Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NAM OG LEIKUR
MIKIL þátttaka í ráðstefnu Félags íslenskra leikskóla-
kennara og Félags leikskólafulltrúa, fyrir helgina, er til
marks um lifandi áhuga starfsmanna leikskólanna á starfi
sínu. Pað var ugglaust ekki búist við svo mikilli þátttöku, því
um 450 manns sátu ráðstefnuna, en yfir eitt hundrað manns
þurfti frá að hverfa vegna þess að rými var ekki nægt.
Meginmarkmið ráðstefnunnar var að auðvelda leikskóla-
kennurum að byggja upp skólanámskrá í samræmi við nýja
aðalnámskrá leikskóla, sem tók gildi hinn 1. júlí sl. Slíkt
starf er að sjálfsögðu mjög mikilvægt, því í leikskólum
landsins er, að vissu marki, lagður grunnur að þeirri þekk-
ingu og þjálfun sem íslensk börn þurfa að hafa á valdi sínu,
þegar hin hefðbundna skólaganga hefst um sex ára aldur.
Eins og nafnið leikskóli felur í sér, er hugsunin sú, að
þessir yngstu nemendur landsins, öðlist þekkingu, reynslu
og færni í gegnum leik, en ekki í gegnum hefðbundið, skipu-
lagt nám, þar sem skóladeginum er skipt skipulega upp í
mismunandi námsgreinar, enda er leikurinn eðlilegasta og
að líkindum árangursríkasta kennsluformið, þegar um svo
ung börn er að ræða.
Eins og nafngiftin aðalnámskrá ber með sér er þar um al-
menna stefnumörkun fyrir alla leikskóla að ræða, en eftir
sem áður hafa leikskólarnir hver um sig, ákveðið svigrúm til
þess að móta eigin leikskólanámskrá, með séreinkennum og
áherslum hvers skóla.
Vissulega getur slíkt orðið til þess, að nemendur komi
með misjafnan grunn, inn í grunnskólana, þegar leikskóla
lýkur, en það þarf alls ekki að vera neikvætt. Allt eins er lík-
legt, að fjölbreytnin aukist og valkostir einnig. Þannig getur
einn leikskóli til dæmis lagt höfuðáherslu á menningu og
listir í leiknámi barnanna, án þess þó að hunsa annan nauð-
synlegan undirbúning og annar getur sett raungreinaleiki á
oddinn, allt eftir þörfum, getu og vilja leikskólabarna og
kennara þeirra.
Aðalnámskráin kveður einnig á um samstarf heimilis og
leikskóla og aukið upplýsingaflæði; sömuleiðis er fjallað um
tengsl grunnskóla og leikskóla, enda augljóst að mikilvægi
þess að skólarnir þekki vel til vinnubragða og hugmynda
hvor annars. Hér kveður við nýjan tón, að því er varðar
skólagöngu yngstu borgaranna og má vænta þess að hann
skili sér í öflugra og betra leikskólastarfí.
VERÐMYNDUN
Á GRÆNMETI
SAMKEPPNISSTOFNUN fékk í síðustu viku heimild
dómstóls til að gera húsleit í þremur fyrirtækjum er
annast dreifingu á grænmeti og ávöxtum. Grunur um ólög-
legt samráð þessara fyrirtækja er sagður ástæða þess að.
gripið er til jafnróttækra aðgerða. Er þetta í þriðja skipti
frá upphafi sem Samkeppnisstofnun gerir húsleit í fyrir-
tækjum og leggur hald á gögn.
Enn er ekkert hægt að fjölyrða um hvort samráð hafi í
raun átt sér stað hjá þessum þremur fyrirtækjum. Rann-
sókn verður að leiða í ljós hvort sú sé raunin eða hvort fyrir-
tæki þessi hafi ekkert brotið af sér, líkt og forráðamenn
þeirra hafa lýst yfir.
Hitt er hins vegar annað mál að fyrirkomulag grænmetis-
sölu hér á landi og verðmyndun eru úrelt. Söluaðilar lýsa því
gjarnan yfír að verðmyndun grænmetis ráðist af framboði
hverju sinni. Framleiðendur og dreifingarfyrirtæki geta
hins vegar haft rík áhrif á þetta framboð þar sem innflutn-
ingshöft og verndartollar loka í raun fyrir innflutning á er-
lendu grænmeti á meðan heita á að innlent grænmeti sé til á
markaði.
