Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk Á svona stundum óska Ég skil hvað þú átt við. Heldurðu Nei, ég gleymdi sex kleinukringjum óg mér þess að vera að þetta geti verið löngunin til í skrifborðinu mínu. komin aftur í skólann. að læra sem öll börn hafa? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Varðandi kynþáttafor- dóma í knattspyrnu- leik Fram og Víking’s Frá Vali Úlfarssyni: ÉG GET ekki annað en undrast hvað hægt er áð gera stóran úlf- alda úr lítilli mýflugu. I leik Fram og Víkings á ég að hafa sagt ljót orð sem lýsa kynþáttahatri. Málið hefur verið blásið upp á sjónvarps- stöðvunum, Stöð 2 sýnt myndir af mér og Einar S. Hálfdánarson, lög- fræðingur skrifaði í Morgunblaðið og ásakaði mig um óíþróttamanns- lega framkomu og lagði mér ljót orð í munn. Formaður Knatt- spyrnudeildar Fram, Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, skrifaði í DV og Morgunblaðið um málið og talaði um kynþáttafordóma gagn- vart Marcel, leikmanni Fram, og spjótunum var beint að mér. Að- eins stjórn Knattspyrnudeildar Víkings hefur talað við mig og spurt mig um mína hlið á þessu máli. Þetta er eins og aftaka án dóms og laga. Málið er að í þessum leik þegar boltinn var hvergi nærri sló Marcel til mín og hafði uppi niðrandi um- mæli. Hann skipaði mér að ég mætti ekki snerta hann. Ég svaraði honum að ég mætti alveg snerta hann, það væri ekki brot. Þá kom hár bolti og hann gaf mér olnboga- skot í andlitið sem margir urðu vitni að. Ég reiddist og gekk til hans og lét falla ógætileg orð, en sem alls ekkert eiga skylt við kyn- þáttafordóma. Hann reiddist mjög og hrækti beint í andlitið á mér að dómaranum aðsjáandi. Mín mistök voru að sjálfsögðu að svara honum og ég harma það og bið Marcel af- sökunar á orðunum. Ég hef enga kynþáttafordóma, hvorki gagnvart Marcel né öðrum. Margir þeir sem ég hef að fyrirmynd í íþróttunum eru einmitt litaðir. Hafi einhver heyrt mig í um- ræddum leik viðhafa slíkt orðbragð eða annað það sem borið hefur ver- ið á mig bið ég hann að koma fram í eigin nafni og segja frá því. En ekki láta óvönduð skrif lögfræðings eða einhverja aðra „business“-menn uppi í stúku, sem ekkert vit hafa á hvað gerist inni á velli, leggja mannorð 18 ára pilts í rúst. Það sem Einar S. Hálfdánarson heldur fram í Morgunblaðinu þ.22.9 að ég hafi sagt og gert er rangt. Til að mynda hafði ég ekki það hlutverk að gæta Marcel í leiknum, þannig að samskipti okkar voru engin fyrir utan þetta umrædda atvik. Ég vona að Einar sjái að sér og biðji mig af- sökunar, því að í grein sinni er hann ekki að segja satt. I von um að hið sanna komi í ljós og að þeir tveir lögfræðingar, sem fara fyrst í fjölmiðla með málin og virða ekki þau grundvallarmannréttindi að hver maður teljist saklaus þangað til sekt hans er sönnuð, hugsi um hvað þeir eru búnir að gera mér, ungum leikmanni, sem er að byrja minn feril í meistaraflokki. 111 um- mæli særa ekki síður en meintir kynþáttafordómar. Vonandi að þið sýnið heiðarlega framkomu fram- vegis. VALUR ÚLFARSSON, leikmaður meistaraflokks Víkings í knattspyrnu. Athugasemd vegna tón- listarumsagnar Ríkarðs Arnar Pálssonar Frá Jóni Stefánssyni: ÞRÁTT fyrir þá grundvallarskoð- un mína að gagnrýnendur hafi full- an rétt á því að hafa aðrar skoðan- ir á tónlistarflutningi en ég get ég ekki stillt mig um að gera athuga- semd við umsögn RÖP um kór- og orgeltónleika í Langholtskirkju þriðjudaginn 21. september. RÖP fjallar þar m.a. um verk Olivers Kentish sem hann segir samið fyrir báða kóra Langholts- kirkju og orgel (barnakór og blandaðan kór). Skrifar hann um hvernig verkið hafi laðað skemmti- lega fram litaandstæður kóranna. Ekki finnst mér undarlegt að RÖP hafi tekið eftir ólíkum hljómi kór- anna tveggja í þessu verki þar sem það er samið eingöngu fyrir barna- kórinn og blandaði kórinn sat stilltur og prúður án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð og tók þar af leiðandi ekki þátt í flutningnum. Þetta finnst mér gera ýmislegt annað í umfjölluninni tortryggi- legt. Til dæmis að flutningurinn hafi verið fagnaðarsnauður og á köflum lafað í tóni. Frá mér séð (með nýju gleraugunum mínum) gneistaði af kórfélögum bæði af krafti og sönggleði í þessum nýju verkum Olivers og Tryggva Bald- vinssonar og músíkölskum hlust- endum vil ég benda á að hlusta vel þegar tónleikunum verður útvarp- að. Þeir munu þá komast að því að kórinn söng tandurhreint. Það er oft mjög gaman að lesa skrif RÖP því hann skrifar mjög skemmtileg- an stíl og málfarið er hugmynda- ríkt og myndrænt. Hins vegar finnst mér ærið oft að hann hafi ekki verið á sömu tónleikum og ég þegar ég les umsagnir hans. Að lokum vil ég þakka Morgun- blaðinu fyrir afar metnaðarfulla og vandaða umfjöllun um menn- ingu. Morgunblaðið og RÚV, rás eitt, eru einu fjölmiðlar landsins sem líta á menningu sem sjálf- sagðan hlut sem beri að fjalla um með sama hætti og annað, t.d. íþróttir. JÓN STEFÁNSSON, organisti. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.