Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Deilan um skaðabótasjóð fyrir fv. nauðungarverkafólk
Tilboð þýzku fyrir-
tækjanna ekki hækkað
Berlín. Reuters.
Her Kirgisa
þjarmar að
skæruliðum
Bishkek. Reuters.
HER Kirgistans hefur náð á sitt
vald hluta gljúfursins Khodzho-
Achkan í suðurhluta landsins þar
sem hundruð skæruliða hafa hald-
ið þrettán mönnum, m.a. fjórum
japönskum jarðfræðingum, í gísl-
ingu í tvo mánuði.
Herinn er mjög lítill en hefur
fengið ný vopn frá Rússlandi, Ka-
sakstan og Úsbekistan og hóf sókn
gegn skæruliðunum á mánudag.
Talsmaður varnarmálaráðuneytis-
ins sagði í gær að hersveitirnar
hefðu hrakið skæruliðana frá aust-
urhluta Khodzho-Achkan. Ekki
var vitað hvort mannfall hefði oi-ð-
ið.
Skæruliðarnir réðust inn í land-
ið frá Tadjikistan. Rúmlega 650
skæruliðar voru á svæðinu fyrir
nokkrum dögum en aðeins um
hundrað þeirra voru þar enn í gær.
Talið er að hinir hafi farið aftur til
Tadjikistans.
Stjórn Kirgistans hefur neitað
að hefja viðræður við skæruliðana
og lýsir þeim sem „alþjóðlegum
hermdarverkamönnum“.
ÓVISSA um stjórnarmyndun í Aust-
urríki magnaðist enn þegar lokanið-
urstöður þingkosninganna, sem fram
fóru 3. október, vora birtar í gær.
Samkvæmt þeim hlutu Frelsisflokk-
ur Jörg Haiders, sem hafnaði í öðra
sæti, og Þjóðarflokkurinn, sem hafn-
aði í því þriðja, jafn mörg þingsæti,
eða 52 hvor flokkur.
Aðeins munaði 415 atkvæðum á
flokkunum tveimur - fyigi beggja
mældist 26,91% - en formaður Þjóð-
arfiokksins hafði lýst því yfír í að-
draganda kosninganna að ef flokkur-
inn hafnaði í þriðja sæti í kosningun-
um tæki hann ekki sæti í ríkisstjórn.
Jafnaðannenn, sem hlutu flest at-
kvæði í kosningunum, hafa hvatt
Þjóðarflokkinn til að halda áfram nú-
verandi. stjórnarsamstarfi og koma
þannig í veg fyrir að Frelsisflokkur-
inn komist í stjórn. Samsteypustjórn
Jafnaðarmannaflokks og þjóðar-
flokks hefur verið við völd í Austur-
ríki í 13 ár.
Viktor Klima, kanslari Austurríkis
og formaður Jafnaðarmannaflokks-
ins, mun að líkindum hitta Thomas
Klestil forseta í dag. Taiið er að for-
setinn muni afhenda Klima, sem for-
PANDELI Majko, forsætisráðherra
Albaníu, hefur lýst því yfir að hann
hyggist ekki segja af sér þótt hann
hafi beðið ósigur íyrir forvera sínum í
embættinu, Fatos Nano, í leiðtoga-
kjöri Sósíalistaflokksins á mánudag.
Majko viðurkenndi að staða sín
hefði veikst vegna ósigursins í leið-
togakjörinu en kvaðst hafa ákveðið að
segja ekki af sér þar sem hann nyti
mikils stuðnings meðal almennings.
Majko er 31 árs og yngsti forsætis-
ráðherra Evrópu. Hann fékk atkvæði
261 fulltrúa á flokksþingi sósíalista en
Nano 291.
Nano tilnefndi Majko í forsætisráð-
herraembættið í september þegar
hann sagði af sér eftir að stuðnings-
menn Lýðræðisfiokks Salis Berishas,
TALSMAÐUR þýzka fyrirtækja-
hópsins, sem staðið hefur í samn-
ingaviðræðum við fulltrúa fólks sem
neytt var til vinnu í Þýzkalandi
nazismans í síðari heimsstyrjöld,
sagði um helgina að tilboð fyrir-
tækjanna um að greiða sem svarar
160 milljörðum króna í skaðabóta-
sjóð til handa fyrrverandi nauðung-
arverkafólki yrði ekki hækkað.
Lögmenn hópa þessa fólks, sem
enn er á lífí, höfnuðu tilboðinu fyrir
helgina. Lögmennirnir hafa farið
samtals fram á skaðabætur upp á
a.m.k. 1.400 milljarða króna.
Wolfgang Gibowski, fulltrúi 35
þýzkra fyrirtækja í samningavið-
ræðunum, sem nú era sigldar í
strand í bili, sagði á sunnudag úti-
lokað að tilboð íyrirtækjanna upp á
fjóra milljarða marka yrði hækkað.
