Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 68
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍM1669II00, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Samningsdrög um sameiningu Islenskra sjávarafurða og Sölusambands íslenskra fískframleiðenda undirrituð Morgunblaðið/Golli Fundinum í höfuðstöðvum IS lauk skömmu fyrir miðnætti og sjást þeir Gunnar Örn Kristjánsson, Ólafur Ólafsson, Friðrik Pálsson og Finnbogi Jónsson ganga af fundi. SIF með 2/3 hluta, IS með um þriðjung VIÐRÆÐUNEFNDIR Sölusam- bands_ íslenskra flskframleiðenda hf., SÍF, og íslenskra sjávarafurða hf., IS, undirrituðu um klukkan 23 í gærkvöldi drög að samkomulagi um sameiningu fyrirtækjanna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er reiknað með að í nýju fyrirtæki eigi SÍF um eða yfir 2/3 hluta og ÍS um þriðjung. í viðræðunum tóku þátt forstjórar og stjómarformenn fyrirtækjanna, þeir Gunnar Öm Kristjánsson og Friðrik Pálsson frá SIF og Finnbogi Jónsson og Ólafur Olafsson frá IS. Viðræður hafa staðið yfir í rúman mánuð og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hófust þær að frumkvæði IS. Samningsdrögin verða lögð fyrir stjórnarfundi í báðum félögunum i dag kl. 11 og má búast við því að að þeim loknum gefi stjórnir félaganna frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Miðað við gengi hlutabréfa fyrir- tækjanna á Verðbréfaþingi íslands, áður en viðskipti vora stöðvuð með þau í gær, er markaðsvirði þeirra rámir 9,2 inilljarðar króna saman- lagt. Markaðsvirði SIF er 6,5 millj- arðar og IS 2,7 milljarðar, en sam- anlögð velta fyrirtækjanna er hátt í 50 milljarðar króna. Um miðjan júlí síðastliðinn var tilkynnt tO Verðbréfaþings Islands að Islenskar sjávarafurðir og norska fyrirtækið Norway Seafood ASA hefðu ákveðið að kanna hag- Hlutabréf í ÍS hafa hækkað um 38% í mánuðinum kvæmni þess að taka upp samstarf um verksmiðjurekstur félaganna í Evrópu á fullunnum sjávarafurðum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur viðræðum IS og Norway Seafood verið skotið á frest en ekki hætt og ekki sé útilokað að þeim verði haldið áfram þó að IS og SIF sameinist. Eins sé ekki loku fyrh- það skotið að hið sameinaða fé- lag muni leita eftir samstarfi við fleiri aðila. Mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf í íslenskum sjávarafurð- um það sem af er septembermánuði á Verðbréfaþingi íslands, eða fyrir rámar 102 milljónir króna og hefur gengi bréfanna hækkað um 37,8%, úr 1,80 í 2,48, frá síðustu mánaða- mótum þar til viðskipti vora stöðvuð með félagið í gærmorgun. Alls hafa utanþingsviðskipti með bréf félags- ins numið 22,9 milljónum króna í mánuðinum. Frá áramótum hafa viðskipti með hlutabréf í IS numið tæpum 222 milljónum króna þannig að tæplega helmingur viðskipta með félagið hefur verið í þessum mánuði. Að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfaþings íslands, hefur VPÍ heimild til þess að leita eftir upplýsingum hjá félagi ef verulegar breytingar verða á verði hlutabréfa þess. Segist hann ekki geta upplýst um hvort VÞÍ hafi leitað eftir upplýsingum hjá IS í þessu tilviki. Að sögn Stefáns hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort Verðbréfaþing aðhafist eitt- hvað frekar í máli IS, en það sé al- mennt vinnulag þingsins að skoða málið nánar ef um miklar verð- breytingar sé að ræða. ■ Samanlagt/34 Sjö kjötvinnslufyrir- tæki að sameinast VIÐRÆÐUR eru á lokastigi um sameiningu sjö fyrirtækja sem reka kjötvinnslur og sláturhús á Vestur- landi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Fyrirtækið verður stærsta sláturfélag landsins því samanlögð velta fyrirtækjanna er rámir þrír milljarðar kr. Viðræður um sameiningu fyrir- tækjanna hafa staðið yfir í nokkra mánuði. I gær tókst ekki að fá stað- fest opinberlega að samningar hefðu náðst en sarnkvæmt heimild- um Morgunblaðsins era viðræðum- ar á lokastigi. Vonast var til að nið- urstaða fengist í dag. Fyrirtækin sem sameinast, ef samningar takast, eru sláturhúsa- rekstur Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, Kjötiðjan