Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Danskur skólakór úr ein- stökum skóla í Islandsferð Sankt Annæ-skólakórinn í Grundtvigs-kirkjunni í Kaupmannahöfn. Sankt Annæ-skólinn er einstakur í Danmörku og þó víðar væri leitað, því þar er bæði boðið upp á almennt nám og tónlistarnám. Skólakór- inn heldur tónleika á ----7------------------- Islandi og Sigrún Davíðsdóttir heimsótti skólann. LJÚFUR söngurinn berst út á stétt í haustblíðunni morguninn sem skólinn er heimsóttur. Það leynir sér ekki að hér eru söngur og hljóðfæraleikur í hávegum hafðir. Skólinn er almennur grunnskóli og menntaskóli, ekki einkaskóli, en í honum er lögð megináhersla á söng og hljóðfæra- leik auk venjulegs náms. Skólinn var stofnaður 1929 til að drengir úr drengjakór borgarinn- ar, Kobenhavns drengekor, gætu stundað kórsöng og hefðbundið nám á einum stað. Kórinn var stofnaður 1924 og fyrirmyndir að skólanum voru enskir og þýskir drengjakórar og skólar þeirra. Ar- ið 1953 var menntaskólastiginu bætt við og síðan 1973 hefur skól- inn verið opinn stúlkum. I skólanum eru nú þrír skólar, grunnskóli, menntaskóli og söng- skóli, sem nemendur beggja skól- anna stunda nám í. Það er því sér- stakur skólastjóri söngskólans, sem tryggir að söngurinn sé ekki síður í fyrirrúmi en bóknámið og laði að hæft fólk. Auk almenns menntaskólanáms, sem tekur þrjú ár, er hægt að velja fjögurra ára menntaskóla- og tónlistarnám, ætlað þeim sem hafa hug á að stunda framhaldsnám í tónlist. Tónlistarnám jafnhliða bóknámi Nemendurnir geta hafíð nám í 3. bekk grunnskóla, sem er sama og 4. bekkur í íslenska grunnskóla- kerfinu. I skólann sækja nemend- ur af Kaupmannahafnarsvæðinu og skólinn er svo vel þekktur að foreldrar, sem vita af tónlistar- áhuga barna sinna eða hæfileikum þeirra, vita vel hvert hægt er að leita til að mæta slíkum áhuga. Aðsóknin hefur gengið í bylgj- um, en undanfarin ár hefur hún verið góð. Michael Bojesen kór- stjóri segir með bros á vör að á áttunda áratugnum hafí það kannski ekki þótt áhugavert að vera kórdrengur í matrósafötum og ganga í skóla þar sem hæfileik- ar skipta máli, en nú sé þetta breytt. Og skólinn nýtur þess einnig að það fæðast einfaldlega fleiri börn á þessum áratug en áð- ur. Kórinn mun á næstunni starfa með sinfóníuhljómsveit Sjálands, sem sýnir að kórinn er enginn venjulegur skólakór. Bojesen á sjálfur drjúgan þátt í velgengni kórsins. Þessi athafnamaður á tónlistarsviðinu kennir bæði við skólann og danska Tónlistarhá- skólann, er víðkunnur kórstjóri og afkastamikið tónskáld, sem semur eftirsótta kórtónlist. Skólinn sjálfur er mikil lyfti- stöng í dönsku tónlistarlífi. Það má gera ráð fyrir að um helmingur þeirra sem starfa í dönskum at- vinnumannakórum séu fyrrver- andi nemendur og margir söngv- arar og tónlistarmenn hafa stundað nám þar. Fjórir skólakórar I skólanum eru alls fjórir kórar. A grunnskólastiginu eru drengja- kór og stúlknakór. Hér áður fyrr þurftu strákarnir að hætta þegar þeir fóru í mútur og það var talið hættulegt röddinni að syngja með- an á þessum umbreytingum radd- arinnar stóð. Nú líta menn hins vegar á að það sé einmitt gott að halda þjálfuninni við, svo það er sérstakur drengjakór fyrir strák- ana sem eru í mútum. Og það er engin ástæða til að brosa að slík- um kór, því hér njóta raddirnar þess einmitt að vera þjálfaðar. Fjórði kórinn er svb mennta- skólakórinn, blandaður kór, og það er hann sem kemur til Islands. I kórnum eru alls um 240 manns, en 180 þeirra fara til íslands ásamt stjórnendum og kennurum. Einn þeirra er Lars Andersen, sem seg- ir að hópurinn hlakki ákaflega til ferðarinnar, bæði til að syngja, en einnig til að sjá Island. Nemendurnir eru vel undirbún- ir, því þeir hafa unnið að verkefn- um um Island undanfarið, um leið og kórinn hefur æft norræna dag- skrá, sem verður frumflutt á Isl- andi, en síðan heima fyrir og í Sví- þjóð. Kórinn hefur áður lagt í langferðir, ferðast