Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 31 LISTIR Hinar eilífu bopplendur Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs Morgunblaðið/Jim Smart Nína Margrét Grímsdóttir og Blásarakvintett Reykjavíkur flytja verk Poulenc í kvöld. Fimm kammerverk eftir Poulenc TÖNLIST S ö 1 v a s a 1 n r, S 61 u n í s I a n d ii s KEVIN DEAN OGFÉLAGAR Kevin Dean trompet, Sigurður Flosason altósaxdfón, Kjartan Valdimarsson píanó, Tómas R. Ein- arsson bassa og Matthías M. D. Hemstock trommur. Sunnudags- kvöldið 26. september kl. 21 KEVIN Dean er amerískur trompetleikari sem býr í Noregi. Hér er hann staddur með norskri konu sinni sem á mynd á norrænu stuttmyndadögunum. Kevin hefur leikið með ýmsum frægðardjassleik- urum ss. Jimmy Heath, Benny Gol- son og Joe Henderson og gefið út fjölda geisladiska og eru fimm þeirra með tónsmíðum hans ein- göngu. Á tónleikum hans í Sölvasal var bíbopp annarrar boppkynslóðarinn- ar á dagskrá í bland við standarda og tónsmíðar Deans og með honum lék úrvalslið íslenskra djassleikara. Tónleikamir hófust á Short story eftir trompetleikarann Kenny Dor- ham, einn af betri trompetleikurum bíboppsins. Kenny hefur samið margan góðan ópusinn, en Short story er kannski ekki einn þeirra - uppsuða úr Tickle-toe Lester Youngs. Spilamennskan var heldur daufleg í þessum ópusi og þeim næsta: You go to my head - en þá var röðin komin að einum af meista- raópusum Benny Golsons, Sta- blemates, og bandið hrökk í gang. Dean er flinkur trompetleikai-i með breiðan málmmikinn tón. Hann blæs gjaman á miðtónasviði tromp- etsins og flugeldasýningar era víðs- fjarri blæstri hans. Tónhendingar hans minna í ýmsu á Kenny Dor- ham, sem tókst öðram betur að sam- eina helstu áhrifavalda bopptromp- etleiksins í stíl sínum. Fyrir utan Short story vora tveir aðrir Dorham ópusar á efnisskránni og meira bopp: tveir Hank Mobley ópusar. Annað tveggja laga Deans hefði get- að verið eftir einhvem samtíma- mann Dorhams og Mobleys, en seinni ópusinn er hljómsveitin flutti eftir Dean, Homecoming, var ljúf ballaða. Sóló Deans þar var meistaralegur og eftir ljúft upphaf ríkti dramatísk spenna sem Kjartan Valdimarsson magnaði. Hann sló svo undurtært undir bassaljóði Tó- masai' R. Undir lok Heimkomunnai'. Kjart- an heyrir maður alltof sjaldan leika djass. Hann er tvímælalaust einn fremsti djasspíanisti sem við höfum eignast og hugmyndaauðgi hans svíkur aldrei. Dimmur sóló hans í Straight ahead eftir Dorham braut hálfsjálfvirka boppspilamennskuna skemmtilega upp. Sigm-ður Flosason er alltaf traustur og hann átti mikið glans- númer þetta kvöld er hann blés bal- löðuna sem Raggi Bjama söng svo oft með KK-sextettinum, Goodbye eftir Gordon Jenkins. Þegai' bíbopp- inu sleppti skipti Sigurður um tón og þama varð þurr blásturinn stundum Websterlegur án titrings. Tena Palmer lærði hjá Deans í gamla daga og hún söng eitt lag með sveitinni: My buddy. Það lag heyrði ég fyrst með Basie og þama var sveiflan heit eins og þar og Tena skattaði létt. Það er alltaf gaman að fá góða gesti og ekki var síður gaman að heyra Dean hrósa íslensku djass- leikumnum. Það sama gerði Finn Ziegler þegar hann lék hér í sumar - og tók sérstaklega fram að þetta væri ekkert kurteisishjal. Hér á ár- um áður er erlendir djassleikarar léku með Islendingum höfðu þeir orð á að einn til tveir væra fjandi góðir, en nú er ekkert mál að setja saman heila hljómsveit sem er gjald- geng hvar sem er. Vernharður Linnet KAMMERTÓNLEIKAR verða í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa- vogs, í kvöld kl. 20.30. Þá koma fram Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og Blásarakvintett Reykjavíkur og flytja verk eftir Francis Poulenc, en þess er víða minnst að á þessu ári eru 100 ár frá fæðingu hans. Verkin sem flutt verða eru Sónata fyrir flautu og píanó (1957), Elegie fyrir horn og pía- nó (1957), Tríó fyrir óbó, fagott og píanó (1926), Sónata fyrir fagott og klarinett (1922) og Sextett fyrir pianó og blásara- kvintett (1932-39). I fréttatilkynningu segir að kammerverkin frá 1920-40 ein- kennist af léttleika, grípandi sönglínum og hnyttnu hryn- spili. Flautusónatan