Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Drög að stórborg Það krefst glænýrrar leikni að komast afí veröld sem er að mestu leyti manngerð, steypt, flóðlýst, hornrétt og hávaðasöm. S tlendingum finnst alltaf jafn fyndið að uppgötva að íslend- ingai’ eigi bara eina borg. Þeir brosa í laumi að þessari frístandandi og fámennu borg þar sem enn má finna hænsni og kindur (ef vel er leitað) en hvorki skýjakljúfa né neðanjarðarlestir (sama hversu vel er leitað). Sumir útlendingar kalla Reykjavík jafnvel óvart „bæ“ og móðga þannig hálfa þjóðina á einu bretti. Hinn helm- ingurinn, þjóðin handan Elliðaá- anna, móðg- VIÐHORF ast hins veg- ar sjaldnast Eftir Sigurbjörgu með heldur Þrastardóttur brosir að viðkvæmni landa sinna, smáborgaranna. Því ef Reykjavík vill ekki kallast bær er hún í besta falli smáborg. Örugglega ekki alvöru borg. Síst af öllu stórborg. En afneitunin er allsráðandi. Og nú virðist jafnvel ekki duga að kalla Reykjavík borg, heldur er æ oftar rætt um höfuðborg landsins sem rétta og slétta stór- borg. Metrópólís, eins og útlend- ingamir kalla þessi voldugustu gangvirki mannlífsins. Ekki þarf annað en að fletta Morgunblað- inu fáeina daga aftur í tímann til þess að rekast á nokkur dæmi: I liðinni viku var sagt frá „nor- rænni stórborgaráðstefnu" sem haldin var í Reykjavík og fjallaði um hvemig „unga fólkinu í stór- borginni" líður í nútímasamfé- lagi. Erlendur sendiherra á för- um sagði um Reykjavík að hún væri orðin „nútíma stórborg" og aðdáandi tangó argentínó sem talaði um innreið tangómenning- ar á Islandi sagði hana „nauð- synlega í hverri stórborg“. Ut úr fréttunum má jafnframt lesa að Reykjavík sé ósvikin borg; hún verður ein af menningarborgum Evrópu árið 2000, státar brátt af 60 þúsund fermetra verslunar- samstæðu og býður upp á mesta möguleika á landinu öllu til árekstra og ökutækjatjóna. Svo hýsir hún líka flugvöll þótt reyndar sé um það deilt hvort slíkt beri vott um heimsborgar- menningu eða helbera sveita- mennsku. Eftirlitsvélar, öryggisverðir og þjófavamakerfi á hverju götuhomi skila okkur jafnframt þeim boðum að það sé hættulegt að búa í Reykjavík. Og ef ótti og skelfing era ekki merki um stór- borgarbrag, þá veit ég ekki hvað. Það er víst ákveðin kúnst að búa í borg. A hverjum degi kljást íbúamir við önnur vanda- mál en landar þeirra í hinum dreifðari byggðum og allt önnur vandamál en forfeður þeirra í framgerðum mannlegra samfé- laga. Það krefst glænýrrar leikni að komast af í veröld sem er að mestu leyti manngerð, steypt, flóðlýst, homrétt og hávaðasöm. Með öraggum framfóram og darwinísku náttúravali hefur mannskeþnan þróað með sér hæfileika til þess að takast á við veröld sem er stórlega frábragð- in því umhverfi sem undan- gengnar kynslóðir hafa búið við og aðlagast. Þessi hæfni er kannski komin í erfðavísana, kannski er henni miðlað með móðurmjólkinni. Borgarböm bera í blóði sínu tilhneigingu og kunnáttu til þess að lifa og deyja í borginni. Mörg þeirra kunna ekki að haga sér í öðra umhverfi - mörg þeirra þekkja ekki annað rými, annað útsýni, annað sjón- arhorn. A listanum „Ótvíræð merki þess að þú sért Lundúnabúi" sem mér barst fyrir skömmu frá Barclays Capital í Bretlandi má meðal annars lesa eftirfarandi vísbendingar (í lauslegri þýð- ingu): - Það eru meira en þrjár læs- ingar á útidyranum þínum. - Þér þykir augnsamband óverjandi áreiti. - Þú kallar tveggja fermetra gisinn grasskika garð. - Þú heldur að Hyde Park sé „náttúran". - Þú