Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 46
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
,e
INGVAR JÚLÍUS
HELGASON
Ingvar
Helgason, for-
stjóri var fæddur að
Vífilstöðum 22. júlí
1928. Hann lést 18.
september síðastlið-
inn. Ingvar var son-
ur hjónanna Helga
Ingvarssonar, yfír-
læknis og konu
hans Guðrúnar Lár-
usdóttur. Systkini
Ingvars: Guðnln
Pálína, f. 19.4. 1922,
fyrrv. skólastjóri;
Lárus Jakob, f. 10.9.
1930, yfirlæknir;
Sigurður, f. 27.8. 1931, d. 26.5.
1998, fyrrv. sýslumaður; Júlíus,
f. 24.12. 1936, d. 27.2. 1937; Júl-
ía, f. 14.7. 1940, d. 17.6. 1950.
Ingvar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Sigriði Guðmunds-
dóttur, hinn 13. nóvember
1948. Sigríður er dóttir hjón-
anna Guðmundar Ágústs Jóns-
sonar og Elísabetar Einars-
dóttur. Börn Ingvars og Sigríð-
ar eru: 1) Helgi, framkvæmda-
stjóri, f. 9.4. 1949.
Helgi var kvæntur
Halldóru G.
Tryggvadóttur sem
nú er látin. Kona
Helga er Sigríður
Gylfadóttjr. 2) Guð-
mundur Ágúst, fram-
kvæmdastjóri og for-
maður H.S.Í., f. 13.4.
1950, kvæntur Guð-
ríði Stefánsdóttur. 3)
Júlíus Vífill, fram-
kvæmdastjóri og
borgarfulltrúi, f.
18.6. 1951, kvæntur
Svanhildi Blöndal. 4)
Júlia Guðrún, sérkennari, f. 7.8.
1952, gift Markúsi K. Möller. 5)
Áslaug Helga, kennari, f. 21.6.
1954. 6) Guðrún, sölustjóri Bjar-
keyjar ehf., f. 20.7. 1955, gift Jó-
hanni G. Guðjónssyni. 7) Elísa-
bet, f. 20.7. 1955, d. 24.6. 1958. 8)
Elísabet, framkvæmdastjóri
Bjarkeyjar ehf., f. 5.9. 1957, gift
Gunnari Haukssyni. 9) Ingvar,
læknir, f. 5.6. 1960, kvæntur
Helgu H. Þorleifsdóttur. Barna-
börn Ingvars og Sigríðar eru
nú 25 taisins.
Ingvar lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík
1948 og hóf þá störf hjá Helga
Lárussyni frá Klaustri. Árið
1951 réðst Ingvar til Innkaupa-
stofnunar ríkisins og starfaði
þar til 1960 er hann snéri sér al-
farið að rekstri eigin fyrirtækis,
Ingvars Helgasonar hf., sem þá
flutti inn Ieikföng og gjafavöru.
Fyrirtækið hóf innflutning og
sölu bifreiða árið 1963 er inn-
flutningur á Trabant bifreiðum
hófst. Síðar bættust við Nissan
og Subaru bflar. Einnig flytur
fyrirtækið inn landbúnaðarvél-
ar og tæki þ.á m. Massey Fergu-
son og Linde lyftara. Árið 1993
stofnaði Ingvar og fjölskylda
fyrirtækið Bflheima ehf. sem
flytur inn Opel, Isuzu, Saab og
GM bifreiðar. Ingvar var meðal
stofnenda Junior Chamber á Is-
landi og var fyrsti forseti sam-
bandsins 1960-’61. Ingvar átti
sæti í stjórn Bflgreinsambands-
ins frá 1984-’88. Ingvar var
sæmdur riddarakrossinum
1999.
