Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍM1669II00, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Samningsdrög um sameiningu Islenskra sjávarafurða og Sölusambands íslenskra fískframleiðenda undirrituð
Morgunblaðið/Golli
Fundinum í höfuðstöðvum IS lauk skömmu fyrir miðnætti og sjást
þeir Gunnar Örn Kristjánsson, Ólafur Ólafsson, Friðrik Pálsson og
Finnbogi Jónsson ganga af fundi.
SIF með 2/3 hluta,
IS með um þriðjung
VIÐRÆÐUNEFNDIR Sölusam-
bands_ íslenskra flskframleiðenda
hf., SÍF, og íslenskra sjávarafurða
hf., IS, undirrituðu um klukkan 23 í
gærkvöldi drög að samkomulagi um
sameiningu fyrirtækjanna. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er reiknað með að í nýju fyrirtæki
eigi SÍF um eða yfir 2/3 hluta og ÍS
um þriðjung. í viðræðunum tóku
þátt forstjórar og stjómarformenn
fyrirtækjanna, þeir Gunnar Öm
Kristjánsson og Friðrik Pálsson frá
SIF og Finnbogi Jónsson og Ólafur
Olafsson frá IS. Viðræður hafa
staðið yfir í rúman mánuð og sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins hófust þær að frumkvæði IS.
Samningsdrögin verða lögð fyrir
stjórnarfundi í báðum félögunum i
dag kl. 11 og má búast við því að að
þeim loknum gefi stjórnir félaganna
frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Miðað við gengi hlutabréfa fyrir-
tækjanna á Verðbréfaþingi íslands,
áður en viðskipti vora stöðvuð með
þau í gær, er markaðsvirði þeirra
rámir 9,2 inilljarðar króna saman-
lagt. Markaðsvirði SIF er 6,5 millj-
arðar og IS 2,7 milljarðar, en sam-
anlögð velta fyrirtækjanna er hátt í
50 milljarðar króna.
Um miðjan júlí síðastliðinn var
tilkynnt tO Verðbréfaþings Islands
að Islenskar sjávarafurðir og
norska fyrirtækið Norway Seafood
ASA hefðu ákveðið að kanna hag-
Hlutabréf í ÍS hafa
hækkað um 38%
í mánuðinum
kvæmni þess að taka upp samstarf
um verksmiðjurekstur félaganna í
Evrópu á fullunnum sjávarafurðum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur viðræðum IS og
Norway Seafood verið skotið á frest
en ekki hætt og ekki sé útilokað að
þeim verði haldið áfram þó að IS og
SIF sameinist. Eins sé ekki loku
fyrh- það skotið að hið sameinaða fé-
lag muni leita eftir samstarfi við
fleiri aðila.
Mikil viðskipti hafa verið með
hlutabréf í íslenskum sjávarafurð-
um það sem af er septembermánuði
á Verðbréfaþingi íslands, eða fyrir
rámar 102 milljónir króna og hefur
gengi bréfanna hækkað um 37,8%,
úr 1,80 í 2,48, frá síðustu mánaða-
mótum þar til viðskipti vora stöðvuð
með félagið í gærmorgun. Alls hafa
utanþingsviðskipti með bréf félags-
ins numið 22,9 milljónum króna í
mánuðinum.
Frá áramótum hafa viðskipti með
hlutabréf í IS numið tæpum 222
milljónum króna þannig að tæplega
helmingur viðskipta með félagið
hefur verið í þessum mánuði.
Að sögn Stefáns Halldórssonar,
framkvæmdastjóra Verðbréfaþings
íslands, hefur VPÍ heimild til þess
að leita eftir upplýsingum hjá félagi
ef verulegar breytingar verða á
verði hlutabréfa þess. Segist hann
ekki geta upplýst um hvort VÞÍ hafi
leitað eftir upplýsingum hjá IS í
þessu tilviki. Að sögn Stefáns hefur
engin ákvörðun verið tekin um
hvort Verðbréfaþing aðhafist eitt-
hvað frekar í máli IS, en það sé al-
mennt vinnulag þingsins að skoða
málið nánar ef um miklar verð-
breytingar sé að ræða.
■ Samanlagt/34
Sjö kjötvinnslufyrir-
tæki að sameinast
VIÐRÆÐUR eru á lokastigi um
sameiningu sjö fyrirtækja sem reka
kjötvinnslur og sláturhús á Vestur-
landi, Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austurlandi. Fyrirtækið verður
stærsta sláturfélag landsins því
samanlögð velta fyrirtækjanna er
rámir þrír milljarðar kr.
Viðræður um sameiningu fyrir-
tækjanna hafa staðið yfir í nokkra
mánuði. I gær tókst ekki að fá stað-
fest opinberlega að samningar
hefðu náðst en sarnkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins era viðræðum-
ar á lokastigi. Vonast var til að nið-
urstaða fengist í dag.
Fyrirtækin sem sameinast, ef
samningar takast, eru sláturhúsa-
rekstur Kaupfélags Héraðsbúa á
Egilsstöðum, Kjötiðjan ehf. á Húsa-
vík, kjötiðnaður Kaupfélags Eyfirð-
inga á Akureyri og Norðvestur-
Forseti Islands
axlarbrotinn
FORSETI íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, slasaðist er hann
féll af hestbaki í útreiðartúr
austur í Landsveit um sjöleytið í
gærkveldi. Hlaut hann slæmt
axlarbrot og flutti þyrla Land-
helgisgæslunnar hann á Sjúkra-
hús Reykjavík, þar sem hann var
til rannsóknar í gærkveldi.