ehf. á Húsa- vík, kjötiðnaður Kaupfélags Eyfirð- inga á Akureyri og Norðvestur- Forseti Islands axlarbrotinn FORSETI íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, slasaðist er hann féll af hestbaki í útreiðartúr austur í Landsveit um sjöleytið í gærkveldi. Hlaut hann slæmt axlarbrot og flutti þyrla Land- helgisgæslunnar hann á Sjúkra- hús Reykjavík, þar sem hann var til rannsóknar í gærkveldi. Bi-ynjólfur Mogensen, for- stöðulæknir á slysa- og bráða- sviði Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu fyrir miðnættið að for- setinn yrði á sjúkrahúsinu í nótt. Akveðið hefði verið að gera ekki aðgerð á öxl forsetans að svo stöddu og tíminn yrði að leiða í Ijós hvort þörf yrði á aðgerð. Róbert Trausti Arnason, for- setaritari, sagði í samtali við Morgunblaðið að forsetinn hefði verið í útreiðartúr síðdegis í gær austur á Leirubakka í Landsveit þegar hesturinn hefði hnotið og kastað honum af baki. Forsetinn hefði brotnað illa á vinstri öxl og hefðu kringumstæður verið þannig að ákveðið hefði verið að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hann á Sjúkrahús Reykjavíkur. bandalagið hf. á Hvammstanga. Einnig koma inn í sameininguna Bautabúrið hf. á Akureyri en það er dótturfélag Kjötiðjunnar ehf., Kjöt- umboðið hf. (Goði) í Reykjavík en það fyrirtæki er í eigu Kjötiðjunnar, Norðvesturbandalagsins og fleiri sláturhúsa og Sláturfélag Vestur- lands ehf. í Borgarnesi, sem er í eigu KEA og Norðvesturbandalags- ins. Norðvesturbandalagið hf. er með aðsetur á Hvammstanga en er auk þess með starfsemi á Hólmavík og í Búðardal. Þrír norðlenskir sláturleyfishafar hafa ekki tekið þátt í viðræðunum nú, Kaupfélag Skagfirðinga á Sauð- árki’óki, Sölufélag Austur-Húnvetn- inga á Blönduósi og sláturhús Ferskra afurða hf. á Hvammstanga. Þriggja milljarða velta Fyrh’tækin sjö reka átta slátur- hús á svæðinu frá Borgarnesi, vest- ur, norður og austur um land, allt til Breiðdalsvíkur. Þá reka fyrirtækin fimm eða fleiri kjötvinnslufyrirtæki. Þau hafa ýmist selt sjálf framleiðslu sína eða í gegnum Kjötumboðið hf. Þess má geta að Kjötiðjan á Húsa- vík er í eigu Landsbanka Islands. Samanlögð velta fyrirtækjanna er rúmir þrír milljarðar kr. á ári. Sameinað fyrfrtæki verður stærsta sláturfélag landsins með nálægt helmingi meiri veltu en Sláturfélag Suðurlands og Þríhyrningur hf., sem KASK á Hornafirði á og rekur. V/X Jarðskjálfti, 4,3 á Richter, varð síðdegis á gær skamms suður af Hestvatni i Grímsnesi Faxafiói Akranes REYKJAVII Seltjarnarnfes , »Garður _> „ , ;«Garður Sandgerði * Keflavik % •ý Hafnir/ Grindavíl Vestmannaeyjar Snarpur jarðskjálfti við Hestvatn SNARPUR jarðskjálfti, 4,3 á Richter-kvarða, varð skammt sunnan við Hestvatn í Arnessýslu klukkan rétt rúmlega fjögur í gærdag. Jafnstór skjálfti hefur ekki orðið á þessu svæði í meira en aldarfjórðung og fannst skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu og austur fyrir Vík í Mýrdal. Samkvæmt upplýsingum jarð- skjálftadeildar Veðurstofunnar varð skjálftinn um 5 kflómetra suðvestur af Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi. Nokkrir eft- irskjálftar urðu og rúmlega klukkutíma áður varð á svipuðum slóðum skjálfti sem var 2,4 á Richter. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlis- fræðingur, sagði að skjálftinn hefði orðið á Suðurlandsbrotabelt- inu. Hami bætti því við aðspurður, að þegar svona skjálftar kæmu ykjust líkurnar á að fleiri skjálftar fylgdu í kjölfarið, en líklegast væri einungis um eina hrinu að ræða. Kai’l Björnsson, formaður Al- mannavamanefndar Árborgar og nágrennis, sagði að nefndin væri í viðbragðsstöðu. „Ég fann mjög lítið fyrir skjálftanum. Eg stóð á fjárhús- gólfi og aðeins hreyfðist það nú til og skarkaði, en það var ny'ög lítið. Það var eins hérna heima, það hreyfðist ekkert í hillum eða neitt svoleiðis. Ég hefði ekki giskað á að hann hefði verið svona stór,“ sagði Guðmundur Árnason, bóndi á Oddgeirshólum II.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.