Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Björgunarsveit bjargar ungum manni úr rústum íbúðar í Taipei eftir að hann hafði verið fastur þar ásamt bróður sínum í 130 klukkustundir. Enn mikil skjálftavirkni á Taívan Þrír bíða bana í öflug- um skjálfta ÞRÍR létust í öflugum eftirskjálfta sem reið yfir Taívan snemma á sunnudag og er tala látinna nú komin yfir 2.000. AJls hefur verið tilkynnt um 8.712 særða og vitað er um alls 150 sem enn sitja fastir í rústunum, lífs eða liðnir. Um 7.000 eftirskjálftar hafa orðið, þar af McCain í fram- boð en Quayle hættir við Washington. AFP. JOHN McCain, öldungadeildarþing- maður frá Arizona, bættist í gær í hóp þeirra sem sækjast eftir því að verða forsetaefni repúlikana í for- setakosningun- um í Bandaríkj- unum á næsta ári. Dan Quayle, fyrrverandi vara- forseti, ákvað hins vegar að hætta við fram- boð í forkosning- Dan Quayle um repúblikana. McCain er 63 ára og álitinn stríðs- hetja í Bandaríkjunum eftir að hafa verið stríðsfangi í fimm ár í Víetnam. Hann hefur einnig verið mjög at- kvæðamikill á Bandaríkjaþingi frá því hann var fyrst kjörinn á þing árið 1982. McCain er íhaldssamur og hefur staðið gegn flokki sínum í ýmsum málum, m.a. með stuðningi sínum við breytingar á fjármögnun kosninga- framboða og gagnrýni sinni á tó- baksfyrirtækin. Þótt McCain eigi á brattann að sækja í kosningabaráttunni sam- kvæmt skoðanakönnunum þykir lík- legt að hann sæki í sig veðrið vegna áhrifa sinna á þinginu og þeirrar virðingar sem hann nýtur. Quayle tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. Hann átti undir högg að sækja vegna fjárskorts og slæmrar útkomu í at- kvæðagreiðslu, sem repúblikanar héldu í síðasta mánuði til að kanna fylgi frambjóðendanna. Hann hefur einnig getið sér orð fyrir að vera lít- ilfjörlegur og klaufalegur stjórn- málamaður. hafa sex þeii’ra verið á bilinu 5,3 til 4,3 á Richter en jarðskjálftinn sem varð þremur að bana á sunnudags- morgun er talinn hafa verið 6,8 á Richter. í gær var tveim bræðrum, 20 og 25 ára, bjargað úr rústum íbúðar í Taipei eftir að hafa verið fastir þar í 130 klukkustundir. „Um það leyti sem ég var að gefast upp sagði bróðir minn við mig að ég skyldi þrauka því þegar við losnuðum fengi ég að drekka eins mikið og mig lysti,“ sagði sá yngri af bræðr- unum, Sun Chi-Kuang, í gær. „Við fórum svo að hugsa um ýmsar teg- undir af gosdrykkjum sem við fengjum þegar við losnuðum og sú tilhugsun hélt í okkur lífinu.“ Slæm sálræn áhrif á íbúana „Ég var nýkomin til Taipei frá Natou-héraði, þar sem upptök skjálftans voru, og taldi mig komna í nokkuð örugga fjarlægð,“ sagði Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingafull- trúi á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins, í samtali við Morgunblað- ið í gær. Sólveig hefur dvalið á Taí- van síðan á fimmtudag í vikunni sem leið og sagði að skjálftinn hefði orðið um klukkan átta að morgni, meðan hún lá sofandi í rúmi sínu á 10. hæð. „Það var hreinlega eins og byggingin sveigð- ist til og frá og herðatré í fata- skápnum glömruðu og skullu sam- an með látum. Skjálftinn varði í hálfa mínútu og þetta voru áreiðan- lega lengstu 30 sekúndur í lífi mínu.“ Sólveig segir að jarðskjálftinn hafi haft mjög slæm sálræn áhrif á íbúana, sérstaklega það fólk sem varð illa úti í stóra skjálftanum í vikunni sem leið. „Við höfum lokið við að meta ástandið en fyrstu hjálpargögnin komu á sunnudags- morgninum frá Rauða krossinum í Hong Kong. Von er á tjöldum frá Alþjóðasambandi Rauða krossins fljótlega og einnig vasaljósum og rafstöðvum frá Hong kong. Verður reynt að hraða dreifingu þessara gagna eins og auðið er. Fólk hefst mestmegnis við í útilegutjöldum sem hvorki halda vatni né vindum og munu ekki standast stórviðri sem gætu hugsanlega verið á leið- inni hingað." TOJVLIST Langhol tskirkja ORGELTÓNLEIKAR Michael Radulescu fiutti verk eftir Buxtehude, Purcell, Handel, J.S. Bach og eigin tónsmíð á hið nýja Noack-orgel Langhoitskirkju. Sunnu- dagurinn 26. september 1999. SÍÐASTLIÐNAR tvær vikur hafa verið sannkallaðar orgelvikur, ein allsherjar orgelmessa, bæði