Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ EG Skrifstoíubúnaður ehf. Ármúla 20 stmi 533 5900 fax 533 5901 Blöndunartæki Vola blöndunartæki hafa veriö margverölaunuð fyrir sérstakan stíl og fágun, en hönnuðurinn er hinn þekkti danski arkitekt Arne Jacobsen, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir framúrskarandi arkitektúr. Tækin eru fáanleg í litum, krómuð og f burstuðu krómi. Vola - Dönsk hönnun T€flGI Smiðjuvegi 11 * Sími: 564 1088 200 Kópavogur >Fax: 564 1089 Fást i byggingavöruverslunum um land allt Dvalar- og hjúkrun- arheimilið Fells- endi og geðheil- brigðisdagurinn Á FELLSENDAí Miðdölum er rekið hjúkrunarheimili sem mig langar til að vekja athygli á nú á ári aldr- aðra og í tilefni af al- þjóðlega geðheilbrigð- isdeginum hinn 10. október sl. Vistmenn á Fellsenda eru allir langveikir geðfatlaðir einstaklingar sem áð- ur höfðu verið vistaðir árum og jafnvel ára- tugum saman inni á geðdeildum sjúkra- húsa. Vegna veikinda sinna og fötlunar hef- ur þessum einstakl- ingum reynst um megn að standa á eigin fótum í þjóðfélaginu. Reynd hafa verið önnur úrræði, s.s. sam- býli og þjónustuhúsnæði, en ekki gengið upp, sjúkdómur þessa fólks er það erfiður að þau vistunarúr- ræði hæfa ekki. Flestir vistmenn- imir á Fellsenda era aldraðir og nokkrir háaldraðir enda búnir að dvelja þarna lengi. Þeir eru flestir með ýmsa líkamlega sjúkdóma sem krefjast eftirlits og lyfjameðferðar auk síns geðsjúkdóms. Það er þannig ljóst að þarna er hópur fólks með mjög miklar þarfir fyrir stuðn- ing samfélagsins. Fötlunar sinnar vegna gera þessir einstaklingar hins vegar ekki sjálfir neinar kröf- ur til ráðamanna þessa lands, þeir mynda ekki þrýstihópa eða öflug félagasamtök til að berjast fyrir sínum réttindum. Á Fellsenda er aðbúnaður vist- manna að flestu leyti góður og hafa miklar úrbætur orðið að því leyti á undanförnum árum. Þar vinnur gott starfsfólk sem leggur sig fram við umönnun, matseld, þrif og það sem skiptir ef til vill hvað mestu máli fyrir vistfólkið, hinn félagslega þátt. Samt er það á félagslega svið- inu sem helst vantar enn upp á að starfsemin þarna standist réttmæt- ar kröfur nútímans. Þarna vantar iðjuþjálfun og aðra félagslega hæf- ingu og endurhæfíngu. Rekstur þessarar stofnunar eins og annarra takmar- kast að sjálfsögðu af fjárveitingum. Heimil- ið er rekið á daggjöld- um sem þýðir að frá ríkinu kemur ákveðin upphæð fyrir hvern vistmann á dag. Upp- hæðin er ákveðin af ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála. Núverandi ráðherra, Ingibjörg Pálmadótt- ir, hefur sýnt Fells- enda skilning og í hennar tíð hafa dag- gjöld til stofnunarinn- ar hækkað. Betur má þó ef duga skal því daggjöldin eru enn talsvert lægri en á flestum hjúkrunarheimilum með sambærilega eða jafnvel minni Geðheilbrigði Fötlunar sinnar vegna gera þessir einstakling- ar ekki sjálfir neinar kröfur til ráðamanna þessa lands, segir Þórð- ur Ingdlfsson, og bendir á að þarna vanti iðju- þjálfun og aðra félags- lega hæfingu og endur- hæfíngu. hjúkrunarþyngd. Þetta fullyrði ég og tel mig til þekkja. Getur verið að það skipti máli að þarna er fyrst og fremst um að ræða geðsjúkt fólk en ekki líkamlega sjúkt? Á degi geð- heilbrigðis árið 1999 trúi ég því ekki. Þessi mismunur hlýtur því að verða leiðréttur að fullu. Höfundur er heilsugæstulæknir ( Búðardal. Þórður Ingólfsson Aukin þjónusta við aðstandendur