og Elegie eru samin á seinni hluta tón- skáldaferils Poulencs og að mörgu leyti endurspeglast sú staðreynd í yfírvegaðri fram- setningu verkanna. Nína Margrét hefur um ára- bil tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og einleiksplata hennar með verkum Mozarts og Mendelssohns sem gefín var út af SKREF 1996 hefur hlotið lofsamlegar viðtökur gagnrýn- enda hérlendis og í Banda- ríkjunum. Á næstunni mun NAXOS gefa út geisladisk með Nínu Margréti og Nicholas Milton, konsertmeistara Adelaide-sinfóníuhljómsveitar- innar í Ástralíu. Blásarakvintett Reykjavíkur Blásarakvintett Reykjavíkur, en hann skipa þeir Bernharður Wilkinson flauta, Daði Kol- beinsson óbó, Einar Jóhannes- son klarinett, Hafsteinn Guð- mundsson fagott og Jósef Ognibene horn, er Kammer- hópur Reykjavíkurborgar 1998-2000 og hljóðritanir hans fyrir Chandos hafa fengið já- kvæða gagnrýni í tónlistartím- aritum m.a. Gramophone og Penguin Guides to Classical CD’s. VISA styrkir Tíbrá, Röð-2 tónleikaröðina. Fleiri ævintýri Línu KVIKMYNDIR Laugarásbíó LÍNA íSUÐURHÖFUM ★ ★ Leikstjóri: Waldemar Bergendahl. Leikraddir: Álfrún Örnólfsdóttir, Finnur Guðmundsson, Salka Guð- mundsdóttir, Jóhann Sigurðarsson, Hanna María Karlsdóttir, Gunnar Hansson ofl. Þýðing: Sigurður Skúlason. Gerð eftir sögu Astrid Lindgren. SÆNSKU teiknimyndirnar um Línu langsokk, sem nú era orðnar tvær, eru ætlaðar yngstu kvik- myndahúsagest- unum með sínum einfalda sög- uþræði, einföldu persónugerð og einföldu teikniv- innu og era ág- ætlega heppnað- ar sem slíkar. Þær gera í sjálfu sér lítið fyrir þá frábæra persónu barnabókmenn- tanna sem Lína er og jafnast ekki á við sögur Astid Lindgren en veita ungum börnum ágæta skemmtun. I þetta sinn kemur Langsokkur skipstjóri í heimahöfn Línu og tek- ur hana og vini hennar tvo, Tomma og Önnu, með sér alla leið til Suð- urhafa. Hann skilur þau eftir á eyju nokkurri og heldur ferð sinni áfram en Lína og félagar kunna að bjarga sér. Laumufarþegar um borð era klaufalegu illmennin Glámur og Glúmur og við bætast hálfgerðir sjóræningjar sem kom- ast reyndar ekki upp með nein fíflalæti þar sem Lína er annar- svegar. íslenska talsetningin er ágæt- lega heppnuð, skýr og greinileg, og hjálpar yngstu áhorfendunum, sem myndin er fyrst og fremst ætluð, til þess að skilja söguna. Arnaldur Indriðason Fj ötrun líkamans LEIKLIST Leikfélag lleykjavíkur VORIÐ VAKNAR eftir Frank Wedekind í þýðingu Hafliða Arngrímssonar. Leik- stjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðlaug Elísabet Ól- afsdóttir, Guðmundur Ingi Þor- valdsson, Halldór Gylfason, Hild- igunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Jóhann G. Jó- hannsson, Marta Nordal, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Sóley Elíasdóttir, Theodór Júlíusson, Valur Freyr Einarsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þórhall- ur Gunnarsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Ögmun- dur Þór Jóhannsson. Hljóð: Olafur Örn Thoroddsen. Borgarleikhúsið, Stóra sviðið 25. september 1999. FYRSTA verkefni Leikfélags Reykjavíkur á nýbyrjuðu leikári er rúmlega aldargamalt „skand- alverk" um vaknandi hvatir ungl- inga og alvarlega árekstra þeirra við bælt, kynkalt og kúgandi vald hinna fullorðnu. Vorið vaknar eftir Frank Wedekind þótti geysilega djarft þegar það kom út á prenti 1891 og olli uppnámi og mikilli aðsókn þegar það var frumsýnt (reyndar mikið ritskoð- að) fimmtán árum síðar. Það er í aðra röndina dálítið hlægilegt að sjá hvernig LR spil- ar á þessar „skandal“-nótur í blaðaauglýsingum sínum á verk- inu. Orðunum: sjálfsfróun, of- beldi, erótík, hvatir og bæling er slegið upp í heilsíðuauglýsingu í lit, þar sem þrjú ungmenni liggja nakin en kynfæralaus lóðrétt yfir síðuna. Svona auglýsinga- mennska dæmir sig sjálf og á lít- ið skylt við hið ágæta verk Wedekinds. Það sem vakti hneykslan almennings fyrir hundrað árum - svo sem sjálfs- fróun og faðmlög unglingspilta - særir varla siðferðiskennd eða blygðunartilfinningu nokkurs nú- timaáhorfanda. Þyngdarpunktur verksins - og það sem hlýtur að hreyfa við áhorfendum allra tíma - liggur hins vegar í