Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Ein rás
eða tvær
Er Sjáljstæðisflokkurinn orðinn svo ein-
ráður á menningarsviðinu að átökin
um pólitískar stefnur í menningarmál-
um fara eingöngu fram innan flokksins
en ekki á milli hans og annarra flokka?
Ungir sjálfstæðismenn hafa far-
ið mikinn í kjölfar yfírlýsinga
forráðamanna Ríkisútvarpsins
um möguleika á opnun annarrar
sjónvarpsrásar. Er gi'einilegt að
þeir telja frelsi einkastöðvanna
ógnað, bæði þeirra sem fyrir eru
og einnig þeirra sem koma
skulu, ef RÚV færir út kvíamar.
Veigameira atriði í málflutningi
þeirra er þó að fráleitt sé að hið
opinbera sé að vasast í rekstri
sem einkaaðilar geti fullt eins
vel staðið að. Hvernig skilgreina
á sjónvarpsrekstur er hins vegai'
álitamál þótt hagfræði hinna
ungu sjálfsstæðismanna byggist
vafalaust á reiknireglunni um
hámarkshagnað með lágmar-
kstilkostnaði. Málstaður þeirra
sem styðja þá
VIÐHORF
Eftir Hávar Sig-
urjónsson
hugsun að hið
opinbera eigi
að standa
myndarlega
að rekstri sjónvarps og útvarps
verður óneitanlega erfíðari að
verja en ella þegar horft er til
þeirrar dagskrár sem í boði er.
Um leið verður að taka skýrt
fram að dagskrá Ríkissjónvar-
psins er þó á allan hátt fjöl-
breyttari og menningarlegi’i en
einkastöðvanna en reyndar er
heldur ekki úr ýkja háum söðli
að detta.
Manni verður því fyrir að
spyrja hvort fyriiTnyndirnar
sem þegar eru komnar á kopp-
inn séu þær sem miða eigi við ef
ríkið ætti að gefa frá sér út-
varpsreksturinn, að samkeppnin
fari öll fram á afþreyingarsvið-
inu, að lítið sé hugað að gæðum
dagskrárinnar eða hversu mikið
er framleitt af innlendu efni. Þau
rök eru ekki trúverðug að ef
RUV hyrfí af sjónarsviðinu sem
ríkisstofnun yrði jafnhliða algjör
hugarfarsbreyting hjá einka-
aðilunum, þeim rynni skyndilega
blóðið til skyldunnar og hæfu
tafarlaust öfluga framleiðslu
innlends efnis. Reglan um hám-
arkshagnað með lágmar-
kstilkostnaði réð vafalaust ferð-
inni hér eftir sem hingað til
nema til kæmi sjálfsögð laga-
setning um að til þess að geta
talist íslensk sjónvarpsstöð yrði
að sýna meiri menningarlega
hollustu en talsetja alþjóðlegt
barnaefni og texta ameríska
skemmti- og spennuþætti. Að
bíómyndunum ógleymdum. Aðr-
ar þjóðir hafa skýrar reglur
hvað þetta varðar og þykir sjálf-
sagt að setja sjónvarpsstöðvum
skilyrði um hlutfall innlendrar
og erlendrar dagskrár áður en
leyfi eru veitteinkaaðilum til
sjónvarpsútsendinga. Hérlendis
virðist nægja að sanka að sér
tækjum og tólum, flytja inn-
blásna ræðu eða tvær um frjálsa
samkeppni og gefa fögur fyrir-
heit um stórkostlega þáttagerð
til að fá leyfi til að opna sjónvar-
psstöð. Engin þeirra sjónvar-
psstöðva, sem hér eru starf-
ræktar, uppfyllir
lágmarksskilyrði sem sett eru
víðast hvar annars staðar um
slíkan rekstur og er þá að sjálf-
sögðu aðeins verið að horfa til
dagskrárinnar.
