Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 64
«* Heimavörn SECURITAS Sími: 580 7000 Drögum næst 26. okt. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Saltfiskur hækkar á mörkuðum VAXANDI eftirspum er nú eftir saltfiski, einkum stórum fiski, og verðlagið á honum hefur þokast upp að undanfömu. Hækkandi verð má að nokkru rekja til mun minni afla úr Barentshafinu á undanfömum áram. Verð á saltfiski hækkar gjarnan á þessum tíma ársins enda er eftirspurnin fyrir jólin að ná há- marki um þetta leyti. Mikil sala á saltfiski hefur leitt af sér aukna eftirspum á fiskmörkuð- unum hér heima. Verð á fiskmörk- uðum hefur verið mjög hátt að und- anförnu en hækkandi verð hefur meðal annars verið rakið til mikillar eftirspurnar eftir hráefni í fersk- ^■Sfekútflutning með flugi. Saltfisk- framleiðendur hafa einnig borgað mun hærra verð á mörkuðum en áð- ur, allt upp í 10 krónum hærra verð fyrir kílóið, vegna aukinnar eftir- spurnar á saltfiskmörkuðum. Það útskýrir hins vegar eitt og sér ekki hið háa verð. Samfara þessu hefur verið tregur afli og lítið framboð af fiski. Eins kemur lítið af fiski inn á markaðina því flestir era í beinum viðskiptum við fiskverkanir. ■ Hækkandi verð/B2 aAatffflL ggggg ®sg 1 ix Morgunblaðið/Kristinn Vædderen til við- gerðar Svanfríður Jónasdóttir vekur athygli á þróun eignarhalds í sjávarútvegi Spurt hvort fundin sé ný leið til yfírráða yfir auðlindinni SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingar, varpaði fram þeirri spumingu í utandagskráram- ræðum á Alþingi í gær hvort með •fcupum sjávarútvegsfyrirtækja og eignarhaldsfélaga á hlutabréfum í öðram sjávarútvegsfyrirtækjum hafi fundist leið fram hjá lögum sem takmarka eignarhald á kvóta. Ami M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði að stjómvöld hygðust ekki bregðast við samþjöppun í sjávarút- veginum enda hefði hún ekki náð þeim mörkum sem Alþingi sjálft ákvað. Málshefjandi umræðnanna, Svan- fríður Jónasdóttir, rifjaði það upp að Alþingi hefði í fyrra breytt lögum um stjóm fiskveiða til að tryggja dreifða eignaraðild í sjávarútvegi. Hámark hafi verið sett á saman- lagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila, bæði í einstökum tegundum og heild. Með ítök í 16% kvótans Svanfríður vakti á því athygli að fyrirtæki, bæði í sjávarútvegi og eignarhaldsfyrirtæki, væra að kaupa hluti í öðram sjávarútvegs- fyrirtækjum og sum að gerast um- svifamiklir eignaraðilar. Tók hún dæmi af kaupum Samherja og Burðaráss í Skagstrendingi og sagði svo: „I fréttabréfi Eimskipa- félagsins um mitt ár kom fram að Burðarás hefði á fyrri árshelmingi fjárfest fyrir hátt í þrjá milljarða, einkum í sjávarútvegi. Og nú síðast bárast fréttir af því að Burðarás hefði aukið hlut sinn í Haraldi Böðvarssyni fyrir rúman milljarð. Fyrirtækið er eins og menn vita ráðandi eignaraðili í Útgerðarfélagi Akureyringa með yfir 40% hlut. Lauslega reiknað virðist Burðarás vera komið með umtalsverðan, og stundum ráðandi hlut, í fyrirtækj- um sem hafa yfir 60 þúsund þorskígildum að ráða, eða um það bil 16% af heildaraflahlutdcildum." Síðar spurði hún: „Getur verið að þrátt fyrir vilja Alþingis, og laga- setningu um hámarksaflahlutdeild einstakra sjávarútvegsfyrirtækja, hafi fundist annar farvegur til yfir- ráða á auðlindinni, í miklu stærri mæli en einstökum fyrirtækjum leyfist? Telur ráðherra að hægt sé að koma í veg fyrir blokkamyndun, eins og ég rakti í dæmi mínu að væri að verða til undir vemdarvæng Burðaráss? Það er jafnframt Ijóst að kaup stón-a fyrirtækja í sjávarút- vegi í öðram era að leggja grann að svipuðu mynstri. Það virðist sem