Morgunblaðið - 28.09.1999, Page 40

Morgunblaðið - 28.09.1999, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Aðgerðir stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga SVAR við opnu bréfi Þrastar Freys Gylfasonar nema í Háskóla Islands í Morgunblaðinu 9. sept- ember sl. til umhverfisráðherra um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga. Ríkisstjórnin samþykkti í októ- ber 1995 framkvæmdaáætlun vegna Rammasamnings Samein- uðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ',Agar. Umhverfisráðherra skipaði síðan umsjónarnefnd ráðuneyta til að fylgja áætluninni eftir. I fram- kvæmdaáætluninni er að finna ákvæði um almennar og hagrænar aðgerðir, auk sértækra aðgerða á sviði fiskveiða, samgangna, iðnað- ar, orkuvinnslu og kolefnisbinding- ar í gróðri og jarðvegi. Umsjónar- nefndin skilaði skýrslu um eftirfylgni áætlunarinnar í maí 1998. Eftir Kyoto-ráðstefnuna um loftslagsráðstefnuna tók stýrihóp- ur ráðuneytisstjóra við hlutverki nefndarinnar. Arangur hefur náðst á ýmsum sviðum við að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda, s.s. með raf- vjseðingu katla í fiskimjölsverksm- iðjum, eflingu jarðhitaleitar á köldum svæðum, aukinnar sölu á rafmagni til skipa í höfnum, brennslu á metangasi á urðunar- stað Sorpu í Alfsnesi og minnkandi útstreymi flúorkolefna frá álverinu í Straumsvík, auk aðgerða til að draga úr losun frá iðnferlum í járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga, sementsverksmiðjunni á Akranesi og steinullarverksmið- junni á Sauðárkróki. Með reglu- gerð um ýmis flúorsambönd sem 'vaida gróðurhúsaáhrifum hefur takmörkun á notkun og losun þeirra verið hert. Stærsta framlag stjórnvalda til að hamla auknum gróðurhúsaáhrifum er síðan fólgið í bindingu koltvíoxíðs í lífmassa, en 450 milljónum króna hefur verið varið til sérstaks skógræktar- og landgræðsluátaks til kolefnisbind- ingar. Það markmið að árleg bind- ing koltvíoxíðs verði 100.000 tonn- um meiri árið 2000 en hún var árið 1990 mun væntanlega nást. Minni eldsneytisnotkun Þröstur Freyr spyr sérstaklega um hagrænar aðgerðir til orkusp- amaðar og um bætta upplýsinga- £2jí>f um eldsneytisnotkun bifreiða. Samkomulag um slíka upplýsinga- gjöf var gert í febrúar á þessu ári á milli umhverfisráðun- eytisins, Bílgreina- sambandsins og Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda, en samkvæmt því mun árlega verða gefinn út bæklingur með upp- lýsingum um eyðslu nýrra fólksbíla og öðru því tengdu, sem liggja mun frammi í sýningarsölum bif- reiðainnflytjenda. Von er á fyrsta bækl- ingnum innan skamms. Varðandi almennar hagrænar aðgerðir, má nefna að fellt hefur verið niður vörugjald af ökutækjum knúnum mengunarlausum orkugjöfum, s.s. rafmagni eða vetni. Frumvarpi fjármálaráðherra um að taka upp olíugjald í stað þungaskatts var breytt í meðförum Alþingis, þann- ig að þungaskattur er innheimtur áfram. Olíugjald hefði að mati um- sjónarnefndar ráðuneytanna verið æskilegur kostur, þar sem það hefði stuðlað frekar að eldsneytis- sparnaði. Ymsir tæknilegir annm- arkar virðast þó vera á fram- kvæmd olíugjaldsins og því var ákveðið að hverfa ekki frá þunga- skattinum að svo komnu máli. Þröstur Freyr nefnir fiskiskipa- flotann sérstaklega, enda hefur um þriðjungur útstreymis gróður- húsalofttegunda komið frá honum. Sú stefna sem mótuð hefur verið í fiskveiðum hefur á hinn bóginn leitt til aukinnar hagkvæmni í greininni, sem þýðir að eldsneytis- notkun á aflaeiningu er minni en væri við óheftar veiðar. Líklegt er að frekari stjórn fiskveiða og af- lareglur, ekki síst á fjarlægum miðum, muni enn auka slíka hag- kvæmni og þar með losun C02, en aukinn heildaraíli getur á hinn bóginn vegið á móti þeirri þróun. Orkuframleiðsla Fleira mætti tína til, en það er þó erfiðara