Morgunblaðið - 28.09.1999, Page 48

Morgunblaðið - 28.09.1999, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTBMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ W MINNINGAR GUÐJÓN ’ RUNÓLFSSON + Guðjón Runólfs- son, bókbands- meistari, fæddist í Reykjavík 9. júlí 1907. Hann lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 16. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Runólfur Guð- jónsson, bókbands- meistari, f. 7. apríl 1877 á Hjörsey á Mýrum, d. 29. febr- úar 1942, og Mar- grét Guðmunds- dóttir, f. 4. apríl 1880 í Melshúsum í Reykjavík, d. 5. júní 1942. Systkini Guðjóns voru Guð- mundur, f. 6. júní 1906, d. 28. ágúst 1966; Sigríður Sólveig, f. 16. maí 1909, d. 21. maí 1967; Guðný, f. 3. október 1913, d. 2. janúar 1980. Eftirlifandi eru systurnar Unnur, f. 19. maí 1918, og Sigurbjörg, f. 4. febrú- ar 1921. Hinn 16. maí 1931 kvæntist Guðjón Kristínu Maríu Gísla- dóttur, f. á Eskifirði 1. septem- ber 1909, d. 31. ágúst 1972. For- eldrar hennar voru Gísli Kaprasíusson, sjómaður á Eski- firði, f. í Mágahlíð í Lundar- reykjadal 22. janúar 1853, d. 30. ágúst 1915, og Guðný Eiríks- dóttir, f. í Miðhúsum í Garði 16. desember 1868, d. 22. desember 1939. Börn Maríu og Guðjóns eru þrjú. 1) Gísli Hauksteinn, Hann pabbi er dáinn og farinn héðan, en hann lifir áfram hjá okk- ur í minningunni. Nú verður hann lagður til hinstu hvílu við hliðina á mömmu sem bíður hans. Við hliðina á þeim hvílir Guðmundur, bróðir pabba. Pabbi var einstakt snyrti- menni, jafnt í klæðaburði sem og í allri umgengni. Hann vildi hafa allt í röð og reglu bæði á heimilinu og á vinnustað. Hann gat verið strang- ur, umhyggjusamur og blíður, en alltaf var velferð fjölskyldunnar honum efst í huga. Við sem böm og unglingar ólumst upp við góðan kost og öryggi, mamma heima og pabbi að vinna. Pabbi vann mikið, oft á kvöldin og um helgar, þannig flugumferðarstjóri, f. 12. júlí 1931, kvæntur Þuríði Jónsdóttur, f. 14. desember 1931 í Reykjavík. 2) Mar- grét, húsfrú, f. 19. ágúst 1932, gift Herði Ágústssyni, verkstjóra, f. 22. ágúst 1932 í Vest- mannaeyjum. 3) Runólfur, fram- kvæmdastjóri, f. 13. nóvember 1935 í Reykjavík, eigin- kona Gréta Inger Stefánsdóttir, f. 6. febrúar 1937 á Siglufirði. Fyrri eiginkona Runólfs er Steinþóra Jóhanns- dóttir, f. 10. mars 1939. Þau skildu. Barnabörn Maríu og Guðjóns eru 13 og barnabarna- börnin 24. Guðjón hóf nám í bókbandi 1. febrúar 1926, hjá föður sínum í bókbandsstofu Landsbókasafns- ins. Lauk hann námi 1930 og framhaldsnámi 1931, en síðan hóf hann störf á bókbandsstofu Landsbókasafnsins, þar sem hann starfaði til starfsloka. Guðjón vann að ýmsum félags- störfum fyrir bókbindara og um tíma var hann einnig gjaldkeri ÍR. Að auki gekk hann til liðs við oddfellowstúkuna Þórstein, árið 1943. Utfor Guðjóns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. að uppeldið lenti meira á mömmu, sem var einstök kona og móðir sem aldrei gleymist. Pabbi hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og var hann „alvöru" sjálfstæðismaður af gamla skólanum. Hans menn voru Bjami Ben. og Ólafur Thors, og þrátt fyrir að honum líkaði ekki breytingamar á sínum flokki á síð- ari ámm, sagðist hann alltaf kjósa „rétt“. Okkar blíða og góða móðir var ekki alltaf sammála pabba, en þau áttu saman gott hjónaband. „Ekki skulda og ekki kaupa neitt nema þú eigir fyrir því,“ sagði pabbi í gamla daga. Nú em breyttir tímar og allir kaupa og kaupa og skuldimar aukast. Þetta skildi + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÓLAFÍA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Ránargötu 4, Grindavík, lést á Landspítaianum laugardaginn 25. september. Jarðarförin auglýst sfðar. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi S. Kristinsson, Kristfn Vilborg Helgadóttir, Hallgrtmur P. Sigurjónsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Hrefna Benediktsdóttir, Elín Margrét Helgadóttir, Svavar Jóhannsson. pabbi ekki. í mörg ár var árviss viðburður hjá pabba að fara í viku veiðiferð í Hítarvatn og oftar en ekki fóram við krakkarnir með. Var þá ferðast á hestum neðan frá Mýr- um og mikið veitt af silungi. Pabbi var ekta veiðimaður og gat setið tímunum saman, með færið úti og hætti ekki fyrr en fiskur beit á. Sælureitur mömmu og pabba var sumarbústaðurinn þeirra við Þingvallavatn. Þaðan eigum við, börnin þeirra, margar góðar minn- ingar, bátsferðir um vatnið og út í Sandey, ásamt silungs- og murtu- veiðum. Stundum höfðum við gam- an af því að fylgjast með pabba þegar mamma veiddi meira en hann. Pabbi var bókbindari og margar þær bækur sem fóra um hans hendur, í skrautbókband og gyll- ingu, urðu að listaverkum. A jólum, afmælum og við sérstök tækifæri, fengum við frá honum sérlega fal- legar bækur, oft sjaldgæfar útgáf- ur, sem vert er að skila til afkom- enda okkar í minningu um meistar- ann. Guðjón gekk í Iþróttafélag Reykjavíkur sem unglingur, stund- aði þar „Mullers“-æfingar og æfði fimleika og var sýningarflokki fé- lagsins. Hann var Valsari fram í fingurgóma og spilaði knattspyrnu um árabil með félaginu, ásamt góð- um félögum sem flestir era horfnir á braut. Guðjón lifði ekki að sjá Val falla niður um deild og hefði líklega ekki trúað því að það gæti gerst. Oddfellow-reglan var honum hugstoð og starfaði hann í stúkunni Þorsteinn, af heOindum og mikdli sannfæringu, í félagsskap manna með fagrar hugsjónir. I hugann koma upp myndir af pabba og mömmu práðbúnum á leið á Oddfellow-ball. Mamma í síð- um kjól með pallíettum og perlum, og pabbi í kjólfötum stífur eins og fermingardrengur. Aldamótakynslóðin, sem nú er að kveðja, hefur upplifað meiri breytingar, hér á landi, en nokkur önnur á einu æviskeiði. Þetta er kynslóðin sem vann hörðum hönd- um, oft við framstæð og erfið skil- yrði. Við sem eftir lifum njótum nú ávaxtanna af þeirra starfi. Við minnumst foreldra okkar með ást og virðingu. Kærar þakkir. Gísli Hauksteinn Guðjónsson, Margrét Guðjónsdóttir, Runólfur Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku afi. Nú hefur þú fundið frið og ró í faðmi Guðs. Viðburða- rík ævi þín hér á jörðu er öll, en minningin um þig lifir í hjarta okk- Stofnað 1990 Útfararþjónustan ehf. Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Sími 567 9110 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR FINNBOGADÓTTIR frá Suðurfossi í Mýrdal, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, sunnudaginn 26 september. Jarðaförin aulýst síðar. Magnea K. Gunnarsdóttir, Símon Gunnarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir, Finnbogi Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 ar að eilífu. Margt kemur upp í hugann þegar dauðann ber að höndum, en það era hversdagslegu hlutirnir sem verða hvað dýrmæt- astir, minningar um góðar sam- verustundir með þér og Maju ömmu í Meðalholtinu og í sumar- bústaðnum á Þingvöllum. Við erum þakklát fyrir að ferðalag þitt á fund ömmu var friðsælt og kveðj- um þig með þessari fallegu bæn. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína. því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) María, Margrét, Guðjón, Gísli Jón og Kristín. Elsku afi. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Upp í hugann koma margar minningar og erfitt er að horfast í augu við það að þú sért farinn frá okkur. Okkar fyrstu minningar frá því að við voram litl- ar og fóram í heimsókn til þín í Meðalholtið með mömmu, eru að þá brást aldrei að þú laumaðir að okkur súkkulaðimola svo lítið bæri á. Stundirnar í vinnuherberginu þínu era okkur ógleymanlegar, t.d. þegar við fengum að hjálpa þér við að raða saman letri fyrir gyllingu. Við gátum alltaf fundið okkur eitt- hvað til dundurs og það voru ófáar myndirnar sem við teiknuðum á meðan þú varst að vinna. Við systurnar biðum alltaf spenntar eftir sunnudögum þegar þú komst í mat og bauðst upp á malt og appelsín með. Þá var veisla hjá okkur. A Þingvöllum í sumarbústaðnum var alltaf gaman að vera með þér. Þú kenndir okkur að róa og við fengum oft að fara með þér út á bát að veiða. Við dáðumst oft að því hve duglegur þú varst að búa einn í 27 ár eða alveg síðan amma dó. Alltaf varstu jafnhress og unglegur að sjá og við sögðum oft að vonandi yrðum við eins og þú. En nú, elsku afi, ertu loksins kominn til ömmu og við sjáum þig aldrei meir en við vitum að þú munt alltaf vera hér á meðal okkar í minningunum. Við kveðjum þig í hinsta sinn og þökkum þér fyrir allt. Þú verður alltaf í hjarta okkar. Fanney og María. Guðjón Runólfsson bókbands- meistari lézt í Reykjavík 16. sept- ember 1999, 92 ára að aldri. For- eldrar hans vora Runólfur Guð- jónsson, f. 7.4. 1877 í Hjörsey á Mýrum, og Margrét Guðmunds- dóttir frá Melshúsum í Reykjavík, f. 4. febrúar 1880. Runólfur fluttist til Reykjavíkur 1899, lauk bókbandsnámi hjá Arin- birni Sveinbjarnarsyni 1903 og vann hjá honum til 1907 er hann sigldi tU Kaupmannahafnar að tU- hlutan Landsbókasafns og Þjóð- skjalasafns til þess að læra þar nýjustu aðferðir við band og við- gerð á gömlum og skemmdum handritum og bókum, en söfnunum var mikil þörf á manni sem kunni slíkt. I framhaldi af námsför Run- ólfs var hann 11. nóvember 1908 ráðinn bókbindari í bókbandsstofu safnanna, er sett var á stofn þá um haustið í hinu nýja Safnahúsi. Var hann forstöðumaður hennar allt til dauðadags 23. febrúar 1942. Þau Runólfur og Margrét eign- uðust sex börn, tvo syni og fjórar dætur. Annar sonanna, Guðjón, sem hér er minnzt, nam bókband hjá föður sínum í bókbandsstofunni í Safnahúsinu 1926-30 og lauk brottfararprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1930, en stundaði það sama ár framhaldsnám við Fag- skolen for Boghándværk í Kaup- mannahöfn og sótti síðar þar í borg, 1937, námskeið í bókbandi og gyllingu. Að öðru leyti vann hann í bókbandsstofu Safnahússins allt frá því er hann hóf nám þar 1926. Við lát föður síns tók hann við for- stöðu stofunnar og gegndi henni til 1. júní 1973, er hann kaus að draga sig í hlé eftir 47 ára tengsl sín við stofuna. María kona hans Gísla- dóttir, f. 1. september 1908, sem unnið hafði með honum um árabil á stofunni, lézt 31. ágúst 1972. Þau eignuðust þrjú böm, synina Gísla Haukstein og Runólf og dótturina Margréti. Guðjón gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í iðn sinni, var formaður prófnefndar í bókbandsiðn 1951-78, sat í stjóm lífeyrissjóðs bókbind- ara 1971-74 og í fræðslunefnd í bókbandsiðn 1970-79 formaður 1970-75. Þeir feðgar, Runólfur og Guðjón, vora í flokki færastu bókbindara landsins, og býr bókakostur Lands- bókasafns mjög að vönduðu hand- bragði þeirra og annarra starfs- manna stofunnar. Eg minnist þess, að Guðjón sagði mér eitt sinn, að Guðmundur faðir minn hefði í landsbókavarðartíð sinni lagt áherzlu á, að vandað væri sem mest bæði til efnis og vinnu, það borgaði sig bezt, þegar til lengdar léti. Guðjón var mikið snyrtimenni og stíll yfir honum í allri framgöngu. Eg minnist nú að lokum kynna við hann og vandaðra verka hans með virðingu og þökk. Finnbogi Guðmundsson. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEIN AK 564 3555 B lómdbwðin öarðskom v/ Fossvogskii-kjMgaiA Símii 554 0500 JIXIIIIIIIIIIIII^ H H H H H H H H H H H H H H H H & Erfisdrykkjur Sími 562 0200 iii i'iminmrf Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningarltprt Xja66ameinsfélysÍTis S621414 Krabbameinsfélagið Altan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.