Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞJONUSTA/FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 55 (1. okt.-30. apríl) kl. 13-17. Lesstofan opin frá (1. sept.-16. maí) mánud.-fíd. kl. 13-19, föstud. kl. 13-17, laugard. (1. okt.-16. mai) kl. 13-17._______________________ BÓKASAFN SAMTAKANNA ‘78, Laugavcgi 3: Opið mán.-fim. kl. 20-23. Laugard: kl. 14-16.______ BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR, Tryggvagötu 16: Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-12 og kl. 13-16. Sími 563-1770.______________________________________ BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu i Eyrarbakka: Opið alla daga frá kl. 10-18 til ágústloka. S: 483-1504. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús, Vest- urgötu 6, 1. júní - 30. ágúst er opið alla daga frá kl. 13- 17, s: 555-4700. Smiðjan, Strandgötu 60, 16. júní - 30. september er opið alla daga frá kl. 13-17, s: 665-5420, bréfs. 55438. Siggubær, Kirkjuvegi 10,1. júní - 30. ágúst er opið laugard.-sunnud. kl. 13-17. Skrifstofur safnsins verða opnar alla virka daga kl. 9-17.________________ BYGGÐASAFNIÐ ( GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl. 13.30- 16.30 virka daga. Sími 431-11255.______________ FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl. 13-17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi.______________________________________ FRÆÐASETRIÐ í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgeröi, sími 423-7651, bréfsími 423-7809. Opið alla daga kl. 13-17 og eftir samkomulagi. ____________________________ GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvnk er opið alla daga í sumar frákl. 9-19.___________________________________ GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, ReyKjavík. Opið þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fimmtud. kl. 17-21, fóstud. og laugard. kl. 15-18. Lokað vegna sumarleyfa til 23. ágúst. Sími 551-6061. Fax: 552-7570.__________________ HAFNARBORG, menningar og listastofnun HafnarQarðar opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.____ KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safnaleið- sögn kl.16 á sunnudögum._______________________ LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Opið mán.-fimmtud. kl. 8.15-22. Föstud. kl. 8.16-19 og laugd. 9-17. Sunnud. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð á sunnud. og handritadeild er lokuð á laugard. og sunnud. S: 626- 5600, bréfs: 525-5615.________________________ LISTASAFN ÁRNESINGA, TryggvagötB 23, Selfossl: Opiö eftir samkomulagi. S. 482-2703.___________________ LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnið er opiö laugar- daga og sunnudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn er opinn aJla daga._______________________________ LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffi- stofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið þriðjud.-föstud. kl. 13- 16. Aðgangur er ókeypis á miðvikudögum. Uppl. um dag- skrá á intemetinu: http/Avww.natgall.is___________ LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglcga kl. 12-18 nema mánud.__________________________ USTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma 553-2906.______________________________________ LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið alla daga frá kl. 13-16. Simi 563-2530.___________ LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar verður opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. milli kl. 13 og 17._____________________________________ MINJASAFN AKUREYRAR, Mipjasafnið á Akureyri, Aðal- stræti 58, Akureyri. S. 462-4162. Opið frá 16.9.-31.5. á sunnudögum milli kl. 14-16. Einnig eftir samkomulagi fyrir hópa. Skrifstofur opnar virka daga kl. 8-16.____ MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með miiýagripum og handverksmunum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, netfang minaust@eld- hom.is._________________________________________ MINJASAFN ORKUVEITU Reylgavíkur v/rafstöðina v/El- liðaár. Opið á sunnudögum kl. 16-17 og eftir samkomulagi. S, 567-9009.