Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 55
FÓLK(FRÉTTUM
■
I
!
1
I
Maður er nefndur Keith
Ævintýrið
rétt að
hefjast
Kristinn Níelsson hefur vakið athygli fyrir
líflega framkomu og magnaðan gítarleik á
Stones-kvöldum í höfuðvígi Rollinganna á
______Flateyri. Egill Egilsson_
talaði við hann um lærisveinana í COR,
Stones og tónlistarskólann.
Ljósmynd: Egill Egilsson.
OFT ER því haldið fram að
að baki hverjum manni
standi góð kona eða öf-
ugt. Eflaust mætti heim-
færa þessa líkingu upp á hljóm-
sveitina COR frá Flateyri, sem
hefur átt mikilli velgengni að fagna
að undanfömu vegna Rolling Ston-
es-tónleikahalds í samkrulli við Ól-
af Helga Kjartansson sýslumann
og fleiri poppgoð. Þó að sýslumaður
hafi ekki verið með í för nema í ein-
staka tilvikum, hafa drengirnir
sýnt og sannað að þeir eru liprir og
færir tónlistarmenn.
Þessari kunnáttu og miklum
stuðningi geta þeir þakkað kennara
sínum og um leið skólastjóra Tónl-
istarskólans á Flateyri, Kristni Ní-
elssyni. Sjálfur hefur hann stigið á
stokk með þeim á Stones-kvöldun-
um með mögnuðum gítarundirleik
og um leið rafmagnaðri sviðsfram-
skomu sem er meira en menn eiga
að venjast af þessum dagfarsprúða
og snyrtilega tónlistarkennara. Það
er því engin furða að manna á mill-
um hefur Kristinn hlotið millinafnið
„Keith“.
Byrjaði á núllpunkti
Kristinn féllst á að koma í viðtal
og greina stuttlega frá sjálfum sér
og áhugamálum sínum, sem öll eru
tengd að einu eða öðru leyti tónlist.
Hver er maðurinn og hvaðan
kemur hann?
„Ég er innfæddur ísfirðingur.
Uppboðið
gekk von-
um framar
NÁTTFÖT kóngsins, skyrt-
urnar, gítarneglur, málverk
og gömul krítarkort voru
meðal þeirra muna sem drógu
að sér múg og margmenni til
Las Vegas um helgina. Ef
marka má viðtökurnar á upp-
boðinu sem haldið var á mun-
um Elvis Presleys í Las Vegas
um siðustu helgi lifir kóngur-
inn góðu lífi, í það minnsta í
huga manna. Aðstandendur
uppboðsins sögðu að uppboðið
hafi gengið vonum framar og
ótrúlega gott verð hafí fengist
fyrir eigur EIvis.
Draumur hins 22 ára Antho-
ny Ciaglia rættist þegar boði
hans í svarta skyrtu átrúnað-
argoðsins frá sjöunda ára-
tugnum var tekið, en hann
fékk hana fyrir rúmar sex
hundruð þúsund krónur. Ci-
aglia, sem hermir eftir Elvis á
næturklúbbi í Las Vegas, seg-
ir að án Elvis væri lífið ekki
svipur hjá sjón, enda hefur
hann sitt lifibrauð af því að
setja sig í fótspor kóngsins.
Ég lauk hefðbundnu skyldunámi og
stúdentsprófi á ísafirði, fluttist til
Svíþjóðar 1984 og var þar í háskól-
anámi, kom síðan heim og hóf störf
hjá Tónlistardeild Ríkisútvarpins í
Reykjavík. Þar sá ég um reglulega
djassþætti o.fl. Var þar í tvö ár og
fór síðan aftur til Svíþjóðar og var
þar um tveggja ára skeið við tónl-
istarkennslu. Til Flateyrar kom ég
síðan í ágúst 1995 gagngert til að
kenna tónlist. Hér var meira en nóg
fyrir mig að gera og á lausu skólast-
jórastaða. Þar að auki var mikið af
góðu og skemmtilegu fólki á staðn-
um. Þegar ég kom hafði ekki verið
nein starfsemi við tónlistarskólann
í eitt og hálft ár. Ég ákvað því að
byrja á núllpunkti með nemendur
mína.“
Kom námið í Svíþjóð þér að ein-
hverjum notum í sambandi við
kennsluna?
