Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 33 Meðvituð stækkun á sveitaþorpi ARKITEKTÚR Kjarvalsstaðir IIIISM VMM i;. MÓUEL og TEIKlVIIVtlAll 33 ÍSLEIVSKRA AltKlTEKTA Til 24. október. Opið daglcga frá kl. 10-18. Aðgangur kr. 300. Sýningarskrá kr. EINHVER óskiljanlegasta þversögn nútímans er harka al- mennings í afstöðu sinni til mynd- listar en linka að sama skapi gagn- vart húsagerð og borgarskipulagi. Reykjavík, sem því miður stendur langt að baki öðrum höfuðborgum Evrópu hvað varðar glæsileik, feg- urð og skipulag, er lýsandi dæmi um tilviljunarhyggju og kæruleysi okkar gagnvart umhverfínu. Nú skal strax tekið fram til að fyrir- byggja allan misskilning að þessi yfirlýsing hefur sama og ekkert með stjórnmál að gera, þar eð borgarstjórn Reykjavíkur, sem áð- ur hét væntanlega bæjarstjórn, hefur alla tíð haft öðrum hnöppum að hneppa en skipuleggja umhverfi höfuðborgarbúa. Það er helst í einræðisríkjum sem yfirvöld hafa það olnbogarými sem til þarf til að ráðstafa skipu- lagi heilla borga, og sem betur fer er tími Júlíusar páfa II, Péturs mikla og Napóleóns liðinn, að minnsta kosti í bili í okkar hluta heimsins. Því má þó ekki gleyma að Bandaríkjamenn báru gæfu til að skipuleggja hina nýju höfuðborg sína í Kólumbíusýslu með glæsi- brag sem hæfði ungu og efnilegu lýðveldi. Voru þeir þó lausir undan öllum einveldistilburðum Evrópu- manna. Skyldi engum hafa dottið í hug að við gætum íylgt fordæmi þeirra eftir 1944 og tjaslað upp á lágkúruna hér á Seltjarnarnesinu? En þá má ekki gleyma að annað ís- lenskt þéttbýli er vart til að hrópa húrra fyrir, og dreifbýlið er gjarn- an með því svipmóti að maður verður að klípa sig í handlegginn til að muna að í landinu býr ein af best megandi þjóðum heims. Það nægir einfaldlega ekki að svokallaðir ráðamenn séu smekk- vísir, eða hafi sýn út fyrir kálgarð- inn; almenningur verður einnig að velta málunum íyrir sér og móta sér afstöðu. Það er til dæmis býsna skondið að hugsa til þess að skort- ur á gatnagerðargjöldum skuli hafa hleypt lífi í framkvæmdir í 104 - Reykjavík. Skipulag Kleppsholts- ins, Laugarássins og Hálogalands var þá ekki annað en ein tilviljunin til viðbótar í langri tOviljanakeðju sem heitir skipulag höfuðborgar- svæðisins. Þetta fyrsta úthverfi Reykjavík- ur átti skipulag sitt að þakka geðj sjúkrahúsinu fræga við Sundin. í krafti þess var kominn strætó og gata með gatnagerðarkerfi sem mátti nýta frekar. Sýningargestur hlýtur að spyrja sig hvort enginn hafi hreyft andmælum við því að byggðin í bænum væri tætt út og suður án þess að hugað væri að eðlOegu framhaldi út frá miðbæn- um, en eins og við höfum ávallt horft í peninginn þegar kemur að því að reisa opinberar byggingar - Þjóðleikhúsið mátti bíða í tugi ára, Utvarpshúsið annað eins, Þjóðar- bókhlaðan lá einfaldlega undir skemmdum sökum verklurðu og Tónlistarhús Reykjavíkur mun seint verða meira en orðin tóm - höfum við ekkert tO sparað til að vera ein útaf fyrir okkur, eins fjarri hugsanlegum nágrönnum og hugsast getur. Gatnagerðargjöld mega heimta af okkur himinhá fasteignagjöld bara ef þau fría okk- ur við að bjóða nágrönnunum góð- an dag. Sýningin „Borgarhluti verður til“ sýnir okkur ekki einasta hvernig Sundahverfin tengdust að lokum - án þess að tengjast nokkurn tíma miðbænum - heldur einnig hvernig við Reykvíkingar kusum að leita uppi horfna sveita- sælu þegar við komumst loksins í álnir eftir hremmingar kreppunn- ar á fjórða áratugnum. Vissulega skulum við ekki horfa framhjá öll- um þeim dásamlegu einbýlishús- um sem risu við og kringum Laug- arásinn, svo dæmi sé tekið. Sem félagi í Rithöfundasambandinu er ég djúpt snortinn af Dyngjuvegi 8 og einstaklega þroskuðum smekk