„Ráðlegast væri að sættast á þessa
greiðslu og dreifa henni til fórnar-
lambanna," sagði Gibowski í samtali
við Reuters. Þar sem þetta tilboð er
manni stærsta fiokksins, umboð til
stjórnarmyndunar. Vegna óvissu um
afstöðu Þjóðarflokksins til stjórnar-
myndunar er óttast að viðræður geti
tekið nokkra mánuði áður en ný
stjórn verður mynduð í Austurríki.
Jörg Haider brást við lokaúrslit-
um kosninganna með því að segja
þau „sögulegan árangur". Vilji kjós-
enda til breyttrar samsetningar rík-
isstjórnarinnar væri augijós. Sagði
Haider flokk sinn munu biðla til
Þjóðarflokksins um stjómarsam-
starf.
Israelar hóta að slíta
stj ór nm álasambandi
Utanríkisráðherra ísraels, Davíð
Leví, hótaði í gær að ísrael sliti
stjórnmálasambandi við Austurríki
fari svo að Frelsisflokkurinn eigi
aðild að næstu stjórn landsins.
Astæðan er meint aðdáun Haiders
á ýmsum stefnumálum Nasista-
flokksins þýska og stefna Frelsis-
flokksins í málefnum innflytjenda.
Haider hefur þvertekið fyrir að
hafa andúð á gyðingum óg hefur
sagt að hann taki hótanir Levís
ekki alvarlega.
fyrrverandi forseta, reyndu að steypa
honum af stöli. Nano snerist hins veg-
ar gegn nýja forsætisráðherranum
þegar hann reyndi að sættast við
Berisha og beina athyglinni að vanda
Albana í Kosovo.
Majko lýsti því yfír á föstudag að
hann myndi segja af sér ef hann yrði
ekki kjörinn leiðtogi Sósíalistaflokks-
ins. Samstarfsmaður hans sagði hins
vegar að sigur Nanos hefði verið svo
naumur að hann réttlætti ekki afsögn
forsætisráðherrans.
„Þeir eru nú báðir dæmdir til að
vinna saman,“ sagði heimildarmaður-
inn. „Þetta er það sem stuðnings-
menn þeirra hafa beðið þá um og það
sem þeir hefðu átt að gera strax í
upphafi."
þegar um 35 milljónum króna
hærra en fyrra tilboð sagði Gi-
bowski ekki verða gengið lengra.
Vilji þýzk stjórnvöld sjá sjóðinn
stærri yrðu þau að bæta meira við
sjálf. Þýzka stjómin hefur boðizt til
að bæta tveimur milljörðum marka,
andvirði 80 milljarða króna, við til-
boðið.
Eftir að síðustu viðræðulotu lauk
í Washington í liðinni viku án þess
að samkomulag væri í augsýn era
vonir nú bundnar við að takast muni
að ljúka málinu er sendinefndir
beggja aðila koma saman á ný í
Bonn um miðjan nóvember.
Fulltrúar allra flokka á þýzka
þinginu hvöttu í gær þýzk fyrirtæki
til að leggja sig betur fram um að
ná sáttum um skaðabótasjóðinn.
Hætta við þátttöku ef of hárra
greiðslna er krafizt
Þýzku fyrirtækin, sem viður-
kenna að hafa nýtt sér nauðungar-
INDONESIUSTJORN hét því í
gær að afvopna liðsmenn vígasveita
sem andsnúnar era sjálfstæði Aust-
ur-Tímor og hindra þá í hernaðar-
aðgerðum sem þeir hafa fram-
kvæmt frá Vestur-Tímor. Kom yfir-
lýsing þessa efnis eftir að kom til
átaka á landamærunum milli víga-
sveitanna og alþjóðlega friðar-
gæsluliðsins á eynni.
Þingmaður á indónesíska þing-
inu sagði í gær að þingið kynni að
fresta atkvæðagreiðslu um sjálf-
stæði A-Tímor uns Portúgal, fyrr-
verandi nýlenduveldi A-Tímor,
hefði fjarlægt klausu, sem kveður á
um að A-Tímor tilheyri portú-
vinnuafl í stríðinu - þar á meðal eru
Volkswagen, Siemens og Daim-
lerChrysler - segjast mjög áfram
um að málið verði klárað með
skaðabótasjóði, gegn því að þau
þurfi framvegis ekki að svara fleiri
einstökum skaðabótakröfum fyrir
rétti. Verði hins vegar of hárra
greiðslna krafízt í skaðabótasjóðinn
dragi þau sig út úr honum og leiti
frekar eftir því að greiða bæturnar
beint til þeirra sem sannað geta rétt
sinn til þeirra.