kapphlaupið um að verða ráðandi í einhverjum af hinum fáu stóra, sem spáð er að muni hafa yfirráð yfir megni kvótans eftir nokkur ár, að það kapphlaup sé komið á fullt." Enginn náð hámarki Arni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði að Fiskistofa hefði eftirlit með framkvæmd laganna og hennar mat væri það að enginn aðili hefði enn náð þeirri stærð að um- rætt ákvæði laga um stjómun fisk- veiða tæki til þeirra. Þess vegna væra ekki uppi áætlanir um það af hálfu stjómvalda að bregðast við. ■ Ekki í bígerð/10 UNNIÐ hefur verið að viðgerð- um á danska herskipinu hms. Vædderen í Ilafnaríjarðarhöfn undanfarna daga. Skipið hefur legið við festar við Suðurbakka í Hafnarljarðarhöfn í heila viku en það hlaut skemmdir í brotsjó skammt undan ströndum lands- ins. Vædderen var á leið frá Dan- mörku til Grænlands þegar það fékk yfir sig brotsjóinn og varð fyrir skemmdum á framanverð- um bakborða. Svonefndar stytt- ur skekktust og gengu inn um eina til tvær tommur. Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði vinnur að viðgerð- inni og er reiknað með að hún taki tíu til ellefu daga. Ekki er vitað hvað tjónið er mikið að svo stöddu. Tvær nýjar borholur í Kröflu lofa góðu Visitala neysluverðs hækkar um 0,8% Fyrri holan gefur átta megawött Mun meiri hækkun frá síð- asta mánuði en spáð var LAN DSVIRKJUN lét bora tvær holur á jarðhitasvæði Kröflu í sum- ar og hefur nú komið í ljós að önnur holan gefur 8 megawött og er hún gMiu' með ein öflugasta holan á Kröflusvæðinu. Önnur hola var einnig borað þar í sumar og kemur í ljós á næstu vikum hvert afl hennar er, þegar hún hefur blásið út og náð jöfnum hita. Að sögn Agnars Olsen, fram- kvæmdastjóra verkfræði- og fram- kvæmdasviðs Landsvirkjunar, gera jH^nn sér vonir um að síðari holan gefi svipað afl og sú fyrri. Að sögn Agnars era alls um 25 holur í rekstri í Kröflu en frá upp- hafi hafa verið boraðar 34 holur. Hátt í 10 holur eru því ónýtar eða óvirkar. Öflugasta holan á svæðinu gefur milli 12 og 13 MW. Lands- virkjun hefur borað 6 holur á síð- ustu þremur áram, og era þær fyrst og fremst til að tryggja rekstrarör- yggi virkjunarinnar, en hún er nú keyrð á 60 MW. „Holumar era til þess að vega á móti rýmun í öðram holum, með þeim höfum við upp á eitthvað að hlaupa ef einhverjar aðrar skemmast,“ segir Agnar. VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í októberbyrjun var 193,3 stig og hækkaði um 0,8% frá fyrra mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,3%. Undanfama þijá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2% sem jafngildir 8,3% verðbólgu á ári. Verðhækkanir á fötum og skóm, markaðsverð á húsnæði, mat og drykkjarvöram, bensíni og olíu skýra 80% af hækkuninni milli mán- aða en aðrir þættir hækkuðu vísitöl- una um 0,16%. Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir það valda von- brigðum hversu mikil hækkun vísi- tölunnar er nú. Hún sé töluvert meiri en flestir höfðu spáð, bæði Seðlabankinn og aðilar á fjármála- markaði. Ekki reiknað með aðgerðum af hálfu Seðlabankans Að sögn Birgis Isleifs Gunnars- sonar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Seðlabankinn muni grípa til aðgerða í kjölfar hækkunarinnar. Skilgreina þurfi hvað sé á ferðinni og hvað valdi hækkuninni. Ekki sé þó reiknað með aðgerðum af hálfu Seðlabank- ans enda stutt síðan bankinn hækk- aði vexti. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir niðurstöð- una staðfesta að bregðast verði við verðhækkunum með tilhlýðilegum hætti og Seðlabankinn og ríkis- stjómin séu á réttri braut. ■ Jafngildir/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.