Bi-ynjólfur Mogensen, for-
stöðulæknir á slysa- og bráða-
sviði Sjúkrahúss Reykjavíkur,
sagði í samtali við Morgunblaðið
skömmu fyrir miðnættið að for-
setinn yrði á sjúkrahúsinu í nótt.
Akveðið hefði verið að gera ekki
aðgerð á öxl forsetans að svo
stöddu og tíminn yrði að leiða í
Ijós hvort þörf yrði á aðgerð.
Róbert Trausti Arnason, for-
setaritari, sagði í samtali við
Morgunblaðið að forsetinn hefði
verið í útreiðartúr síðdegis í gær
austur á Leirubakka í Landsveit
þegar hesturinn hefði hnotið og
kastað honum af baki. Forsetinn
hefði brotnað illa á vinstri öxl og
hefðu kringumstæður verið
þannig að ákveðið hefði verið að
fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til
að flytja hann á Sjúkrahús
Reykjavíkur.
bandalagið hf. á Hvammstanga.
Einnig koma inn í sameininguna
Bautabúrið hf. á Akureyri en það er
dótturfélag Kjötiðjunnar ehf., Kjöt-
umboðið hf. (Goði) í Reykjavík en
það fyrirtæki er í eigu Kjötiðjunnar,
Norðvesturbandalagsins og fleiri
sláturhúsa og Sláturfélag Vestur-
lands ehf. í Borgarnesi, sem er í
eigu KEA og Norðvesturbandalags-
ins. Norðvesturbandalagið hf. er
með aðsetur á Hvammstanga en er
auk þess með starfsemi á Hólmavík
og í Búðardal.
Þrír norðlenskir sláturleyfishafar
hafa ekki tekið þátt í viðræðunum
nú, Kaupfélag Skagfirðinga á Sauð-
árki’óki, Sölufélag Austur-Húnvetn-
inga á Blönduósi og sláturhús
Ferskra afurða hf. á Hvammstanga.
Þriggja milljarða velta
Fyrh’tækin sjö reka átta slátur-
hús á svæðinu frá Borgarnesi, vest-
ur, norður og austur um land, allt til
Breiðdalsvíkur. Þá reka fyrirtækin
fimm eða fleiri kjötvinnslufyrirtæki.
Þau hafa ýmist selt sjálf framleiðslu
sína eða í gegnum Kjötumboðið hf.
Þess má geta að Kjötiðjan á Húsa-
vík er í eigu Landsbanka Islands.
Samanlögð velta fyrirtækjanna
er rúmir þrír milljarðar kr. á ári.
Sameinað fyrfrtæki verður stærsta
sláturfélag landsins með nálægt
helmingi meiri veltu en Sláturfélag
Suðurlands og Þríhyrningur hf.,
sem KASK á Hornafirði á og rekur.
V/X
Jarðskjálfti, 4,3 á Richter, varð
síðdegis á gær skamms suður
af Hestvatni i Grímsnesi
Faxafiói
Akranes
REYKJAVII
Seltjarnarnfes
, »Garður _>
„ , ;«Garður
Sandgerði *
Keflavik % •ý
Hafnir/
Grindavíl
Vestmannaeyjar
Snarpur jarðskjálfti
við Hestvatn
SNARPUR jarðskjálfti, 4,3 á
Richter-kvarða, varð skammt
sunnan við Hestvatn í Arnessýslu
klukkan rétt rúmlega fjögur í
gærdag. Jafnstór skjálfti hefur
ekki orðið á þessu svæði í meira
en aldarfjórðung og fannst
skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu
og austur fyrir Vík í Mýrdal.
Samkvæmt upplýsingum jarð-
skjálftadeildar Veðurstofunnar
varð skjálftinn um 5 kflómetra
suðvestur af Oddgeirshólum í
Hraungerðishreppi. Nokkrir eft-
irskjálftar urðu og rúmlega
klukkutíma áður varð á svipuðum
slóðum skjálfti sem var 2,4 á
Richter.
Gunnar Guðmundsson, jarðeðlis-
fræðingur, sagði að skjálftinn
hefði orðið á Suðurlandsbrotabelt-
inu. Hami bætti því við aðspurður,
að þegar svona skjálftar kæmu
ykjust líkurnar á að fleiri skjálftar
fylgdu í kjölfarið, en líklegast væri
einungis um eina hrinu að ræða.
Kai’l Björnsson, formaður Al-
mannavamanefndar Árborgar og
nágrennis, sagði að nefndin væri í
viðbragðsstöðu.
„Ég fann mjög lítið fyrir
skjálftanum. Eg stóð á fjárhús-
gólfi og aðeins hreyfðist það nú til
og skarkaði, en það var ny'ög lítið.
Það var eins hérna heima, það
hreyfðist ekkert í hillum eða neitt
svoleiðis. Ég hefði ekki giskað á
að hann hefði verið svona stór,“
sagði Guðmundur Árnason, bóndi
á Oddgeirshólum II.