Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 44
A!4 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Veðreiðar Fáks
Prúðmann-
leg sigur-
ganga Stígs
Ekkert lát er á veðurheppni Fáksmanna á
veðreiðum þeirra sem nú eru senn á enda.
Sama gegnir um sigurgöngu Vinar og
Stígs Sæland, þeir tapa ekki spretti. Þá
gengur vel hjá Loga Laxdal með Efsta-
dalsvekringana og nokkur ný hross skjóta
upp kollinum. En það var prúðmannleg
framkoma knapa sem vakið hefur athygli
Valdimars Kristinssonar í þessari aftur-
eldingu kappreiðanna.
LOGI laxdal er á góðu róli með Óð-
in frá Efstadal en þeir voru með
besta tímann í undanrásum 22,67
sek. sem er jafnframt besti árang-
ur dagsins og svo kórónuðu þeir
daginn með sigri í úrslitasprettin-
um á 23,13 sek. Aðrir tímar í úrslit-
unum voru heldur slakir en Bald-
vin Ari kom næstur með Vask frá
Akureyri á 25,54 sek. en hafði farið
á 23,75 sek. í undanrásum. Sveinn
yRagnarsson og Framtíð frá Runn-
um komu næst með 26,17 sek. Sig-
urvegarinn frá síðustu kappreið-
um, Hnoss frá Ytra-Dalsgerði,
komst ekki í úrslit en Þórður Þor-
geirsson lenti í vandræðum með
hana í niðurtökunni í seinni spretti
undanrása og rétt náði henni niður
áður en þau fóru yfir niðurtökulín-
una. Töfðust þau við þetta og náðu
ekki tíma inn í úrslitin. Þetta sex
hesta fyrirkomulag í riðlum virðist
koma niður á bæði tímum í skeið-
HESTAR
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Knapar í stökki á veðreiðum Fáks liafa undantekningalítið sýnt góða reiðniennsku og er þar orðin góð
breyting á frá því sem áður var. Hér fara þau mikinn í harðri keppni Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Leiser frá
Skálakoti og Stígur Sæland á Lýsingi frá Brekku.
inu og eins virðist ganga verr að
láta hestana liggja.
En það gekk betur hjá Þórði í
150 metrunum með Gunni frá Þór-
oddsstöðum þar sem þau sigruðu á
14,36 sek. sem jafnframt var besti
tíminn í greininni. Logi og Hraði
frá Sauðárkróki voru með besta
tímann í undanrásum 14,38 sek. en
urðu að gefa eftir í úrslitasprettin-
um. Þá er Alexander Hrafnkelsson
kominn með nýja hryssu, Skáldu
frá Norður-Hvammi, sem skilaði
honum þriðja sætinu, 14,95 sek.
Hestarnir í 800 metrunum eru
heldur betur að taka við sér og eru
flestir ef ekki allir hestarnir að
bæta tímana og skiluðu nú bestu
tímum sumarsins eða kannski rétt-
ara að segja haustsins því 800
metrarnir hafa ekki verið á dag-
skrá móta í sumar nema einu sinni
á fyrstu veðreiðunum í maí í vor.
Lýsingur frá Brekku og Stígur
Sæland endurheimtu sigursætið
eftir að hafa þurft að gera sér ann-
að sætið að góðu fyrir rúmri viku.
Átti Lýsingur góðan sprett í úrslit-
unum nú þar sem hann átti góðan
endasprett. Trausti frá Hvítárholti
og Sigurður Pálsson voru með
besta tímann eftir undanrásir en
keppnin milli þeirra og Lýsings og
Stígs var spennandi í bæði undan-
rásum og úrslitum og munaði litlu
á þeim lengst af. Sigurvegararnir
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Sigurður Sigurðarson fékk Prins frá Hörgshóli lánaðan til
að taka þátt í skeiðmeistaramótinu og gerði hann góða
ferð, vann í gæðingaskeiði og urðu þeir í öðru sæti í A-
flokki gæðinga.
ALÞJÓÐLEGA skeiðmeistara-
mótið var haldið um helgina í
Hollandi þar sem mættir voru 50
keppendur með 70 hesta. Sex ís-
lendingar voru meðal keppenda en
aðeins einn þeirra_ Sigurður Sig-
urðarson kom frá íslandi en hinir
eru búsettir ytra. Sigurður mætti
til leiks með Prins frá Hörgshóli og
sigruðu þeir í gæðingaskeiði en
úrðu í öðru sæti í A-flokki gæðinga.
Prins og Sigurður voru reyndar
með langhæstu einkunn í for-
keppni en Sigurður sagði í samtali
við Morgunblaðið að klárinn hafi
verið að byrja að veikjast þegar
kom að úrslitum A-flokks. Algengt
er sem kunnugt er að hestar frá Is-
landi veikjast flestir lítillega eftir
komuna á erlenda grund. Prins var
fluttur út í endaðan júlí og er nú
fyrst að taka út þessa veikindi.
Mótið hófst á fimmtudag með
Cyrri sprettum í skeiði en forkeppni
^Pi-fiokks fór fram. á föstudegi. Á
laugardag var keppt í gæðinga-
skeiði og seinni sprettir í skeiðinu
famir. Á sunnudag var keppt í
flugskeiði, forkeppni í slaktauma-
tölti og úrslit í Á-flokki. Að venju
var endað á skeiðmeistarakeppn-
inni sem er hápunktur þessara
^móta. Vakti þar athygli að sviss-
neska konan Marianne Tschappu
Samantha Leidesdorff sigraði í A-flokki gæðinga á Depli
frá Votmúla og í þriðja sæti í slaktaumatölti.