Utför Ingvars fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ég hitti Ingvar Helgason fyrst á
Trojörtum vormorgni 1976 í garðin-
um á Vonarlandi, þar sem hann var
að huga að páskaliljum sunnan
undir húsvegg fjrrir allt annað en
einskæra tilviljun. Það var kímni í
svipnum og hlýja í viðmótinu og
hvort tveggja entist þann tæpa ald-
arfjórðung sem liðinn er síðan ég
varð viðhengi við Vonarlandsfjöl-
skylduna. Á Vonarlandi var iðandi
mannlíf frá kjallara upp í mæni frá
morgni til kvölds. í kjallaranum og
umbreytta fjósinu norðan við íbúð-
arhúsið var blómlegt fyrirtæki þar
í*sem átta tíma vinnudagur var
óvenjulegur lúxus. Upp um loft og
viðbyggingar bjuggu átta fjörmiki-
ir unglingar með foreldrum sínum.
Húsnafninu fylgdi renta. Ingvar
Helgason og Sigríður Guðmunds-
dóttir fluttu á Vonarland 1961 lið-
lega þrítug með átta ung börn eftir
erfiðleika og sáran dótturmissi. Á
Vonarlandi snerist þeim allt til
gæfu fyrir dugnað, útsjónarsemi og
órofa samheldni. Ingvar var fædd-
ur athafnamaður sem var vakinn
og sofinn með hugann við hvaðeina
sem gæti gagnast í rekstrinum og
missti yfirieitt ekki af tækifærum.
Hann flutti inn bolta frá Rússlandi
j)g hagnaðist mest á trékössunum
'~sem þeir komu í. Bjart og vistlegt
bankaútibú sem hann rakst inn í
vestan hafs varð kveikjan að út-
færslu stórhýsisins sem hann
byggði af hagsýni og smekkvísi við
Sævarhöfða. Hann var glöggur
hagspámaður af sérstökum toga.
Menn skyldu panta varlega ef
óvissa var í launamálum og taka
mið af aflabrögðum, en ef Sam-
bandið leysti út í stórum stíl var
stutt i gengisfellingu. Ingvar hafði
óbrigðult sjálfstraust í viðskiptum
þótt dirfska hans væri laus við
glannaskap og hann fylgdi hverju
verkefni til lykta. Hann var mikill
verkstjóri, hélt fólki fast að vinnu,
_ en launaði vel tryggð og frammi-
stöðu. Það gat fokið harkalega í
hann ef honum fannst eitthvað
glutrast niður enda sigla menn
ekki beggja skauta byr nema ein-
hvern tíma hreyfi vind og hretin
voru stutt. Velgengni Ingvars var
auðskilin þeim sem kynntust hon-
um.
Ingvar gerði ekki víðreist ein-
samall. Þau Sigríður hafa verið eins
og einn maður í fimmtíu ár í blíðu
og stríðu í lífi og starfi. Umhyggja
hennar rétti hann við eftir alvarleg
veikindi fyrir hálfum öðrum áratug,
ijfcg áranna sem síðan eru liðin nutu
pau saman í ríkum mæli. Því var
vonin sterk þótt Ingvar greindist
með illvígan sjúkdóm og Vonar-
landssystkinin stóðu fimaþétt við
bakið á foreldrum sínum í því
snarpa stríði sem nú er lokið. Að
Sigríði og fjölskyldu hennar er
þungur harmur kveðinn. Megi al-
^fnættið styrkja þau til að styðja
hvert annað og hugga. Árin urðu of
fá, en líf hans var mikið og gott.
Markús Möller.
Seint á laugardagskvöldi hinn 18.
september sl. barst mér sú dapur-
lega fregn, að Ingvar J. Helgason,
móðurbróðir minn, væri látinn. Frá-
fall hans kom ekki á óvart, því að
hann hafði í sumar háð baráttu við
illvígan sjúkdóm og læknar sagt
horfur alvarlegar. Samt hélt maður
í vonina í lengstu lög, neitaði jafnvel
að viðurkenna, að tilveran gæti ver-
ið svo grimm. Hann átti svo sannar-
lega skilið að lifa mörg góð ár enn,
og tilveran öll er grárri og kaldari
að honum gengnum. Ingvar, frændi
minn, var af mörgum ástæðum einn
af minnisstæðustu mönnum, sem ég
hef kynnst, og margar góðar og
ljúfar minningar um hann koma í
hugann, er leiðir skilur um stund.
