Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Kristín Gestsdóttir hefur oft heyrt fólk segja: „Rófur eru ekki mannamatur, erlendis eru rófur bara skepnufóður.“ ÞETTA er nú ekki alls kostar rétt. Rófur eru bæði ræktaðar til mann- og skepnueldis og það eru ekki sömu tegundir rófna. Viða erlendis eru rófur í miklum met- um til manneldis. Það er eins með rófur og kál, við ræktum fóðurkál handa skepnum en annað kál handa mönnum. Okkur dettur ekki í hug að borða fóðurkál og heldur ekki fóðurrófur. Fyrir nokkrum árum þegar minna var um innflutning á grænmeti en nú er keypti ég fyrir sprengidaginn innfluttar rófur og sauð og sauð, en þær soðnuðu aldrei. Þetta hafa vísast verið fóðurrófur. Lengi hafa Islendingar ræktað rófur, þær þrífast vel í okkar köldu veðráttu eru mjög C-vítamínríkai- og hafa verið kallaðar sítrónur Norðurlanda. Hér áður fyrr þeg- ar ekki fengust ávextir og lítið var um grænmeti hungraði Islend- inga í C-vítamínið í rófunum og ekki var óalgengt að börn laum- uðust í garð nágrannans og nældu sér í rófur. Þeir sem rækta rófur eru oft í vandræðum með að geyma þær og oft koma börn í skólagörðum heim með fullt af rófum. Best er að setja þær í góð- an lokaðan kassa sem ljós kemst ekki í gegnum og geyma úti, t.d. á svölum. En þegar frystir er sú leið úr sögunni. Mín fjölskylda borðar sem mest af hráum þunnt sneyddum rófum meðan það er hægt, en síðan eru rófurnar soðn- ar og stappaðar og geymdar í frysti, annaðhvort eins og þær koma fyrir eða matreiddar í rétti. Gott er að frysta þetta í álformi. Rófur og kartöflur með kjötfarsi V2 kg rófur ________V2 kg stóror kortöflur____ saltvatn til að sjóða í V4 tsk. múskat 350 g saltkjötshakk 150 g svínahakkk V2 tsk. pipar '/2 dl kartöflumjöl 2 msk. hveiti 1 '/2 dl nýmjólk eða léttmjólk fersk steinselja (mó sleppa) _____________'/2 dl rasp__________ 15 g smjör (1 smópakki) 1. Afhýðið kartöflur og rófur og skerið í sneiðar. Sjóðið í salt- vatni sem rétt flýtur yíir þar til hvort tveggja er orðið meyrt. Geymið Ví> dl af soðinu en fleygið hinu. Stappið kartöflumar og rófumar með kartöflustappara eða í hrærivél og hrærið út í Vz dl af soðinu ásamt múskati. Smyrjið eldfasta víða skál og setjið stöppuna jafnt í hana. 2. Blandið saman saltkjöts- hakki og svínahakki, setjið pipar, kartöflumjöl og hveiti út í, hrær- ið síðan 2 msk. af mjólk í einu út í og hrærið vel á milli. 3. Klippið steinselju og setjið saman við farsið, smyrjið því síð- an jafnt ofan á kartöflu/rófu- stöppuna í skálinni. 4. Stráið raspi yfir og hellið bræddu smjöri jafnt ofan á. 5. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C, setjið skálina í ofninn og bakið í 15-20 mínútur. Tími fer eftir þykkt farsins. Þetta má frysta. Að sjálfsögðu má nota tilbúið fars. •:c.~ v-tri: i&c&jmasBam Rófubakstur ___________1 kg rófur________ saltvatn til að sjóða í '/2 dl hveiti V2 tsk. season all nýmalaður pipar ____________3 egg____________ V2 dl rjómi 1. Afhýðið rófurnar, skerið í sneiðar og sjóðið þar til þær era orðnar meyrar. Hellið af þeim vatninu og stappið þær. 2. Notið helst hrærivél, annars þeytara og þeytið hveiti, season all, pipar, egg og rjóma út í. 3. Smyrjið aflangt álform, strá- ið raspi inn í það. Setjið rófu- stöppuna í formið, stráið raspi yf- ir og bakið við 210°C, blásturofn 190°C í 20 mínútur. 