Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 25 VIÐSKIPTI Nissan íhugar tug- þúsunda uppsagnir Tókýó. Reuters. JAPANSKI bílaframleiðandinn Nissan Motor Co. hefur borið til baka frétt í frönsku tímariti um að fyrirtækið hyggist segja upp 30.000 starfsmönnum samkvæmt áætlun um endurskipulagningu, sem það á í viðræðum um við franska samstarfs- aðilann Renault. Franska tímaritið L’Expansion, sem kemur út tvisvar í mánuði, sagði að uppsagnirnar væru liður í áætlun, sem mundi höggva djúp skörð í raðir hvítflibbastarfsmanna og leiða til þess að verksmiðju í einu úthverfi Tókýó yrði lokað. Talsmaður Nissan sagði að fréttin ætti ekki við rök að styðjast og ekki sé hægt að ræða endurskipulagning- una, þar sem hún sé enn í athugun. Nissan er annar mesti bílafram- leiðandi Japans. Unnið hefur verið að áætlun um endurskipulagningu undir stjórn Carlos Ghosn, aðal- rekstrarstjóra og fyrrverandi vara- stjórnarformanns Renault. Að sögn L’Expansion er talið að Ghosni eigi ekki annars úrkosti en að grípa til róttæks niðurskurðar til að valda umskiptum hjá fyrirtækinu. „Aldrei hefur verið rætt um upp- sögn jafnmikils fjölda starfsmanna í Japan, þar sem menn eru ráðnir upp á lífstíð,“ sagði franska blaðið. Ghosn átti þátt í lokun Vilvoorde- verksmiðju Renaults í Belgíu á sín- um tíma. Þegar hann kom til Japans sagði hann hluthöfum Nissans að hann væri ekki þangað kominn til að þjóna hag Renaults, heldur Nissans. ----------------------- IKEA gefur starfsliði sölu- tekjur í einn dag Stokkhólmi. Reuters. IKEA í Svíþjóð, mesta húsgagna- keðja heims, hyggst gefa 40.000 starfsmönnum sínum í heiminum allt það fé sem viðskiptavinir munu eyða í 152 verzlunum keðjunnar 9. október. .jUlar sölutekjur þennan dag munu renna til starfsfólksins til að sýna því þakklæti fyrir starf þess á þessu ári, sem verður annað met- söluár," sagði Linda Tannert, for- mælandi IKEA. IKEA, sem Ingvar Kamprad stofnaði og er nú í eigu góðgerðar- sjóðs í Hollandi, mun standa fyrir sérstakri kynningarherferð í öllum löndum þar sem fyrirtækið rekur verzlanir, laugardaginn 9. október, til að auka söluna í 500 milljónir sænskra króna. Kaupaukinn verður greiddur samkvæmt fyrirmælum beint frá Kamprad, 73 ára auðkýfingi, sem venjulega er kunnari fyrir sparsemi en rausnarskap. Hann ferðast meðal annars alltaf á túristafarrými í ferð- um frá heimili sínu í Sviss. Sumir stjórnendur gera allt best sjálfir! Stjórnendur fyrirtækja þurfa að hafa rétta mynd af stöðu þeirra og hafa glöggt auga fyrir heildarmyndinni. Eins og aðrir starfsmenn vilja þeir tölvukerfi sem er einfalt I notkun, hagkvæmt í rekstri og veitir stöðugan aðgang að áreiðanlegum upplýsingum. Góðir stjórnendur vita að það getur komið sér vel að fá utanaðkomandi álití Með úttekt á upplýsingakerfi fyrirtækisins færðu hlutlaust mat á vandamálunum. Við gerum úttekt á markmiðum kerfisins og áreiðanleika þeirra upplýsinga sem fyrirtækið byggir afkomu sína á. Á þeim grunni gerum við tillögurað úrbótum og ffamþróun kerfisins. Pannig verndar úttektin fjárfestingu þína í upplýsingakerfinu og stuðlar að lægri rekstrarkostnaði í framtíðinni. EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfi + EJS hf. + 563 3000 + www.ejs.is + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavík Mikið úrvai göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. Öflug hlaupabraut með stillanlegum æfingabekk Rafdrifin hlaupabraut Hraöi 0-16 km/klst. Hæðarstilling, neyöarstopp, fullkomiö tölvumælaborð auk stillanlegs æfingabekks meö handlóðum, 2-4-6 pund. Hægt að leggja saman. Stgr. 215.257, kr. 226.586. Stærðir: L 173 x br. 83 x h. 134 cm. . . ReiðhjöSa versBunán — ORNINNP9 STOFNAÐ1925 RAOGRUOSWN - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588-9890
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.