þeirra Hannesar Kr. Davíðssonar arkitekts og Gunnars Gunnars- sonar rithöfundar, sem fól honum að teikna fyrir sig húsið. Fegurð hússins að utan sem innan er módernisma eftirstríðsáranna til ævarandi sóma. En hvers vegna var svo eindreg- ið horfið frá húsalengjunum frá- bæru sem risið höfðu í Vesturbæn- um og Austurbænum, við Hring- braut og vestan Sorrabrautar? Það er sérkennilegt að blokkabygging- Gunnarshús, Dyngjuvegi 8, frá 1950, eftir Hannes Kr. Davíðsson. arnar við Kleppsveg, Álfheima og Gnoðarvog voru ekki líkt því eins borgaravænar. I stað þess að veita skjól fyrir einum versta rokrassi í heimi var íbúum aldrei stætt í námunda við þær. Vestar voru þó tólf- og þrettánhæðablokkirnar í Sólheimum og við Austurbrún. Þar máttu íbúarnir spóla í hálkunni á vetrum líkt og væru þeir staddir á Vesturlandsveginum undir Hafnar- fjalli. Þótt vissulega stafaði ljóma af háhýsunum vantaði allt í námunda við þau sem fylgja þarf slíkum risa- byggingum. Það er enn eitt atriðið sem hlýtur að koma sýningargest- um á óvart. Eftir að byggðinni hafði verið dreift eins og kostur var um öll Sundin svo íbúarnir gætu virkilega tekið sig út í garranum á víðavangi líkt og forfeður okkar þegar þeir lentu í hrakningum á heiðavegum, gleymdist alveg að gera ráð fyrir þeirri þjónustu sem svona hverfisskipan útheimtir. Enn eru samgöngur á Stór-Reykjavík- ursvæðinu þannig að eigi menn ekki bíl geta þeir samt hægast orð- ið úti milli strætóferða. Með „Borgarhluti verður til“ sannar Pétur H. Armannsson eina ferðina enn hve frábær skipuleggjandi og skríbent hann er, en sýn- ingarskráin er frábær heimild um þetta merki- lega skeið í uppbygging- arsögu Reykjavíkur. Þótt hér hafi verið farið all- hörðum orðum um stefnu þá sem leiddi til dæma- lausrar útvíkkunar borg- arinnar eftir stríð, geym- ir sýningin og sýningar- skráin fjölmarga sigra ís- lenskra arkitekta í teikn- ingu einbýlishúsa, rað- húsa og stórhýsa á árun- um 1947 til 1967. Húsa- meisturum 104 - Reykja- vík eru gerð afargóð skil, enda voru í röðum þeirra einhverjir bestu og áræðnustu arkitektar ís- lenskrar listasögu. Halldór Björn Runólfsson Byggðin við Sund séð frá niótum Lang- holtsvegar og Gnoðarvogs. Björn Rúriks- son tók myndina 1984. Upplýsingatæknisamfélagsáætlun 5. rammaáætlunar ESB auglýsir eftir umsóknum I eftirfarandi: • Upplýsingakerfi og þjónusta fyrir borgarana • Nýir vinnuhættir og rafræn viðskipti • Margmiölun, efni og innihald • Grunntækni og innviðir • Rannsóknarnetverk • Sértækar stuðningsaðgerðir Umsóknarfrestir eru til 17.01.2000. Nánari upplýsingar um áætlunina og umsóknargögn er að finna á http://www.cordis.lu/ist/ Morgunverðarfundur DAGSKRA Miðvikudaginn 29. september 1999, Versölum, Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1 08:15-08:40 Upplýsingasamfélagið - yfirlit Snœbjörn Kristjánsson, Rannsóknarráð íslands 08:40-09:15 Umsóknarfrestir 17.01. 2000 í Upplýsingaáætlunina - IST Almenn kynning og yfirlit yfir opnar lykilaðgerðir og áherslur Gskar Einarsson, ffamkvæmdarstjóm ESB, DGXHI 09:15-10:00 Nýir vinnuhætttir og raffæn viðskipti Sértækar stuðningsaðgerðir innan lykilaðgerðar II - “Take-up measures” Oskar Einarsson, framkvæmdarstjóm ESB, DGXIII 10:00-10:10 Aðstoð KER og RANNÍS við umsækjendur Hvar á leita aðstoðar og upplýsinga? Styrkir RANNÍS til undirbúnings umsókna Grímur Kjartansson, KER- Rannsóknarráð íslands 10:10-10:30 Fyrirspumir Fundarstjóri: Guðmundur Asmundsson, Samtökum iðnaðarins Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í síma 5621320 eða með tölvupósti rannis@rannis.is ca e) SAMTOK « IÐNAÐARINS Rannsóknaþjónusta Háskólans n Iðntæknistofnun RAMNÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.