Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Island í sam- starf við Europol TILLAGA um gerð samstarfs- samnings Islands við Lögreglusam- vinnustofnun Evrópu, Europol, var kynnt af dómsmálaráðherra á ríkis- stjórnarfundi í gær. Ýmislegt bend- ir til þess að á næstu árum muni Schengen-samstarf færast í átt til Europol á ýmsum sviðum og sam- kvæmt upplýsingum Sólveigar Pét- ursdóttur dómsmálaráðherra þarf Island að formfesta samstarf sitt við Europol til að styrkja þá samn- inga sem þegar liggja fyrir um stöðu íslands á vettvangi Schengen. Öll ríki ESB eiga aðild að Europol en að sögn dómsmálaráð- herra er líklegt að íslandi og Nor- egi verði boðið til samstarfs eftir næstu mánaðamót. Vegna þessa fóru fulltrúar dómsmálaráðuneytis- ins og ríkislögreglustjóra í kynnis- ferð til stofnunarinnar nýlega. Þjónar hagsmunum fslands best að ganga til samstarfs Það er mat bæði dómsmálaráð- herra og utanríkisráðherra að það þjóni hagsmunum íslands best að ganga til samninga við Europol um samstarf. Rökin eru m.a. þau að það muni styrkja stöðu Islands á vettvangi Shengen-samstarfsins og efla alþjóðlega samvinnu íslenskra lögregluyfirvalda og styrkja lög- regluna í baráttunni gegn skipu- lagðri afbrotastarfsemi. Europol hefur verið með starf- semi frá árinu 1994, en sáttmálinn, sem stofnunin byggir lögformlega á, gekk ekki í gildi fyrr en fyrir ári. Markmið stofnunarinnar er að auka virkni núverandi samstarfs milli þar tii bærra yfirvalda aðildar- ríkjanna í því skyni að koma í veg fyrir og berjast gegn hryðjuverk- um, fíkniefnaviðskiptum og tiltek- inni alþjóðlegri afbrotastarfsemi. Europol hefur ekki valdheimildir í líkingu við hefðbundna lögreglu, heldur er stofnunin til aðstoðar lög- regluyfirvöldum aðildarríkjanna þegar þau kjósa að snúa sér til hennar með tiltekið mál. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Andstæður í landslaginu ÞETTA er sá árstími sem finna má miklar andstæð- Stórumörk á Rangárvöllum virðast njóta haustblíð- ur, iðagræn tún og snæhvíta íjallstoppa. Kýrnar á unnar og í baksýn má sjá snjóinn í Tindfjöllum. Landsvirkj- un heimil þátttaka í fjar- skiptum IÐNAÐARRÁÐHERRA mun leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp um breytingai' á lögum um Landsvirkjun í þá veru að fyrirtækinu verði heimilað að eiga aðild að fjar- skiptafyrirtækjum. Er það gert vegna aðildar Landsvirkj- unar að fyrirtækinu TNet ehf. sem hyggst setja upp og reka nýtt farstöðvakerfi sem kennt er við svokallaðan TETRA- staðal. TETRA-staðallinn er sam- inn af Staðalstofnun Evrópu á fjarskiptasviði, en sá er mun- urinn á honum og öðrum fjar- skiptastöðlum, svo sem GSM, að hægt er að skilgreina af- markaða notendahópa sem hafa opið samband sín í milli. Að auki eru öryggiskröfur vegna reksturs kerfisins meiri en í öðrum stöðlum. Notendur TETRA-kerfa eni meðal ann- ars lögregla, slökkvilið, björg- unarsamtök, sveitarfélög, veitufyrirtæki, verktakar og aðrir þeir sem þurfa að vera í hópsambandi sín í milli en hafa hingað til notað hefðbundnar talstöðvar. Þátttaka í útboði Landsvirkjun, Landssími ís- lands hf. og Tölvumyndir hf. stofnuðu fyrr á þessu ári fyrir- tækið TNet hf. til að setja upp og reka TETRA-far- stöðvakerfi og tók það þátt í útboði vegna TETRA-þjón- ustu fyrir Ríkislögreglustjóra- embættið og Slökkvilið Reykjavíkur. Aðilar eiga jafn- an hlut í TNeti en þátttaka Landsvirkjunar var með fyrir- vara um að lögum um fyrir- tækið yrði breytt þar sem fyr- irtækð hefur nú aðeins heimild tl að taka þátt í fyrirtækjum sem annast framleiðslu, flutrn ing, dreifingu eða sölu orku. í frumvarpi iðnaðarráðherra, sem kynnt var í ríkisstjórn í gær, er gert ráð fyrir að Landsvirkjun fái þessa heim- ild. Yfír 40 þúsund fslendingar þjást af gigtarsjúkdómum Kostnaður milli 10 og 12 milljarðar árlega AÆTLAÐ er að gigtarsjúkdómar og aðrir sjúkdómar í stoðkerfi kosti samfélagið milli 10 og 12 milljarða króna árlega. Emil Thoroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélags Is- lands, kynnti þessar tölur í erindi á málþingi í gær sem haldið var í til- efni af alþjóðlegum gigtardegi. Að henni stóðu gigtarskor Landspítal- ans, Gigtarráð og Gigtarfélag ís- lands. Emil Thoroddsen sagði tölur sín- ar byggjast á líkani frá heilsuhá- skólanum í Linköping í Svíþjóð. Hann sagði fjölda Islendinga með gigtarsjúkdóma og stoðkerfisvanda, þ.e. bakverki og fleira slíkt, vera kringum 54 þúsund. Væri notuð þrengri skilgreining, þ.e. einungis þeir sem greinst hefðu með gigtar- sjúkdóma, væri fjöldinn um 41 þús- und. Höfuðflokka gigtarsjúkdóma sagði hann vera bólgusjúkdóma, annars vegar í liðum og þá sem tengdust sjúkdómum, slitgigt, vöðva- og liðagigt og beinþynningu. Samkvæmt sænskum rannsókn- um stafar mestur kostnaður í heil- brigðiskerfinu af gigtarsjúkdómum og stoðkerfisvandamálum eða 22%, geðsjúkdómar eru taldir taka um 16% af kostnaðinum og hjarta- og æðasjúkdómar 12%. Hinn helming- ur kostnaðar við heilbrigðiskerfið stafar síðan af öðrum sjúkdómum. Emil sagði að beinn kostnaður af gigtarsjúkdómum væri um 20% af heildarkostnaðinum, þ.e. innlagnir á sjúkrahús, meðferð á göngudeildum og heilsugæslustöðvum og lyfja- kostnaður, en um 80% væru óbeinn kostnaður, svo sem framleiðslutap vegna örorku og veikinda. Svipaðar aðstæður í Svíþjóð og á íslandi Emil taldi að óhætt væri að heim- færa aðstæður á íslandi að verulegu leyti upp á sænska líkanið. Heil- brigðiskerfi þjóðanna væri svipað og algengi gigtarsjúkdóma sömu- leiðis. Hann sagði oft hafa verið nefnt að vinnuharka Islendinga væri meiri en meðal annarra þjóða og ef til vill væri kostnaður vegna örorku hér lægri vegna þessa en hann varpaði því jafnframt fram hvort slíkt kæmi ekki í bakið á mönnum síðar. Þá sagði hann með- alaldur lægri á Islandi en í Svíþjóð en ljóst væri þó að hann hækkaði skarpt hérlendis. Framkvæmdastjóri Gigtarfélags- ins sagði fjárfestingu til gigtarmál- efna skila sér mjög vel og nefndi hann að meðal úrræða til að draga úr kostnaði við gigtarsjúkdóma væri að efla menntun fagfólks, efla rannsóknir, styðja sjúklinga til sjálfshjálpar og flýta greiningu og meðferð. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra ávarpaði málþingið og sagði hún engan einn sjúkdóma- flokk valda jafnmörgum örorku og þjáningum eins og gigtarsjúkdóma. Hún kvaðst hins vegar vera bjart- sýn þar sem framfarir í meðferð væru sífellt að koma fram og að hún fylltist ekki síður bjartsýni þegar hún kæmi í aðalstöðvar Gigtarfé- Morgunblaðið/Ásdís Emil Thoroddsen, framkvæmdasljóri Gigtarfélags íslands, Arnþrúður Karlsdóttir, formaður Gigtarráðs, og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra á málþingi sem haldið var á alþjóðlegum gigtardegi. lagsins vegna nýjunga og dugnaðar sem starfsmenn og sjúklingar sýndu þar. Þá fjallaði bandaríski gigtarsér- fræðingurinn David Yocom, frá há- skólanum í Arizona, einkum um lyfjameðferð við gigtarsjúkdómum, greindi m.a. frá rannsóknum sem gæfu til kynna skjótari árangur við ýmsum gigtarsjúkdómum með fjöllyfjameðferð. Upplýsingavefur um gigtar- sjúklinga og tölvur Af öðrum erindum á málþinginu má nefna að Kristján Steinsson, yf- irlæknir á gigtarskor Landspítalans og rannsóknastofu í gigtarsjúkdóm- um, fjallaði um rannsóknir þar í til- efni af 30 ára afmæli gigtarskorar- innar og Jón Þorsteinsson, fyrrver- andi yfirlæknir, ræddi um gigt með- al fommanna. Þá sagði Helgi Jóns- son, dósent við Háskólann, frá hreyfingu og slitgigt, Jónína Björg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Gigtarfélaginu, sagði frá símaráð- gjöf fyrir gigtarsjúklinga og Unnur Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi hjá Gigtar- félaginu, greindi frá nýjum upplýs- ingavef sem fjallar m.a. um gigtar- sjúklinginn og vinnuumhverfi tölv- unnar en frumkvæði að honum á Norræna gigtarráðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.