I ljósi þessa verður manni örð-
ugt að skilja hvernig RÚV ætlar
sér að opna aðra sjónvarpsrás,
við núverandi skilyrði, með öll-
um þeim kostnaði sem þvi fylgdi;
væri ekki nær að leggja þá fjár-
muni í dagskrárgerðina á þeirri
rás sem fyrir er, efla hana til
muna og taka virkan þátt í sam-
keppninni við einkastöðvarnar
með því að sækja fram á því sviði
sem stendur því sem næst autt
stærstan hluta ársins? Sviði inn-
lendrar dagskrárgerðar. Ein-
hvern veginn fær maður það
ekki til að ganga upp að annars
vegar sé talað um að ekki sé
hægt að efla innlenda dagskrár-
gerð vegna fjárskorts og síðan
sé hins vegar sagt í fullri alvöru
að í undirbúningi sé opnun ann-
arrar sjónvarpsrásar. Gott ef
ekki var talað um að önnur rásin
ætti að vera íþrótta- og afþrey-
ingarrás og hin ætti að sinna
menningar, fræðslu og listahlut-
verkinu. Gott ef satt er en
hvernig er hægt að afla fjár-
muna til að búa til tvær rásir
þegar ekki virðist vera nóg til að
halda úti einni.
Það hvarflaði reyndar að
manni eftir golfhelgina marg-
nefndu að þar hefði farið fram
lymskuleg tilraun til að afla raka
fyi'ir sérstakri íþróttarás með
því að ganga svo fram af al-
mennum sjónvarpsáhorfendum
að erlend golfkeppni hafði for-
gang fram yfír innlendar fréttir
hvað þá annað. Þrátt fyrir al-
mennan íþróttaáhuga þjóðarinn-
ar og margnefndar tölur í því
samhengi virðist hlutfall íþrótta
í dagski'á sjónvarpsins vera al-
gjörlega út úr korti miðað við
önnur áhugamál landsmanna og
fyrirferð þeirra í sjónvar-
psdagskránni. Ekki má þó skilja
þetta svo að verið sé að óska eft-
ir einhvers konar jafnræði á því
sviði. Ákveðnar íþróttagreinar
eru vinsælt sjónvarpsefni og
fara vinsældirnar ekki alltaf eft-
ir fjölda þeirra sem stunda
greinina. Meta verður afþrey-
ingargildið að nokkru þegar
fjallað er um íþróttir í sjónvar-
pinu.
Auðvitað er það pólitísk
ákvörðun að efla RÚV og leggja
meira fjármagn í dagskrárgerð-
ina, hvort heldur er hljóðvarp
eða sjónvarp og hlýtur því að
mega túlka yfírlýsingu mennta-
málaráðherra og útvarpsstjóra á
þann veg að með opnun annar-
rar rásar eigi að beina meira
fjármagni í þessa átt. Og komum
við þá að þeirri sérkennilegu
stöðu sem birtist í mótmælum
hinna ungu sjálfstæðismanna
því engum blandast hugur um að
það eru vitaskuld eldri sjálf-
stæðismenn sem boða eflingu
RÚV. í húsi herrans eru greini-
lega margar vistarverur og ekki
rætt um það sama í þeim í öllum.
Eða er Sjálfstæðisflokkurinn
orðinn svo einráður á menning-
arsviðinu að átökin um pólitískar
stefnur í menningarmálum fara
eingöngu fram innan flokksins
en ekki á milli hans og annarra
flokka? Hvort heldur er, virðist
vera tekist á um menningarleg
grundvallaratriði og í hæsta
máta sérkennilegt að aðrir
flokkar skuli ekki telja sér skylt
að taka þátt í þeirri umræðu.
Ivilnun á
kostnað kvenfrelsis
RÍKISSTJÓRNIN
hefur ákveðið að
ákvæði í skattalögum
um millifærslu pers-
ónuafsláttar milli
maka verði breytt
þannig að ónýttur
persónuafsláttur
maka nýtist að fullu.
Samkvæmt fjárlagafr-
umvarpinu eiga þess-
ar breytingar að ger-
ast í áföngum, sá fyrsti
þeirra komi til fram-
kvæmda á næsta ári
og verði þá 85% pers-
ónuafsláttar nýtanleg-
ur í stað 80% hans eins
og nú er.
Prófessor fagnar
Undarlega lítil viðbrögð hafa
orðið við þessum fréttum sem ef til
vill falla í skuggann fyrir stórmál-
um á borð við Fljótsdalsvirkjun,
sölu Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins, gerræðisleg vinnubrögð við
skipan vísindasiðanefndar og
sitthvað fleira sem ríkisstjómin
ástundar ofan úr fílabeinsturni sín-
um. Þó birtist greinarkorn í Morg-
unblaðinu 6. október sl. eftir Guð-
mund Magnússon prófessor undir
fyrirsögninni „Ómagar og hænsna-
bú“ sem er reyndar lítið upplýsandi
fyrir innihald gi'einarinnar, en
fögnuður höfundar leynir sér ekki
yfir þessari breytingu á skattalög-
unum.
