Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Framleiðslustjdra Snæfells í Hrísey gert að hætta þegar störfum Starfsfólkið lagði niður vinnu STARFSFÓLK Snæfells í Hrísey lagði niður vinnu kl. 11 í gærmorgun og stóð vinnustöðvun jrfír allan daginn. Astæða þess var sú að Guð- mundi B. Gíslasyni framleiðslustjóra var gert að láta þegar af störfum hjá fyrirtækinu. Gunnar Aðalbjömsson, rekstrarstjóri Snæ- fells, sagði að Guðmundur hefði þegar verið bú- inn að segja upp störfum hjá fyrirtækinu og sjálf- ur óskað eftir því að láta af störfum sem allra fyrst. Astæða þess að honum var gei-t að láta af störfum í gær væri sú að trúnaðarbrestur hefði skapast milli sín og hans. Uppsögn Guðmundar átti að taka gildi um komandi mánaðamót. Gunn- ar sagði að aðgerðin hefði verið í samráði við framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Brást ekki trúnaði I tengslum við þá ákvörðun stjómar Snæfells að flytja starfsemi pökkunarstöðvar fyrirtækisins frá Hrísey til Dalvíkur skrifaði Guðmundur grein sem birtist í Morgunblaðinu síðasta föstudag, en þar er fjallað um rekstur félagsins. Hann sagði í gær að sér hefði verið tjáð að umrædd grein hefði að hluta til verið ástæða þess að honum var gert að hætta þegar störfum hjá fyrirtækinu. „Ég veit ekki til þess að ég hafi bmgðist trúnaði fyrirtæks- ins og kannast ekki við að hafa greint frá trúnað- arupplýsingum," sagði Guðmundur. Talsmaður starfsfólks Snæfells í Hrísey sagði að ákveðið hefði verið að leggja niður vinnu í gærmorgun, eftir að Guðmundi var vikið frá störfum. Það hefði verið gert tO að sýna andúð á gjörningnum. Starfsfólkið mun mæta í vinnu í dag, þriðjudag. Stjórnarmenn úr Kaupfélagi Ey- fírðinga, kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri Snæfells munu mæta á fund í Hrísey í kvöld, en Hríseyingar óskuðu eftir þeim fundi á dögunum í kjölfar ákvörðunai- um að flytja pökkunarstöðina frá Hrísey til Dalvíkur. Kulda- legt í morg- unsárið ÞAÐ var heldur kuldalegt um að litast er Eyfírðingar risu úr rekkju í gærmorgun, snjór nið- ur undir byggð og víða hálka á fjallvegum. Margir bfleigendur á Akureyri þurftu að taka fram gluggasköfurnar áður en þeir héldu af stað út í umferðina í morgunsárið og vegagerðar- menn voru á ferðinni við að bera sand á fjallvegi. Ekki var mikill snjór á fjall- vegum norðanlands en hálka á Öxnadalsheiði, Víkurskarði og áfram á vegum austur á land og þá voru hálkublettir á Vatnsskarði og Holtavörðu- heiði. Tvíburarnir Halldór Geir og Viðar Freyr Hafþórssynir og Berglind Viðarsdóttir, sem búa í Giljahverfínu á Akureyri, voru að teikna i snjóinn á aftur- glugga bfls framan við heimili þeirra er ljósmyndari Morgun- blaðsins var þar á ferð í gær- morgun. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Aukin áhersla á þróunar- starf HJÁ Útgerðarfélagi Akureyringa hf. er verið að innrétta nýtt húsnæði undir þróunarsetur félagsins. Gunn- ar Larsen, framleiðslustjóri ÚA, sagði að með þessari breytingu væri félagið að leggja enn frekari áherslu á þróunarstarfíð. Nýja húsnæðið er mun stærra en núverandi aðstaða og tilraunaeldhúsið og skoðunarað- staðan á fiski verða búin fullkomn- ari tækjum og búnaði. Við þróunarsetrið vinna matvæla- fræðingur og lífefnafræðingur sem búa yfír víðtækri reynslu. Arnheið- ur Eyþórsdóttir matvælafræðingur er fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarstofnunar fískiðnaðar- ins á Akureyri og Agnes Joly líf- efnafræðingur starfaði áður hjá Findus í Svíþjóð. Þeirra hlutverk er m.a. að leita nýjunga í fullvinnslu fískafurða, bæði fyrir neytenda- og veitingahúsamarkað. Hallgrímur Ingólfsson innan- hússarkitekt hefur umsjón með Morgunblaðið/Kristján Jón Laxdal myndlistarmaður limir dagblaðapappír með stöf- um á veggflísar í nýju húsnæði þróunarseturs UA. breytingunum og hann fékk Jón Laxdal, myndlistarmann á Akur- eyri, til að koma að verkinu. Jón fékk frjálsar hendur með að klæða flísar á veggjum