Framboðið er ræður verðinu á innlendri framleiðslu er
því það framboð sem sölufyrirtæki setja á markað hverju
sinni. Dettur einhverjum í hug að í þessu kerfí felist hvati til
að auka framboð og lækka þar með verð?
Fyrirkomulag þessara mála er meingallað. Verðmyndun á
grænmeti verður ekki eðlileg fyrr en tryggt er að neytendur
hafi aðgang að innfluttu grænmeti allan ársins hring án þess
að lagðir séu á það okurtollar. Hin innlenda framleiðsla
verður að geta spjarað sig í slíku samkeppnisumhverfi, rétt
eins og aðrar atvinnugreinar. Eðlilegt verð myndi vafalítið
auka heildarneysluna verulega.
Islenskt grænmeti skipar sérstakan sess í huga flestra ís-
lendinga og á staða þess vafalaust eftir að styrkjast enn-
frekar eftir því sem neytendur gera strangari kröfur til að
matvæli séu framleidd í ómenguðu umhverfi með lágmarks-
notkun aukaefna.
/ s
Rætt um að sameina SIF og IS í stærsta útflutningsfyrirtæki íslenskra sjávarafurða
Samanlagft markaðsvirði
9,2 milljarðar króna
Viðræður standa yfir milli Sölusambands ís-
s_ /
lenskra fiskframleiðenda hfi, SIF, og Is-
s
lenskra sjávarafurða hfi, IS, um sameiningu
fyrirtækjanna og verður væntanlega gefín út
yfírlýsinff um hvort af sameininfflinni verði
að loknum stjórnarfundum í báðum félögun-
um fyrir hádegi í dag. Verði af sameining-
unni verður til stærsta útilutningsfyrirtæki
sjávarafurða hér á landi og stærsta íslenska
fyrirtækið hvað veltu varðar.
Arshlutauppgjör 1999
Samstæða
JAN.-JÚNÍ JAN.-JÚNÍ
Rekstraryfirlit 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 9.573 8.206 17%
Rekstrargjöld 9.416 7.909 19%
Haanaður fvrir fiármaansliði 157 297 -47%
Fjármagnsliðir (néttó) -88 -75 17%
Reiknaður tekju- og eignarskattur -20 -42 -52%
Hagnaður af reglulegri starfsemi 48 181 -73%
Aðrar tekjur og gjöld 0 257
Áhrif dóttur- og hlutdeildarfél. 3 2 50%
Hagnaður tímabilsins 51 441 -88%
Efnahagsyfirlit 30. júní 1999 1998 Breyting
1 Elan/r: I
Veltufjármunir Milljónir króna 7.548 5.657 33%
Fastafjármunir 3.726 3.370 11%
Eignir alls 11.274 9.027 25%
1 Sku/dir oa eiaid fé: \
Skammtímaskuldir 7.436 5.351 39%
Langtímaskuldir 916 1.189 -23%
Eigið fé 2.922 2.487 17%
Skuldir og eigið fé samtals 11.274 9.027 25%
Adrar lykiltölur 1999 1998
Eiginfjárhlutfall 26% 27%
Veltufjárhlutfall 1,02 1,19
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 189 319
íslenskar sjávarafurðir hf.
Milliuppgjör 1999
Samstæða Jan.-júní Jan.-júní
Rekstrarreikningur Miiijónir kmna 1999 1998 Breyling
Rekstrartekjur 14.949 13.416 11%
Rekstrargjöld 14.610 13.450 9%
Hagnaður fyrir afskriftir 339 (34)
Afskriftir (135) (136) -1%
Fjármunatekjur (gjöld) (147) (157) -6%
Reiknaður tekiuskattur (10) 9
Hagnaður (tap) af reglul. starfsemi 47' (317)
Aðrar tekjur og gjöld (8) 108
Hagnaður (tap) tímabilsins 39 (209)
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '99 31/12 '98 Breyting
I Eianir: \
Fastafjármunir 3.350 3.527 -5%
Veltufjármunir 7.178 7.908 -9%
Eignir alls 10.528 11.435 -8%
I Skuldir oq eiQÍð fé: \
Eigið fé 937 938
Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfél. 44 43 2%
Skuldbindingar 200 188 6%
Langtímaskuldir 2.091 2.157 -3%
Skammtímaskuldir 7.255 8.110 -11%
Skuldir og eigið fé alls 10.528 11.435 -8%
Aðrar lykiltölur 1999 1998
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 20 (154)
VIÐSKIPTI með hlutabréf ÍS og
SIF voru stöðvuð á Verðbréfaþingi
Islands í gær, en miðað við gengi
hlutabréfa fyrirtækjanna á Verð-
bréfaþingi áður en viðskipti voru
stöðvuð með þau er markaðsvirði
þeirra rúmir 9,2 milljarðar króna
samanlagt. Markaðsvirði SIF er 6,5
milljarðar og markaðsvirði IS er 2,7
milljarðar. Samanlögð velta fyrir-
tækjanna er nálægt 50 milljörðum
króna.