Alþjóðlega skeiðmeistaramótið
Kóngur frá Wetsinghe vakti athygli á heimsmeistaramót-
inu í sumar þar sem hann kom fram í kynbótasýningu
mótsins og nú mætti Nicole Kempf frá Þýskalandi með
hann í slaktaumatöltið þar sem þau höfðu sigur.
feta frá Hátúni.
5.-6. Jón Steinbjömsson, Islandi, á
Óðni frá Barghof.
Slaktaumatölt
1. Nicole Kempf, Þýskalandi, á Kóngi
frá Wetsinghe.
2. Piet Hoyos, Austurríki, á Heljari frá
Brautartungu.
3. Samantha Leidesdorff, Danmörku, á
Depli frá Votmúla.
Gæðingaskeið
1. Sigurður Sigurðarson, Isiandi, á Pr-
ins frá Hörgshóli.
2. Herbert Ólason, íslandi, á Spútnik
frá Hóli.
3. Maaike Burggrafer, Hollandi, á
Hávarði frá Hávarðarkoti.
150 metra skeið
1. Erik Spee, Hollandi, á Fáki frá Holti,
15,1 sek.
2. Herbert Ólason, íslandi, á Gagarín,
15,3 sek.
3. Dorte Mitgau, Þýskalandi, á Sokka,
15,6 sek.
250 metra skeið
1. Magnus Lindquist, Svíþjóð, á Þór frá
Karlsvik, 22,2 sek.
2. Marianne Tschappu, Sviss, á Gammi
frá Ingveldarstöðum, 23,6 sek.
3. Höskuldur Aðalsteinsson, Austuníki,
á Katli frá Glæsibæ, 23,6 sek.
Flugskeið
1. Magnus Lindquist, Svíþjóð, á Þór frá
Karlsvik, 8,0 sek.
2. Höskuldur Aðalsteinsson, Austurríki,
á Katli frá Glæsibæ, 8,3 sek.
3. Eve Barmettler, Sviss, á Eiríki
Rauða frá Ilólum, 8,4 sek.
Sigurður og Prins sigr-
uðu í gæðingaskeiði
sigraði í 250 metra keppninni með
10 stig en auk hennar var önnur
kona, landa hennar Eve Bar-
mettler á meðal fjögurra kepp-
enda. Er þetta í fyrsta skipti sem
tvær konur eru samtímis þátttak-
endur í þessari keppni. Eve varð
þriðja með 8 stig en Höskuldur Að-
alsteinsson varð annar með 9 stig
og Herbert Ólason varð fjórði með
6 stig.
í 150 metra skeiðmeistara-
keppninni sigraði Heiðar Hafdal
með 11 stig en hann er búsettur í
Hollandi. í öðru sæti varð Sigurður
Óskarsson með með 10 stig, Her-
bert Ólason varð þriðji með fimm
stig og Nicole Kempf fjórða, hlaut
ekkert stig.
Það vakti athygli hversu fáir
þjóðverjar mættu til leiks á mótið
að þessu sinni, aðeins þrír sam-
kvæmt upplýsingum frá Þorgeiri
Guðlaugssyni í Hollandi. Þjóðverj-
ar skila sér illa á þessi mót þegar
þau eru haldin utan Þýskalands.
Magnús Lindquist frá Svíþjóð
mætti til leiks með feiknagóðan
vekring Þór frá Karlsvik sem sigr-
aði í 250 metra skeiði með talsverð-
um yfirburðum. Rann hann skeiðið
á 22,2 sek. á frekar lakri skeið-
braut að sögn Þorgeirs Guðlaugs-
sonar. Hafliði Halldórsson sem var
einn dómara á mótinu sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þarna
væri á ferðinni snillings vekringur
og hefðu íslendingar mátt prísa sig
sæla að Magnús skyldi vera í
keppnisbanni meðan á heimsmeist-
aramótinu í sumar stóð því aldrei
hefði verið að vita hvað þeir félagar
hefðu gert.
Fyrir mótið var haldið gæðinga-
dómaranámskeið þar sem Hafliði
kenndi ásamt Olil Amble. Meðal
þeirra sem luku prófi voru þeir
Styrmir Árnason, fyrrverandi
heimsmeistari í fjórgangi, og Frið-
finnur Hilmarsson sem er kunnur
íþróttadómari og hefur meðal ann-
ars dæmt á heimsmeistaramóti
fyrir hönd íslands. Dæmdu þeir á
mótinu ásamt Olil og Hafliða og
dómurum frá öðrum löndum.
Úrslit urðu annars sem hér seg-
ir:
A-flokkur gæðinga
1. Samantha Leidesdorff, Dan-
mörku, á Depli frá Votmúla.
2. Sigurður Sigurðarson, íslandi, á
Prins frá Hörgshóli.
3.-4. Nicole Kempf, Þýskalandi, á
Kóngi frá Wtsinghe.
3.-4. Piet Hoyos, Austurríki, á Helajri
frá Hrauntungu.
5.-6. Magnus Lindquist, Svíþjóð, á Há-