Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 47 Skákmenn ferðast með afslætti hjá Islandsflugi SIGFIJS Sigfússon, sölustjóri ís- landsflugs, og Áskell Öm Kára- son, forseti Skáksambands Is- lands, undiiTÍtuðu á föstudag samning milli íslandsflugs og Skáksambandsins, sem tryggir skákmönnum innan aðildarfélaga Skáksambandsins ódýr fargjöld með íslandsflugi er þeir fljúga innanlands vegna keppni. Fá þeir 20% afslátt á fargjöldum með fé- laginu. Islandsflug mun samkvæmt samningnum ennfremur leggja til flugfarseðla í verðlaun, sem veitt verða í lok deildarkeppni Skák- sambands íslands í mars á næsta ári; íslandsflug er styrktaraðili deildarkeppninnar í skák og er markmið samningsins m.a. að efla skáklíf hérlendis með því að gera skákmönnum kleift að ferðast á ódýran hátt er þeir fara til keppni. -------------------- Tilfiimingar í ís- lendingasögum FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðvikudagskvöld, 13. októ- ber, með Aldísi Guðmundsdóttur. Hefst fundurinn kl. 20.30. Nefnist erindi Aldísar „Tilfinningar í íslend- ingasögum. Erindið fjallar um tilfinningar í nokkrum íslendingasögum. Sú skoð- un virðist útbreidd meðal fræði- manna að heimur sagnanna sé til- finningasnauður. Leitast verður við að hrekja þetta viðhorf enda sýnir það sig að finna má margvísleg merki tilfínninga í sögunum ef beitt er aðferðum sálfræðinnar og atferl- isvísinda. í erindinu verða sögurnar einkum skoðaðar með hliðsjón af kenningu Darwins um tilfinningar manna og dýra. Aldís Guðmundsdóttir lauk BA- prófi í sálfræði við Háskóla Islands og stundaði framhaldsnám í tilrauna- sálfræði við Háskólann í Sussex í Englandi. Hún hefur nýlokið MA- prófi Mslenskum fræðum frá Há- skóla Islands. Aldís var mennta- skólakennari í tíu ár en er nú yfir- maður þýðingarmiðstöðvar utanrík- isráðuneytisins. Eftir framsögu Aldísar verða al- mennar umræður. Fundurinn er op- inn öllum. ------♦-♦-♦----- Forsýning á vegum Alliance Fran^aise ALLIANCE Frangaise heldur for- sýningu á kvikmyndinni „Islending- arnir“ eftir P. Roturier. Um er að ræða heimildarmynd frá árinu 1999 um samskipti íslenskra og franskra sjómanna á því hundrað ára tímabili sem Frakkar sóttu á ís- lensk fiskimið. Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar, J.Y. Courageux, verður viðstaddur forsýninguna. Myndin er á frönsku og verður sýnd ótextuð. Sýningin verður í húsakynnum Alliance Frangaise, Austurstræti 3, fimmtudaginn 14. október kl. 20. FRETTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirlestur um Sfldar- minjasafn og sfldveiðar ÖRLYGUR Kristfinnsson, forstöðu- maður Sfldaminjasafnsins á Siglu- firði, heldur fyrirlestur fimmtudag- inn 14. október í boði Rannsóknaset- m-s í sjávarútvegssögu og Sjóminja- safns Islands sem nefnist: „Svolítið sfldarævintýri11. Fyrirlesturinn verð- ur fluttur í Sjóminjasafni Islands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst ki. 20.30. Aðgangur er ókeypis og all- ir eru velkomnir. í fyrirlestrinum verður stiklað á stóru um sfldarsögu íslands m.a. upphaf veiðanna á síðari hluta 19. aldar, velgengnina á kreppuárunum og lok sfldarævintýrsins á sjöunda áratug þessarar aldar. Fjallað verð- ur um stofnun Sfldarminjasafnsins á Siglufirði, uppbyggingu þess og starf Félags áhugamanna um minjasafn. Þetta er fyrsta erindið í nýrri röð fyrirlestra fyrir almenning á vegum Rannsóknaseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Islands. Um hefur verið að ræða erindi með víðtæka skírskotun til hafsins, einkum á sviði sagnfræði, fomleifafræði, mannfræði, þjóðfræði og menningarsögu yfirleitt. Leitast hefur verið við að fá til liðs við fyrrgerindar stofnanir ýmsa fræði- menn sem hafa yfir að búa sérþekk- ingu hver á sínu sviði. Meðal fyi-irles- ara á undanförnum árum hafa verið dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson þjóð- ft-æðingur, Jón Ólafur ísberg sagn- fræðingur, dr. Bjarni F. Einarsson fomleifafræðingur og dr. Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. október 1999. 1. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 2.123.789 kr. 100.000 kr. 212.379 kr. 10.000 kr. 21.238 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.889.763 kr. 500.000 kr. 944.881 kr. 100.000 kr. 188.976 kr. 10.000 kr. 18.898 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 9.306.342 kr. 1.000.000 kr. 1.861.268 kr. 100.000 kr. 186.127 kr. 10.000 kr. 18.613 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 9.160.292 kr. 1.000.000 kr. 1.832.058 kr. 100.000 kr. 183.206 kr. 10.000 kr. 18.321 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.436.154 kr. 1.000.000 kr. 1.687.231 kr. 100.000 kr. 168.723 kr. 10.000 kr. 16.872 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.599.494 kr. 1.000.000 kr. 1.519.899 kr. 100.000 kr. 151.990 kr. 10.000 kr. 15.199 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.396.302 kr. 1.000.000 kr. 1.479.260 kr. 100.000 kr. 147.926 kr. 10.000 kr. 14.793 kr. 1. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.973.299 kr. 1.000.000 kr. 1.394.660 kr. 100.000 kr. 139.466 kr. 10.000 kr. 13.947 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnveró: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.310.322 kr. 100.000 kr. 131.032 kr. 10.000 kr. 13.103 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf íbúðalánasjóður Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.