Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SÍMINN www.simi.is McCartney semur lög til Lindu AÐDAENDUR Bítilsins Paul McCartney vita vart í hvorn fót- inn þeir eiga að stíga þessa dag- ana. Nýverið gaf hann út sína fyrstu rokkplötu um nokkra hríð „Run Devil Run“ sem fékk ágætar viðtökur hjá gagnrýnendum. Og á föstudag ' verða frumflutt átta sígild verk fyrir strengjakvartett sem eru uppistaða í breiðskífu hans „Working Classical“. „Þetta eru lög sem ég samdi fyrir Lindu,“ segir hann í sam- tali við Reuters. „Ég er hrifinn af laginu „Warm and Beautiful" og það er í uppáhaldi hjá mér af verkunum; ég er verulega snort- inn af því. Það nær að gera skil mínum dýpstu tilfinningum til Lindu,“ sagði hann. Hún Iést úr krabbameini í fyrra. Utgáfan á þessari sígildu plötu er aðeins nokkrum vikum á eftir rokkplötunni „Run Devil Run“. „Ég er ánægður með að geta unnið á báða vegu. Ég er í [síjörnumerkinu] tvíburunum og okkur á að líka hitt og þetta. Það jaðrar við að vera geðklofí." Nina Sos Vinther hefur fylgt Friðriki Þór Friðrikssyni eftir eins og skugginn Með englana í linsunni Nina S0s Vinther sýndi stuttmynd sína Al- ice Alice á nýafstaðinni stuttmyndahátíð, _____Nordisk Panorama. Dóra Ósk_ Halldórsdóttir hitti Ninu sem núna er önn- um kafín við að klippa heimildamynd sem hún gerði um Friðrik Þór Friðriksson og gerð kvikmyndarinnar Englar alheimsins. TOLVU- NÁMSKEIÐ Tölvu- og verkfræðlþjónustan Grensásvegl 16 pöntunar?fmi ÞAÐ er létt yfir Ninu Sps Vinther þegar blaðamaður hittir hana á Hótel Borg. Nina er alin upp í Kaup- mannahöfn en hún á þó ættir að rekja til íslands því móðir hennar pr íslensk, Sigríður Axelsdóttir. „Ég hef alltaf búið í Danmörku og þótt ég hafi oft komið til Islands að hitta ættingja mína í móðurætt er þetta í fyrsta skiptisemégbýá íslandi,“ segir Nina, en hún hef- ur dvalið hérlend- is um tveggja mánaða skeið og elt Friðrik Þór Friðriksson á röndum, enda er hún í félagi við Darra Gunnars- son að gera heim- ildamynd um Friðrik og gerð Engla alheimsins, en Nina og Darri kynnt- ust í námi í Danmörku. En áður en við víkjum talinu að heimildamynd- inni er ekki úr vegi að spyrja hana aðeins um mynd hennar ,Alice, Al- ice“ sem sýnd var á stutt- og heim- ildamyndahátíðinni Nordisk Panor- ama, en í þeirri mynd byggir hún á hluta af ævintýri Lewis Caroll um Lísu í Undralandi. Hver getur svarað nema þú? „I sögunni er mjög skemmtileg sena þegar Lísa hittir köttinn. Ég Morgunblaðið/Kristinn Kvikmyndatökumaðurin Harald G. Paalgard og Friðrik Þór Frið- riksson ræða málin á síðasta tökudegi Engla alheimsins. hef alltaf verið heilluð af samræðum þeirra á þessum krossgötum. Lísa getur valið milli tveggja leiða, sem virðast keimlíkar, því engin kenni- leiti bera áfangastaðnum vitni. Hún spyr köttinn hvora leiðina hún eigi að velja og hann svarar því til að hún geti aldrei fengið svar við því hjá öðrum, hún verði að finna svarið hjá sjálfri sér. Eg hef alltaf verið heilluð af þessu atviki í sögunni því á hveijum degi þarf maður að taka ákvarð- anir, sumar af- drifaríkar og aðrar hvers- dagslegri. Hver manneskja er heimur út af íyr- ir sig og ráðleg- gingar annarra eru oft ekkert í tengslum við manns eigin veruleika. Stundum er líka ekkert til að byggja ákvarðanimar á nema tilfinning manns og þá hlýtur innsæið að ráða ákvörðuninni. Að- eins þú sjálf getur valið þinn veg.“ Nina segist ávallt hafa verið hugf- angin af leikhúsi og hún hafi starfað mikið með leikhópi í Danmörku og einnigí London í Queens-leikhúsinu. Arið 1991 bjó hún til stuttmyndina „Dog Bites Man“ sem hún segir að hafi gengið vel og verið sýnd bæði í sænsku og dönsku sjónvarpi. „Ég kunni vel að meta hversu víða mynd- Með blaðinu a rnorgun í tilefni af stækkun Kringlunnar mun 56 síðna sérútgáfa fylgja Morgunblaðinu á morgun, fimmtudaginn 14. október. Morgunblaðið/Golli Nina Sns Vinther hefur alltaf verið heilluð af heimi leiklistar. in var sýnd og fannst gaman að sjá hvemig þessi litla mynd öðlaðist sjálfstætt líf þegar ég sleppti af henni hendinni," segir Nina og bros- ir. Gerð þessarar myndar jók áhuga Ninu á kvikmyndagerð og til að öðl- ast reynslu á því sviði hóf hún störf við auglýsingagerð. En hún komst fljótlega að því að sú vinna var henni ekki að skapi. „Ég missti örlítið móðinn við það því mér fannst sá heimur ekki bjóða upp á mikið svigrúm fyrir hug- myndaflug.