Mikil viðskipti hafa verið með
hlutabréf í Islenskum sjávarafurðum
það sem af er septembermánuði á
Verðbréfaþingi, eða fyrir rúmar 102
milljónir króna, og hefur gengi bréf-
anna hækkað um 37,8%, úr 1,80 í
2,48, frá síðustu mánaðarmótum þar
til viðskipti voru stöðvuð með félagið
í gærmorgun. Alls hafa utanþingsvið-
skipti með bréf félagsins numið 22,9
milljónum króna í mánuðinum. Frá
áramótum hafa viðskipti með hluta-
bréf í IS numið tæpum 222 milljónum
króna þannig að tæplega helmingur
viðskipta með félagið hefur verið í
þessum mánuði.
Að sögn Stefáns Halldórssonar,
framkvæmdastjóra Verðbréfaþings
Islands, hefur VÞÍ heimild til þess að
leita eftir upplýsingum hjá félagi ef
um verulegar breytingar verða á
verði hlutabréfa þess. Segist hann
ekki geta upplýst um hvort VÞÍ hafi
leitað eftir upplýsingum hjá IS í
þessu tilviki. Að sögn Stefáns hefur
engin ákvörðun verið tekin um hvort
Verðbréfaþing aðhafíst eitthvað frek-
ar í máli IS en það sé almennt vinnu-
lag þingsins að skoða málið nánar ef
um miklar verðbreytingar er að
ræða.
Undir sama þak í Hafnarfirði
SIF hf. var stofnað fyrir sex árum
en rætur félagsins má rekja allt aftur
til ársins 1932. Félagið hefur vaxið
hratt á undanfömum árum og hefur
það þróast úr því að vera hagsmuna-
bandalag framleiðenda með einka-
leyfí á saltfisksútflutningi í að vera
nútímalegt hlutafélag í eigu fagfjár-
festa með um 20% hlutdeild í salt-
físksverslun heimsins. Félagið er til
húsa við Fjarðargötu í miðbæ Hafn-
arfjarðar og í byrjun þessa mánaðar
ákváðu Islenskar sjávarafurðir hf. að
kaupa tvær hæðir í sömu húseign. ÍS
seldi fyrir skömmu skrifstofubygg-
ingu félagsins við Sigtún í Reykjavík
fyrir 375 milljónir króna og verður
hún afhent nýjum eigendum 1. mars
á næsta ári. Þegar tilkynnt var um
kaup ÍS á húsnæðinu í Hafnarfirði
sagði Finnbogi Jónsson, forstjóri IS,
að það væri tilviljun að höfuðstöðv-
arnar yrðu fluttar til Hafnarfjarðar.
Viðræðum ÍS og Norway
Seafood skotið á frest
Lengst af höfðu fjögur félög að
mestu með höndum sölu sjávaraf-
urða hér á landi. Það voru Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna, SÍF, ÍS (áð-
ur Sjávarafurðadeild Sambandsins)
og Islandssíld, sem áður hét Síldar-
útvegsnefnd, en Íslandssíld og SÍF
sameinuðust fyrr á þessu ári.