hefur ekki séð fleiri en tólf stjörnur á himni síðan þú fórst í útilegur í æsku. - Þú hefur ekki heyrt algjöra þögn síðan 1977. - Þú tekur tískuna raunveru- lega alvarlega. - Fullkomin einvera skelfir þig- - Þú borgar meira á mánuði fyrir að leggja bílnum þínum en flestir aðrir greiða í húsaleigu. - Þú tortryggir ókunnuga sem era virkilega vingjarnlegir. - Þú tekur ekki lengur eftir sírenuvæli. Listinn er skondinn en lýsir um leið sorglega ópersónulegum samskiptum, ónæmi fyrir örlög- um náungans, okri, hraða og hé- góma sem að margra mati era meðal einkenna stórborgarlífs. Spyrja má í ljósi þessa hvort Reykjavík eigi yfir höfuð nokkuð að leitast við að fullkomna þróun sína í stórborgarátt. Vill Reykja- vík raunveralega verða metrópólís með öllum þeim aukaverkunum sem fylgja? A ráðstefnunni Líf í borg sem fram fer í Háskóla íslands vorið 2000 mun samkvæmt útgefnum upplýsingum verða fjallað um ólíkar hliðar borgarlífsins í tólf liðum. Ein yfirskriftin er Jaðar- menning og skuggahliðar borg- arlífsins, önnur er Framtíð í borg, svo dæmi séu tekin. Sú yf- irskrift sem vekur mesta athygli mína er þó Náttúrufar í Reykja- vík. Það hlýtur að hljóma þver- sagnakennt að leita að náttúru í stórborg en í Reykjavík ætti það samt að takast. Ráðstefnugestir geta áreiðanlega skeggrætt um þá sérstöðu Reykjavíkur í sam- félagi heimsborga að vera ofvax- inn bær með dreifðri byggð og grænum völlum. Þeir munu jafn- vel telja Reykjavík til tekna að hýsa kindur og hænsni fremur en niðurgrafin lestarkerfi. Von- andi. Þannig má áfram láta sig dreyma. I framtíðinni verður kannski ekki lengur hallærislegt að vera hálfborg, smáborg eða sveitaborg. Kannski verður Reykjavík eftirsóknarverð fyrir- mynd að þéttbýlisstað sem er ekki að öllu leyti úr steypu og gleri, höfuðborg þar sem fólk getur enn horfst í augu, samfé- lag þar sem sírenuvæl kemur í hvert sinn á óvart og hreyfir við íbúunum. Þá verður ekki lengur hlegið að stórborgarlausu landi, þá verður ofurborgardraumur- inn kominn á safn, þá verður gott að búa á Islandi. MENNTUN Kópavogsskóli Undirbúningsvinnu við þróunarverkefnið „Samhæfð skólastefna - siðferðileg reikningsskil“ er nú lokið í Kópavogsskóla og tími framkvæmda runninn upp. Sveinn Guðjónsson kynnti sér tildrög og framvindu verkefnisins ✓ og ræddi við Olaf Guðmundsson skólastjóra, sem leitt hefur undirbúningsstarfíð við þróunarverkefnið. Ólafur Guðmundsson skólastjóri. Morgunblaðið/Ásdís Samhæfð skólastefna • Siðferðileg reikningsskil - Leið til þróunar og mats á skólastarfí # Markmiðið að gera skólaþegnana ánægða með skólann og styrkja og auka nám nemenda UPPHAF þessa máls má rekja til þess að fyrir nokkram áram gengust forsvarsmenn Kópa- vogsskóla og þáverandi stjórn For- eldrafélags skólans fyrir ráðstefnu undir heitinu: „Er Kópavogsskóli góður skóli?“ Ráðstefnan var ánægjuleg og hvetjandi fyrir for- svarsmenn skólans, en spurning- unni var hins vegar ósvarað í ráð- stefnulok og er trúlega enn,“ sagði Ólafur Guðmundsson skólastjóri er hann var spurður um tildrögin að þróunarverkefni, sem unnið hefur verið að í Kópavogsskóla að undan- förnu. Verkefnið snýst um að inn- leiða í skólastarfið heildrænt stjórnkerfi og aðferðir til að sam- ræma og samhæfa ólíkar vænting- ar og viðhorf til skólastarfsins, meðal starfsmanna skólans, nem- enda og foreldra, svo að deildum meiningum innan skólasamfélags- ins verði beint í ákveðinn og viður- kenndan farveg í stað þess að tek- ist sé á um meintan