Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 44
A!4 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Veðreiðar Fáks Prúðmann- leg sigur- ganga Stígs Ekkert lát er á veðurheppni Fáksmanna á veðreiðum þeirra sem nú eru senn á enda. Sama gegnir um sigurgöngu Vinar og Stígs Sæland, þeir tapa ekki spretti. Þá gengur vel hjá Loga Laxdal með Efsta- dalsvekringana og nokkur ný hross skjóta upp kollinum. En það var prúðmannleg framkoma knapa sem vakið hefur athygli Valdimars Kristinssonar í þessari aftur- eldingu kappreiðanna. LOGI laxdal er á góðu róli með Óð- in frá Efstadal en þeir voru með besta tímann í undanrásum 22,67 sek. sem er jafnframt besti árang- ur dagsins og svo kórónuðu þeir daginn með sigri í úrslitasprettin- um á 23,13 sek. Aðrir tímar í úrslit- unum voru heldur slakir en Bald- vin Ari kom næstur með Vask frá Akureyri á 25,54 sek. en hafði farið á 23,75 sek. í undanrásum. Sveinn yRagnarsson og Framtíð frá Runn- um komu næst með 26,17 sek. Sig- urvegarinn frá síðustu kappreið- um, Hnoss frá Ytra-Dalsgerði, komst ekki í úrslit en Þórður Þor- geirsson lenti í vandræðum með hana í niðurtökunni í seinni spretti undanrása og rétt náði henni niður áður en þau fóru yfir niðurtökulín- una. Töfðust þau við þetta og náðu ekki tíma inn í úrslitin. Þetta sex hesta fyrirkomulag í riðlum virðist koma niður á bæði tímum í skeið- HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Knapar í stökki á veðreiðum Fáks liafa undantekningalítið sýnt góða reiðniennsku og er þar orðin góð breyting á frá því sem áður var. Hér fara þau mikinn í harðri keppni Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Leiser frá Skálakoti og Stígur Sæland á Lýsingi frá Brekku. inu og eins virðist ganga verr að láta hestana liggja. En það gekk betur hjá Þórði í 150 metrunum með Gunni frá Þór- oddsstöðum þar sem þau sigruðu á 14,36 sek. sem jafnframt var besti tíminn í greininni. Logi og Hraði frá Sauðárkróki voru með besta tímann í undanrásum 14,38 sek. en urðu að gefa eftir í úrslitasprettin- um. Þá er Alexander Hrafnkelsson kominn með nýja hryssu, Skáldu frá Norður-Hvammi, sem skilaði honum þriðja sætinu, 14,95 sek. Hestarnir í 800 metrunum eru heldur betur að taka við sér og eru flestir ef ekki allir hestarnir að bæta tímana og skiluðu nú bestu tímum sumarsins eða kannski rétt- ara að segja haustsins því 800 metrarnir hafa ekki verið á dag- skrá móta í sumar nema einu sinni á fyrstu veðreiðunum í maí í vor. Lýsingur frá Brekku og Stígur Sæland endurheimtu sigursætið eftir að hafa þurft að gera sér ann- að sætið að góðu fyrir rúmri viku. Átti Lýsingur góðan sprett í úrslit- unum nú þar sem hann átti góðan endasprett. Trausti frá Hvítárholti og Sigurður Pálsson voru með besta tímann eftir undanrásir en keppnin milli þeirra og Lýsings og Stígs var spennandi í bæði undan- rásum og úrslitum og munaði litlu á þeim lengst af. Sigurvegararnir Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigurður Sigurðarson fékk Prins frá Hörgshóli lánaðan til að taka þátt í skeiðmeistaramótinu og gerði hann góða ferð, vann í gæðingaskeiði og urðu þeir í öðru sæti í A- flokki gæðinga. ALÞJÓÐLEGA skeiðmeistara- mótið var haldið um helgina í Hollandi þar sem mættir voru 50 keppendur með 70 hesta. Sex ís- lendingar voru meðal keppenda en aðeins einn þeirra_ Sigurður Sig- urðarson kom frá íslandi en hinir eru búsettir ytra. Sigurður mætti til leiks með Prins frá Hörgshóli og sigruðu þeir í gæðingaskeiði en úrðu í öðru sæti í A-flokki gæðinga. Prins og Sigurður voru reyndar með langhæstu einkunn í for- keppni en Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að klárinn hafi verið að byrja að veikjast þegar kom að úrslitum A-flokks. Algengt er sem kunnugt er að hestar frá Is- landi veikjast flestir lítillega eftir komuna á erlenda grund. Prins var fluttur út í endaðan júlí og er nú fyrst að taka út þessa veikindi. Mótið hófst á fimmtudag með