Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 26 ERLENT Reuters Kofi Annan heldur á sex milljarðasta jarðarbúanum á fæðingardeildinni í Sarajevo í gær. Móðir drengsins, Fatima Mevic, fylgist með ásamt starfsfólki sjúkrahússins. íbúafjöldi jarðarinnar er kominn upp í sex milljarða Fjölgun jarðarbúa á árþúsundinu sem er að líða. Big (j IH11 tjppp*3 g ■TT'TnH o 1 ÍOOOe. Kr. 1250 1500 1750 2000 Ibúahlutfall árið 1900 Evrópa 24,7% Afrika 8,1% Miö- og suður Amerika 4,5% Asía 57,4% Eyjálfa 0,4% Spá um íbúahlutfall árið 2050 Asía 59,1% Norður Ameríka 4,4% Eyjálfa 0,5% Afrika 19,8% Mið- og suður Amerika 9,1% ----- 2050 Evrópa 7,0% Heimild: Mannfjðldastofnun Sameinuðu þjóðanna AP Kofí Annan heiðrar sex milljarðasta jarðarbúann íbúafjöldi jarðar hefur þrefaldast síðan 1927 Peking, Sameinuðu þjóðirnar, Sarajevo. AP, Reuters. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, veitti nýfæddum dreng í Sarajevo táknræna viðurkenningn sem sex milljarðasta jarðarbúanum í gær, en manníjöldasérfræðingar höfðu reiknað út að sex milljarða markinu yrði þá náð. íbúafjöldi jarðar hefur þrefaldast síðan árið 1927, en örlítið hefur þó hægt á mannfjölgun á síðustu árum. Hin 29 ára gamla Fatima Mevic fæddi fyrsta barn gærdagsins á fæðingardeild sjúkrahússins í Sarajevo, tveimur mínút- um eftir miðnætti. Kofi Annan færði henni blóm og friðarorðu SÞ við athöfn á fæðingardeildinni, sem orðin er að tákni fyrir friðinn sem ríkir á ný í Bosníu. Fatima sagði að drengurinn, sem hún hyggst nefna Adnan, væri sitt fyrsta barn, og að fæðingin hefði gengið vel. „Eg vissi ekki hvað stóð til fyrr en við lok meðgöngunnar og svo var mér sagt að sonur minn væri sex milljarðasti íbúi jarðarinnar," sagði hin nýbakaða móðir við fréttamenn. Athöfnin í Sarajevo var eingöngu tákn- ræn, enda engin leið að segja til um hvaða barn í öllum heiminum hafi brotið sex milljarða múrinn. Kofi Annan hafði ráðgert að vera í Bosníu á þessum degi, og sagði að sér væri sérstakur heiður að fagna þessum áfanga á fæðingardeildinni í Sarajevo, þar sem konur ólu börn við sprengjugný í 43 mánaða umsátri Serba í Bosníustríðinu. Íbúaíjöldi jarðar hefúr tvöfaldast síðan árið 1960 og þrefaldast siðan 1927, þegar tveir milljarðar manna bjuggu þessa ver- öld. Jarðarbúum hefur fjölgað um einn milljarð á síðustu tólf árum, en nú er útlit fyrir að farið sé að hægja á fjölguninni. „Veröld okkar er að taka breytingum vegna aukins íl)úaf]ölda,“ sagði Kofi Ann- an við athöfnina í Sarajevo í gær. Fimm börn koma í heiminn á hverri sekúndu um allan heim, samkvæmt nýj- ustu skýrslu mannfjöldastofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Flest þeirra fæðast í Af- ríku og Asíu, og margra þeirra bíður sár fátækt, ólæsi, húsnæðisskortur og einung- is 55 ára meðalaldur. Fjölmennasta ríki heims er Kina, en þar búa 1,25 milljarðar manna. Kínversk yfir- völd lýstu því yfir í gær að íbúaljöldi jarð- ar hefði farið mun fyrr yfir sex milljarða markið ef Kínveijar hefðu ekki tekið upp þá stefnu fyrir 20 árum að hvert par mætti aðeins eignast eitt bam. Xinhua- íréttastofan hafði eftir æðsta embættis- manni íjölskyldumála að Kínveijar hefðu -ella verið 300 milljónum fleiri í dag. Æ fleiri stunda útivist og njóta þess aö vera til úti í náttúrunni. Forsenda góðrar og skemmtilegrar útivistar er góður úbúnaður. Á morgun opnum við ævintýraheim útivistarfólks í Kringlunni. Þá opnast þér ný leið til að njóta íslenskrar náttúru til fulls án þess að hafa of miklar áhyggjur af veðrinu. Ertu til? NANOQ#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.