skoðanamun samhengislaust og ef til vill án raunveralegs tilgangs. Kerfi til að meta skólastarf „Þetta verkefni hófst með fonn- legum hætti í byrjun júní 1998, eft- ir um það bil eins og hálfs árs und- irbúning og skipulagningu," sagði Ólafur Guðmundsson skólastjóri. „Þróunarverkefnið á raunar rætur að rekja til umfangsmikils verkefn- is sem unnið var hér á árunum 1994 til 1995 undir heitinu „Sam- starf heimila og skóla“ og svo ann- ars verkefnis sem hér var unnið af skólastjórnendum og foreldraráði skólaárið 1996-1997 undir heitinu „Ætlunarverk foreldraráðs og skóla“. I þessari vinnu kom fljót- lega upp sú hugmynd að reyna að fínna tæki, sem gæti mælt ýmsa þætti í skólastarfinu sem ekki hafa verið mældir til þessa. Okkur varð ljóst mikilvægi þess að koma á heildrænu stjórnkerfi innan skól- ans sem byggðist á samhæfðum gildum og væntingum skólaþegn- anna og fæli í sér ákveðið mats- og þróunarferli. Auk þess eru ákvæði í nýjum grunnskólalögum frá 1995, sem gera ráð lyrir að hver grann- skóli hafi innleitt ákveðnar sjálfs- matsaðferðir í starfsemi sína innan fimm ára frá gildistöku laganna, eða fyrir árslok 2001. Þessi ákvæði gera sem sagt ráð fyrir að hver skóli komi sér upp kerfi til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu, stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Við hófum því leit að slíku kerfi, sem hentað gæti starfsemi Kópavogsskóla." Dönsk fyrirmynd „Böndin bárast fljótlega að Dan- mörku enda hafði ég um svipað leyti lesið viðtal í Berlingske Tidende við skólastjóra Lindevangskolen á Frederiksberg í Kaupmannahöfn, Ingelise Thys- sen, sem var að fikra sig áfram með kerfi sem nefnist „etisk regn- skab“, eða það sem við köllum „sið- ferðileg reikningsskil". Skömmu seinna birtist svo grein eftir hana um sama efni í tímaritinu „Udd- annelse" og það varð úr að ég hafði samband við hana til að afla frekari gagna um þetta kerfi. í framhaldi af því fór ég til Danmerkur til að kanna þetta nánar og var meðal annars í sambandi við Tom Christensen, ráðgjafa við EKL- Consult í Alaborg, en hann hefur sérhæft sig í þessu kerfí og var ráðgjafi Lindevangskolen í þeim efnum. Þetta kerfi hefur verið þróað í Danmörku síðan árið 1988 af hópi fræðimanna, aðallega við Verslun- arháskólann. Kerfið er byggt á kenningum þýska heimspekingsins Jörgen Habermas og á hugmynd- um þýska prófessorsins Niklas Luhmann, sem ganga út frá að nálgast ákvarðanatöku í gegnum umræðu annars vegar og hins veg- ar á aðferðafræði altækrar gæða- stjórnunar. Kerfið er í rauninni tæki til að meta hvernig stofnun stendur sig í því að uppfylla vænt- ingar viðskiptavinanna og á rætur í viðskiptaheiminum, en það var fyrst notað í dönsku sparisjóðun- um.“ Umræðuhópar og spurningalistar Ólafur sagði að kerfið hefði síðan verið skoðað með tilliti til þarfa Kópavogsskóla og hugtök skil- greind. Síðan hefði þessi hug- mynda- og aðferðafræði verið rækilega kynnt í skólasamfélaginu og efnt til námskeiða þar að lút- andi. A öllum stigum málsins hefði því verið vel tekið. I byrjun skóla- árs 1998-1999 var skólaþegnunum skipt í sérstaka umræðuhópa til að ræða viðhorf og væntingar til skólastarfsins. Starfsfólk skólans skiptist í þrjá hópa og tveir hópar nemenda og tveir hópar foreldra störfuðu. Þessir hópar skiluðu hver sinni niðurstöðu og á grundvelli þeirra voru síðan samdir þrír mis- munandi spumingalistar, einn fyrir foreldra, annar fyrir kennara og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.