___________________________________ MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þorsteins- búð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13- 17. Hægt er að panta á öðrum tímum í síma 422-7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum. Sími 462-3550 og 897-0206.__________________________ MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Einholti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi._____________________________ NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630.______ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 em opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30- 16.____________________________________ NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam- kvæmt samkomulagi.______________________________ NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýning- arsalir: 14-18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud.______ PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hatnar- firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Simi 555-4321. RJÓMABÚID á Baugsstöðum. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga til ágústsloa frá 1.13-18. S. 486-3369._ SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551- 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stend- ur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16._____________________________________________ SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga frá kl. 13-17. S: 565-4442, bréfs. 565-4251. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-17. S. 581-4677.____________________ SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hðpar skv. samkl. Uppl-is: 483-1165,483-1443.___________________ SNORRASTOFA, Rcykhold: Sýningar aUa daga kl. 10-18. Slmi 435 1490. ___________________________ STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Amagarði v/Suðurgötu. Handritasýning er opin þriðjudaga til fóstudaga kl. 14-16 til 15. maí.____________________________ STElNARfKI (SLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. 13-18 nema mánudaga. Simi 431-5566.___________ ÞJÓDMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema mánu- dagakl. 11-17.____________________________________ AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Minudaga tU fústu- daga kl. 10-19. Laugard. 10-15. USTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga.___________________________________ náttúrugripasafnið, Hafnarstræti. Opið alla daga frá kl. 10-17. Simi 462-2983._________________________ NONNAHÚS, Aðalstræti 64. Opið a.d. kl. 10-17 frá l.júnl - L scpt. Uppl. 1 sima 462 3555._________________ NORSKA HÚSH) f STYKKISIIÓLMl: Opið daglega í sumar frákl. 11-17._________________________________ ORÐ DAGSINS ReyKjavík sími 551-0000. Akureyri s. 462-1840. SUNDSTAÐIR íTuNDSTADIR ( REYKJAVfK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breið- holtslaug er opin v.d. kl. 6.60-22, helgar kl. 8-20. Grafar- vogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-20.30. Ár- bæjarlaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl. 8-22. Kjal- arneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-16. þri., mið. og . föstud. ld. 17-21._______________ SUNDLAUG KÓl'AVOGS: Opin virka daga 7-22. Uugd. og sud. 8-19. Sölu hgett hálftima lyrir lokun.____ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftima fyrir lokun.___ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.-föst. 6.30- 21. Laugd. og sunnud. 8-12._________________ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. 6.30- 7.45 og kl. 16-21. Um helgy kl. 9-18._________ SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7-21 og kl. 11-15 um helgar. Slmi 426-7555.____________ SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, helgar 11-18.___________________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin ménud.-föstud. kl. 7- 21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16._______ SUNDLAUGIN f GARÐI: Opin mán.