“ Nina ákvað því að halda til náms og nam um árs skeið í Eur- opean Film College í Danmörku og einnig hefur hún tekið fræðilega kúrsa í kvikmyndagerð í Kaup- mannahafnarháskóla. Allan þennan tíma hefur hún ætíð verið tengd leik- húsinu en gert stuttmyndir með- fram því starfi, m.a. Soft Days, en í þeirri mynd fékk Nina styrk frá fyr- irtæki Lars von Trier, Zentropa. Einnig hefur hún komið nálægt gerð bamaefnis fyrir sjónvarp. Vinnufúsir fslendingar - Hvað dregur þig svo til Islands til að gera þessa heimildamynd? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Islandi, enda móðir mín íslensk, og ég hafði séð nokkrar af kvikmyndum Friðriks Þórs og hreifst mjög af þeim. Hann er frábær sögumaður og hefur lag á því að fást við alvarleg málefni án þess að verða væminn. Ég hringdi í Önnu Maríu [ Karlsdótt- ur] hjá Kvikmyndasamsteypunni og hugmyndinni um að gera heimilda- mynd um gerð Engla alheimsins var mjög vel tekið.“ Nina og Darri mynduðu allan tí- mann meðan á upptökum Engla al- heimsins stóð og hún segir að nú sé það að verða mjög spennandi að sjá hvemig útkoman verður. „Við vor- um að taka upp í sex vikur og erum með mjög mikið efni, sem við erum núna að klippa og setja saman.“ En hvemig æth það hafi verið að fylgja Friðriki eftir eins og skuggi í svona langan tíma. „Við einbeittum okkur ekki bara að Friðriki sem leikstjóra heldur líka til utlaada -auövelt dð mund að því að fanga stemmningu mynd- arinnar og talsverð áhersla er einnig á Ingvari Sigurðssyni leikara, sem fer með eitt aðalhlutverk myndar- innar.“ Hún bætir við að vissulega sé myndin um leið persónulýsing á Friðriki sem leikstjóra. „Friðrik vinnur með fólki sem hann þekkir vel og fólk veit hvemig hann vill hafa hlutina og því gengur vinnan mjög greiðlega. Hann þarf ekki að stjóma með harðri hendi og er reyndar mjög ljúfur á tökustað." Nina segir að það hafi vakið sér- staka athygli sína að fylgjast með vinnulagi Islendinga, sem hún segir æði ólíkt því sem hún á að venjast. „Islendingar em mjög fúsir til að vinna mikið og setja ekki fyrir sig þótt vinnudagurinn sé ótrúlega lang- ur. I Danmörku er þetta allt öðmvísi og enginn myndi vinna jafnlangan vinnudag og þið gerið hér án þess að kvarta hástöfum. En hér era allir fullir áhuga á starfinu og leggja miklu meira á sig en ég hef kynnst áður.“ Leiksljóri í nýju hlutverki Þegar Nina er spurð um skemmti- legar uppákomur við töku myndar- innar segir hún að hún hafi læðst inn með myndavélina í lokateitið eftir að tökum Englanna lauk. „Við stofnuð- um hljómsveit af þessu tilefni og þá tóku þátt bæði við Darri og nokkrir af aðstandendum Engla alheimsins. Friðrik Þór sá meira að segja um sönginn," segir Nina kímin. - Ætti hann kannski möguleika á glæstum ferli á því sviði? „Já, ömgglega. Ef hann færi í góða þungarokkssveit," segir hún og skellir upp úr við tilhugsunina. Nina segir að þessi tími hafi verið mjög skemmtilegur, en hún segist snúa aftur tO Danmerkur þegar vinnunni við heimildamyndina lýkur. „Ég er samt mjög ákveðin í að koma fljótlega aftur og helst myndi ég vilja geta búið hér ákveðinn tíma árlega. Núna er ég að reyna að sannfæra kærastann minn um hversu frábær hugmynd það væri,“ segir Nina hlæjandi að lokum. Hættu % aö hrjóta „Stop Snoring“ Hættu að hrjóta tryggir hljóðlátan ran svefn Fæst í stórmörkuðum, apótekum og bensínstöðvum Esso
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.