„Háskólanámið í Svíþjóð var að
mestu leyti bóklegt, þar sem feng-
ist var kerfisbundið við rannsóknir
og greiningu á verkum og skrifum
um tónlistarmenn. Einnig var saga
ólíkra tónlistarhópa frá Afríku og
Suður-Ameríku skoðuð. Þó var eitt-
hvað um verklegt og þar lærði ég
mest á fiðluna. Ég hafði þó mjög
gott nám að baki frá Tónlistarskóla
Isafjarðar og Tónlistarskóla
Reykjavíkur í farteskinu. Námið
var að mestu leyti krufning og
rannsóknir á ólíkri tónlist og lítið
um hefðbundið hljóðfæranám."
Það voru margir sem líkt-
ust kónginum á uppboðinu
um helgina og hér er Denn-
is Dolinsky að mæta á upp-
boðið og að sjálfsögðu er
hann í gervi Presleys.
Veislusalur MGM Grand
hóteisins í Las Vegas hafði
verið breytt í smækkaða út-
gáfu af heimili Elvis, Gracel-
and, af þessu tilefni og var
íjölmennt þar um helgina.
Búist var við að safnast
myndu 4,5 milljónir doilara
með uppboðinu og mun það fé
renna til heimilislausra í
Memphis, heimaborg kóngs-
ins.
Ævintýraþrá til rokksins
Þessi áhugi á rokktónlist, hve-
nær byrjaði hann?
„Mér var boðið eitt sumar að
spila í hljómsveitinni Ýr þegai- hún
var og hét. í rauninni hafði ég ekki
aldur til að spila með hljómsveitinni
á böllum, þar sem ég var aðeins 15
ára. Við Gummi Hjalta stofnuðum
seinnna meir hljómsveit sem hét
Gabríel. Vinir mínir tveir voru hins-
vegar saman í hljómsveit sem hét
Lúsífer. í þessum hljómsveitum
spilaði ég oftast nær á gítar. Það
gat komið fyrir að ég spilaði á fiðlu
eða hljómborð, en gítarinn hafði
alltaf yfirhöndina. Ég tók mér síð-
an frí frá rokkinu og sneri mér al-
farið að klassíkinni í fjögur ár og að
þeim tíma liðnum sneri ég aftur til
rokksins. Þetta tengist vissri ævin-
týraþrá og um leið varúðarráðstöf-
un á því að staðna ekki í einhverju
fagi. Fjölbreytni er nauðsynleg í
litlum samfélögum."
Snúum okkur að COR-drengjun-
um. Myndirðu segja að þeir væru
þitt besta afsprengi sem komið hef-
ur úr tónlistarkennslunni?
„Þeir eru vissulega eitt af því
mikilvægasta sem komið hefur úr
kennslunni. COR-drenginrir eru
gott dæmi um hvað hægt er að
gera. Hæfileikamir voru fyrir
hendi hjá þeim öllum, þeir voru
byrjaðir að spila saman og eru góð-
ir kunningjar. Þeir voru því mjög
vel samstilltir. Það sem þeir eru að í
gera í dag munu þeir halda áfram
að gera. Það eru sumir sem byrja
að læra og hætta svo, en því er öf-
ugt farið með COR-drengina; þeir
ætla að halda áfram. Sumt af því
sem ég hef kennt þeim hafa þeir
síðan þróað áfram.“
Eru þeir farnir að kenna þér?
„Já, hálfpartinn.“
Heldurðu að þeir í COR séu fyr-
irmynd fyrir aðrar upprennandi
hljómsveitir seinna meir?