Cyrri sprettum í skeiði en forkeppni ^Pi-fiokks fór fram. á föstudegi. Á laugardag var keppt í gæðinga- skeiði og seinni sprettir í skeiðinu famir. Á sunnudag var keppt í flugskeiði, forkeppni í slaktauma- tölti og úrslit í Á-flokki. Að venju var endað á skeiðmeistarakeppn- inni sem er hápunktur þessara ^móta. Vakti þar athygli að sviss- neska konan Marianne Tschappu Samantha Leidesdorff sigraði í A-flokki gæðinga á Depli frá Votmúla og í þriðja sæti í slaktaumatölti. Alþjóðlega skeiðmeistaramótið Kóngur frá Wetsinghe vakti athygli á heimsmeistaramót- inu í sumar þar sem hann kom fram í kynbótasýningu mótsins og nú mætti Nicole Kempf frá Þýskalandi með hann í slaktaumatöltið þar sem þau höfðu sigur. feta frá Hátúni. 5.-6. Jón Steinbjömsson, Islandi, á Óðni frá Barghof. Slaktaumatölt 1. Nicole Kempf, Þýskalandi, á Kóngi frá Wetsinghe. 2. Piet Hoyos, Austurríki, á Heljari frá Brautartungu. 3. Samantha Leidesdorff, Danmörku, á Depli frá Votmúla. Gæðingaskeið 1. Sigurður Sigurðarson, Isiandi, á Pr- ins frá Hörgshóli. 2. Herbert Ólason, íslandi, á Spútnik frá Hóli. 3. Maaike Burggrafer, Hollandi, á Hávarði frá Hávarðarkoti. 150 metra skeið 1. Erik Spee, Hollandi, á Fáki frá Holti, 15,1 sek. 2. Herbert Ólason, íslandi, á Gagarín, 15,3 sek. 3. Dorte Mitgau, Þýskalandi, á Sokka, 15,6 sek. 250 metra skeið 1. Magnus Lindquist, Svíþjóð, á Þór frá Karlsvik, 22,2 sek. 2. Marianne Tschappu, Sviss, á Gammi frá Ingveldarstöðum, 23,6 sek. 3. Höskuldur Aðalsteinsson, Austuníki, á Katli frá Glæsibæ, 23,6 sek. Flugskeið 1. Magnus Lindquist, Svíþjóð, á Þór frá Karlsvik, 8,0 sek. 2. Höskuldur Aðalsteinsson, Austurríki, á Katli frá Glæsibæ, 8,3 sek. 3. Eve Barmettler, Sviss, á Eiríki Rauða frá Ilólum, 8,4 sek. Sigurður og Prins sigr- uðu í gæðingaskeiði sigraði í 250 metra keppninni með 10 stig en auk hennar var önnur kona, landa hennar Eve Bar- mettler á meðal fjögurra kepp- enda. Er þetta í fyrsta skipti sem tvær konur eru samtímis þátttak- endur í þessari keppni. Eve varð þriðja með 8 stig en Höskuldur Að- alsteinsson varð annar með 9 stig og Herbert Ólason varð fjórði með 6 stig. í 150 metra skeiðmeistara- keppninni sigraði Heiðar Hafdal með 11 stig en hann er búsettur í Hollandi. í öðru sæti varð Sigurður Óskarsson með með 10 stig, Her- bert Ólason varð þriðji með fimm stig og Nicole Kempf fjórða, hlaut ekkert stig. Það vakti athygli hversu fáir þjóðverjar mættu til leiks á mótið að þessu sinni, aðeins þrír sam- kvæmt upplýsingum frá Þorgeiri Guðlaugssyni í Hollandi. Þjóðverj- ar skila sér illa á þessi mót þegar þau eru haldin utan Þýskalands. Magnús Lindquist frá Svíþjóð mætti til leiks með feiknagóðan vekring Þór frá Karlsvik sem sigr- aði í 250 metra skeiði með talsverð- um yfirburðum. Rann hann skeiðið á 22,2 sek. á frekar lakri skeið- braut að sögn Þorgeirs Guðlaugs- sonar. Hafliði Halldórsson sem var einn dómara á mótinu sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þarna væri á ferðinni snillings vekringur og hefðu íslendingar mátt prísa sig sæla að Magnús skyldi vera í keppnisbanni meðan á heimsmeist- aramótinu í sumar stóð því aldrei hefði verið að vita hvað þeir félagar hefðu gert. Fyrir mótið var haldið gæðinga- dómaranámskeið þar sem Hafliði kenndi ásamt Olil Amble. Meðal þeirra sem luku prófi voru þeir Styrmir Árnason, fyrrverandi heimsmeistari í fjórgangi, og Frið- finnur Hilmarsson sem er kunnur íþróttadómari og hefur meðal ann- ars dæmt á heimsmeistaramóti fyrir hönd íslands. Dæmdu þeir á mótinu ásamt Olil og Hafliða og dómurum frá öðrum löndum. Úrslit urðu annars sem hér seg- ir: A-flokkur gæðinga 1. Samantha Leidesdorff, Dan- mörku, á Depli frá Votmúla. 2. Sigurður Sigurðarson, íslandi, á Prins frá Hörgshóli. 3.-4. Nicole Kempf, Þýskalandi, á Kóngi frá Wtsinghe. 3.-4. Piet Hoyos, Austurríki, á Helajri frá Hrauntungu. 5.-6. Magnus Lindquist, Svíþjóð, á Há-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.