STARFSMENN Kirkjugarðanna og prestar Reykjavíkur- prófastsdæma hafa um langt skeið reynt að hjálpa fólki í þeirri sorg sem það glímir við, er það stendur andspænis láti náins ættingja. Erfiðleikar- nir og áfallið er mikið stuttu eftir andlát og í kringum útför. Leit- ast hefur verið við að styðja fólk með sálu- sorgun og með því að aðstoða á allan mögu- legan máta við fram- kvæmd útfara. Sorg- arhópar, sem hjálpa fólki til að lifa með sorginni og vinna úr henni, eru starfandi víða í kirkjum. Síðastliðin tvö ár hafa starfs- menn Kirkjugarðanna og prestar Reykjavíkurprófastsdæma haft samvinnu um aukna þjónustu við aðstandendur á allra heilagra messu. Héraðsprestar prófasts- dæmanna hafa skipulagt helgi- hald í Fossvogskirkju og í starfs- mannahúsi í Gufuneskirkjugarði. Síðastliðið ár lögðu þúsundir manna leið sína í kirkjugarðana á þessum tiltekna degi. Starfsmenn voru til taks og leiðbeindu fólki og mikill fjöldi kom í Fossvogskirkju á auglýstum tíma. Vönduð tónlist- ardagskrá var sett upp í kirkjunni og þar lásu prestar ritningar- lestra, fóru með bænir og veittu viðtöl. Reynslan hefur sýnt að þörf fyrir slíka þjónustu er mjög mikil. Allra heilagra messu ber nú upp á sunnudaginn 7. nóvember og munu starfsmenn Kirkjugarð- anna og prestar Reykjavíkurpróf- astsdæma veita fólki svipaða þjónustu og verið hefur siðastliðin ár og verða Fossvogskirkja og starfsmannahús í Gufuneskirkju- garði opin frá kl. 14:00 til 18:00. Á þessum degi gefst fólki sem fyrr kostur á að sitja inni í kirkjunni, hlusta á tónlist, íhuga og taka þátt í bænagjörð. Kirkjugarðar hafa ætíð verið staður þar sem aðstandendur geta komið og ræktað minningu látinna ástvina. I ár var sú stefna tekin að tengja þjónustuna á allra heilagra messu beint við fræðslustarfið í próf- astsdæmunum. Ákveðið var að hafa fyrirlestraröð í Foss- vogskirkju á fjórum fimmtudagskvöldum fyrir allra heilagra messu. Fyrirlestrarn- ir fjalla um hina kristnu huggun, grundvöll hennar og markmið. I fyrirlestr- unum verður leitast við að sýna hvernig listamenn hafa miðl- að hinni kristnu huggun í listaverkum sínum í gegnum tíð- ina. Með aðstoð myndvarpa verða sýndar litskyggnur og fjallað verður um myndverkin. Til þessa verks verður notaður nýr myndv- arpabúnaður sem hefur verið settur upp í Fossvogskirkju. Fyrirlestrarnir hefjast eftir- Sorgarhjálp Reynslan hefur sýnt, segir Þórsteinn Ragn- arsson, að þörf fyrir slíka þjónustu er mjög mikil. talda daga kl. 20.30 og er efni þeirra eftirfarandi: 14. október „Birtingamyndir mannl egrar þjáningar í Krists- rnyndum" - Anna S. Pálsdóttir. 21. október „Kristur og þján- ingin“ - Sigurjón Árni Eyjólfs- son. 28. október „Upprisan og von- in“ - Gunnar Kristjánsson. 4. nóvember Lif í sorg og von“ - Sigurður Pálsson Fyrirlesararnir eru allir þekkt- ir guðfræðingar, sem hafa sem fræðimenn og sálusorgarar glímt við vandann sem þjáningin veldur og hafa íhugað það svar, sem kristindómurinn miðlar með huggunarboðskap sínum. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófstsdæma. Þórsteinn Ragnarsson Hrópandi óréttlæti í lífeyrismálum NÝ SKÝRSLA Rík- isendurskoðunar stað- festir það sem samtök launamanna hafa ásamt samtökum eldri borgara löngum hald- ið fram, að trygginga- kerfið eins og það er í dag, hegnir miskunn- arlaust þeim sem hafa farið að lögum og greitt tilskilin gjöld í lífeyrissjóð. Sá sem aftur á móti svíkst um og greiðir inn á banka- bók, eða kaupir verð- bréf ptendur mun bet- ur. I skýrslunni eru nefnd dæmi; t.d. sá sem hefur 90 þús. kr. í fjármagn- stekjur hefur næstum 40 þús. kr. meira úr að spila en sá sem hefur 90 þús. kr. lífeyri úr lífeyrissjóð. Þessi 40% munur felst í því að þessir tveir aðilar eru meðhöndlað- ir með mismunandi hætti hjá Tryggingastofnun og skattyfirvöld- um. Tryggingastofnun reiknar að- eins helming fjármagnsteknanna til viðmiðunartekna, þegar kemur að skerðingu tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Skattyfirvöld leggja aðeins 10% skatt á fjármagnstekjm’ á meðan þau meðhöndla lífeyrisgreiðslur eins og laun og á þær eru lagðar allt að 40% skattur. Þetta leiðir til þess að sá einstakling- ur sem stóð við skyld- ur sínar og fór eftir landslögum og fær 100 þús. kr. úr sínum lífeyrissjóði fær að- eins kr. 15.100 í grunnlífeyri úr Trygg- ingarsjóði, hann þarf að greiða kr. 21.600 í staðgreiðslu, það er kr. 6.500 meira en Tryggingastofnun greiddi hon- um og hann hefur því til ráðstöfun- ar aðeins kr. 93.600. Ef við skoðum hinn sem ekki fór eftir landslögum og reiknum með að hann hafi sett til hliðar í verð- bréf og fleira obbann af sínum lífeyrisgreiðslum og hann hafi greitt lítið sem ekkert til lífeyris- kerfisins og fengi úr því kr. 10.000, aftur á móti kr. 90.000 í fjármagn- Lífeyrir Það myndu líklega renna tvær grímur á stjórnvöld, segir Guðmundur Gunnars- son, ef lífeyriskerfíð hætti að virka eins og það er byggt upp. stekjur. Þessi einstaklingur fær ekki aðeins grunnlífeyri Trygging- astofnunar, heldur að auki kr. 24.000 á mánuði í tekjutryggingu og heimilisuppbót. Hann þarf enga staðgreiðslu að borga, aðeins kr. 7.900 í fjármagnstekjuskatt. Þessi lánsami maður er þannig marg- verðlaunaður af kerfinu fyrir að fara ekki eftir landslögum, heldur eftir kr. 31.200 af því sem Trygg- ingastofnun greiddi honum og hef: ur kr. 131.200 kr. til ráðstöfunar. í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sýnt hvernig söfnun lífeyrisrétt- Guðmundur Gunnarsson inda umfram kr. 30.000 á mánuði kemur fyrst og fremst ríkissjóði til góða. Hverjar lífeyriskrónur um- fram það auka aðeins ráðstöfúnar- tekjurnar kringum kr. 2.000, en ríkiskassinn fær hinar 8.000 krón- urnar í formi lægri skatta og bóta. Skilaboð stjórnvalda eru skýr: „Vinsamlega farið ekki eftir lands- lögum og borgið ekki í lífeyrissjóði. Sendið peninga ykkar frekar til fjármögnunarfyrirtækjanna.“ Á þetta hefur verkalýðshreyfmgin bent árum saman. Margoft hafa komið fram þær hugmyndir að í líf- eyrissjóðunum verði skilið milli þess fjármagns, sem greitt hefur verið í sjóðina og svo vaxta og fjár- magnstekna, sem hefur verið aflað með því að velta fjármunum lífeyr- issjóðsins. Með því að greiða út úr lífeyrissjóðunum tvær greiðslur í stað einnar til lífeyrisþega tapar hann ekki eins mikið af réttindum í Tryggingastofnun og greiðir einnig lægri skatta og þannig myndi þessu ósanngjarni munur jafnast. Það myndi líklega renna tvær grímur á stjórnvöld ef lífeyriskerfíð hætti að virka eins og það er byggt upp, t.d. má benda á að lífeyriskerfið greiðir milljarða í aðrar bætur en lífeyri t.d. örorku og makabætur. Leiða má að því líkur að ef það kerfi virk- aði ekki þá lægi umtalsverður hluti þeirra bótakrafna á borðum Trygg- ingastofnunar. Höfundur er formaður Rafiðnaðar- sambands íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.