Morgunblaðið - 13.10.1999, Qupperneq 64
«*
Heimavörn
SECURITAS
Sími: 580 7000
Drögum næst
26. okt.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Saltfiskur
hækkar á
mörkuðum
VAXANDI eftirspum er nú eftir
saltfiski, einkum stórum fiski, og
verðlagið á honum hefur þokast upp
að undanfömu. Hækkandi verð má
að nokkru rekja til mun minni afla
úr Barentshafinu á undanfömum
áram. Verð á saltfiski hækkar
gjarnan á þessum tíma ársins enda
er eftirspurnin fyrir jólin að ná há-
marki um þetta leyti.
Mikil sala á saltfiski hefur leitt af
sér aukna eftirspum á fiskmörkuð-
unum hér heima. Verð á fiskmörk-
uðum hefur verið mjög hátt að und-
anförnu en hækkandi verð hefur
meðal annars verið rakið til mikillar
eftirspurnar eftir hráefni í fersk-
^■Sfekútflutning með flugi. Saltfisk-
framleiðendur hafa einnig borgað
mun hærra verð á mörkuðum en áð-
ur, allt upp í 10 krónum hærra verð
fyrir kílóið, vegna aukinnar eftir-
spurnar á saltfiskmörkuðum. Það
útskýrir hins vegar eitt og sér ekki
hið háa verð. Samfara þessu hefur
verið tregur afli og lítið framboð af
fiski. Eins kemur lítið af fiski inn á
markaðina því flestir era í beinum
viðskiptum við fiskverkanir.
■ Hækkandi verð/B2
aAatffflL
ggggg ®sg
1 ix
Morgunblaðið/Kristinn
Vædderen
til við-
gerðar
Svanfríður Jónasdóttir vekur athygli á þróun eignarhalds í sjávarútvegi
Spurt hvort fundin sé ný leið
til yfírráða yfir auðlindinni
SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, þing-
maður Samfylkingar, varpaði fram
þeirri spumingu í utandagskráram-
ræðum á Alþingi í gær hvort með
•fcupum sjávarútvegsfyrirtækja og
eignarhaldsfélaga á hlutabréfum í
öðram sjávarútvegsfyrirtækjum
hafi fundist leið fram hjá lögum sem
takmarka eignarhald á kvóta. Ami
M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
sagði að stjómvöld hygðust ekki
bregðast við samþjöppun í sjávarút-
veginum enda hefði hún ekki náð
þeim mörkum sem Alþingi sjálft
ákvað.
Málshefjandi umræðnanna, Svan-
fríður Jónasdóttir, rifjaði það upp að
Alþingi hefði í fyrra breytt lögum
um stjóm fiskveiða til að tryggja
dreifða eignaraðild í sjávarútvegi.
Hámark hafi verið sett á saman-
lagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu
einstakra eða tengdra aðila, bæði í
einstökum tegundum og heild.
Með ítök í 16% kvótans
Svanfríður vakti á því athygli að
fyrirtæki, bæði í sjávarútvegi og
eignarhaldsfyrirtæki, væra að
kaupa hluti í öðram sjávarútvegs-
fyrirtækjum og sum að gerast um-
svifamiklir eignaraðilar. Tók hún
dæmi af kaupum Samherja og
Burðaráss í Skagstrendingi og
sagði svo: „I fréttabréfi Eimskipa-
félagsins um mitt ár kom fram að
Burðarás hefði á fyrri árshelmingi
fjárfest fyrir hátt í þrjá milljarða,
einkum í sjávarútvegi. Og nú síðast
bárast fréttir af því að Burðarás
hefði aukið hlut sinn í Haraldi
Böðvarssyni fyrir rúman milljarð.
Fyrirtækið er eins og menn vita
ráðandi eignaraðili í Útgerðarfélagi
Akureyringa með yfir 40% hlut.
Lauslega reiknað virðist Burðarás
vera komið með umtalsverðan, og
stundum ráðandi hlut, í fyrirtækj-
um sem hafa yfir 60 þúsund
þorskígildum að ráða, eða um það
bil 16% af heildaraflahlutdcildum."
Síðar spurði hún: „Getur verið að
þrátt fyrir vilja Alþingis, og laga-
setningu um hámarksaflahlutdeild
einstakra sjávarútvegsfyrirtækja,
hafi fundist annar farvegur til yfir-
ráða á auðlindinni, í miklu stærri
mæli en einstökum fyrirtækjum
leyfist? Telur ráðherra að hægt sé
að koma í veg fyrir blokkamyndun,
eins og ég rakti í dæmi mínu að væri
að verða til undir vemdarvæng
Burðaráss? Það er jafnframt Ijóst að
kaup stón-a fyrirtækja í sjávarút-
vegi í öðram era að leggja grann að
svipuðu mynstri. Það virðist sem
kapphlaupið um að verða ráðandi í
einhverjum af hinum fáu stóra, sem
spáð er að muni hafa yfirráð yfir
megni kvótans eftir nokkur ár, að
það kapphlaup sé komið á fullt."