að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi en í öðrum ríkjum sem við berum okkur saman við. Astæðan er vel þekkt, nýting vatnsorku og jarðhita til rafmagnsframleiðslu og húshitunar þýðir að um 69% heild- arorkunotkunar okkar Islendinga Siv Friðleifsdóttir koma frá hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum nú þegar. Til samanburðar má geta þess að þetta hlutfall er um 6% í ríkjum Evrópusamb- andsins og verður vart meira en 8% árið 2010 samkvæmt spá Um- hverfísstofnunar Evrópu, þrátt fyrir viðleitni ESB að tvöf- alda þetta hlutfall fyr- ir þann tíma. Vegna aukinna samgangna (Umhverfisstofnun Evrópu spáir allt að 39% aukningu á losun koltvíoxíðs frá samgöngum á tíma- bilinu 1990-2010) beina flestar þjóðir kröftum sínum að því að draga úr útstreymi koltvíoxíðs frá staðbundinni orkuframleiðslu með brennslu jarðefnaeldsneytis. Þar er svigi-úm flestra ríkja mikið, en okkar íslendinga hins vegar nán- ast ekkert: Um 97% staðbundinnar orkuframleiðslu hér byggjast á endurnýjanlegum orkugjöfum, sem er einsdæmi í heiminum. Þetta þýðir ekki að við eigum að láta staðar numið, eða að ekki séu tækifæri fyrir okkur að gera betur. Ný tækni er að ryðja sér til rúms í gerð aflvéla, þannig að vélar knún- ar rafmagni, vetni og öðru um- hverfisvænu eldsneyti verða smám saman hagkvæmari. Þess verður ekki langt að bíða að strætisvagnar knúnir vetni og e.t.v. metanóli verði á götum Reykjavíkur, sem verður vonandi til að hraða innleið- ingu nýrrar og umhverfisvænni tækni hérlendis. Miklir möguleik- ar eru fyrir hendi til frekari kolefn- isbindingar í gróðri og jarðvegi, sem getur haldist í hendur við það verkefni að græða upp örfoka land. Ekki má gleyma framlagi okkar á alþjóðavettvangi, en íslensk þekk- ing hefur og getur aðstoðað önnur ríki við að setja upp jarðhitavirkj- anir, sem koma í stað mengandi orkuvera. Stefnt að Kyoto-aðild Stærsti óvissuþátturinn í frekari framkvæmd loftslagssamnings SÞ hér á Islandi varðar eins og kunn- ugt er hugsanleg áhrif Kyoto-bók- unaiánnar á nýja stóriðju. Islensk stjórnvöld hafa bent á að það sé Umhverfi Sl AN^> Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980-2.fl. 25.10.99- 25.10.00 kr. 382.387,90 1981-2.fi. 15.10.99- 15.10.00 kr. 230.060,90 1982-2.fl. 01.10.99-01.10.00 kr. 161.372,80 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, ** og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. september 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS Um 69% heildarorku- 7 notkunar okkar Islend- inga, segir Siv Frið- leifsdóttir, koma frá hreinum og endur- nýjanlegum orku- gjöfum nú þegar. þversögn fólgin í því að bókun við loftslagssamninginn útiloki orku- frekan iðnað frá því að nýta hrein- ar og endurnýjanlegar orkulindir hér á landi, á meðán bókunin heim- ilar orkunýtingu frá kolum og olíu, þar sem losun gi'óðurhúsaloftteg- unda við orkufrekan iðnað gæti verið tíföld miðað við staðsetningu á Islandi. Það væri óskynsamlegt að útiloka frekari nýtingu vatns- afls og jarðhita í nafni loftslags- samningsins, þar sem aukin nýting hreinna og endurnýjanlegra ork- ugjafa er einn helsti lykillinn að árangri við að draga úr áhrifum mannkyns á hitabúskap andrúms- loftsins. A meðan þessi óvissa ríkir mun ríkisstjórnin halda áfram að vinna að því að hrinda í framkvæmd ákvæðum loftslagssamningsins og undirbúa aðild Islands að Kyoto- bókuninni. Viðræður um að fá sér- stöðu Islands viðurkennda eru á dagskrá innan vébanda loftslags- samningsins og stefnir ríkisstjórn- in að því að Island gerist aðili að Kyoto-bókuninni þegar fyrir ligg- ur ásættanleg niðurstaða í sérmál- um okkar. Undir stjórn nefndar ráðuneytisstjóra sem fyrr er getið er nú unnið að því máli og vænti ég þess að á næsta ári muni nefndin leggja fram tillögu að stefnumótun til lengri tíma, sem tekur mið