-fóst. kl. 7-1) og 16.30-21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.__ SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. og sunnud. kl. 8-18. Sími 461-2532. SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7-20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30. _ JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7-21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643. _ BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21._ ÚTIVISTARSVÆÐI HÚSDYRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 10-17. Lokað á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á sama tíma. Fjölskyldu- garðurinn er opinn sem útivistarsvæði á veturna. Sími 5757-800.____________________ SORPA __________ SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.16. Endurvinnslu- stöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaðar á stórhá- tíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. UppLsimi 520-2205. -------+++-------- Fræðslu- fundur um sveppafárið SKÓGRÆKTARFÉ LÖGIN á höf- uðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund í sal Ferðafélags ís- lands, Mörkinni 6, þriðjudaginn 28. september kl. 20.30. „Þetta er fyrsti fræðslufundur ársins í fræðslusamstarfi Skóg- ræktarfélags Islands og Búnaðar- bankans. Skógræktarfélags Mos- fellsbæjar sér um þennan fund. Fjölbreytt dagskrá verður í boði. Núna í sumar hefur orðið vart við sveppaskemmdir á trjágróðri. Ryðsveppir hafa fundist á gljávíði og alaskaösp auk þess sem sveppa- skemmdir hafa orðið á rússa/síber- íulerki og rauðgreni. Mikil umræða hefur orðið um skemmdir af völd- um þessara sveppa en sitt sýnist hverjum um skaðsemi þeirra. Er þetta sveppafár svipað og hrossa- pestin um árið eða eitthvað meira? Ræktunarfólk er hvatt til þess að mæta og fræðast um málið. A fundinum mun Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur á Rann- sóknastöð skógræktar á Mógislá, upplýsa ræktunarfólk um þessa óværu, gera grein fyrir þeim skemmdum sem sveppimir geta valdið og hvað er helst til ráða. Einnig mun hann svara fyrirspum- um í lokinn. Á undan erindi Guðmundar mun Sophie Schoonjans hörpuleikari leika íyrir gesti. Allir eru velkomnir meðan hús- rými leyfir og verður boðið upp á kaffi,“ segir í fréttatilkynningu. ------------------ Húmanista- flokkurinn hefur undir- skrifta- herferð HÚMANISTAFLOKKURINN hóf á föstudag undirskriftaherferð undir kjörorðinu „Afnemum fá- tækt“. í tilkynningu frá flokknum segir að landsmönnum verði boðið að skrifa undir áskomn tii Alþingis um að samþykkja lög sem tryggi öllum að lágmarki 92.000 króna tekjur til ráðstöfunar á mánuði, til að standa undir framfærslu sinni. Ennfremur segir í tilkynning- unni að flokkurinn muni leita eftir viðræðum við forystumenn laun- þegasamtaka og landssamtaka aldraðra og öryrkja og óska eftir liðsinni við undirskriftaherferðina, en innan þessa samtaka sé að fínna stóran hluta þeirra 30.000 íslend- inga sem búi við kjör sem séu und- ir skilgreindum fátæktarmörkum. Húmanistaflokkurinn vísar í 25. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna þar sem seg- ir: „Hver maður á kröfu til lífs- kjara, sem nauðsynleg era til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félags- hjálp svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, ör- orku, fyrirvinnumissi, elli eða öðr- um áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert.“ Hornsófatilboð ehf. Einlit áklceði JVleð óhreinindavörn SUÐURLANDSBRAUT 22 - Sími 553 6011 / 553 7100 Dagbók lögreglu Innbrots- og fíkniefna- mál meðal verkefna Helgina 24. til 27. LÖGREGLAN hafði um helgina sérstakt eftirlit með því að úti- vistarreglum væri framfylgt. Þá vora 44 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu og nokkur ííkniefnamál komu upp auk þess sem lögregla sinnti tilkynningum vegna inn- brota, þar af fimm tilkynningum um innbrot í sumarbústaði. Það hefur áður komið fram hjá lögreglu hversu mikilvægt það er að foreldrar virði reglur um úti- vistartíma barna. Þar sem borið hefur á því að foreldrar þekkja ekki reglurnar til hlítar hefur lög- reglan ásamt Reykjavíkurborg og fleiram