Oformleg skoðanaskipti fóru fram í
lok síðasta árs milli fulltrúa SH og
IS um hugsanlegt samstarf milli fé-
laganna og var markmiðið með skoð-
anaskiptunum að kanna hvort hægt
væri að ná fram verulegum samlegð-
aráhrifum af hugsanlegu samstarfi
eða sameiningu félaganna. Á þessum
tíma hafði IS átt við mikla rekstrar-
örðugleika að glíma og þá einkum
vegna mikils tapreksturs Iceland
Seafood Corporation í Bandaríkjun-
um. Ekkert varð úr formlegum við-
ræðum um sameiningu eða samstarf
SH og ÍS, en þegar forystumenn fé-
laganna ræddu möguleika á sam-
runa var ekki síst litið til þess að
hagræðingarmöguleikar kynnu að
vera í því að sameina rekstur fisk-
réttaverksmiðja félaganna í Banda-
ríkjunum.
Hugmyndir um að taka frekar upp
samstarf við norska stórfyrirtækið
Norway Seafood, NWS, komu upp
innan ÍS á meðan á skoðanaskiptun-
um við SH stóð. I sumar ákváðu svo
IS og NWS að kanna hagkvæmni
þess að taka upp samstarf um verk-
smiðjurekstur félaganna í Evrópu á
fullunnum sjávarafurðum, en félögin
hafa nú þegar all umfangsmikið sam-
starf á sviði hráefnisöflunar. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
hefur viðræðum IS og Norway
Seafood verið skotið á frest en þeim
ekki hætt, og ekki sé talið útilokað að
þeim verði haldið áfram þó að IS og
SIF sameinist. Eins sé ekki loku fyinr
það skotið að hið sameinaða félag
muni leita eftir samstarfi við fleiri að-
ila.
Finnbogi Jónsson tók við starfi for-
stjóra IS um síðustu áramót og á að-
alfundi félagsins í mars tók Olafur
ólafsson, forstjóri Samskipa, við
stjórnarformennskunni. Gunnar Öm
Krástjánsson er framkvæmdastjóri
SIF og stjórnarformaður er Friðrik
Pálsson, _en hann varð stjórnarfor-
maður SÍF skömmu eftir að hann var
látinn víkja sem forstjóri Sölumiða-
stöðvar hraðfrystihúsanna fyrr á
þessu ári.
Starfsemi SIF gengið vel
heima og erlendis
Stai'fsemi SIF hf. á síðasta ári
gekk mjög vel bæði heima og erlend-
is, en starfsemi SIF er nú í 9 löndum.
Hagnaður varð meiri en nokkru sinni
og veltan sömuleiðis. Heildarvelta
móðurfélagsins árið 1998 var 9.070
milljónir króna samanborið við 8.005
milljónir króna árið 1997. Veltuaukn-
ingin í íslenskum krónum mOIi ára
var því um 13,3%, en verðmæti seldra
sjávarafurða jókst hins vegar í er-
lendri mynt um 14,88%. Hagnaður
ái'sins jókst um 226%, úr 156 mUljón-
um árið 1997 í 509 milljónir á síðasta
ári. Veltufé frá rekstri jókst úr 144
milljónum árið 1997 í 166 milljónir ár-
ið 1998 eða um 15%.
Gert var ráð fyrir að hagnaður SIF
fyrstu sex mánuði þessa árs yrði 100
milljónir króna, en starfsemi dóttur-
félaga í Noregi gekk ekki að óskum
og nam hagnaðurinn 51 milljón króna
fyrstu sex mánuði ársins borið saman
við 441 milljón króna á sama tímabUi
í fyrra. Hagnaður af reglulegri starf-
semi nam 48 milljónum króna borið
saman við 181 milljónar króna hagn-
að á fyrstu sex mánuðum síðasta árs.
Eigið fé félagsins jókst úr 2.487 millj-
ónum króna í 2.922 milljónir króna
eða um 435 milljónir króna. Megin-
skýring þessarar aukningar er sam-
runinn við IslandssUd hf. í byrjun
ársins, ásamt hagnaðinum fyrstu sex
mánuði ársins.
Viðsnúningur hjá IS
í kjölfar taprekstrar
Tap samstæðu Islenskra sjávaraf-
urða hf. á síðasta ári var samtals 668
milljónir króna og er það nánast að
öllu leyti rakið til erfiðleika í rekstri
Iceland Seafood Corporation í
Bandaríkjunum. Heildarsala sam-
stæðunnar á árinu 1998 nam 33 millj-
örðum króna en var 25 mUljarðar árið
áður. Tap Gelmer-Iceland Seafood 44
milljónir króna Gelmer-Iceland
Seafood S.A. í Frakklandi var einnig
rekið með tapi á liðnu ári.