4. Kælið örlítið en hvolfið síðan úr forminu. 5. Borðið eitt sé eða með salt- fiski, hangikjöti, hamborgar- hrygg, skinku og alls konar pyls- um og bjúgum. Athugið: Þetta má frysta í forminu. Fasteignir á Netinu S' mbl.is ALLTAf= G/TTH\SA£J /VÝ7~7 VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Styrkur við foreldra ÞAÐ munu fást efni í apó- tekunum sem gera foreldr- um fært að fylgjast með hvort börnin þeirra neyta eiturlyfja. Þarna er um að ræða þvagprófun, sem fer þannig fram að keyptir eru svokallaðir „strimlar“ í ap- ótekunum og þvagdropar settir á strimilinn og kem- ur þá í ljós hvort um notk- un hefur verið að ræða eða ekki. Nú er það þannig að ekki dugar að kaupa einn strimil heldur kannski 5 eða fleiri, vegna þess að hver strimill segir aðeins til um eina sort af eitur- lyfjunum, og getur þarna kannski verið um að ræða 5 tegundir eða meira, sem þryfti að prófa í hvert skipti. Þessu íylgir tölu- verður kostnaður þar sem þessir umræddu strimlar geta kostað allt frá 200-300 til yfir 400 krónur - eftir því hvar þeir eru til sölu - kannski fer það líka eftir tegundum, framleið- endum eða öðru sem mér er ekki kunnugt um. Það sem ég vil hér koma á framfæri er það, að fyrir bamafólk, sem e.t.v. þarf að kaupa prufuefni fyrir 2 eða fleiri böm er þetta töluverður aukakostnaður, þar sem unglingar kalla á alls konar útgjöld fyrir ut- an þessi útgjöld. Það hefur sýnt sig með viðtölum við unglinga að þeir þakka foreldmm sín- um fyrir það að þau skuli ekki neyta eiturlyfja og uppgefin ástæða var sú að „mamma gæti skellt þessu á fyrirvaralaust" og þá var nú betra að vera ekki neitt að taka þátt í þessu. Því miður kosta þessir striml- ar töluvert, eins og annað. Mín tillaga er sú að þessi vara ætti að vera ókeypis íyrir þá sem á henni þurfa að halda vegna unglinganna sinna, þannig að það fari ekki eftir fjár- hag hvers og eins hvort hann getur leyft sér þann munað að íylgjast með og gefa aðhald í baráttunni við vímuefnin. Þetta óttast allir, jafnvel unglingamir sjálfir, og ég veit að þeir eru þakklátir fyrir að hafa notið þeirrar umhyggju að vera Iátnir taka þessi „próf“ heima hjá sér. Maður heyrir oft - vímuvarnir - þetta og hitt. Má ekki eyða peningum í þessa vöm sem getur vissulega komið að tölu- verðu gagni og meira gagni heldur en margur myndi ætla? Áhyggjufull. Tapað/fundið Hjól 1 óskilum EINAR hafði samband við Velvakanda og vildi láta vita af drengjahjóli sem hann hefur séð undanfarið liggja í Vatnsmýrinni, rétt hjá Norræna húsinu nær Hringbrautinni. Hjólið er svart 20“ 5 gíra af gerðinni Huffy. GSM-sími týndist GSM-sími Nokia 5110 með grænni framhlið týndist í Setbergshverfinu í Hafn- arfirði laugardaginn 2. október sl. Skilvís finnandi hringi í síma 555 0053. Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist fimmtudaginn 7. október sl. á leiðinni frá Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra í Hraunbæ að Árbæjarapó- teki. Skilvís finnandi hringi í síma 567 7924. Hjól í óskilum NÝLEGT svart drengja- hjól er í óskilum við Lang- holtsveg. Upplýsingar í síma 553 5901. Dýrahald Hver tók við Loppu? KONAN, sem tók við henni Loppu okkar, er vin- samlegast beðin um að hafa samband við okkur í síma 5518325 eða 895 5074. Haukur. Með morgunkaffinu Ast er... að viðurkenna að þú hefur ekki alltaf rétt fyrir þér. TM Rog. U.S. PU. 0(1. — alt righU rtwr.K (c) 1M9LM Angeta, Tn*s Syndícaic Ég var búin að banna þér að leika þér að matnum. COSPER Nei, takk, ég þarf engan stólapúða. Ég nota bara kara- mellubúðing sem konan mín gerði. Ætlarðu að segja mér að þú hafir verið 38 ár í hernum og hafir aldrei drepið nokkurn mann? Víkverji skrifar... RÁÐSTEFNUR hvers konar og „dagar“ um þetta og hitt era nú haldin ótt og títt. Það er eins og haustið sé gjarnan tíminn fyrir ráðstefnur um hin og þessi áhugaverð efni. Víkverji man í svipinn eftir geðheilbrigðisdegi, gigtardegi og mikið er um hálfs eða heils dags ráðstefnur og svo virðist sem morgunverðarfundir fari mjög í vöxt. Þetta síðastnefnda form er nokkuð vel til fundið. Að hittast yf- ir morgunverði, því öllum er hollt að fá nokkra undirstöðu í upphafi vinnudags, hlusta á eina eða tvær tölur um áhugavert efni og halda síðan á vit verkefna dagsins. Hefj- ist slíkur fundur klukkan 8 eru menn komnir á vinnustað kl. 10 og geta samt afrekað ýmislegt þótt sumum finnist kannski of langt lið- ið á morguninn. xxx EINU hefur Víkverji velt fyrir sér varðandi ráðstefnur, ekki síst af því svo mikið er um að vera einmitt um þessar mundir. Þegar svo mikið er um að vera væri ekki hugsanlegt að einhver upplýsinga- skrifstofa héldi ráðstefnudagbók? Sá sem vill halda ráðstefnu myndi þá senda henni upplýsingar og ráðfæra sig við dagbókina hvenær heppilegt væri að boða til ráð- stefnu. Þannig væri hægt að af- stýra því að mjög margar áhuga- verðar ráðstefnur lentu á sama tíma. Víkverji gerir sér grein fyrir því að hér er um fullkomlega óarð- bært og jafnvel vanþakklátt verk- efni að ræða á köflum en ráð- stefnuhaldarar myndu þó fljótlega komast að því að slík dagbók væri þarfaþing. En hver á að taka verk- ið að sér? Nú eru starfandi fyrir- tæki sem sérhæfa sig í ráðstefnu- haldi og til eru Samtök ferðaþjón- ustunnar. Gætu þessir aðilar ekki komið dagbók sem þessari í kring? XXX UM leið má nefna að þetta hef- ur verið reynt varðandi tón- leikahald og kannski er slík dag- bók enn í gangi. Veit Víkverji dæmi þess að umsjón og aðstoð við tónleikahaldara af þessum toga hefur komið að góðu gagni. xxx HÚN er í aðra röndina nokkuð merkileg sú ákvörðum sam- keppnisyfirvalda að meina Flugfé- lagi Islands að fljúga miðdegisferð milli Reykjavíkur og Egilsstaða af því staða félagsins sé markaðsráð- andi. Von að Flugfélagsmönnum sárni. Ef grannt er skoðað hins vegar má sjá glætu í þessari ákvörðun því bent hefur verið á að aukning í flutningum sé síst á þeim tíma heldur frekar að morgni. Því megi gruna Flugfélagsmenn um þá græsku að ætla að neyta afls- munar í samkeppninni við íslands- flug. Víkverji er kominn út á hála braut í þessum umræðum en vildi varpa þessu fram og segja aðeins þetta til viðbótar: Hlutverk sam- keppnisyfirvalda er ekki öfunds- vert í þessum efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.