þróunarsetursins og hann gerir það með gömlum dag- blaðapappír með útskomum stöfum úr fyrirsögnum blaðanna. Hann lím- ir pappír á hverja flís en þær eru á annað þúsund talsins og á hverri flís eru að jafnaði tveir stafir. Jón sagði að töluverð vinna væri við þetta verk, hann hefði byrjað á því að gera miðana og líma á þá stafina en síðan talið flísarnar út og ákveðið fyrirfram hvaða pappír færi á hverja flís. Hallgrímur sagði þetta gott dæmi um hvemig hægt væri að nýta listamenn bæjarins og að ÚA hefði verið í fararbroddi á því sviði. Morgunblaðið/Kristján Gámavinnuskúr undir barnagæslu Byggingarnefnd veitir samþykki BYGGINGARNEFND Akureyrar samþykkti á fundi sínum sl. föstu- dag að veita Þrekhöllinni, sem rek- ur heilsuræktina World Class, leyfi til að staðsetja til bráðabirgða gámavinnuskúr við húsnæði fyrir- tækisins við Strandgötu og nota fyrir barnagæslu. Samþykkt bygg- ingarnefndar er með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Erindi Þrekhallarinnar hefur verið töluvert til umræðu innan bæjarkerfisins eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu. Ásta Hrönn Björgvinsdóttir framkvæmdastjóri ítrekaði erindi Þrekhallarinnar fyr- ir fund byggingarnefndar sl. föstu- dag, enda lágu öll gögn fyrir. Hún var að vonum ánægð með af- greiðslu nefndarinnar og telur að nú sjái fyrir endann á málinu. Hún hyggst halda sínu striki við að koma upp aðstöðu fyrir barna- gæslu, enda þörfin mikil, að hennar sögn. Byggingarnefnd hafði áður tekið jákvætt í fyrra erindi Þrekhallar- innar en leitað eftir frekari gögn- um með nánari útfærslu. Sú af- greiðsla byggingarnefndar kom fyrir bæjarstjórn en þar var tillaga Odds Helga Halldórssonar vegna málsins samþykkt. Tillaga Odds var svohljóðandi: „Bæjarstjórn getur ekki tekið jákvætt í það að leyfa gám undir börn við Þrekhöll- ina og tengingu þar á milli.“ Með samþykkt á tillögu sinni taldi Odd- ur að bæjarstjórn hefði hafnað er- indi Þrekhallarinnar. Málið enn í vinnsíu Málið kom aftur til umræðu á bæjarráðsfundi sl. fímmtudag og þar lét Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri bóka að samkvæmt bókun byggingarnefndar væri umrætt mál enn í vinnslu. Með samþykkt tOlögu Odds taldi bæjarstjóri að bæjarstjórn hefði ekki stöðvað frekari vinnslu. Endanleg ákvörð- un bæjarstjórnar biði fullnaðaraf- greiðslu byggingarfulltrúa og byggingarnefndar á umbeðnum teikningum. Þessari túlkun bæjar- stjóra mótmælti Oddur á fundi bæjarráðs og taldi að málið hefði verið stöðvað. Mið- bæjar- samtök stofnuð ÁHUGAHÓPUR um stofnun miðbæjarsamtaka á Akureyri boðar til fundar miðvikudag- inn 29. september nk. þar sem á dagskrá er stofnun miðbæj- arsamtaka. Fundurinn verður haldinn í fundarsal veitinga- staðarins Fiðlarans Skipagötu 14, 4. hæð og hefst kl. 15.30. Kristín Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri miðborgarinnar í Reykjavík kemur á fundinn og heldur framsögu, auk þess sem fjallað verður um hlut- verk og markmið miðbæjar- samtaka á Akureyri. Þá verða samþykktir miðbæjarsamtaka lagðar fram og kosið í stjórn. Hlutverk og markmið í drögum að samþykktum fyrir samtökin kemur fram að hlutverk og markmið þein-a sé að stuðla að samvinnu þeirra sem reka fyrirtæki eða þjón- ustu, eiga fasteignir eða búa í miðbæ Akureyrar í því skyni að auka samkeppnishæfi verslunar og þjónustu í mið- bænum. Að vera málsvari hags- munaaðila og að þróa sameig- inlega framtíðarsýn þeirra í því skyni að efla þjónustu og stuðla að uppbyggingu aðlað- andi og öruggs umhverfis í miðbænum. Miðbærinn verði efldur Einnig að standa að verkefn- um sem miða að því að efla mið- bæinn sem miðstöð verslunar, þjónustu og menningarlífs á Ákureyri og hvetja til viðburða sem fjölga heimsóknum í mið- bæinn. Jafnframt að bæta þjónustu- stig stofnana og fyrirtækja m.a. með því að stuðla að símenntun starfsfólks og sveigjanlegri af- greiðslutíma verslana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.