Hans skal minnst hér að leiðarlok-
um í fáeinum orðum.
Ingvar, frændi minn, hlaut kær-
leiksríkt og vandað uppeldi í æsku,
og það mótaði mjög viðhorf hans
síðar. Elstu minningar mínar um
Ingvar eru frá æskuheimili hans á
Vífilsstöðum, en þar dvaldist ég oft
hjá foreldrum hans - og afa mínum
og ömmu þeim Helga Ingvars-
syni og Guðrúnu Lárusdóttur.
Þangað komu oft þau Ingvar og
Sigríður, kona hans, og síðar einnig
böm þeirra. Frá fyrstu tíð var mik-
ið líf, glaðværð og sérstakur glæsi-
bragur yfir Siggu og Inda, eins og
þau voru oft nefnd á þeim tíma. Þau
voru einkar samrýnd, og þeim leið
greinilega vel saman. Ást og gagn-
kvæm virðing og samstaða ein-
kenndi þau hjón alla tíð í rúmlega
hálfrar aldar sambúð, bæði í blíðu
og stríðu. Þau eignuðust níu efnileg
börn, og náðu þau öll, nema eitt
þeirra, fullorðinsaldri. Þau Sigríður
og Ingvar létu sér mjög annt um
þroska og velferð barna sinna og að
þau öðluðust þá menntun er best
hentaði hverju þeirra. Það er ekkert
launungarmál, að Ingvar ræddi á
þessum árum alloft við mig um
þessi málefni, sem voru greinilega
afar mikilvæg í huga hans.
Á fyrstu hjúskaparárum sínum
bjuggu þau Sigríður og Ingvar í
tveggja herbergja íbúð í „húsi við
Hávallagötu”. Þótt þröngt væri bú-
ið, var til þess tekið, hve böm þeirra
vom myndarlega búin og smekk-
lega klædd, og kom þar glöggt fram
smekkvísi og hagsýni húsmóðurinn-
ar. Ég kom þangað stundum á þess-
um áram, og eitt sinn mátti sjá
nokkra gappakassa bak við sófa inni
í stofu. I þeim vora sjálfblekungar,
sem frændi minn hafði flutt inn.
Löngu síðar, nánar tiltekið í sjö-
tugsafmæli Ingvars, spurði ég hann
til gamans, hvort hann minntist
þessa. Hann hló við og sagðist vel
muna þetta. Pennamir hefðu reynst
gallaðir, því að þeir hefðu rispað
pappírinn. Hann hefði alls ekki vilj-
að, að um sig spyrðist, að hann seldi
gallaða vöra, og því hefði hann látið
innkalla þá alla, fengið lagtækan
mann til þess að slípa oddinn og sett
þá síðan aftur í sölu, og þeir þá
rannið út.
Ungur að aldri vann ég stundum
hjá Ingvari, frænda mínum, og það
var gott að vera hjá honum og mjög
lærdómsríkt. Hann hugsaði vel um
þá sem hjá honum unnu og leitaðist
við að styðja þá með ýmsum hætti.