Hagnaður IS og dótturfélaga nam
38,6 milljónum króna á fyrstu sex
mánuðum ársins miðað við 209 millj-
óna króna tap á sama tíma í fyrra, og
bætt afkoma skýrist að mestu leyti á
góðum rekstri dótturfélagsins
Iceland Seafood Corporation í
Bandaríkjunum á árinu, en Benedikt
Sveinsson, fyrrverandi forstjóri ÍS,
fluttist vestur um haf um áramótin og
tók við yfirstjórn verksmiðjunnar.
Umtalsverðar eignir hafa verið seld-
ar á árinu, en þar er meðal annars
um að ræða sölu vöruhúss og Þróun-
arseturs, sölu aðalstöðvanna við
Sigtún og sölu bréfa í Samvinnu-
sjóðnum, en einnig hefur verið gengið
frá sölu á umbúðalager og rekstrar-
vörulager félagsins. Álls nemur sölu-
hagnaður þessara eigna hátt á annan
milljarð króna.
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 35
S
Nýr salur við Tónlistarskóla Isafjarðar tekinn í notkun
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Margir Isfirðingar og aðrir gestir voru viðstaddir vígsluhátíðina.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Sunnukórinn og fjölmargir aðrir fluttu tónlist á vígsluhátíðinni.
Stórbætt að-
staða til tón-
listariðkunar
s
Tónlistarskóli hefur veríð starfræktur á Isa-
fírði í meira en fimmtíu ár. Hann hefur
lengstum búið við þröngan kost í húsnæði en
um helgina var rekið smiðshöggið á framtíð-
arhúsnæði skólans þegar vígður var nýr tón-
leikasalur skólans. Jóhannes Tómasson
fylgdist með vígsluhátíðinni á sunnudag.
Morgunblaðið/jt
Nýi saiurinn fékk nafnið Hamrar. Frá vinstri: Kristján Haraldsson, for-
maður bygginganefndar, Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri, tílfar
Ágústsson, formaður Tónlistarfélagsins, og Vilhjálmur Hjálmarsson
arkitekt.
NÝR salur við Tónlistar-
skóla ísafjarðar, sem hlaut
nafnið Hamrar, var vígður
síðastliðinn sunnudag.
„Salurinn gjörbreytir og bætir að-
stöðu skólans og Tónlistarfélags ísa-
fjarðar til hvers konar æfinga, tón-
leikaiðkunar og tónleikahalds,“ segir
Úlfar Ágústsson, formaður Tónlistar-
félags ísafjarðar, í samtali við Morg-
unblaðið. Formaðurinn bendii- einnig
á að hljómburður í salnum sé góður
enda sé hann sérhannaður til tón-
leikahalds og því hentugur til upp-
töku á tónlist en ætlunin er að koma
þar fyrir viðeigandi tæknibúnaði í því
skyni í framtíðinni.
Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri
sagði gleði og fögnuð búa með sér þar
sem nú væri að rætast langþráður
draumur forráðamanna skólans.
Þakkaði hún forystu Tónlistarfélags-
ins, konum í Styrktarsjóði húsbygg-
ingar Tónlistarskólans og byggingar-
nefnd fyrir mikO störf þeirra og óeig-
ingjörn. Nú væri skólinn kominn í
framtíðarhúsnæði og í ávarpi sínu
rifjaði skólastjórinn meðal annars
upp að ekki þyrfti nú lengur að kenna
á mörgum stöðum í bænum og ekki
heima hjá kennurum eins og gerðist á
árum áður. Einnig minntist hún með
nokkram orðum fyrstu forráðamanna
skólans, þeirra Jónasar Tómassonar
og Ragnars H. Ragnar.
Séra Magnús Erlingsson sóknar-
prestur flutti blessunarorð og gaf
salnum nafnið Hamrar, sem stjórn
Tónlistarfélagsins valdi úr fjölda til-
lagna. Fjölmörg önnur ávörp voru
flutt á vígsluhátíðinni og sagði Greip-
ur Gíslason, nemandi Tónlistai'skól-
ans, m.a. í ávarpi sínu að nú væri
hljóðfæraburður „mOli Grunnó og
Tónó liðin tíð,“ og má kannski telja
það nokkuð lýsandi fyrir þá bættu að-
stöðu sem skólanum hefur nú verið
búin.