með tónleikum, þar sem tekin voru í notkun ný orgel í Neskirkju og Langholtskirkju og leikið var á Kla- is-orgel Hallgrímskirkju, í tengslum við umfangsmikið námskeið fyiir starfandi orgelleikara. Tónleikamir í Langholtskirkju sl. sunnudag, vom í raun sýnistónleikar á mögu- leikum í raddvali Noack-orgelsins hjá Michael Radulescu. Hann hóf tónleikana á Te Deum laudamus, eftir Buxtehude (BuxWV 218), sem er í frýgískum tónhætti. Hver kafli er hugleiðing um eina hendingu úr þessum lofsöng og vora allir þætt- imir mjög vel fluttir. Annað verkið var Voluntary eftir Purcell. Það hef- ur verið ráðgáta þeim er gerst hafa kannað verk hans, hversu fá og smá í gerð hljómborðsverk hans era. Orgelverkin era 6 og ekkert þeirra af þeim gæðaflokki, sem önnur verk hans, þrátt fyrir að hann starfaði sem orgelleikari við Westminster Abbey. A Voluntary for ye Doble Organ, er fallega hljómandi tónsmíð er var trúverðug í flutningi. Tvær stakar „manual" fúgur, eftir Handel, í G og B, sem vora næst á efnisskránni, gætu trúlega hafa ver- ið leiknar af höfundi á lítið orgel, með snarstefjuðum forspilum, en G- dúr fúguna notaði hann í hljóm- sveitarkonsertinum op.3, nr.3. Fúg- umar vora sérlega skýrlega mótað- ar, fluttar með fallegum inngangi hver þeirra. Öll þessi verk vora af- burðavel flutt, þar sem saman fór sterk tilfinning fyrir hendingaskip- an, raddflúri og raddvali. Hljómfeg- urð orgelsins naut sín og vel í þess- um þokkafullu barokverkum. Meginverk tónleikanna voru eftir J.S. Bach, nefnilega tríósónatan nr.3, í d-moll, stóra kóralforspilið Stórbrot- inn Bach við sálminn Allein Gott in der Höh | sei Ehr (BWV 663) og forleikur og fúga í e-moll, (BWV 548), allt glæsi- leg tónverk, sem unun var á að hlýða. Tríósónatan var einstaklega hrein, með einföldum röddum, vel samstillum en þó þannig hljómandi, að þær aðgreindu sig vel, er naut sín sérlega í hinum blíða miðþætti (Adagio). Sónatan í heild var glæsi- lega mótuð og einnig sálmforleikur- inn langi, yfir Allein Gott en yfir þennan sálm gerði meistarinn nokkrar útleggingar. Mest bragð var þó að e-moll forleik og fúgu, sem er sérkennilegt verk að því leyti, að þar gerir meistarinn til- raun í að rjúfa hefðbundið form prelúdíunnar og breyta henni í eins konai- rondóform og í fúgunni eru langir millikaflar, sem „fleyga" fúg- una, svo að nærri liggur, að kalla mætti hana fantasíu, hvað form- skipan snertir. Þetta risastói’a org- elverk var flutt af glæsibrag og auð- heyrt að Radulescu er frábær orgel- leikari, er hefur allt í hendi sér, til að fylgja meistara Bach, til stórra átaka. Tónleikunum lauk með verki eftir Radulescu, er hann nefnir Ricercari. Svo vora fyrram nefnd þau tónverk, er þóttu bera í sér könnun á vönduð- um vinnubrögðum, sem sagt, vera lærð tónlist og má segja, að svo hafi verið um þetta verk, sem þó var ein- falt og skýrt í tónskipan en könnun- in aðallega fólgin í margháttaðri raddval, svo mjög, að slíkt getur ekki verið algengt en átti hér ákaf- lega vel við, til kynningar á raddfjöl- breytni Noack-orgels Langholts- kirkju. Fyrsti kaflinn var í granninn byggður á „organurn" með skraut- legum háraddaleik. I öðram kafla mátti heyra hrópandi tóntak er síð- an dó út með langdregnum „orgel- punkti“. Lokakaflinn var átaksmik- ill, byggður mjög á „ostinato“-vinnu- brögðum og minntu sum stefbrotin á fómarkaflann í Vorblóti Stravin- skís. Verk Radulescu er skemmti- legt áheyrnar, sérstaklega fyrir margbreytileik í blæ, skýrt í formi og var glæsilega flutt. Ef marka má stórbrotinn leik Radulescu í verkum J.S. Bach, væri fróðlegt að heyra hann eingöngu leika verk meistar- ans, sem því miður hefur á mörgum undanfómum orgeltónleikum, nokk- uð verið látinn víkja fyrir annarri og misgóðri orgeltónlist. Tónleikaröð með verkum J.S. Bach, ætti vel heima í Langholtskirkju og ef flytj- endur eins og Radulescu fengjust tO verksins, yrði það trálega vel þegið af áheyrendum. