Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Áhorfendur fylgjast með skák þeirra Morozevich og Margeirs. Margeir sigrar Morozevich SKAK Reykjavík Evrópukeppni taflfélaga 24.-26.9 1999 LANGT er síðan skákmót hef- ur vakið jafnmikla athygli og und- anrásirnar í Evrópukeppni taflfé- laga sem fram fóru í Hellisheimil- inu um helgina. Það voru Taílfé- lag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir sem sáu um skipulagningu mótsins í samein- ingu og reyndar kom Taflfélag Grand-Rokk einnig að mótinu með myndarleg- um hætti. Mótið var sett af Helga Hjörv- ar, forseta borg- arstjórnar Reykjavíkur, og hann lék fyrsta leiknum í skák þemra Alexander Morozevich og Margeirs Péturs- sonar eftir skemmtOega inn- gangsræðu. Skák þeirra Margeirs og Morozevich varð reyndar há- punktur mótsins fyrir okkur Is- lendinga, en Margeir náði þeim glæsilega árangri að sigra Morozevich, sem er fjórði stiga- hæsti skákmaður heims. Morozevich er með 2.751 Elo-stig og líklega hefur íslenskur skák- maður aldrei unnið sigur á stiga- hærri skákmanni. Reyndar er Morozevich stigahæsti skákmað- ur sem teflt hefur kappskák hér á landi fyrir utan Bobby Fischer þegar hann háði margfrægt ein- vígi sitt við Spassky í Reykjavík 1972. Mjög hart var barist á skák- mótinu og jafntefli voru sjaldgæf. Ánægjulegt var að sjá hversu vel mótið var sótt af áhorfendum, en þetta mun vera einn best sótti skákviðburður hin síðari ár. Úrslit fyrstu umferðar urðu þessi: Síbería - Tafifélag Reykjavíkur 4-2 Hellir - Skákfélag Akureyrar 4-2 Invicta Knights - Crumlin 6-0 SK34 Nykcbing - Cardiff Chess Club 4-2 Frammistaða T.R. gegn liði Sí- beríu var vonum framar og það var ekki nóg með að Margeir sigraði Morozevich heldur sigraði Jón Viktor Gunnarsson stór- meistarann Valerij Filippov (2.605), en þetta er stigahæsti skákmaður sem Jón Viktor hefur sigrað. Eftir sigur á Skákfélagi Akureyrar var Hellir enn í bar- áttunni um efsta sætið. í annarri umferð fóru leikar síðan þannig: Síbería - Hellir ö'/z-'á Invicta Knights - Sk34 Nykabing 314-2% T.R. - Skákfélag Akureyrar 5-1 Cardiff Chess Club - Crumlin 4V4-1V4 Niðurröðunin í aðra umferð var eins óheppileg og hún gat orðið. íslensk lið röðuðust aftur saman og Hellir lenti í hinu sterka liði Sí- beríu. Þar með voru allir sigur- möguleikar íslensku liðanna í riðl- inum úr sögunni. í síðustu umferð tefldi Hellir um þriðja sætið, T.R. um fimmta sætið og Akureyring- ar um það sjöunda: Síbería - Invicta Knights 3'á-2'á Hellir - SK34 Nykubing 3‘/2-2'/2 T.R. - Cardiff Chess Club 5'/2-‘/2 Skákfélag Akureyrar - Crumlin 5-1 Rússamir sigruðu því í riðlin- um, en öll íslensku liðin sigruðu í þriðju umferð. Lokaröðin varð þessi: 1. Síbería, Tomsk Rússland 2. Invicta Knights, England 3. Taflfélagið Hellir 4. SK 34 Nykobing, Danmörk 5. Taflfé- lag Reykjavíkur 6. Cardiff Chess Club, Wales 7. Skákfélag Akureyrar 8. Crumlin, Dublin Ireland Skipulagning mótsins tókst hið besta í alla staði, eins og margir hinna erlendu keppenda sáu ástæðu til að nefna. Þetta er í síðasta skipti sem Evrópukeppnin er haldin á þessu formi. Næsta ár verður teflt í ein- um riðli eftir svissneska kerfinu. Þetta var í fyrsta skipti sem þrjú íslensk félög fengu tækifæri til að tefla í Evrópukeppninni og reyndar vai’ það í fyrsta skipti í fyrra að tvö lið frá Islandi voru með, T.R. og Hellir. Einvígi Hannesar og Helga Áss hefst á miðvikudag Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson, sem urðu efstir og jafnir á nýliðnu Skákþingi Islands, munu heyja fjögurra skáka einvígi um Is- landsmeistaratit- ilinn. Það verður háð í hátíðarsal Verslunarskól- ans við Ofanleiti. Dagskrá verður sem hér segir: 1. skák, miðvikud. 29.9 kl. 17 2. skák, fimmtud. 30.9 kl. 17 frídagur, föstud 1.10 3. skák, laugard. 2.10 kl. 14 4. skák, sunnud. 3.10 kl. 14 Standi leikar jafnt þegar ein- vígisskákunum lýkur verður tefldur bráðabani mánudaginn 4. október kl. 17. Vetrarstarf Skákfélags Akureyrar hafið Vetrarstarf Skákfélags Akur- eyrar hófst um s.l. helgi með hraðskákmóti. Um næstu helgi verða síðan haldin tvö skákmót. Fimmtán mínútna mót hefst á föstudaginn kl. 20 og haustmótið hefst á sunnudaginn kl. 14. Um- hugsunartími er 114 klst. á 36 leiki og svo 30 mínútur til að ljúka skákinni. Barna- og unglingaæfingar hefjast á laugardaginn kl. 13:30. Starfsemi Skákfélags Akureyr- ar fer fram í íþróttahöllinni við Þórunnarstræti. Gengið er inn að vestanverðu. Félagið hefur selt húseign sína við Þingvallastræti. Skákmót á næstunni 3.10. Haustmót T.R. 8.10. S.í. Deildakeppnin Tilkynningar um skákmót þurfa að berast umsjónarmanni skákþáttarins (dadi@vks.is) a.m.k. viku áður en þau eru hald- in. Daði Örn Jónsson Liðsstjóri Rússa, Boris K. Sahidullin, fagnar sigri ásamt Morozevich og Khasin. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur morgunverðarfund miðvikudaginn 29. september nk. frá kl. 8:00 til kl. 10:00 á Grand hótel Reykjavík. m ■„ : -y ., Kjarakönnun VR, unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla íslands Launamunur kynjanna Kristjana Stella Blöndal Hverjum eru greidd lægstu launin? Karl Sigurðsson Kjaravísitala VR 1990-1998 Gylfi Zoega, Hagfræðistofnun Háskóla íslands Mótun næstu kjarasamninga Gunnar Páll Pálsson, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur Allir velkomnir. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur VICHY GEGN HÁRLOSI inniheldur Aminexil, virk efni sem verka beint á hársekkinn og tref jarnar. Orvar hárvöxt og gefa hárinu meiri teygjanleika a ~D <3 125 al sfaapó gegn hárlosi fylgir hverjcm keypfutn kúrl* VICHYI n»«ðMTOIUI HEILSUUND HÚÐARINNAR Fæst eingöngu í apótekum / lyfjaverslunum Fylgstu með sím r e ika i rt^riu m á netinu Sæktu um ókeypis aðgang að Þjónustuvef Símans á slóðinni www.simi.is. SIMINN *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.