„Margir fjármálaráðherrar hafa
misst af tækifærinu til þess að
hrinda þessu í framkvæmd þótt það
stuðli bæði að jafnrétti og sam-
heldni fjölskyldna," segir Guð-
mundur Magnússon. Og síðar:
„Fjármálaráðherra er því á réttri
leið. Hann er að gera skattkerfið
hlutlaust gagnvart verkaskiptingu
hjóna.“
Osanngjarn þrýstingur
á konur
Þetta er auðvitað gamalkunn
túlkun og skoðun margra, en engu
að síður fullkomlega röng niðurs-
taða meðan staða kynjanna er svo
ójöfn sem raun ber vitni. Þetta
ákvæði vinnur beinlínis gegn frelsi
konunnar til að velja hvemig hún
hagar lífi sínu. Konur
eru að miklum meiri-
hluta tekjulægri en
karlar sem munar
marga um persónuaf-
slátt eiginkvenna
sinna til að lækka
skattana sína. Vissu-
lega getur það komið
betur út fjárhagslega
fyrir heimilin og þess
era mörg dæmi að ein-
mitt það hafi orðið
konunni fjötur um fót
þegar hún vill fara út á
vinnumarkaðinn eftir
tímabundið annríki við
umönnun barnanna.
Skilaboðin til hennar
eru að það borgi sig ekki fjárhags-
lega að ógleymdum stöðugum ám-
inningum um það hlutverk hennar
að annast nú bömin og heimilið al-
mennilega.
Þetta er því síður en svo hlut-
laust ákvæði heldur skapar ósann-
gjarnan þrýsting á konur með
heimili. Enda segir prófessorinn í
grein sinni: „Millifærsla að fullu
hvetur til þess að börnum sé sinnt
heima. Það er miklu einfaldara að
fara þessa leið en að fara að borga
foreldri í beinhörðum peningum
fyrir að vera heima.“ Fróðlegt væri
að heyra skoðanir prófessorsins á
því hvort foreldrið á að „vera
heima“.
Réttlætið og buddan
Þvi miður nýtur þessi stefna
mikils stuðnings í þjóðfélaginu og
ástæðan er vitanlega sú að fjöl-
skyldur munar um hvern frádrátt-
arlið við framtalningu tekna til
skatts. En það er eins og fyrri dag-
inn lítill áhugi á umræðu um grund-
vallaratriði eða aðrar leiðir að sama
marki.
Viðmiðunin er fyrst og fremst
buddan.
Auðvitað væri eðlilegast að hver
fullorðin manneskja væri sjálfstæð-
ur skattgreiðandi óháð því hvort
hann eða hún er formlega talin(n)
sofa hjá öðrum skattgreiðanda og
má nú minna á háværa gagnrýni
fyrr á árinu á það óréttlæti að fólki
á launum hjá Tryggingastofnun sé
gert að sæta skerðingu vegna
Skattalög
Eðlilegast væri að hver
fullorðin manneskja
væri sjálfstæður skatt-
greiðandi, segir Kristín
Halldórsdóttir, óháð
því hvort hann eða
hún er formlega talin(n)
sofa hjá öðrum
skattgreiðanda.
tekna maka. Allir tóku undir þá
gagnrýni og virtust sammála um
nauðsyn leiðréttinga. Þar fóru
réttlætið og hagsmunir buddunnar
saman.
A þá að taka af fjölskyldum
þessa skattaívilnun sem felst í
millifæranlegum persónuafslætti
milli maka? Já, að mínum dómi á
að gera það. En ekki bótalaust.
Millifærslan nú kostar hátt á ann-
an milljarð króna og breytingarn-
ar kosta væntanlega um hálfan
milljarð til viðbótar. Þetta fé ber
að nýta á annan hátt í þágu fjöl-
skyldna með börn á framfæri.
Fjölskyldan er afgangsstærð
Eðlilegasta og réttlátasta að-
gerðin til þess að létta undir með
fjölskyldum í gegnum skattakerfíð
er að forráðamenn barna fái sér-
stakan persónuafslátt þeirra til
frádráttar frá tekjum sínum. Þá
skiptir heldur ekki máli hvort um
er að ræða hjón eða ekki.