Hann var tilfinningaríkur og gat
verið skapmaður, en hann var
hjartahlýr og gæddur ríkum per-
sónutöfrum, höfðinglegur en einnig
lítillátur í senn. Ingvar var glöggur
og stálminnugur og hafði góða yfir-
sýn yfir þá starfsemi, sem fram fór
á hans vegum. Það einkenndi einnig
Ingvar, hvað hann var bjartsýnn en
um leið raunsær. Hann var fundvís
á heppileg viðfangsefni, og hann
skildi, að mjög mikilvægt er í allri
atvinnustarfsemi að veita trausta
þjónustu og að viðskiptavinurinn sé
ánægður. Um þetta efni mætti
nefna fjölmörg dæmi, en látið skal
nægja að nefna hér eitt. - Um skeið
bar mikið á því að steinar brytu
framrúður í bifreiðum úti á þjóðveg-
um. Þá flutti Ingvar inn bráða-
birgðarúður, sem menn gátu haft
með sér í ferðum. Samstarfsmaður
minn sagði við mig, að hann hefði
leitað til Ingvars og sagt, að hann
væri að fara út úr bænum og óskaði
eftir að kaupa slíka rúðu til öryggis,
en þá hefðu þær verið uppseldar.
Ingvar hefði þá hjálpað sér með því
að ná í slíka rúðu, sem hann hafði
geymt í eigin bíl, og varð það mann-
inum afar minnisstætt. Hann sagði,
að slíkt hefðu ekki ekki margir gert.
Eitt af því sem einkenndi frænda
minn var rík réttlætiskennd. Hann
reyndi oft að hjálpa þeim, sem erfitt
áttu, með öllum tiltækum ráðum.
Hann veitti Mæðrastyrksnefnd
stuðning mörg undanfarin jól í þeim
tilgangi að hjálpa þeim konum, sem
erfitt áttu. Mér er og um það kunn-
ugt, að hann reyndi einnig að gleðja
böm, sem áttu um sárt að binda, á
ýmsan hátt. Ymis fleiri þjóðþrifa-
mál studdi blessaður frændi minn af
heilum huga. Ingvar var mikil rækt-
unarmaður í víðasta skilningi þess
orðs. Hann var mikill áhugamaður
um skógrækt, og kostaði til hennar
bæði fé og fyrirhöfn. Ef maður
ræddi þessi mál við hann, kom fljótt
í ljós, að skógræktin átti hug hans
allan. En Ingvar var líka ræktunar-
maður á öðram sviðum. Hann
byggði upp fyrirtæki sitt frá grunni
með þrotlausri elju og ósérhlífni, en
um leið umhyggju fyrir starfsmönn-
unum. Hér skal og nefnd sú ræktar-
semi og uppbyggjandi alúð, er hann
auðsýndi bömum sínum og öðram
nánustu vandamönnum á margvís-
legan hátt. - Sigríður, kona hans,
studdi hann með ráðum og dáð á öll-
um sviðum, í starfi, áhugamálum,
t.d. skógræktinni, mannúðarmálum,
og öllu því er laut að velferð fjöl-
skyldunnar. Ingvar var einkar far-
sæll gæfumaður á vegferð sinni um
þennan heim, en mesta gæfa hans
var sú, að hann, ungur að aldri,
eignaðist Siggu sína.
Ingvar, frændi minn, var glað-
vær, og hann sýndi ljúfmennsku og
nærgætni í samskiptum við fólk.
Margir hafa notið þess, hve hjálp-
samur og góðviljaður hann var, og
ég mun ætíð minnast hans með mik-
illi virðingu og þakklæti í huga.
Margir sakna Ingvars nú sárt, en
mestur er missir eiginkonu, bama,
tengdabarna og annarra náinna ást-
vina. Ég sendi þeim að lokum inni-
legar samúðarkveðjur og bið algóð-
an guð að blessa minningu hins
mikiihæfa manns og góða drengs,
Ingvars J. Helgasonar, móðurbróð-
ur míns.
Olafur Oddsson.
Elsku afi.