Þá bárust skólanum ýmsar gjafir
og kveðjur í tilefni dagsins, m.a. frá
Styrktarsjóðnum upp í kaup á flygli
og stólum í salinn. Fjölbreytt tónlist
var flutt á vígsluhátíðinni og að henni
lokinni voru þrennir nemendatónleik-
ar og leikhópurinn Morrinn sá um að
skemmta börnunum.
Um kvöldið voru síðan minningar-
tónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur
og Ragnar H. Ragnar og flutti Tríó
Reykjavíkur þar verk eftir Beethoven,
Jón Nordal og Dvorak. Tríóið skipa
þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik-
ari, Gunnar Kvaran sellóieikari og
Peter Maté píanóleikari. Mátti skynja
ánægju, einstaka vandvirkni, samstöl-
ingu og vh'ðingu í leik lista-
mannanna íyrir verkefni
sínu.
Tónlistarskóli Isafjarð-
ar flutti í húsnæði Hús-
mæðraskólans Óskar fyrir
rúmum áratug og átti að
fá þar inni til bráðabirgða meðan
reist væri nýbygging sem ætlaður
var staður á Torfnesi. Af ýmsum
ástæðum var um síðir fallið frá þeirri
hugmynd og að ráði varð að bærinn
keypti gi-unn og sökkul fyrirhugaðs
Tónlistarhúss og reisti þar leikskóla
en Tónlistai-skólinn fengi Húsmæðra-
skólann til afnota.
Jafnframt var samið um framlag
bæjarins á móti Tónlistarfélaginu til
lagfæringa á húsnæðinu sem fram
fóru sumarið 1998. Verður framlagið
alls um 35 milljónh' króna.
Betri aðstaða á öllum sviðum
„Skólahúsnæðinu var nánast um-
bylt, stofum breytt, þær hljóðein-
angraðar, komið upp góðri aðstöðu
fyrir yfirstjóm skólans, aðstaða
kennara bætt til muna og nú hentar
hann mjög vel allri starfsemi Tónlist-
arskólans," segir Úlfar.
„Ég held að Tónlistarskólinn haldi
beint og óbeint nafni húsmæðraskól-
ans á lofti og Kvenfélags-
ins Óskar en skólinn sá
um að mennta hér ungar
stúlkur í heimilisfræðum í
ái'atugi. Nú er veitt hér
annars konar menntun
sem ungt fólk á eftir að
búa að alla ævi. Tónlistarskólinn hef-
ur yfir 14 kennslustofum að ráða á
tveimur hæðum skólans og gert er
ráð fyrir að hann fái síðar kjallara
hússins til umráða.
Þegar ákveðið var að hér yrði
framtíðaraðsetur skólans varð mönn-
um þó ljóst að bæta yrði við tónleika-
sal þar sem halda mætti nemenda-
tónleika, æfa hljómsveith' og lúðra-
sveitir og til almenns tónleikahalds á
vegum Tónlistarfélagsins og annarra
aðila. Fyrsta skóflustungan var tekin
fyrir ári og ákveðið að drífa salinn
upp og taka í notkun nú í haust og
það tekst á réttu ári.“
Salurinn er byggður við skólann og
tekur 150 manns í sæti. Arkitekt er
Vilhjálmur Hjálmarsson hjá Teikni-
stofunni Óðinstorgi í Reykjavík og
verktakar Ágúst og Flosi á ísafirði.
Byggingarkostnaður er um 40 millj-
ónir króna en þá á eftir að fá í salinn
stóla, flygil og síðar upptökutæki.
Kostnaði við endurbætur á skólahús-
næðinu og nýbygginguna
var skipt milli Isafjarðar-
bæjar og Tónlistarfélags-
ins en framlag félagsins er
þó heldur meira en fram-
lag bæjarins og segir Úlf-
ar um 8 milljónir króna nú
hvíla á félaginu sé viðbótarframlag
bæjarins næstu fimm árin reiknað
með.
„Við höfum þegar ráðist í sérstaka
söfnun fyrir stólum sem kosta alls
kringum þrjár milljónir króna og eru
þegar farnar að berast gjafir í hana.
