Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Ný altaristafla vígð við hátíðarguðsþjón-
ustu í Stykkishólmskirkju á sunnudag
Stærsta mál-
aða altaristafl-
an hérlendis
Stykkishólmi - Ný altaristafla var
vígð við messu í Stykkishólmskirkju
sunnudaginn 10. október. Hún er
eftir listakonuna Kristínu Gunn-
laugsdóttur og hefur hún nýlokið
við verkið. Altaristaflan er 2,60
metrar á breidd og 3,20 metrar á
hæð og er stærsta málaða altar-
istaflan á Islandi. Stykkishólms-
kirkju var gefín altaristaflan.
Þetta er fyrsta altaristafla sem
Kristín hefur gert. Altaristaflan er
látlaus. Hún sýnir Maríu með Jesú-
bamið koma færandi með son sinn
til mannanna. Slíkt er ekki algengt í
lútherskum kirkjum á Islandi, að
beina höfuðathygli að Maríu Guðs-
móður á altaristöflu.
Hlutdeild í stærstu
gleði sinni
í ávarpi sem sóknarpresturinn,
sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, las
frá listakonunni kom fram að mikil
hugsun liggur að baki þessu ein-
falda listaverki. Þar segir Kristín:
„Það mikilvægasta fyrir mig í þessu
verki er að María, móðirin helga,
réttir mér son sinn, það dýr-
mætasta sem hún á og gefur mér
þannig hlutdeild í stærstu gleði
sinni. Með því gefur hún mér, þér
og okkur öllum vonina, trúna og
kærleikann. Hún er hjúpuð
himneskri þögn og guðlegri mildi,
hinum mikla stórleika íslenskrar
vetramætur eins og við þekkjum
hana best. Móðurkrafturinn, móðir
náttúra, móðir Krists, hins talaða
orðs.“
Mikið fjölmenni sótti
guðsþjónustuna
Það var fjölmenni við messuna og
prófasturinn, sr. Ingiberg Hannes-
son, predikaði. Að messu lokinni var
kirkjugestum boðið til kaffídrykku í
boði sóknamefndar. Það var al-
menn ánægja meðal kirkjugesta
með nýju altaristöfluna og fannst
þeim að listakonunni hafi vel til tek-
ist í vandasömu verki, taflan væri
falleg og setti hlýlegan svip á
Stykkishólmskirkju.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Sóknarpresturinn, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, og Ingiberg Hannes-
son prófastur fyrir framan nýju altaristöfluna í Stykkishólmskirlgu eftir
vígsluna. Listaverkið er eftir Kristfnu Gunnlaugsdóttur og er stærsta
altaristafla landsins.
/
Ovenjuleg
kennsla í
matreiðslu
Stykkishólmi - Trausti Tryggva-
son kennir nemendum grunn-
skólans í Stykkishólmi mat-
reiðslu. Til að bjóða upp á sem
fjölbreyttasta kennslu hefur
hann leiðbeint nemendum að
matreiða og borða villtar dýra-
tegundir sem fínnast í nágrenni
Stykkishólms. Nokkrum sinnum
hefur hann komið með selkjöt og
kennt nemendum hvernig hægt
er að útbúa góða rétti úr því. Það
hefur tekist vel og oft vakið
furðu hvað hægt er að matreiða
góðan mat þó að lyktin sé ekki
alltaf góð.
Er fréttaritari kom við í skóla-
eldhúsinu hjá Trausta á dögun-
um voru nemendur í 7. bekk að
reyta gæsir. Það voru nemendur
frá Helgafelli sem komu með
gæsirnar. Tíminn hófst á því að
nemendurnir reyttu fíðrið af
gæsunum, tóku innyflin í burtu
og sviðu þær. Þegar þeir sáu
gæsahúðina sem leyndist undir
fiðrinu skildu þeir betur orðtak-
ið „að fá gæsahúð", því ekki er
hún mjúk og slétt. Að þessu
loknu voru gæsirnar frystar og í
næsta tíma sem verður eftir viku
munu þeir matreiða gæsirnar
með aðstoð Trausta kennara. Að
sögn Trausta eru krakkarnir
mjög jákvæðir og áhugasamir.
Fyrir jólin kemur röðin að rjúp-
unni.
Mælingar á varnargörðunum við Flateyri eftir flóðið í febrúar 1999
Morgunblaðið/AJdís Hafsteinsdóttir
Hrönn Waltersdóttir ásamt áhugasömum nemendum í leirmótun
Námskeið í leirmótun
í Hveragerði
Hveragerði - Það er líf og fjör í
Grænu smiðjunni í Hveragerði þegar
þar hittast 10 konur sem allar eiga
það sameiginlegt að vera á nám-
skeiði í leirmótun hjá Hrönn Walt-
ersdóttur. Þetta er í annað sinn sem
Hrönn heldur námskeið af þessu tagi
og hafa þau verið vel sótt af konum
alls staðar að af Suðurlandi.
Þáttakendumir, sem hittast
tvisvar í viku, móta hina ýmsu muni
bæði í leir og postulín og mátti þarna
sjá kertastjaka, skálar, krúsir og
margt fleira. Hrönn leigir aðstöðuna
í Grænu smiðjunni en þar hefur hún
komið sér upp brennsluofni þannig
að aðstaðan er góð. Aðspurð sagðist
hún stefna að fleiri námskeiðum í
framtíðinni enda hafí aðsókn að þeim
verið framar vonum.