Ég trúi því varla ennþá að það sé
búið að taka þig frá okkur, þú sem
áttir eftir að gera svo mikið og
miðla visku þinni til svo margra, því
afi, þú veist svo margt. Þú varst
besti afi sem hægt var að hugsa sér
og þú sýndh’ áhuga á öllu sem ég
var að gera og varst alltaf jafn
ánægður að sjá mig. Ég veit að þú
ætlaðir að planta í stóran skóg á
Valshamri og við eram á góðri leið
með það og kvíddu engu afi, við
höldum öll áfram að planta og
hugsa um trén, þannig á Valshamri
verður rosalega stór skógur innan
fárra ára. Ég veit að Guð tók þig frá
okkur því hann ætlaði þér mikil-
vægari störf hjá honum, kannski
vantaði einhvern til að græða tré á
himnum. Ég veit samt afi, að ég
mun hitta þig aftur og þú munt
vaka yfir okkur öllum. Við skulum
passa hana ömmu fyrir þig, því ég
veit að þér þykir rosalega vænt um
hana, eins og okkur öllum þykir. Ég
elska þig afi, ég hef alltaf gert það
og mun alltaf gera það.
Þín
Sigríður Fanney.
Nú þegar afi Ingvar er dáinn
langar okkur systkinin til að minn-
ast hans og þakka honum fyrir árin
sem við fengum að vera með hon-
um. Við vonuðum auðvitað að þau
yrðu miklu fleiri. Við þökkum hon-
um fyrir að leiðbeina okkur í vinn-
unni og fara svo oft með fullan bíl af
bamabömum heim á Vonarland í
hádeginu þar sem amma gaf öllu
liðinu í svanginn. Við þökkum fyrir
allar skógræktarferðimar á Vals-
hamar, sveitabæinn sem þau endur-
byggðu og vora svo stolt af og við
þökkum fyrir öll ævintýralegu ára-
mótin á Vonarlandi sem byrjuðu
með stórri fjölskylduveislu og end-
uðu með því að afi breyttist í ung-
ling og stjómaði mestu flugelda-
skothríð í allri Reykjavík. Hann
sprellaði oft í okkur krökkunum en
alltaf í góðu og honum fannst mest
gaman ef maður svaraði honum
mátulega. Þegar Baldur Helgi var
h'till og talaði barnamálið á fullu og
var hugfanginn af sturteríinu á kló-
settinu á Vonarlandi, þá sagði afi að
hann hefði öragglega verið kín-
verskur pípari í fyrra lífi. Afi átti
hvert bein í öllum Siggunum í fjöl-
skyldunni og vildi eiga þær allar, en
þegar fjögurra ára Sigga Magga
tók hann á orðinu og uppástóð að
setjast að með honum á Valshamri,
lá við að honum yrði ekki um sel.
Við munum líka eftir karlabanda-
laginu þar sem afi gerði Ingvar
Rúnar að formanni og var sjálfur
eini almenni meðlimurinn. Við mun-
um sakna hans mikið og við gleym-
um honum aldrei.
Baldur Helgi, Sigríður
Margrét og Ingvar Rúnar.
Þetta var eitt af þessum ótal-
mörgu kvöldum sem ég dvaldi á
Vonarlandi, heima hjá afa og ömmu.
Það var sumar og garðurinn í fullum
skrúða. Garðurinn sem við frænd-
urnir og fleiri voram á táningsáram
okkar svo gæfusamir að fá að róta í
og kölluðum það vinnu. Afi, kominn í
sloppinn, stóð við stofugluggann og
kallaði á mig íbygginn en sæll á
svipinn. - Sérðu öspina þarna efst í
röðinni, við reitinn með gosbrunnin-
um. Ég held við ættum að prófa að
klippa hana. - Já, sagði ég og sá
strax fyrir mér skrautklippt tré með
listrænt mótaðri krónu að erlendri
fyrirmynd. En það var nú annað og
öllu skynsamlegra sem afi hafði í
huga. Þetta ákveðna tré var nefni-
lega orðið stærra en önnur nær-
liggjandi tré og var því farið að
skyggja á þau og hefta vöxt þeirra.