af að- ild Islands að Kyotobókuninni og undirbýr íslenskt þjóðfélag fyrir fyrsta skuldbindingartímabil hennar sem hefst árið 2008. Það verður ekki sagt að ekkert hafi miðað í þá átt að takmarka losun gi’óðurhúsalofttegunda. Ef út- streymi vegna nýrrar stóriðju er undanskilið, er lpsun gróðurhúsa- lofttegunda frá Islandi ekki mem nú en hún var árið 1990. Þetta ger- ist þrátt fyrir að fólksfjöldi hafi aukist um 7,6% á þessu tímabili, hagvöxtur verið um 20% og bflum landsmanna fjölgað um 30%. En betur má ef duga skal og við meg- um ekki sofna á verðinum heldur þurfum við að gera enn betur í við- leitni okkar við að draga úr hugs- anlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum. Slíkt verður þó að gera á eins hagkvæman hátt og unnt er, með því að draga úr sóun og nýta kosti nýrrar tækni, en ekki með þvingandi aðgerðum sem leggja þungar byrðar á atvinnulífið og landsmenn. Höfundur er umhverfísráðhcrra. Lífsleikni í umferðinni MEÐ samvinnu og jákvæðu hugarfari hafa margir aðilar sem hafa hlutverki að gegna í umferðarmál- um í Hafnarfirði stillt saman strengi til þess að vekja athygli á þeim vanda sem slæm umferðarmenning veldur. Flestir líta sennilega fyrst til lög- reglunnar þegar um- ferðarmál ber á góma en skólakerfið og heil- brigðiskerfið eru einn- ig mikilvægir aðilar að bættri umferðar- menningu. Hver ein- staklingur verður þó að gera sér grein fyrir sinni persónulegu ábyrgð þegar hann er á ferð, hvort sem það er gangandi eða akandi. Umferðarvika í nýrri aðalnámskrá, segir Reynir Guðnason, er gert ráð fyrir að umferðarkennsla sé hluti af hinni nýju námsgrein lífsleikni. Hlutverk grunnskólans í sam- vinnu við heimilin er m.a. að gera nemendur færa um að taka þátt í því þjóðfélagi sem við höfum búið okkur hér á íslandi. í grunnskóla- lögunum og hinni nýju aðalnám- skrá grunnskóla er lögð rík áhersla á að efla heilbrigða dómgreind, um- burðarlyndi, náungakærleik og verðmætamat hjá nemendum. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á hvernig þeim gengur að tileinka sér þær umgengnisreglur sem gilda í samfélagi manna, þar með talinni umferðinni. Fræðslan og þjálfunin hefst þegar börnin byrja að veita umferðinni athygli í ferðum sínum með foreldrunum. í þeirra huga eru for- eldrarnir óskeikulir og þess vegna er mikil- vægt að þeir gefi gott fordæmi. Þegar börn- in stækka koma fleiri til sögunnar. Ættingj- ar, vinir, kunningjar og aðrir sem börnin þekkja hafa tileinkað sér ákveðið viðhorf og hegðun í umferðinni sem er á ýmsa vegu eins og allir vita. Sum- ir haga sér eins og þeir Reynir megi gera allt sem er Guðnason mögulegt en ýmsir aðrir aðeins það sem er leyfílegt en flestir meta aðstæð- ur hverju sinni og fara oftast eftir reglunum. Grunnskólunum ber að kenna umferðarreglurnar samkvæmt námskrá og þeir leitast við að upp- íylla þær kröfur en erfitt er að áætla hve miklum tíma skuli varið í þessa kennslu þar sem ekki er um sérstaka námsgrein að ræða. í nýrri aðalnámskrá er gert ráð fyrir að umferðarkennsla sé hluti af hinni nýju námsgrein, lífsleikni. Þar er einnig gert ráð fyrir mjög mörgum öðrum þáttum þannig að ekki er líklegt að mikil aukning verði á þessari kennslu í náinni framtíð en víst er að átak eins og það sem nú stendur yfir í Hafnar- firði eykur meðvitund okkar allra sem í skólunum störfum um mikil- vægi þess að við sinnum þessum þætti í kennslunni og sýnum sjálf gottfordæmi í umferðinni. Af þessu leiðir að grunnskólarnir hljóta að leggja áherslu á þau grundvallar- markmið að kenna nemendum að bera virðingu hver fyrir öðrum og temja sér sjálfsaga, tillitssemi og kurteisi í hvívetna og þannig muni það hafa jákvæð áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Höfundur er skólnstjóri Lækjnrskóln í Hnfnnrfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.