Þýzk stjórnvöld hafa á þeim ára-
tugum sem liðnir eru frá stríðslok-
um greitt meira en 100 milljarða
marka, andvirði 4.000 milljarða
króna, í skaðabætur til fórnarlamba
nazismans - þar á meðal háar fjár-
hæðir til Israels. Reiknað er með að
þessi tala verði komin í um 130
milljarða marka, 5.200 milljarða
króna, árið 2030, þegar áður um-
samdar skuldbindingar hafa verið
greiddar að fullu.
galska ríkinu, úr stjórnarskrá
sinni.
Töf á afgreiðslu indónesíska
þingsins gæti þýtt að liðsauki til
handa friðargæsluliði Sameinuðu
þjóðanna, sem starfað hefur á A-
Tímor undir forystu Asti-ala, berist
síðar en ella. Óljóst er þó enn hvort
þingið verði við tilmælum þingnefnd-
ar þeirrar er fjallað hefur um málið.
B.J. Habibie forseti Indónesíu og
aðrii' þungaviktarmenn í stjórnmál-
um landsins hafa hvatt þingið til
þess að ljúka afgreiðslu málsins hið
fyrsta í stað þess að eiga á hættu að
Indónesía einangrist enn meir en
orðið er.
Akærum
fækkað
SUÐUR-AFRÍSKUR dómari
felldi í gær niður mikilvæg
ákæraatriði í dómsmáli gegn
herskurðlækninum Wouter
Basson, sem gengur undir nafn-
inu „Dauði læknir", sem höfðað
var á hendur honum vegna
þáttar hans í efna- og lífefna-
vopnatilræðum á óvinum að-
skilnaðarstjórnarinnar í S-Af-
ríku. Dómarinn felldi niður sex
af þeim 67 atriðum sem Basson
var ákærður fyrir. Eitt ákæru-
atriðanna sem fellt var niður
kvað á um að Basson hefði eitr-
að fyi-ir og myrt 200 svarta
skæraliða. Astæðan fyrir
ákvörðun dómarans var sú að
atvikið hefði gerst utan
landamæra S-Afríku.
Gandhi
þingleiðtogi
Kongress
SONIA Gandhi var í gær kjörin,
með yfirburðasigri, leiðtogi
þingflokks Kongi'ess-flokksins á
indverska þinginu og hét hún því
að eyða miklum tíma í þinginu
sem leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar. Flokkur Gandhis beið
einn stærsta ósigm- sinn í kosn-
ingunum sem lauk í liðinni viku.
Rýmri versl-
unartími
VIRT hagmálastofnun í Þýska-
landi lagði til í gær að þýsk
stjórnvöld rýmkuðu afgreiðslu-
tíma verslana og leyfðu t.a.m.
lengi'i afgreiðslutíma á virkum
dögum og laugardagsverslun.
Skýrsla Ifo-stofnunarinnai' hef-
ur hrundið af stað umræðum
um strangar reglur stjórnvalda
um afgreiðslutíma en í skýrsl-
unni segir að héraðsstjórnum
ætti að vera í sjálfsvald sett
hvort verslanir séu opnar á
sunnudögum eða frídögum. Er
mælst til þess að verslanir verði
opnar á sunnudögum í desem-
ber til að liðka fyrir jólaverslun.
90. lífláts-
dómnum
framfylg’t
SÁDI-ARABI sem fundinn hafði
verið sekur um morð var í gær
líflátinn í borginni Haiel, sam-
kvæmt tilkynningu stjórnvalda.
Var Abdul Aziz bin Fai’aj al-
Shimari afhöfðaðm- samkvæmt
kennisetningu Islams og varð
hann þar með nítugasti fanginn
er hlýtur slík örlög í Sádi-Arabíu
á þessu ári. Mannréttindasam-
tök hafa mótmælt dómnum.
Skortur
á sæði
í Bretlandi
SKORTUR á sæði í Bretlandi
hefur leitt til þess að innflutn-
ingur á sæði hefur í fyrsta sinn
verið heimilaður. Talsmenn
stjórnvalda sögðu í gær að
stofnun sú er hefur frjósemis-
aðgerðir á sinni könnu hefði
gefíð leyfi fyrir innfluttu sæði
frá Danmörku að því tilskyldu
að það standist öryggiskröfur
sem í gildi eru í Bretlandi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
sæði er flutt út frá Danmörku
en aldrei fyrr hefur verið um
svo stóra pöntun að ræða.
Urslit þmgkosninganna í Austurríki
Stjórnarmyndun
veltur á ákvörð-
un Þjóðarflokks
Vín. AP, Reuters.
Reuters
Xanana Gusmao, einn leiðtoga sjálfstæðissinna á A-Tímor, hughreyst-
ir konu sem flúið hefur A-Tímor og dvelst í flóttamannabúðum nærri
Sydney í Ástralíu.
Indónesar munu
afvopna vígasveitir
Dili, Jakarta. AFP.
Staða forsætisráð-
herra Albaníu veik
Tirana. Reuters.