Morgunblaðið - 13.10.1999, Síða 41

Morgunblaðið - 13.10.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 4^ + Pétur Hraun- fjörð Pétursson fæddist í Stykkis- hólmi 4. september 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi í Reykjavík 3. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Foss- vogskapellu 12. október. Ég hitti Pétur Hraunfjörð fyrst í vinnu í sementsaf- greiðslu rétt fyrir ofan Elliðaárnar. Þetta var seint á 6. áratugnum. Ég var að snapa á eyr- inni eins og það var kallað og var sendur þarna inn eftir. Hópur manna vann við að setja sementspoka á færiband. Færi- bandið lá upp á háa stæðu af sem- entspokum, þar var Pétur og hans menn og stöfluðu pokunum. Þetta var hörkuvinna. Þótt einn og einn sementspoki sé ekki mjög þungur síga þeir í þegar maður er stöðugt að lyfta þeim. Pétur hélt uppi fjörinu, bæði vinnufjörinu og baráttuandanum. Hann sagði sögur úr verkalýðsbar- áttunni milli þess sem hann hædd- ist að þeim sem áttu þann eina draum að sanka að sér veraldlegum auði. Svo tók hann til við að greina þjóðfélagsástandið í anda sósíalista og kommúnista, vitnaði í góðskáld- in og gaf ekki mikið fyrir valdhaf- ana. Fyrir okkur strákana var hann upplifun, hinn sanni verkamaður og hvflíkur andans jöfur. I samanburði við hann fannst okkur valdamenn þjóðarinnar og auðsafnararnir vera eins og sementspokarnir sem við stöfluðum í stæðuna, þungir og rykugir, en samt viðráðanlegir. Seinna fylgdist ég með Pétri á verkfallsvöktum hjá Verkamanna- félaginu Dagsbrún. Fjörið og anda- giftin var hin sama. Nú átti verk- fallið hug hans, þessi upplifun ör- eigans að í verkfallinu réð hann sínu lífi. Hér var verkalýðurinn ekki að vinna að því að auðga aðra. Hann var að vinna skapandi starf, að skapa fólkinu sínu og stétt sinni betra líf. Andagift Péturs og sög- urnar voru ekki síðri en á sements- stæðunni og hann dreifði baráttu- hamingjunni á báðar hendur. Baráttuhreyfingin sem oft er kennd við árið 1968 hófst hér á ís- landi, eins og víða annars staðar, árið 1967. Rótin var hin sama og rót annarra baráttuhreyfínga vinstri sinna á þessum árum, óréttlæti Ví- etnamstríðsins. Réttlætiskenndin skýrskotaði sterkast til þeirra sem lengi höfðu barist fyrir friðaðr- stefnu og brottför hersins, til þeirra sem höfðu verið virkir í baráttunni fyrir bættum kjörum verkafólks og gegn kúgun auðvaldsins, og til unga fólksins. Þetta fólk myndaði bar- áttuhreyfingu sem blómstraði frá árinu 1967 og langt fram yfir 1970. Þetta var ekki bara stuðningsbar- átta við Víetnama, eða barátta gegn veru Bandaríkjahers hér á landi og NATO. Þetta var barátta fyrir rétt- læti til handa snauðum um allan heim, líka á íslandi og barátta fyrir róttækari og lýðræðislegri verka- lýðshreyfingu. Fylkingin svokölluð, sem var arf- taki Æskulýðsfylkingar Sósíalista- flokksins, var mikilvirk í þessu öllu. Samstarfsmenn flykktust að og mynduðu baráttuhreyfingu sem náði langt út fyrir Fylkinguna. Þarna var Pétur Hraunfjörð kom- inn, galvaskur sem aldrei fyrr. Það væri of langt að rekja það allt. Ég minnist Péturs sérstaklega í verk- fallinu langa 1970. Fylkingin og samstarfsmenn hennar, ekki síst Pétur, gáfu út dagblaðið „Verk- fallsvörðinn" meðan á verkfallinu stóð og seldu á götum. Framlag Péturs í því blaði voru m.a. hugleið- ingar af verkfallsvaktinni, settar fram í einni eða tveim- ur setningum, örstutt baráttuljóð. Það er erfitt að rekja baráttusögu manns eins og Péturs. Auðvitað er ekki margt skráð í skýrslur um slíka menn. Ekki held ég hann hafi kom- ist mikið inn í stjórnir, nefndir og ráð, örugg- lega ekki margt upp að telja af slíkum afrek- um. En áhrif hans eru í hverri baráttuhreyf- ingu sem upp rís þar sem þjóðfélagslegt réttlæti og manneskjuást eru í öndvegi. Pétur er okkur harmdauði en vonir hans og andagift eru enn sprellfjörugar innra með okkur. Ragnar Stefánsson. Pétur Hraunfjörð er horfinn og þar með einn litríkasti persónuleik- inn úr hópi samferðarmannanna. Ég kynntist Pétri fyrst upp úr 1970 gegnum Véstein, íyrri eiginmann minn. Þótt leiðir okkar skildu hélt Pétur tryggð við mig enda mörg sameiginleg áhugamál og hann óþrjótandi viskubrunnur íyrir sæns- klærðan félagsráðgjafa sem var að átta sig á félagslegum aðstæðum og pólitísku andrúmslofti á Islandi eftir langa útivist. Hafi þá stundum verið erfitt að aðlagast „útúrboruhættin- um“ á íslandi átti Pétur ekki hvað minnstan þátt í að snúa bölmóð í áskorun, höfða til samstöðu og leiða fyrir sjónir að fólki beri að skila sín- um hlut til síns lands. Eftir að við Þorsteinn giftumst áttum við einnig skemmtilegar stundir með Pétri á heimili okkai- og víðar. Þeir náðu vel saman og miðluðu ólíkri reynslu sem tengdist meðal annars verkalýðshreyfing- unni. Pétur hafði eldlegan áhuga á ritstörfum Þorsteins fyrir íslenskan almenning, hvatti hann til dáða og veitti gagnrýni sem var honum mikils virði. Við lásum á móti rit- smíðar Péturs og ræddum. Það