„Jú, ég held það. Þeir eru að
ryðja brautina fyrir aðra héma fyr-
ir vestan. Þeir em að sýna hvaðv
hljómsveitin getur náð góðum ára-
ngri með litlum tilkostnaði.“
Rolling Stones
í loftinu
Hefurðu alltaf haft áhuga á Roll-
ing Stones?
„Ahuginn var ekki stöðugur í
fyrstu. Ég hafði meiri áhuga á
Clapton, Hendrix, Rory Gallagher
og BB King. Það var aðallega þegar
ég komst í plötur bróður míns, Guð-
mundar Níelssonar, sem áhuginn
jókst. Bróðir minn fékk áhugann
töluvert á undan mér. Hann gaf
frænda okkar plötu með Stones í
afmælisgjöf og varð sjálfur svo
heillaður af þeim. Síðan þá hefur1 -
þetta verið grúppan hans.“
Verður framhald á Stones-kvöld-
unum?
„Já það verður framhald á þeim,
en í allt öðru samhengi sem ég ætla
ekki að gefa upp að svo stöddu.“
Trúir þú því að Rolling Stones
muni fyrr eða síðar koma til Is-
lands?
„Það er eitthvað í loftinu; það er
engin spurning um að þetta var
ekki tilviljun þegar Jagger var á
ferð hérna í sumar. Þessu er ekki
lokið.“
BRESK TRYGGINGALÖG 1982.
BRITISH Marine Mutual Hull
INSURANCE ASSOCIATION LlMITED.
FRAMSAL ALMENNRA VlÐSKIPTA:
1. HÉR MEÐ TILKYNNIST að tryggingafélagið British Marine Mutual Hull Ins-
urance Association Limited lagði inn umsókn til breska fjármálaráðuneytisins
þann 8. september 1999 um að það heimilaði, skv. 49. gr. II. kafla viðauka 2C
við tryggingalög frá 1982, að félagið framseldi öll réttindi sín, skyldur og skír-
teini, sem það hefur gefið út í Bretlandi fyrir 8. september 1999, til British Mar-
ine Luxembourg SA.
2. Breska fjármálaeftirlitið eða starfsmenn þess sjá um og hafa eftirlit með fram-
sali þessu í umboði breska fjármálaráðuneytisins skv. 49. gr. III. kafla viðauka
2C við tryggingalögin sbr II. kafla laga um „Deregulation and Contracting Out
1994" og einnig sbr. reglur um „Contracting Out (Functions in Relation to Ins-
urance) 1998".
3. Eintak af skýrslu um einstök efnisatriði fyrirhugaðs framsals liggur frammi til
skoðunar á skrifstofu British Marine Mutual Hull Insurance Association Limited í
Walshingham House, 35 Seething Lane, London EC3N 4DQ alla virka daga frá
kl. 9.00 til kl. 1 7.00 til 8. desember 1999.
4. Skriflegar athugasemdir við framsalið má senda til fjármálaeftirlitsins, 25 The
North Colonnade, Canary Wharf, London E14 5HS fyrir 26. nóvember 1999.
Fjármálaeftirlitið mun ekki taka afstöðu til athugasemda fyrr erí eftir skoðun á
öllum athugasemdum sem berast fyrir þann dag.
5. íslenska fjármálaeftirlitið auglýsti yfirfærsluna í Lögbirtingablaðinu no.
103/1999 29. september 1999 með vísan til 2. mgr. 86. gr. sbr. 1. mgr. 68. gr.
laga um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994. Skriflegar athugasemdir má senda til
Fjármálaeftirlitsins, Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík fyrir 29. október 1999.
6. Eintak af yfirlýsingu, þar sem lýst er efnisatriðum fyrirhugaðs framsals, liggur
frammi til skoðunar á skrifstofu Málflutningsskrifstofu, Suðurlandsbraut 4A, 108
Reykjavík alla virka daga frá kl. 8.30 til kl. 1 7.00 til 29. október 1999.
11. október 1999.
Málflutningsskrifstofa,
Einar Baldvin Axelsson hdl.,
Suðurlandsbraut 4a,
108 Reykjavík