Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FBA-hluturinn
TGrtÚtiD
Látum okkur nú sjá af hvorri ættinni þið eru herrar mínir, Smokkfísks eða Kolkrabba.
Birgir Sumarliðason landar laxi á Iðu um síðustu helgi.
Þokkalegi
á Iðu
VEIÐI er nú að ljúka á Iðusvæðinu
í Hvítá í Amessýslu. Utlit er fyrir
að heildarveiðin verði nálægt
260-270 löxum. Það þykir ekki mik-
ið á Iðu, en er eflaust góð útkoma
með hliðsjón af því hve stórt strik
hlaupið í Hagafellsjökli setti á veiði-
skap á þessu vatnasvæði í heild.
Fiskur skilaði sér afar seint upp á
Iðu og þó að talsvert sé af físki á
svæðinu hafa kunnugir oft séð það
mun líflegra. Algengt hefur verið að
þrjár stangir hafí verið að fá 4 til 8
laxa á dag í september, veðurfar
hefur verið tiltölulega hagstætt, en
skjótt skipast veður í lofti, hópur
einn var fyrir skömmu á svæðinu,
fékk 6 laxa og missti nokkra fyrri
daginn í rjómablíðu, en lenti síðan í
ördeyðu er næsti dagur rann upp
með 2 stiga hita og stífri norðaust-
anátt beint í fangið.
Við slíkar kiingumstæður leggst
laxinn djúpt í jökulvatnið og tekur
ekki.
Eins og venjulega hafa nokkrir af
stærstu löxum surnarsins veiðst á
Iðu, m.a. 26 punda lax sem er næst-
stærsti lax sumarsins. Sá veiddist á
Collie Dog túpu. Þá hefur veiðst
a.m.k. einn rúmlega 24 punda á
maðk og þónokkrir 19 til 21 punda.
Meðalþunginn er einnig mjög góður
og athygli vekur, er blaðað er í
veiðibók, að margir „smálaxar“ eru
6 til 8 punda hængar.
Maðkur og stórar túpur hafa gef-
ið flesta laxa, tiltölulega lítið er veitt
á spón þótt svæðið bjóði upp á það.
Segja kunnugir að það stafi af því
að æ fleiri fluguveiðimenn hafí
kynnst svæðinu og átt þess kost að
veiða þar.
25mm og 50mm
með og án borða
Margir litir
Tré-
rimlaglu
Frábært verö
Námstefna fagfólks í fjölskyldumeðferð
Sáttameðferð í
forsjár- og um-
gengnismálum
HINN 29. septem-
ber nk. hefst
tveggja og hálfs
dags námstefna um sátta-
meðferð um forsjá og um-
gengni fyrir foreldra sem
slitið hafa samvistum eða
eru að því. Námstefnan
verður haldin í Norræna
húsinu og fyrirlesarar eru
tveir. Ingibjörg Bjarnar-
dóttir lögmaður hefur haft
umsjón með námstefn-
unni fyrir hönd Félags
fagfólks um fjölskyldu-
meðferð.
„Námstefna þessi er
haldin með það að mark-
miði að kynna fagfólki
sem er með fjölskylduráð-
gjöf fyrir fólk sem stend-
ur í forsjár- eða umgengn-
isdeilum og starfsmönn-
um dómstóla og sýslumannsemb-
ætta, sem úrskurða í slíkum
ágreiningsmálum, hvemig fagfólk
getur hjálpað fólki í þessari stöðu
til að ná samkomulagi um hags-
muni og þarfir barna sinna sem
báðir foreldrarnir geta unað við í
framtíðinni. Þessi sáttameðferð
byggist á því að ekki er horft til
baka til þess sem útaf hefur
brugðið heldur er útgangspunkt-
urinn nútíðin og framtíðin. Og
hvernig foreldramir hyggjast
axla foreldrahlutverkið gagnvart
bömum sínum, þrátt fyrir að þeir
hafi slitið samvistum."
- Hverjir halda fyrirlestrana á
þessari námstefnu?
„Fyrirlesarai- eru hjónin Wen-
ke Gulbrandsen sálfræðingur og
Odd Ame Tjersland frá Noregi,
en Odd stóð fyrir stórri og um-
fangsmikilli rannsókn í Noregi um
hvernig hægt væri að hjálpa for-
eldrum sem stæðu í forsjár-
og/eða umgengnisdeilum með
samtalsmeðferð sem væri byggð á
ákveðinni tækni til að fá foreldra
til að einbeita sér að hagsmunum
og þörfum barnanna í framtíðinni.