látið framleiða sérstakar segulmottur, til að festa t.d. á ís- skáp, sem ætlað er að auðvelda foreldram og börnum að muna eft- ir þessum reglum. Á næstu dögum munu foreldrar barna í 7. bekk fá þessar segulmottur með útivistar- reglum sendar heim til sín. 44 umferðaróhöpp um helglna Um helgina voru 44 umferðaró- höpp tilkynnt til lögreglu og urðu slys á fólki í nokkram þeirra. I mörgum tilvikum eru orsakir óhappanna þær að grunnreglur umferðarlaga era brotnar. Það eru reglur um nægjanlegt bil milli ökutækja og lögbundinn ökuhraða. Bifreið var ekið á ljósastaur á Höfðabakka við Gulhnbrú um há- degisbil á föstudag. Ökumaður var fluttur á slysadeild vegna háls- og bakmeiðsla. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni í Hvalfjarðar- göngum að kvöldi föstudags. Bifreiðin rakst utan í gangavegg og varð vart við bensínleka. Öku- maður var fluttur á slysadeild. Nauðsynlegt reyndist að loka göngunum í tæpar tvær klukku- stundir meðan vettvangsaðgerðir lögreglu og slökkviliðs stóðu yfir. Þá var þrennt, þar af tvö börn, flutt á slysadeild eftir árekstur á Miklubraut á sunnudagskvöld. Hald lagt á sverð og hníf í fíkniefnamáli Karlmaður var handtekinn í Austurstræti á föstudag og fundust á honum ætluð fíkniefni. Þá var gerð leit á heimili hans og fundust þar ólögleg vopn, sverð og hnífur, sem lagt var hald á. Maðurinn var fluttur í fangageymslu lögi'eglu. Þá var karlmaður handtekinn á föstudagskvöld og fundust á hon- um ætluð fíkniefni. Á sama stað voru höfð afskipti af konu sem framvísaði ætluðum fíkniefnum. Höfð voru afskipti af ungmenn- um í bifreið á laugardagskvöld. Einn farþegi bifreiðarinnar hafði hent út ætluðum fíkniefnum er lögreglan stöðvaði bifreiðina. Við leit í bifreiðinni fannst einnig ætl- að þýfi. Þrjú ungmenni voru flutt á lögreglustöð vegna málsins. Ógnaði starfsmanni með hnífí Ölvaður karlmaður var handtek- inn eftir að hafa ógnað starfs- mönnum veitingahúss með hnífi. Atburðurinn átti sér stað eftir mið- nætti á laugardag. Hinn ölvaði var fluttur á lögreglustöð. Tvær stúlkur, 15 og 16 ára, voru handteknar í vikunni eftir að tals- vert magn af þýfi/annst á heimili annarrar þeirra. Á sama stað var einnig lagt hald á tæki til neyslu fíkniefna. Á föstudag var karlmaður á fer- tugsaldri handtekinn í verslun vegna þjófnaðar. Við leit á mann- inum fannst talsvert magn af hlut- um sem hann gat ekki gefið viðun- andi skýringar á. Voru þar á meðal málverk, skór og fjarstýring. Mað- urinn var fluttur til skýrslutöku á lögreglustöð. Starfsmaður í verslun veitti því athygli að einn viðskiptamaður yf- irgaf verslunina án þess að greiða fyrir varning sem hann hafði með- ferðis. Starfsmaðurinn veitti manninum eftirför og náði að stöðva hann skömmu síðar og hafa tal af honum. Brást viðskiptamað- urinn illa við þessum afskiptum og lagði hendur á starfsmanninn og hljóp síðan á brott. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar og hand- tók viðskiptamanninn og var illa fengnum vörum komið til verslun- ar. Hinn handtekni var fluttur á lögreglustöðina en þangað hefur hann oft áður verið fluttur í sama tilgangi. Brotist var inn í fímm sumarhús í Kjósarhreppi um helgina og stolið þaðan verðmætum. Af því tilefni vill lögreglan koma þeim til- mælum til sumarhúsaeigenda að huga vel að frágangi húsa sinna fyrir veturinn og hafa þar ekki verðmæti sem freistað geti ógæfu- fólks. Fann eftirlýstan mann í mannfjöldanum Fjölmenni var á úrslitaleik í knattspyrnu sem haldinn var í Laugardalnum á sunnudag. Talið er að á áttunda þúsund manns hafi fylgst með kappleiknum. Þar sem fögnuður stuðningsmanna hefur nokkuð verið til umfjöllunar hafði lögreglan nokkurn viðbúnað. Framkoma stuðningsmanna var hins vegar til sóma að þessu sinni og hefur lögreglan ekki gert at- hugasemdir vegna þeirra. Ekki fengu samt allir knatt- áhugamenn að sjá kappleikinn því glöggur lögreglumaður kom auga á eftirlýstan karlmann í mann- fjöldanum. Hann var handtekinn í samræmi við fyrirmæli og færður á lögreglustöð. Við leit á honum fundust ætluð fíkniefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.