Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 21
VIÐSKIPTI
Mikil viðskipti með
bréf Samvinnusjóðs
Ekki breyt-
ing á valda-
hlutföllum
SALA á helmingshlut sveitarfé-
lagsins Skagafjarðar í Fiskiðjunni
Skagfirðingi á Sauðárkróki til
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
hf. hefur ekki í för með sér breyt-
ingar á valdahlutföllum í félaginu.
Kaupfélag Skagfirðinga er eigandi
Fiskiðju Sauðárkróks ehf. að öllu
leyti og nemur samanlögð hluta-
fjáreign kaupfélagsins þvi um 69%.
Hluturinn sem FBA keypti nemur
hins vegar um 4,9%, og á sveitarfé-
lagið Skagafjörður því 4,9% eftir
söluna, eins og fram kemur í með-
fylgjandi töflu. Fyrir söluna réði
sveitarfélagið yfir 9,8% hlut, eða
70,3 milljónum að nafnvirði, og var
þriðji stærsti hluthafinn í Fiskiðj-
unni Skagfirðingi.
UNDANFARIÐ hafa átt sér stað
töluverð viðskigti með hlutabréf í
Samvinnusjóði Islands. Borist hafa
a.m.k. fimm þilkynningar til Verð-
bréfaþings Islands um viðskipti
sem fara yfir 5% af hlutafé sjóðs-
ins, í samræmi við flöggunar-
skyldu.
Kaupfélag Eyfirðinga hefur selt
5,05% hlut sinn og Islenskar sjáv-
arafurðir seldu nýlega 7,08% eign-
arhlut. Fjárfestingarbanki at-
vinnulífsins hefur fjárfest í 8% hlut
í Samvinnusjóðnum og eignar-
haldsfélagið Isoport á nú tæp 12% í
Samvinnusjóði Islands. Búnaðar-
banki Islands á nú 7,4% í Sam-
vinnusjóðnum eftir kaup á hluta-
bréfum í félaginu að nafnvirði um
62,3 milljóna króna.
I morgunkorni FBA á föstudag
kom fram að hlutabréfasjóðurinn
Auðlind og Lífeyrissjóður bænda
hafa einnig selt hluti sína í Sam-
vinnusjóðhum. Auðlind átti 2,54%
og lífeyrissjóðurinn 2,24%. I morg-
unkorninu segir að alls megi gera
ráð fyrir að 25% af heildarhlutafé
Samvinnusjóðsins hafi skipt um
eigendur á síðustu dögum.
Á föstudag hækkaði gengi hluta-
bréfa í Samvinnusjóði Islands um
15% á Verðbréfaþingi Islands en
rúmlega 2,3 milljón króna viðskipti
voru að baki hækkuninni. I morg-
unkorni FBA í gær kemur fram að
tilkynnt utanþingsviðskipti með
bréf Samvinnusjóðsins í síðustu
viku voru með tæplega 22% af
heildarhlutafé félagsins. Engin við-
skipti voru með hlutabréf félagsins
á Verðbréfaþingi Islands í gær.
Svanbjörn Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóri markaðsviðskipta
FBA, segir fjárfestingu bankans í
Samvinnusjóðnum góðan kost.
„Við ákváðum að kaupa vegna þess
að gengi hlutabréfa í Samvinnu-
sjóði Islands hefur verið lágt í sam-
anburði við hlutabréf annarra fjár-
málafyrirtækja. Við sjáum í þessu
mbl.is
sambandi tækifæri á að endurselja
á hærra verði að einhverjum tíma
liðnum.“
Ný hluthafaskrá liggur ekki fyr-
ir hjá Samvinnusjóðnum en 1. sept-
ember voru stærstu hluthafar
Samvinnulífeyrissjóðurinn með
18,31%, Olíufélagið hf. með 15,08%
og Vátryggingafélag Islands með
13,33%. Isoport á nú 11,73% og
FBA 8%.
Land Rover
innkallar
London. Reuters.
FRAMLEIÐANDI Land Rover-
jeppa, sem er deild í BMW með að-
setri í Bretlandi, hefur ákveðið að
innkalla 10.000 bíla úr röðinni
„Series 11“ til að lagfæra „smávegis
bremsugalla".
Talsmaður fyrirtækisins sagði að
starfsmenn Land Rover-umboða
myndu skipta um lítinn hemlahluta,
eigendum bflanna að kostnaðar-
lausu.
„Viðgerðin tekur aðeins þrjár
mínútur og hefur sáralítinn kostnað
í för með sér fyrir fyrirtækið," sagði
talsmaðurinn.
FISKIÐJAN SKACFIRÐINCUR hf.
Hluthafar 27. sept 1999
1. Fiskiðja Sauðárkróks ehf.
2. Kaupfélag Skagafjarðar
3. Olíufélagið hf.
4. Skagafjörður sveitarfélag
5. FBA
6. Vátryggingarfélag fslands hf.
7. HIutabréfasjóðurinn íshaf hf.
8. Samvinnulífeyrissjóðurinn
9. db. Árna Á. Guðmundssonar
10. Tryggingamiðstöðin hf.
Aðrir hluthafar
Heildarhlutafé 717.600.573 100,0
Hlutafé, kr. Nafnverð Hlutur (%)
424.824.218 59,21 :
70.252.929 9,8 H
59.140.270 8,2 □
35.162.431 4,9 Q
35.162.431 4,9 □
32.999.600 4,6 □
19.175.000 2,7 Q
9.971.461 1,4 0 <
4.100.031 0,61
3.787.232 0,51
23.024.970 3,2 0
Fyrir 4ra marra fjölskyldu
Vcrðdæmi
!§f
ámarnn
Af.
W§ttm
miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára.
Innifalið: Flug, gisting á Aloe 1. des.,feröir til
og frá flugvelli og flugvallarskattar.
Kararíeyja-
dagatal
3. nóv.
1. des.
18. des.
22. des.
og vikulegtflug
frá 8. janúar
Faxafeni 5 • 108 Reykjavik • Simi 568 2277 • Fax 568 2274
Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is
.
1
«
J
(
t
i
<
A
1
(
i
\
\
HR-V
Tímamót í umferðinni
Honda HR-V er tímamótabíll. Með honum
hefst ný öld í íslenskri umferð. Útlitið er
ögrandi og framúrstefnulegt en þegar þú
sest upp í bílinn uppgötvar þú að það er
eitthvað alveg nýtt og frábært á ferðinni.
Komdu og skoðaðu.
- betri bíll
Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is
Akranes: Bilversf., sími 431 1985. Akureyri: Höldurhf., simi461
3000. Egilsstaðlr: Bila- og búvélasalan hf., sími4712011. Keflavík:
Bílasalan Bílavík, sími 421 7800. Vestmannaeyjar: Bflaverkstæðið
Bragginn, sími 481 1535.