um Suður-Am- eríku, Austur-Evrópu og víðar. Kórinn söng á tónleikum í Akur- eyrarkirkju á sunnudag. I kvöld, þriðjudag, kl. 21, syngur kórinn í Skálholti, fimmtudaginn 30. sept- ember kl. 20.30 í Hallgrímskirkju og kveður svo með tónleikum í Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir nemendur þar sama dag og hann fer heim, 1. október. Islensk- um tónlistarunnendum gefst því gott tækifæri til að kynnast af eig- in raun tónlistarstarfi þessa ein- staka skóla. Plötusnúður á síðasta snúningi Þjóðlegur andi á rakarastofu STUTTMYND Háskólabfó LOST WEEKEND Leikstjórn og handrit: Dagur Kári. Aðalhlutverk: Thoms Levin, And- ers Hove og Rikke Louise And- ersson. The National Film School of Danmark 1999. EMIL Fitzpatrick er ungur plöt- usnúður sem vaknar upp eftir helj- arinnar fyllirý á einhverju hóteli sem hann hefur ekki hugmynd hvar er. Hann gerir endurteknar til- raunir til að komast burt af hótel- inu en af einhverjum orsökum tekst honum það ekki. Þótt við séum nú komin til Dan- merkur í sögu um ungan mann svipar þessari mynd að vissu leyti til „Old Spice“; yfirnáttúrulegir hlutir gerast í aflokuðum heimi þar sem sagan á sér stað. Nú er það hótel, þá var það rakarastofa. Á hótelinu kynnist Emil herbergis- þernunni Idu og hóteleigandanum. Emil og Ida minna á samnefnda vini sína úr annarri sögu; þau eru ung og leika sér, og virða að vettugi boð og bönn, hvað þá gamla mann- inn og sérstæða heimspeki hans sem afmarkast við lífið innan hótel- veggjanna. Þessi saga er öðruvísi og dular- full. Eg veit ekki hvort hún á að þýða eitthvað eða hvort hún er bara saga af fólki, sem ég hálfpartinn vona, því þannig stendur hún full- komlega fyrir sínu. Auk þess finnst mér sérlega ánægjulegt til þess að vita að fólk fái að búa til myndir, nú á þessum síðustu og verstu tímum, sem eru höfundamyndir sem út- skýra ekki allt út í ystu æsar, al- gjörlega fijálsar undir formúlunni, í hvaða mynd sem hún kann að birt- ast og sem kvikmyndagerðarfólk trúir svo mikið á. Dagur Kári kann að skrífa sannfærandi og áhuga- verðar persónur, mjög eðlileg, frumleg og fyndin samtöl og ein- ræður; hjá honum verður hið ótrú- legasta trúlegt. Og ekki síst kann hann að búa til nýjan heim og stemmn- ingu í honum sem auð- velt er að lifa sig inn í (sérstaklega þegar Haukur Morthens er á fónin- um!). Krakkanir eru frekar einfaldir og maður veit ekki hvað fyrir þeim liggur, og þau vita það ekki sjálf; Emil veit ekki hvar hann er eða hvert hann er að fara, enda kemst hann ekki neitt. Hóteleigandinn hefur hins vegar lifað lífinu; hann veit út á hvað það gengur. Hefði Emil átt að hlusta á hann? Hafði hann rétt fyrír sér í þvi að mennirnir væru teknir við af Guði? Af hverju tekst honum að smella fingrum um leið og teketill- inn slekkur á sér? Og enn fremur um leið og Emil tekur sinn síðasta snúning? Hildur Loftsdóttir STUTTMYND H á s k ó I a b í ó OLD SPICE Leikstjórn og handrit: Dagur Kári. Aðalhlutverk: Rúrik Haraldsson, Karl Guðmundsson og Eggert Þor- leifsson. M&M Productions og Alta Loma Film 1998. DAG Kára þekkja flestir íslend- ingar, ef ekki allir, af skemmtilegu auglýsingunum sem hann gerir um Thule elskandi Danina tvo. Dagur Kári er nýútskrifaður úr danska kvikmyndaháskólanum og á Nord- isk Panorama-há- tíðinni eru tvær stutt- myndir eftir hann; Old Spice og Lost Weekend. þeirri fyrr- I nefndu, sem hér er til umfjöllunar, segir frá rakara nokkrum á rótgróinni stofu sinni, er á við þann hvimleiða vanda að stríða að framliðinn fastakúnni heldur áfram að koma í klippingu til hans. Þetta er létt mynd og fynd- in þar sem Degi Kára tekst að skapa einstaklega skemmtilega stemmningu og draga upp sann- færandi og hjartnæma mynd af til- veru og heimi gamals manns sem tekur lífinu eins og það kemur til hans. Dagur Kári kemur skemmti- lega inn á trú Islendinga á fram- liðna sem eru að reyna að hafa sam- band við lifendur, þar sem jafnvel þeir sem