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Kristinn Erna Nielsen, forseti bæjarstjórnar, Guðrún Einarsdóttir, bæjarlista- maður Seltjamarness, og Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður Menning- arnefndar Seltjarnarnessbæjar. Saga af bræðrum í afskekkjunni KVIKMYMIIR lláskólabfó SÍÐASTI SÖNGUR MIFUNE „MIFUNES SIDSTE SANG“fHt Leikstjórn og handrit: Sören Kragh- Jacobsen. Klipping: Valdís Óskars- dóttir. Aðalhlutverk: Anders W. Berthelsen, Iben lijelje, Jesper As- holt og Sofie Grabol. SVOKALLAÐAR dogmamyndir danskra kvikmyndagerðarmanna era orðnar þrjár að Síðasta söng Mifune eftir Sören Kragh-Jacobsen meðtalinni en við gerð slíkra mynda mun þurfa að fara eftir ákveðnum grandvallarreglum til þess að nálg- ast einhverskonar kjama raunsæis- ins. Krafan er um algjört raunsæi sem á að fást með handheldri myndavél, náttúrulegri lýsingu, spuna jafnvel, engri viðbættri hljóð- vinnslu og þar fram eftir götum. Það sem einkennt hefur dogma- myndimar tvær á undan þessari, Veisluna og Fávitana, er ögrandi söguefni sem hrærir upp í áhorf- andanum. Þótt Jacobsen fari að mestu eftir dogmareglunum, myndavélin er kyrrari hjá honum, leikurinn er ekki eins ekta og hann bætir inn tónlist, vantar myndina hans fyrst og fremst þessa ögrun sem Thomas Vinterberg og Lars Von Trier slógu svo ríkulega um sig í myndum sínum. Síðasti söngur Mifune segir af nýkvæntum manni sem hverfa verð- ur aftur til uppruna síns í afskekktri sveit í Láglöndunum þegar faðir hans deyr. Hann hefur ekki sagt snobbuðu tengdafjölskyldunni sinni af föður sínum og geðveikum bróð- ur sem býr á bænum og ætlar að halda öllu saman leyndu enn um sinn með því að ráða ráðskonu til þess að sjá um bróður sinn. Sú sem hann ræður er á einskonar flótta undan sínu eigin lífi. Hún er mella í stórborginni sem fengið hefur nóg og ætlar að sleikja sár sín í af- skekkjunni. Geðsjúki bróðirinn er hið mesta meinleysisgrey og í hóp- inn bætist ungur bróðir mellunnar, sem rekinn hefur verið úr skóla. Það er í rauninni fátt eitt sem kemur á óvart í mynd þessari. Allt ber fólkið sem saman kemur þarna í afskekkjunni einhverjar byrðar úr fortíðinni og kemur á þennan stað til þess að vinna úr þeim, taka sér stundarhlé og jafnvel ákveða fram- tíðina. Það verður nokkurn veginn Ijóst fljótlega hverjar lausnirnar verða. Afturhvarf til náttúrunnar er hreinsandi meðal fólki í sálar- kreppu, viðmiðin verða önnur og mannlegu samskiptin, þótt þau séu grófgerð og klaufaleg í fyrstu, mýkjast í afskekkjunni þegar hinn innri maður fær loks að stíga fram. Frásögnin undir stjóm Jacobsen einkennist af talsverðri ákefð sem virkar oft eins og tilbúningur. Hon- um tekst best upp í lýsingu á sam- bandi bræðranna, síður þegar hann lýsir sambandi ráðskonunnar við heilbrigða bróðurinn. Leikurinn er einnig misjafn. Jesper Asholt er góður sem geðsjúki bróðirinn og Iben Hjelje gerir margt gott í hlut- verki mellunnar. Arnaldur Indriðason Valin bæjar- listamaður Seltjarnar- ness 1999 GUÐRÚN Einarsdóttir, myndlist- arkona, hefur verið valinn bæjar- listamaður Seltjarnarness árið 1999. Þetta er í Ijórða sinn sem valinn er bæjarlistamaður Sel- tjarnarness en menningarnefnd Seltjarnarness stendur fyrir vali bæjarlistamannsins. Tilnefningu bæjarlistamanns fylgir 400 þús- und króna starfsstyrkur. í fréttatilkynningu segir að til- gangurinn með vali bæjarlista- manns sé að styðja listamenn bú- setta á Seltjarnarnesi til frekari dáða á menningar- og listasvið- inu og veita þeim viðurkenningu fyrir framlag sitt til bæjarfélags- ins með listsköpun sinni. Verk Guðrúnar eru abstrakt landslags- myndir, ekki frásagnir af lands- lagi heldur hlutgervi sjálfrar náttúrunnar. Guðrún hefur skap- að sér sérstakan og persónuleg- an stíl við túlkun náttúrunnar og þeim græðandi og gefandi krafti sem í henni er. í undirbúningi hjá henni er vinna að þrívíðari verkum samhliða málverkinu úr ólikum efnum, s.s. gifsi, steypu ogjárni. Guðrún Einarsdóttir hefur get- ið sér gott orð sem myndlistar- kona og er verk hennar víða að finna. Hún er fædd árið 1957. Hún stundaði nám við Myndlista- skólann í Reykjavík árin 1984- 1986 og við Myndlista- og hand- íðaskóla fslands 1984-1989, við málaradeild og fjöltæknideild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.