Enginn náð hámarki
Arni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði að Fiskistofa hefði
eftirlit með framkvæmd laganna og
hennar mat væri það að enginn aðili
hefði enn náð þeirri stærð að um-
rætt ákvæði laga um stjómun fisk-
veiða tæki til þeirra. Þess vegna
væra ekki uppi áætlanir um það af
hálfu stjómvalda að bregðast við.
■ Ekki í bígerð/10
UNNIÐ hefur verið að viðgerð-
um á danska herskipinu hms.
Vædderen í Ilafnaríjarðarhöfn
undanfarna daga. Skipið hefur
legið við festar við Suðurbakka
í Hafnarljarðarhöfn í heila viku
en það hlaut skemmdir í brotsjó
skammt undan ströndum lands-
ins.
Vædderen var á leið frá Dan-
mörku til Grænlands þegar það
fékk yfir sig brotsjóinn og varð
fyrir skemmdum á framanverð-
um bakborða. Svonefndar stytt-
ur skekktust og gengu inn um
eina til tvær tommur.
Vélsmiðja Orms og Víglundar
í Hafnarfirði vinnur að viðgerð-
inni og er reiknað með að hún
taki tíu til ellefu daga. Ekki er
vitað hvað tjónið er mikið að
svo stöddu.
Tvær nýjar borholur í Kröflu lofa góðu
Visitala neysluverðs hækkar um 0,8%
Fyrri holan gefur
átta megawött
Mun meiri hækkun frá síð-
asta mánuði en spáð var
LAN DSVIRKJUN lét bora tvær
holur á jarðhitasvæði Kröflu í sum-
ar og hefur nú komið í ljós að önnur
holan gefur 8 megawött og er hún
gMiu' með ein öflugasta holan á
Kröflusvæðinu. Önnur hola var
einnig borað þar í sumar og kemur í
ljós á næstu vikum hvert afl hennar
er, þegar hún hefur blásið út og náð
jöfnum hita.
Að sögn Agnars Olsen, fram-
kvæmdastjóra verkfræði- og fram-
kvæmdasviðs Landsvirkjunar, gera
jH^nn sér vonir um að síðari holan
gefi svipað afl og sú fyrri.
Að sögn Agnars era alls um 25
holur í rekstri í Kröflu en frá upp-
hafi hafa verið boraðar 34 holur.
Hátt í 10 holur eru því ónýtar eða
óvirkar. Öflugasta holan á svæðinu
gefur milli 12 og 13 MW. Lands-
virkjun hefur borað 6 holur á síð-
ustu þremur áram, og era þær fyrst
og fremst til að tryggja rekstrarör-
yggi virkjunarinnar, en hún er nú
keyrð á 60 MW. „Holumar era til
þess að vega á móti rýmun í öðram
holum, með þeim höfum við upp á
eitthvað að hlaupa ef einhverjar
aðrar skemmast,“ segir Agnar.
VÍSITALA neysluverðs miðað við
verðlag í októberbyrjun var 193,3
stig og hækkaði um 0,8% frá fyrra
mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
5,3%. Undanfama þijá mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um 2%
sem jafngildir 8,3% verðbólgu á ári.
Verðhækkanir á fötum og skóm,
markaðsverð á húsnæði, mat og
drykkjarvöram, bensíni og olíu
skýra 80% af hækkuninni milli mán-
aða en aðrir þættir hækkuðu vísitöl-
una um 0,16%.
Birgir ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir það valda von-
brigðum hversu mikil hækkun vísi-
tölunnar er nú. Hún sé töluvert
meiri en flestir höfðu spáð, bæði
Seðlabankinn og aðilar á fjármála-
markaði.
Ekki reiknað með aðgerðum
af hálfu Seðlabankans
Að sögn Birgis Isleifs Gunnars-
sonar hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvort Seðlabankinn
muni grípa til aðgerða í kjölfar
hækkunarinnar. Skilgreina þurfi
hvað sé á ferðinni og hvað valdi
hækkuninni. Ekki sé þó reiknað
með aðgerðum af hálfu Seðlabank-
ans enda stutt síðan bankinn hækk-
aði vexti.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, segir niðurstöð-
una staðfesta að bregðast verði við
verðhækkunum með tilhlýðilegum
hætti og Seðlabankinn og ríkis-
stjómin séu á réttri braut.
■ Jafngildir/22