því hvernig höfundur stefnir saman hinu einlæga, sak- lausa og eðlilega, annars vegar, og hinu tvöfalda, spillta og bælda, hins vegar, og sýnir á áhrifaríkan hátt hvernig það síð- arnefnda (í líki foreldra, kennara og annars samfélagslegs yfir- valds) afskræmir, kúgar og drep- ur hið fyrrnefnda (í líki ungling- anna). Kristín Jóhannesdóttir leik- stjóri fer skemmtilega leið í upp- setningu sinni á verkinu. Hún tekur mið af kunnri aðdáun höf- undar á sirkushefðinni, ýkir, stíl- færir og fléttar listilega saman hina tvo meginþræði í öllum sirk- us: hið trúðslega og hið ljóðræna. Þannig nær hún heildaráhrifum sem höfundur hefði örugglega kunnað að meta, sýningin verður kómísk án þess að glata hinum dauðans alvarlega undirtóni sín- um (en Wedekind ku hafa harm- að það mjög að enginn kæmi auga á kímnina í verkinu). Meðal vel heppnaðra atriða af þessu tagi má nefna kostulegt „réttarhald" prófessoranna yfir einni aðalpersónu verksins, Melchior Gabor (Friðrik Frið- riksson), sem sakaður er um sið- spillingu og um að hafa átt sök á sjálfsmorði besta vinar síns, Moritz Stiefel (Jóhann G. Jó- hannsson). Pétur Einarsson og „hinir prófessorarnir" voru kostulegir í ýktu og bráðfyndnu atriði, þar sem búningar Þórunn- ar Maríu Jónsdóttur áttu stóran þátt í að skapa frábæra kómík senunnar. Búningar Þórunnar Maríu og frumleg og stílfærð sviðsmynd Stígs Steinþórssonar mynda mjög skemmtilega um- gjörð sýningarinnar og er hvort tveggja unnið af listrænni fag- mennsku. I þremur aðalhlutverkum verksins eru þrir ungir leikarar: Friðrik Friðriksson, Jóhann G. Jóhannsson og, í hlutverki ungl- ingsstúlkunnar Wendlu Berg- mann, Inga María Valdimar- sdóttir. Öll þrjú fóru þau mjög vel með hlutverk sín og náðu vel að túlka unglinga sem glíma við vaknandi hvatir í fjandsamlegu og kúgandi umhverfi. Friðrik og Jóhann mynduðu skemmtilegar andstæður í hlutverkum vinanna Melchiors og Moritzs og spann- aði leikur þeirra beggja breitt svið tilfinninga á sannfærandi hátt. Samleikur Ingu Maríu og Guðlaugar Elísabetar Ólafsdótt- ur, í hlutverki móður hennar, dró vel fram bæði hina kómísku vídd verksins svo og hina harmrænu, þegar móðirin reynist ófær um að svara spurningum dótturinnar um það hvernig börnin verða til. Undanfærslur og lygar móður- innar stuðla beint og óbeint að „falli“ dótturinnar, sem dregur hana síðan til dauða eftir harðn- eskjuleg inngrip hinna kúgandi „verndara siðgæðisins". I þessu verki skiptast stutt og fjörleg atriði á við langar - og stundum nokkuð langdregnar - senur þar sem drengirnir glíma við tilvistarspurningar og óreiðu eigin hugsana og líkamlegra kennda. Leikstjórinn leysir „vandasöm" atriði, eins og sjálfs- fróunaratriðið, á skemmtilegan hátt með þvi að leggja áherslu á hið kómíska í atriðinu án þess að draga á nokkurn hátt úr mikil- vægi þess í boðskap verksins. Halldór Gylfason var bráðfynd- inn í þessu atriði og héldust svip- brigði hans vel í hendur við hinn frábærlega samsetta og ungæð- ingslega texta um synd, sekt og ástríðuglæpi sem hann þylur undir verknaðinum! Alls taka sautján leikarar þátt í sýningunni og kraftur og fjör- mikill leikur einkenndi hópinn í heild. Hér gefst ekki færi á að ræða frammistöðu hvers og eins, en auk þeirra sem ég hef þegar nefnt má nefna þau Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Þorstein Gunnarsson sem áttu frábæran samleik sem foreldrar Melchiors. Atriðið þar sem þau íklæðast hin- um þvingandi og skrúðmiklu föt- um sem tíminn krafðist var sprenghlægilegt og visar út fyrir sig á táknrænan máta; sú fjötrun líkamans sem þar fór fram hefur víðtæka skírskotun til grundvall- arviðfangsefnis verksins. Þessi fyrsta frumsýning vetr- arins í Borgarleikhúsinu var í flesta staði vel heppnuð. Öll list- ræn hönnun uppsejtningarinnar er til fyrirmyndar. Ádeila verks- ins ber þó vissulega keim af því að hér er um aldargamalt leikrit að ræða, sem betur fer, en það hlýtur að vera áhugavert fyrir áhugamenn um leiklist að fá að sjá uppfærslur af verkum sem hafa hrist upp í samtíma sínum - og haft áhrif á þau leikskáld sem eftir komu. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.