I vetur mun Hrönn verða með op-
ið hús í Grænu smiðjunni fyrir þá
sem vilja nýta sér aðstöðuna sem þar
er til staðar í leirmótun. Verða þau á
fimmtudagskvöldum milli klukkan
19 og 22.
MÆLINGAR á ummerkjum snjó-
flóðsins sem féll úr Skollahvilft ofan
við Flateyri í febrúar 1999 færði
Flateyringum og öðrum landsmönn-
um heim sanninn um það að varnar-
garðarnir ofan Flateyrar eru færir
um að verja byggðina fyrir snjóflóði.
Þetta kemur m.a. fram í grein í
Flugfélag íslands
Morgunflug til
Egilsstaða
I FRAMHALDI af banni Sam-
keppnisstofnunar við síðdegisflugi
Flugfélags íslands til Egilsstaða
hefur félagið nú ákveðið að hefja
nýtt morgunflug til Egilsstaða.
Fyrsta ferðin verður í dag, mið-
vikudag. Flogið verður frá Reykja-
vík klukkan 11:45 og frá Egilsstöð-
um klukkan 13:10.
Félagið ósátt við niðurstöðu Sam-
keppnisráðs og hyggst áírýja niður-
stöðunni til áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Það var mikið um að vera í skólaeldhúsinu hjá Trausta Tryggvasyni mat-
reiðslukennara í Stykkishólmi. Þar voru nemendur í 7. bekk að reyta
gæsir og svíða og siðan munu þeir bjóða upp á gæsaveislu. Þeir taka verk-
ið alvarlega og fer ekki á milli mála að um lifandi kennslu er að ræða.
nýjasta hefti Náttúrufræðingsins og
segir að mælingar á flóðinu á þessu
ári bendi til þess að garðarnir muni
standast mun stærra flóð, t.d. sam-
bærilegt við það sem féll í október
1995 og varð 20 manns að bana.
Höfundar greinarinnar eru
Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræð-
ingur, Oddur Pétursson snjóathug-
unarmaður, Jón Gunnar Egilsson
byggingatæknifræðingur og Gunnar
Guðni Tómasson byggingaverkfræð-
ingur. Þeir gera grein fyrir mæling-
um sem fram fóru á flóðinu daginn
eftir að það féll, þ.e. hvernig varnar-
garðamir bægðu því frá efsta hluta
byggðarinnar og hversu hátt upp á
garðana flóðið náði.
Áætlað var hverjar hefðu verið út-
línur flóðsins í febrúar síðastliðnum
ef garðarnir hefðu ekki verið fyrir
hendi. Samkvæmt því hefði flóðið
náð niður fyrir efstu hús sem
eyðilögðust í flóðinu 1995 en ekki að
núverandi byggð. Rúmmál flóðsins á
þessu ári er talið hafa verið um
þriðjungur af rúmmáli flóðsins 1995.
Hraði flóðsins í febrúar er metinn
um 67% af hraða flóðsins í október
1995 og um 60% af hraða flóðs sem
hönnun garðanna miðast við.
Vandinn er ekki
óyfirstíganlegur
Arni Hjartarson jarðfræðingur
segir í ritstjórnargrein í Náttúru-
fræðingnum að af greininni megi
ráða að þótt vandinn vegna snjó-
flóðahættu sé mikill sé hann ekki
óyfirstíganlegur. Hættumat hafí
verið gert í mörgum sveitarfélögum
og það sé fyrsta skrefið. Næst þurfi
að endurskoða skipulag viðkomandi
byggða og grípa til aðgerða, svo sem
að reisa varnarvirki eða flytja byggð
frá afmörkuðum svæðum.
Viljum bæta við
sjálfboðaliðum
í ýmis verkefni
Kynningarfundur verður í kvöld,
13. október kl. 20.00,
í sjálfboðamiðstöð
á Hverfisgötu 105.
Nánari upplýsingar
í síma 551 8800.
v?OSS/o
Bflvelta á
Oslandsvegi
Varað við
lausri olíumöl
BÍLVELTA varð á Óslands-
vegi á Höfn í Hornafirði um
klukkan hálftíu í fyrrakvöld, en
að sögn lögreglu slasaðist öku-
maður bifreiðarinnar ekkert.
Lögreglan telur líklegast að
annað framdekk bifreiðarinn-
ar, sem var lítil tvennra dyra
fólksbifreið, hafi sprungið með
þeim afleiðingum að ökumað-
urinn missti stjórn á henni. Að
sögn lögreglu fór bifreiðin
tvær veltur, en ökumaðurinn
var í bílbelti og slapp því
ómeiddur. Bifreiðin var flutt í
burtu með kranabíl og er talin
ónýt.
Að sögn lögreglu er nýbúið
að setja olíumöl á Óslandsveg-
inn og er yfirborð hans því
töluvert laust í sér og getur
það hafa átt sinn þátt í slysinu,
en ökumaðurinn er talinn hafa
ekið á eðlilegum hraða. Biður
lögreglan ökumenn að sýna
sérstaka varkárni á meðan ol-
íumölin er að harðna.
Eiga að standast
mun stærri flóð