Isfirðingar og aðrir velunnarar skól-
ans og Tónlistarfélagsins geta
„keypt“ eigin stól fyrir 20 þúsund
krónur og ég er svo bjartsýnn að
vona að við verðum búin að fá alla
stóla í salinn fyrir næstu jól,“ segir
formaðurinn og treystir þar á velvild
og hlýhug svo margra stuðnings-
manna.
Dyggur stuðningur
Styrktarfélagsins
Þar á Úlfar ekki síst við Styrktar-
félag húsbyggingar Tónlistarskólans
sem hefur á liðnum árum starfað öt-
ullega að fjársöfnun í byggingarsjóð.
Afhentu forráðamenn sjóðsins 15
milljónir króna í fyrra þegar fyrsta
skóflustungan vai' tekin. Hann segir
ljóst að fjáröflun sé hvergi nærri lok-
ið því þegar stólakaupin séu frá verði
að ráðast í kaup á flygli sem kosti um
6,5 milljónir króna.
Og formaðurinn var jafnbjartsýnn
í þeim efnum og varðandi stólakaup-
in: „Ég á von á því að við getum vígt
nýjan flygil í árslok 2000 og það
byggi ég enn á þeirri sannfæringu
minni að einstaklingar og fyrirtæki
muni leggja sinn skerf að mörkum.
Ennþá síðar kemur að fjármögnun á
upptökutækjum því okkur sýnist
ljóst að salurinn hentar mjög vel til
upptöku á margs konar tónlist."
Margs konar menningarlíf er
stundað á Isafirði og formaður Tón-
listarfélagsins segir að undanfarin ár
hafi hundruð milljóna króna verið
lögð í margs konar uppbyggingu.
Auk Tónlistarskólans á hann þar við
starfsemi Edinborgarfélagsins og
uppbygginguna í Safnahúsinu, gamla
sjúkrahúsinu. Edinborgarfélagið
vinnur að því að gera upp Edinborg-
arhúsið, en þar hafa verið myndlist-
arsýningar og námskeið, þar fer
einnig fram tónlistarkennsla og
næsta skref er að koma upp aðstöðu
fyrir leiklist.
I Safnahúsinu er bókasafn, héraðs-
skjalasafn og þar er ráðgert að koma
einnig upp myndlistarsafni. Úlfar
hefur ákveðnar hugmyndir um sam-
starf þessara aðila:
Menningarstofnun ísafjarðar
„Ég sé fyrir mér að við komum upp
eins konar Menningarstofnun ísa-
fjarðar, þar sem þessir þrír aðilar og
kannski fleiri, myndi samstarfs- og
samræmingarvettvang en hver aðili
myndi eftir sem áður stunda sína
sjálfstæðu starfsemi. Þetta eru ólíkir
aðilar, Safnahúsið er undir umsjá hins
opinbera, Tónlistarfélagið og skólinn
eru undir blandaðri stjóm og Edin-
borgarfélagið er einkaframtak. Þessir
aðilar þurfa áfram opinberan stuðning
og eiga að sameinast í þeirri baráttu.
Menntamálaráðherra hefur sett
fram hugmyndir um menningarhús á
nokkrum stöðum á landsbygðinni,
meðal annars á Isafirði. Ég fagna
þeirri hugmynd en vil
beina henni í þann farveg
að ráðuneytið styrki upp-
bygginguna sem orðin er
hjá þessum aðilum hér í
stað þess að reisa nýtt
menningarhús. Við .eigum
þrjú menningarhús hér og það eina
sem við föram fram á er nokkur styrk-
ur til að Ijúka myndarlegri uppbygg-
ingu þeirra," segir Úlfar að lokum og
minnir á að bæjarbúai' séu mjög öflug- *
ir í þátttöku sinni í menningarlífinu.
Þeir sæki ekki bara tónleika, sýningar
og aðra menningarviðburði heldur eigi
þeir sjálfir stærstan þátt í að uppfæra
viðburðina.
„Við eigum fjölmarga túlkandi og
skapandi listamenn og þess vegna er
menningarlíf hér með svo miklum
blóma."
Munar um
stuðning kvenna
I Styrktar-
sjóðnum
„Eigum marga
skapandi og
túlkandi
listamenn“