ekki trúa „svoleiðis vit- leysu“ trúa henni samt þegar á reynir, eða eins og rakarinn segir þá hefur hann „nóg með að höndla lífið frá degi til dags, þótt ég sé svo ekki að fikta í öðrum tilverustig- um“, hvort sem hann stendur svo við það eða ekki. Dagur Kári gerir góðlátlegt gn'n að þessari þjóðtrú og vandræðagangi gömlu mann- anna og nær upp ansi þjóðlegri stemmningu þar sem ljómandi or- gelleikur spillir ekki fyrir. Svei mér, ef Dagur Kári var ekki með heimþrá þegar hann skrifaði þetta handrit. „Reikult er rótlaust þang- ið... „ Rúrik Haraldsson og Karl Guð- mundsson eru afbragð í hlutverki karlanna sem taka saman á vanda- málinu og tekst á eftirminnilegan hátt að skapa verðuga fulltrúa þeirra hógværu og sveitalegu „al- vöru“ Islendinga sem brátt eru að deyja út. Eggert Þorláksson á yfir- leitt ekki erfitt með að kitla hlátur- taugar áhorfenda og það á einnig við í þessari mynd, þar sem hann leikur miðil/rafvirkja af snilld. Tæknilega er myndin slétt og felld og áhorfandinn ætti ekki að hnjóta um neitt á ferð sinni inn í þennan heim sem er rétt við hliðina á manni, en maður gefur yfirleitt allt- of lítinn gaum. Hildur Loftsdóttir Kári Þor- mar leikur á orgel Sel- fosskirkju Á SEPTEMBERTÓNLEIKUM í Selfosskirkju í kvöld, þriðjudag- skvöld, leikur Kári Þormar á orgel kirkjunnar kl. 20.30 og lýkur þar með tónleik- aröðinni. Á efnis- skránni eru verk eftir D. Buxtehu- de, Prelúdía og fúga í D-dúr; C. Franck, Piece Heroique; Oskar Lindberg, Gammel fádbodpsalm frán Álvadalen; J.S. Bach, Prelúdía og fúga í D-dúr. BWV 532; A. Gu- ilmant, Adagio úr orgelsónötu í c- moll op. 80 og eftir C.-M. Widor, Al- legro Vivace úr Orgelsinfóníu í f- moll op. 42 nr. 5. Kári Kárason Þormar er fæddur 1968. Hann lærði orgelleik hjá Herði Áskelssyni samhliða píanó- kennaranámi. Hann lauk A- kirkjutónlistarnámi árið 1988 frá Robert Schuman Hochschule í Diisseldorf undii- handleiðslu Hans Dieter Möller. Hann er organisti og kórstjóri við Fríkirkjuna í Reykja- vík. ♦ ♦ ♦---- Grænar baunir að vestan VESTFIRSKA forlagið á Hrafns- eyri mun gefa út fjórar bækur á þessu hausti sem allar fjalla um mannlíf á Vestfjörðum. Forlagið hefur að undanförnu einbeitt sér að útgáfu á vestfirsku efni undir samheitinu „Bækurnar að vestan“. Þær eru eftirfarandi að þessu sinni: Frá Bjargtöngum að Djúpi, 2. bindi. Fyrsta bindi í þessum bóka- flokki kom út fyrir jólin í fyrra. Margir fróðleiks- og sagnamenn leggja hér hönd á plóginn, sumir þeirra þjóðkunnir, aðrir minna þekktir. Mikið er af merkum ljós- myndum í bókinni sem birtast þar í fyrsta sinn. Ljós við Látraröst. Frásögu- þættir Ásgeirs Erlendssonar, vita- varðar og bónda á Hvallátrum, sem segir frá ýmsum þáttum og at- vikum úr lífi sínu og margra ann- arra á vestasta tanga Evrópu. Ás- geir lést árið 1995. Einar Guðmundson, bóndi á Seftjörn á Barðaströnd, tók bókina saman, ásamt konu sinni Bríeti Böðvar- sdóttur, sem sá um fjölbreytt myndefni bókarinnar. Bíldudals grænar baunir, gam- anvísur og alvörumál eftir Hafliða Magnússon, fjöllistamann frá Bíldudal, en Hafliði er sjálfmenn- taður alþýðumaður úr skóla lífsins. Hér er um aukna og endurbætta útgáfu af bókinni að ræða, en hún kom fyrst út árið 1979 og hefur verið ófáanleg um langt skeið. Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga, 2. hefti, í samantekt Gísla Hjartarsonar, ritstjóra á Isa- firði. Þjóðsögum Gísla var vel tekið í fyrra og birtist hér framhald þeirra. Þetta er úrval vestfirskra skemmtisagna og flokkast þær ekki undir sagnfræði. Sumar eru sannar, aðrar lognar. Auk þess sem hér er sagt, er reiknað með að Mannlíf og saga fyrir vestan, 7. hefti, komi út hjá Vestfirska forlaginu í nóvember. Rúm þrjú ár eru nú liðin síðan 1. hefti þessarar ritraðar kom út og hefur hún notið sívaxandi vin- sælda, en efnið í henni spannar nú allt svæðið frá Bjargtöngum að Djúpi. Kári Þormar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.