Þessi hjón eru þekktir fyrirlesar-
ar á Norðurlöndum og halda nám-
skeið fyrir fagfólk í Noregi sem
miðar að því að veita því löggild-
ingu sem sáttasemjari (meglai-i) í
forsjár- og skilnaðarmálum. Þess
má geta að í Noregi er lögbundið
að fólk sem er að skilja og á börn
undir iögaldri fari í fjögur viðtöl
til sáttasemjara til þess að ræða
um hvernig það ætlar að takast á
við foreldrahlutverkið í framtíð-
inni gagnvart börnum sínum og
það fær ekki sáttavottorð fyrr en
að loknu skriflegu samkomulagi
um þetta. Ég tel að við íslending-
ar getum mikið lært af Norð-
mönnum hvað þetta varðar.“
- Hvernig standa þessi mál
hérna?
„Hér á landi er ekki boðið upp á
neina slíka meðferð af fagaðilum
sem hafa sérþekkingu á meðferð-
arþættinum af hálfu þess opin-
bera. í barnalögum er gert ráð
fyrir að dómari leiti
sátta þegar ágrein-
ingsmál um forsjá
bama er risið eða
sýslumenn þegai-
ágreiningsmál er kom-
ið til úrlausnar hjá við-
komandi embætti, en slík sátta-
meðferð byggist á allt annarri að-
ferðafræði. Fólk fær hér, með
þeirri sáttameðferð sem okkar lög
byggjast á, á engan hátt sambæri-
lega aðstoð og í Noregi til að finna
viðunandi lausn á ágreiningsefni
sínu varðandi böm sín. I hjúskap-
arlögum er kveðið á um að hjón
Ingibjörg Bjarnardóttir
►Ingibjörg Bjarnardóttir
fæddist 15. mars 1943 í Reykja-
vík. Hún lauk stúdentsprófi frá
Lundi í Svíþjóð árið 1979 og
embættisprófi í lögum frá Há-
skóla íslands árið 1987. Hún
hóf störf á lögmannsstofu eftir
embættisprófið og rekur nú
eigin stofu, Lögsátt ehf., í
Reykjavík. Hún hefur tekið
þátt í kvennaráðgjöf frá upp-
hafi þeirrar starfsemi og enn-
fremur hefur hún verið í ráð-
gjöf hjá Félagi einstæðra for-
eldra. Ingibjörg er gift Geir
Ólafssyni lækni og eiga þau tvö
börn.
Fólk geti skilið
sem makar
en ekki sem
foreldrar!
sem vilja skilja þurfi að leita sátta
ef þau eiga ósjálfráða bam eða
böm en sú sáttameðferð er í
höndum presta. Sú sáttameðferð
miðar í raun fremur að því að leita
sátta með aðilunum þannig að
þeir haldi hjónabandinu áfram,
hætti við að skilja, en ekki að því
að foreldrarnir haldi áfram í sín-
um foreldrahlutverkum í framtíð-
inni og hvernig þau ætli að takast
á við það að bömin haldi foreldr-
um sínum. Hugmyndafræðin á
bak við þessa nýju sáttameðferð
sem kynnt er á námstefnunni er
að gera fólki grein íýrir að það
geti aðeins skilið sem makar en
ekki sem foreldrar."
- Hvers vegna var ráðist í að fá
þessa fyrirlesara hingað núna?
„Með hliðsjón af þróun löggjaf-
ai’ hér á landi um forsjá barna,
sérstaklega sameiginlega forsjá
foreldra eftir skilnað eða sambúð-
arslit, aukningu forsjármála fyrii’
dómstólum og ekki síst skorts á
tækifærum fyrir foreldra í slíkri
stöðu að leita faglegrar ráðgjafar
þótti námsnefnd FFF mikill feng-
ur að því að fá þessa fyrirlesara til
landsins. Félag fagfólks í fjöl-
skyldumeðferð er þverfaglegt fag-
félag þar sem eru félagsráðgjafai’,
sálfræðingar, prestar og undirrit-
aður lögmaður, sem tekið hafa til
viðbótar sinni grunnmenntun nám
í fjölskyldumeðferð. Þai- sem
þessir aðilar gera sér
grein fyrir þörf á fleiri
úrræðum heldur en
nú bjóðast foreldrum
sem eru að skilja þá
er það m.a. hlutverk
námstefnunnar að
stuðla að jákvæðri þróun í sátta-
meðferð í slíkum málum og um-
ræðum úti í þjóðfélaginu. Sátta-
meðferð af fyrrgreindu tagi er
vænlegri til að skapa gi-undvöll
fyrir samvinnu foreldra um hags-
muni bama sinna í framtíðinni
fremur en úrskurð eða dómsmeð-
ferð.“