var lærdómsríkt að kynnast jafn eldheitum baráttumanni sem var svo fylginn sér og trúr mál- staðnum að gömlu félagarnir í Fylkingunni bliknuðu við hliðina á honum. Hann var ótrúlega ungur í anda en tekinn af erfiðisvinnu, basli og bágum kjörum. Pétur var með ólíkindum fjölhæf- ur, lesinn og víðsýnn. Þótt hann kynni ekki erlend tungumál að gagni virtist hann geta tileinkað sér hvaðeina úr pólitískum fræðum jafnt sem bókmenntum og heim- speki. I samræðum var hann svo rökfastur, frumlegur, skemmtileg- ur og frjór að hægt var að gleyma sér yfir óendanlegum fjölda kaffi- bolla þótt skyldan kallaði. Hann hafði ekki ráð á að ferðast, en þrá hans eftir að skoða Island og helst allan heiminn var brennandi. Hann notaði texta og myndir til að bæta sér upp ferðalög og var svo vel að sér í íslenskri landafræði og jafnvel jarðfræði að margir háskólalærðir hefðu verið stoltir af. Hann var „öskukall" en virtist vera yfir allan mismun hafinn, gerði ekki greinar- mun á fólki eftir aldri, kyni, þjóð- erni eða stétt, átti alltaf samleið, gat talað við alla og átt við þá kunn- ingsskap svo framarlega sem menn töluðu sama pólitíska mál. Pétur var alltaf fyrst og fremst maður lítflmagnans og var aldrei í vafa um hvenær veruleikinn krafð- ist þess að láta fundarsköp og fræðisetningar lönd og leið. Um leið hafði hann oftrú á að mennta- menn gætu gert kraftaverk í þágu þeirra sem minna mega sín - svo að það var stundum óþægilegt. Efth' að Pétur fluttist að Víðinesi heimsóttum við hann þangað nokkrum sinnum, meðal annars í „listasmiðjuna", fórum í gönguferð- ir og ræddum málin sem fyrr. Eftir að heilsu hans hrakaði til muna höf- um við þó því miður aðeins fylgst með honum úr nokkurri fjarlægð. Eftir stendur minningin um mann sem „batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn". Við hjónin sendum fjölskyldu Péturs samúðarkveðjur. Sigrún Júlíusdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, amma og langamma, INGILEIF ÖRNÓLFSDÓTTIR, Básbryggju 51, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 14. október kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Marinó Óskarsson, Stefanía Ama Marinósdóttir, Vilhjálmur Ragnarsson, Theódóra Marinósdóttir, Stefán Jónsson, Stefanía Ósk Guðmundsdóttir, Ragnar, Inga Rós, Marinó, Anna Hlín, Andrea, Hjalti og Arnar. Bróðir okkar, föðurbróðir og mágur, GRÉTAR S. GARÐARSSON, Vitastíg 12, lést mánudaginn 4. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hafsteinn S. Garðarsson, Hildur Pálsdóttir, Hafdís Sigurbjörnsdóttir, Margrét H. Sigurpálsdóttir, Guðrún B. Hafsteinsdóttir, Lilja S. Hafsteinsdóttir, Hafsteinn G. Hafsteinsson. Lokað Lokað verður vegna jarðarfarar HARALDAR HERMANNSSONAR í dag frá kl. 12—15. Rafver hf., Skeifunni 3e. PETUR HRA UNFJORÐ PÉTURSSON + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HERMANN PÁLSSON, Vallargötu 16, Vestmannaeyjum, iést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 12. október. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju laugar- daginn 16. október kl. 14.00. Margrét Ólafsdóttir, Ólafur Hermannsson, María J. Ammendrup, Ingveldur Hermannsdóttir, Sigurður M. Jónsson, Guðbjörg Hermannsdóttir, Bela von Hoffmann og barnabörn. + Útför mannsins míns og föður okkar, MAGNÚSAR EYJÓLFSSONAR pípulagningameistara, Víðihvammi 8, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. október kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Jöklarannsóknafélags fslands, bankar. 1627 í Lands- banka íslands, Laugavegi 77 og Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Fyrir hönd fjölskyldu hins látna, Margrét Sigþórsdóttir, Eyrún Magnúsdóttir, Sigþór Magnússon. + Eiginmaður minn, SIGURÐUR LÁRUSSON rafvirkjameistarí, frá Tjaldanesi, síðast til heimilis í Hamraborg 32, Kópavogi, sem andaðist föstudaginn 8. október sl., verður jarðsunginn frá Digra- neskirkju föstudaginn 15. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Ásthildur Magnúsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, sonur og bróðir, SIGURÐUR KARLSSON, Fífumóa 5d, Njarðvík, varð bráðkvaddur um borð í togaranum Gnúpi G.K. 11 að morgni sunnudagsins 10. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugar- daginn 16. október kl. 13.00. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Lára Jóna Helgadóttir, Andri Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir, Karl E. Karlsson og systkini hins látna. + AXEL HJELM, sem lést á heimili sínu á Hofsósi fimmtudaginn 7. október, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju laugardaginn 16. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar Ágúst Axelsson. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GUÐNÝJU HELGADÓTTUR, Smáratúni 4, Selfossi. Helgi Guðmundsson, Þórhildur Guðmundsdóttir, Páll Sigurgeirsson, Viktoría Guðmundsdóttir, Páll Bjarnason, barnaböm og barnabamaböm. í11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.