Það var ekki skraut eða monttré
sem hann sóttist eftir heldur vildi
hann tryggja það að öll blómin og
trén næðu að vaxa og dafna jafnt. I
þessu litla atviki þótti mér felast
mikil lífsspeki sem ég skildi síðar að
afi hafði að leiðarljósi bæði í sínum
skógræktaráhuga en þó enn frekar í
mannlegum samskiptum. Hann sótt-
ist ekki eftir prjáli. Hann vildi rækta
tré og menn. Oft talaði hann um það
hvernig hann ætlaði að hjálpa til við
að „byggja upp“ einhverja ákveðna
menn sem virtust ekki hafa fundið
fótfestuna. Ég vissi að hann sleppti
ekki takinu á þeim ætlunarverkum
sínum fyrr en árangur hafði náðst.
Þetta var sá afi sem ég þekkti. Það
vita allir að hann var í stór í sínum
verkum en ég veit að hjartað var
enn stærra.
Halldór Kristinn Júb'usson.
Elsku afi okkar.
Við trúum varla að þú sért farinn
frá okkur og það sem við eigum eft-
ir er minningar um þig. Minning-
arnar eru eitt það dýrmætasta sem
maður hefur og eru minningarnar
um þig mjög margar, skemmtilegar
og líflegar. Það sem er okkur minn-
isstæðast eru öll gamlárskvöldin og
garðveislumar í garðinum ykkar
ömmu. Alltaf var jafn gaman að
hitta þig því alltaf varstu glaður og
hlýr. Þú þarft ekki að hafa neinar
áhyggjur af ömmu því við munum
hugsa vel um hana þó að við getum
ekki hugsað eins vel um hana og þú
gerðir. Við munum sakna þín mikið.
Þín bamabörn;
Elísabet, Ágúst og Jóhann.
Ingvar ólst upp á ástríku heimili
foreldra sinna, þeirra Guðrúnar
Lárusdóttur og Helga Ingvarssonar
yfirlæknis á Vífilsstöðum, þar sem
rannar og berjalyng prýða allt um-
hverfið, enda unni hann öllum
gi’óðri og var mjög ötull við trjá-
rækt. Það var hans mesta gæfa í líf-
inu er hann kvæntist konu sinni,
Sigríði Guðmundsdóttur. Þau eign-
uðust níu böm, misstu eina dóttur
unga. Sigríður var og hefur verið
hans stoð og stytta, bæði á heimil-
inu sem og í viðskiptum. Fyrsti inn-
flutningurinn voru pennar og hár-
greiður, sem seld vora eftir vinnu-
tíma, og skrifstofan var eldhúsborð-
ið. Næst komu alls konar leikföng,
meðal annars hinar vinsælu bíla-
brautir. Með hagsýni og dugnaði
varð öflugt fyrirtæki að veraleika.
Skömmu síðar hóf það innflutning á
bílum, fyrst Trabant síðan Datsun
og svo Subara, fyrsti fjórhjóladrifni
fólksbíllinn sem kom til Islands.
Umsvifin jukust og fleiri bílateg-
undir bættust við.
í dag er fyrirtækið eitt af stærstu
fyrirtækjum landsins og starfa við
það m.a. mörg af börnum hans,
tengdabömum og barnabörnum.
Ingvar lagði ætíð ríka áherslu á að
hafa snyrtilegt í kringum fyrirtæki
þeirra hjóna. Hann var einnig mikill
áhugamaður um skógrækt sem m.a.
kemur fram í lystigarði þeirra hjóna
við heimili þeirra sem var fagurlega
ljósum skreyttur fyrir jólin.
Fyrir um þremur áratugum fór-
um við að spila saman reglulega.
Við spiluðum hálfsmánaðarlega og
nutum öll þessarar samveru. Hitt-
ust þá jafnan konur okkar líka. Mik-
ið var skrafað og mörg vandamál
leyst. Á sumrin fórum við helgar-
ferð innanlands og utanlandsferð
annað hvert ár. Ingvar hafði oftast
forystu um hvert var haldið hverju
sinni. Hann vildi ekki sleppa ferð-
inni nú í sumar þrátt fyrir veikindi