Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 47
Skákmenn
ferðast með
afslætti hjá
Islandsflugi
SIGFIJS Sigfússon, sölustjóri ís-
landsflugs, og Áskell Öm Kára-
son, forseti Skáksambands Is-
lands, undiiTÍtuðu á föstudag
samning milli íslandsflugs og
Skáksambandsins, sem tryggir
skákmönnum innan aðildarfélaga
Skáksambandsins ódýr fargjöld
með íslandsflugi er þeir fljúga
innanlands vegna keppni. Fá þeir
20% afslátt á fargjöldum með fé-
laginu.
Islandsflug mun samkvæmt
samningnum ennfremur leggja til
flugfarseðla í verðlaun, sem veitt
verða í lok deildarkeppni Skák-
sambands íslands í mars á næsta
ári;
íslandsflug er styrktaraðili
deildarkeppninnar í skák og er
markmið samningsins m.a. að efla
skáklíf hérlendis með því að gera
skákmönnum kleift að ferðast á
ódýran hátt er þeir fara til keppni.
--------------------
Tilfiimingar í ís-
lendingasögum
FÉLAG íslenskra fræða boðar til
fundar í Skólabæ, Suðurgötu 26, í
kvöld, miðvikudagskvöld, 13. októ-
ber, með Aldísi Guðmundsdóttur.
Hefst fundurinn kl. 20.30. Nefnist
erindi Aldísar „Tilfinningar í íslend-
ingasögum.
Erindið fjallar um tilfinningar í
nokkrum íslendingasögum. Sú skoð-
un virðist útbreidd meðal fræði-
manna að heimur sagnanna sé til-
finningasnauður. Leitast verður við
að hrekja þetta viðhorf enda sýnir
það sig að finna má margvísleg
merki tilfínninga í sögunum ef beitt
er aðferðum sálfræðinnar og atferl-
isvísinda. í erindinu verða sögurnar
einkum skoðaðar með hliðsjón af
kenningu Darwins um tilfinningar
manna og dýra.
Aldís Guðmundsdóttir lauk BA-
prófi í sálfræði við Háskóla Islands
og stundaði framhaldsnám í tilrauna-
sálfræði við Háskólann í Sussex í
Englandi. Hún hefur nýlokið MA-
prófi Mslenskum fræðum frá Há-
skóla Islands. Aldís var mennta-
skólakennari í tíu ár en er nú yfir-
maður þýðingarmiðstöðvar utanrík-
isráðuneytisins.
Eftir framsögu Aldísar verða al-
mennar umræður. Fundurinn er op-
inn öllum.
------♦-♦-♦-----
Forsýning á
vegum Alliance
Fran^aise
ALLIANCE Frangaise heldur for-
sýningu á kvikmyndinni „Islending-
arnir“ eftir P. Roturier.
Um er að ræða heimildarmynd frá
árinu 1999 um samskipti íslenskra
og franskra sjómanna á því hundrað
ára tímabili sem Frakkar sóttu á ís-
lensk fiskimið. Aðstoðarleikstjóri
kvikmyndarinnar, J.Y. Courageux,
verður viðstaddur forsýninguna.
Myndin er á frönsku og verður
sýnd ótextuð. Sýningin verður í
húsakynnum Alliance Frangaise,
Austurstræti 3, fimmtudaginn 14.
október kl. 20.
FRETTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrirlestur um Sfldar-
minjasafn og sfldveiðar
ÖRLYGUR Kristfinnsson, forstöðu-
maður Sfldaminjasafnsins á Siglu-
firði, heldur fyrirlestur fimmtudag-
inn 14. október í boði Rannsóknaset-
m-s í sjávarútvegssögu og Sjóminja-
safns Islands sem nefnist: „Svolítið
sfldarævintýri11. Fyrirlesturinn verð-
ur fluttur í Sjóminjasafni Islands,
Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst
ki. 20.30. Aðgangur er ókeypis og all-
ir eru velkomnir.
í fyrirlestrinum verður stiklað á
stóru um sfldarsögu íslands m.a.
upphaf veiðanna á síðari hluta 19.
aldar, velgengnina á kreppuárunum
og lok sfldarævintýrsins á sjöunda
áratug þessarar aldar. Fjallað verð-
ur um stofnun Sfldarminjasafnsins á
Siglufirði, uppbyggingu þess og starf
Félags áhugamanna um minjasafn.
Þetta er fyrsta erindið í nýrri röð
fyrirlestra fyrir almenning á vegum
Rannsóknaseturs í sjávarútvegssögu
og Sjóminjasafns Islands. Um hefur
verið að ræða erindi með víðtæka
skírskotun til hafsins, einkum á sviði
sagnfræði, fomleifafræði, mannfræði,
þjóðfræði og menningarsögu yfirleitt.
Leitast hefur verið við að fá til liðs við
fyrrgerindar stofnanir ýmsa fræði-
menn sem hafa yfir að búa sérþekk-
ingu hver á sínu sviði. Meðal fyi-irles-
ara á undanförnum árum hafa verið
dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson þjóð-
ft-æðingur, Jón Ólafur ísberg sagn-
fræðingur, dr. Bjarni F. Einarsson
fomleifafræðingur og dr. Unnur Dís
Skaptadóttir mannfræðingur.
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausnardagur 15. október 1999.
1. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 2.123.789 kr.
100.000 kr. 212.379 kr.
10.000 kr. 21.238 kr.
3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.889.763 kr.
500.000 kr. 944.881 kr.
100.000 kr. 188.976 kr.
10.000 kr. 18.898 kr.
1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 9.306.342 kr.
1.000.000 kr. 1.861.268 kr.
100.000 kr. 186.127 kr.
10.000 kr. 18.613 kr.
2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 9.160.292 kr.
1.000.000 kr. 1.832.058 kr.
100.000 kr. 183.206 kr.
10.000 kr. 18.321 kr.
1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 8.436.154 kr.
1.000.000 kr. 1.687.231 kr.
100.000 kr. 168.723 kr.
10.000 kr. 16.872 kr.
3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.599.494 kr.
1.000.000 kr. 1.519.899 kr.
100.000 kr. 151.990 kr.
10.000 kr. 15.199 kr.
1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.396.302 kr.
1.000.000 kr. 1.479.260 kr.
100.000 kr. 147.926 kr.
10.000 kr. 14.793 kr.
1. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.973.299 kr.
1.000.000 kr. 1.394.660 kr.
100.000 kr. 139.466 kr.
10.000 kr. 13.947 kr.
1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnveró: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.310.322 kr.
100.000 kr. 131.032 kr.
10.000 kr. 13.103 kr.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf
íbúðalánasjóður
Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800