sem þeir eignast við
kaupin á samræmdan hátt verða
kaupendumir tilboðsskyldir eftir
ákvæði 4. tl. 1. mgr. 19. gr. kaup-
hallalaga, enda hafa þeir þá á
grundvelli innbyrðis samnings sín á
milli „rétt til að ráða yfir sem nem-
ur 50% atkvæða í félaginu".
Þrátt fyrir að kaupsamningurinn
sjálfur eða fylgigögn hans hafi ekki
að geyma ákvæði um slíkt sameigin-
legt forræði á atkvæðisrétti verða
kaupendur eftir sem áður tilboðs-
skyldir ef þeir hafa komist að sér-
stöku samkomulagi um það sín á
milli að ráðstafa atkvæðisrétti sín-
um á samræmdan hátt verði tilboði
þein-a tekið. Liggi slíkt samkomu-
lag fyi-ir verða þeir ótvírætt tilboðs-
skyldir við kaupin á sama hátt eftir
ákvæði 4. tl. 1. mgr. 19. gr. kaup-
hallalaga.
IV. Réttarstaða kaupenda
að sölu Iokinni
Af framansögðu leiðir að ef inn-
byrðis eigna- eða samningstengsl
einstakra kaupenda era ekki slík að
þeir teljist samstæða í skilningi
hlutafélagalaga og ekki liggur fyrir
samkomulag milli kaupenda um að
ráðstafa atkvæðisrétti sínum í FBA
hf. á samræmdan hátt, verða kaup-
endur ekki tilboðsskyldir eftir yfir-
tökureglum kauphallalaga við söl-
una.
Á hinn bóginn er ekkert því til
fyrirstöðu að kaupendur verði til-
boðsskyldir síðar og þá vegna að-
gerða sem þeir kunna að ráðast í,
ýmist vegna síðara framsals hlut-
anna eða samræmdra aðgerða í því
skyni að ná yfirráðum í bankanum.
Auki einstakir hluthafar eignarhlut
sinn og eignist meirihluta atkvæðis-
réttar eða rétt til að ráða kjöri
meirihluta stjórnar verða þeii'
skyldir til að gefa eigendum minni-
hluta hlutafjár kost á að afhenda
þeim megnið af bréfum sínum. Slík
síðari tilboðsskylda er hins vegar al-
gjörlega háð því að kaupendur grípi
til aðgerða að eigin framkvæði og
leiðir ekki af sölu ríkisins á eignar-
hlut sínum.
V. Niðurstöður
Samkvæmt framansögðu er það
niðurstaða Málflutningsskrifstofu
að hópur fjárfesta sem stendur
sameiginlega að töboði um að kaupa
51% hlut ríkisins í FBA hf., en hver
og einn eignast aðeins 5-7% hluta-
fjárins, verði ekki töboðsskyldur
eftir yfirtökureglum kauphallalaga
við kaupin, að því gefnu:
- að engh’ eða fáir fjárfestanna hafi
samstæðutengsl sín á möli,
- að kaupsamningurinn verði ekki
talinn skuldbinda kaupenduraa til
að ráðstafa atkvæðisrétti sínum á
samræmdan hátt og
- að ekki sé til sérstakt samkomu-
lag þess efnis, formlegt eða óform-
legt, möli þeirra aðöa sem mynda
hóp tilboðsgjafa.
GUNNAR Már Sigfússon er íslands-
meistari í líkamsræktaríþrótt sem ekki
hefur borið mikið á hérlendis til þessa.
Hún er kölluð „fítness" upp á ensku og
snýst, eins og orðið gefur til kynna, um
hreysti og góðan líkamsburð. Iþróttin
hefur verið stunduð erlendis um árabil
en hérlendis hefur verið keppt í henni í
kvennaflokki síðan 1994 og nú í vor, 18.
apríl, fór fram keppni í karlaflokki í
fyrsta sinn.
Óhætt er að segja að Gunnar hafi
komið, séð og sigrað í mótinu í vor en
hann gerði sér ferð á mótið frá Svíþjóð
þar sem hann hefur búið undanfarin ár
ásamt unnustu sinni Önnu Sigurðardótt-
ur. Sjálf varð hún Islandsmeistari í
greininni 1994 og 1995 og hefur keppt í
Svíþjóð og víðar, meðal annars í Banda-
ríkjunum og á Ítalíu. Gunnar segir að
ráðleggingar Önnu og mikil reynsla hafí
komið sér vel í keppninni. „Hún hjálpaði
mér mjög mikið enda er enginn hér-
lendis með jafnmikla reynslu í grein-
inni.“
Þau Anna fluttu heim frá Svíþjóð fyrir
tveimur vikum. „Við höfum búið í Sví-
þjóð siðastliðin þijú ár en ég fór upphaf-
lega utan til að læra einkaþjálfun. Eftir
Ný keppnisgrein af meiði vaxtarræktar
/
Fyrsti Islandsmeistar
inn í karlaflokki
að náminu Iauk störfuðum við í Aktiver-
um æfingastöðinni sem Jónína Bene-
diktsdóttir rekur,“ segir Gunnar. Hann
vinnur nú á Planet Pulse hjá sama at-
vinnurekanda.
Hann kom með nokkra reynslu í
farteskinu frá Svíþjóð, þar sem keppt
hefur verið í íþróttinni í 5-6 ár. Hann
tók þátt í tveimur keppnum. í fyrra
skiptið lenti hann í 11. sæti af 58 kepp-
endum. í það síðara lenti hann í 6. sæti í
forkeppni en í 11. sæti í lokakeppninni
af þeim 30 sem í hana komust.
Alhliða þjálfun og
heilbrigði að leiðarljósi
Keppni í þessari nýlegu grein er frá-
brugðin keppni í vaxtarrækt í veiga-
miklum atriðum, að sögn Gunnars Más.
Samræmi líkamans skipti mestu máli en
vöðvar og „massi“ séu ekki aðalatriði.
Gunnar Már Sigfússon
„Maður þarf ekki að vera ákafur vaxtar-
ræktarmaður til að geta tekið þátt í
þessu. Það er nóg að hafa góðar línur þó
maður sé ekki hávaxinn. Maður þarf að
hafa þol og snerpu og þessu fylgir því
meiri alhliða þjálfun og heilbrigði," seg-
ir Gunnar.
Einkunnagjöf skiptist þannig að 50%
hennar eru gefin fyrir samræmi og lík-
amsburð, 25% fyrir árangur í þrauta-
braut með ýmsum hindrunum og tíma-
töku og 25% fyrir styrktaræfingar í upp-
togi og þríhöfðapressu. „Þetta er rosa-
lega skemmtileg keppni, bæði fyrir
keppendur og áhorfendur," segir Gunn-
ar Már.
Keppnin í vor var að sögn Gunnars
jöfn. „Fyrstu sætin voru frekar jöfn. Eg
hafði kannski keppnisreynsluna fram yf-
ir hina. Eg vissi hvernig ég átti að
standa og bera mig og kunni réttan und-
irbúning."
Keppt er í greininni á öllum Norður-
löndum og segir Gunnar Már nokkuð
víst að Norðurlandamót verði haldið inn-
an tveggja ára. Hann er bjartsýnn á að
íslenskt vaxtarræktarfólk muni ekki láta
sitt eftir liggja á þeim vettvangi, nóg sé
af efnilegu fólki.