Fjölskyldan er algjör afgan-
gsstærð í skattalegu tilliti, en hafi
ríkisstjórnin ætlað sér að bæta fyr-
ir eyðileggingu barnabótakerfísins
á undanförnum ái’um með fyrr-
nefndri skattabreytingu þá er hún
á villigötum. Það þarf að styrkja og
styðja fjölskylduna, en það á ekki
að gera á kostnað kvenfrelsis og
möguleika kvenna til sjálfstæðis.
Höfundur er fyrrverandi ai-
þingiskona.
Kristín
Halldórsdóttir
Betri tíð í vændum hjá
sjúklingum með iktsýki
LIÐAGIGT hrjáir
þúsundir Islendinga
og þótt liðagigt sé
sjaldan lífshættulegur
sjúkdómur þá fylgja
henni miklar þjáning-
ar. Liðir bólgna og
stirðna og almenn van-
líðan ásamt þreytu er
oft mikil. Við langvar-
andi ástand skemmast
og afmyndast liðir og
daglegri færni sjúkl-
ingsins hnignar. I al-
varlegustu tilfellum
getur liðagigtin stytt
lífslíkur sjúklinga.
Astand og horfur
liðagigtarsjúklinga er mjög breyti-
legt. Er það einkum háð því hversu
þrálátar liðbólgumar eru og hve
margir liðir bólgna. Sjúklingur með
tímabundna bólgu í einum lið hefur
augljóslega betri framtíðarhorfur
en annar sem hefur viðvarandi
bólgur í mörgum liðum.
Iktsýki er sú tegund liðagigtar
sem getur orðið hvað skæðust. Af
þeim tvö til þrjú þúsund Islending-
um sem hafa iktsýki má gera ráð
fyrir að tvö til fjögur hundruð hafi
mjög slæman sjúkdóm þar sem við-
varandi fjölliðabólgur leiða til mik-
illa liðskemmda og gera viðkomandi
óvinnufæran. Meðferð
iktsýkisjúklinga er
margþætt. Auk lyfja-
meðferðar er mikil-
vægt að huga að
sjúkraþjálfun, iðju-
þjálfun og félagslegum
vandamálum sem
hljótast af liðagigtinni.
Frá því að aspirín kom
á markað árið 1874
hafa orðið stöðugar
framfarir í meðferð á
iktsýki og þeim sjúkl-
ingum farið fækkandi
sem ekki fá verulega
bót meina sinna. Með
Gigt
Nú er að renna upp nýtt
skeið í meðferð liða-
gigtar, segir Arnór Vík-
ingsson, með tilkomu
nýrrar kynslóðar
af gigtarlyfjum.
lyfjameðferð nútímans hefur tekist
að draga verulega úr liðbólgum og
liðskemmdum og bæta þannig líðan
sjúklinga og forða mörgum frá ör-
orku. Samt sem áður er hluti sjúkl-
inga áfram illa haldinn þrátt fyrir
lyfjameðferð.
Nú er að renna upp nýtt skeið í
meðferð liðagigtar með tilkomu
nýrrar kynslóðar af gigtai’lyfjum.
Þessi nýju lyf grípa inn í bólguferli í
liðagigt á sértækari máta en áður
þekktist og af fyrstu reynslu að
dæma virðast þau draga betur úr
liðbólgum en fyrri lyf gerðu. Á síð-
asta ári komu tvö ný lyf á markað
og fyrirséð er að fleiri lyf muni
fylgja í kjölfarið.
Hérlendis hefur aijnað þessara
nýju lyfja verið gefíð 10 sjúklingum
og lofai’ meðferðin góðu. Mikilvægt
er þó að fara varlega í notkun þess-
ara lyfja þar sem reynslan af þeim
er stutt og því ekki ljóst hvort lang-
tímaárangur sé góður eða hvort
fram koma alvarlegar aukaverkanir
þegar til lengri tíma er litið. Fram-
tíðin virðist björt hjá liðagigtar-
sjúklingum og full ástæða er til að
ætla að á næstu árum verði miklar
framfarir í meðferð á þessum alvar-
legu sjúkdómum.
Höfundur er sérfræðingur í a 1-
mennum lyflækningum oggigtar-
sjtíkdómum.
Arnór Víkingsson