Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 11
FRÉTTIR
Árni Þór Sigurðsson segir sig
úr Alþýðubandalaginu
Ekkert svigrúm í
Samfylkingunni
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Frá hátiðarsamkomu sem haldin var á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum í Tjarnarsal Ráðhússins.
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn
Stuðla ber að forvörnum
gegn geðsjúkdómum
ÁRNI Þór Sigurðsson, borgarfull-
trúi Reykjavíkurlista og varaþing-
maður Samfylkingarinnar fyrir
Reykjavík, sagði sig úr Alþýðu-
bandalaginu á miðstjórnarfundi
flokksins um helgina. „Eg greindi
frá því að mér fyndist þróunin í
Samfylkingunni benda til þess að
ekki væri svigrúm fyrir þau sjónar-
mið sem ég og fleiri í Alþýðubanda-
laginu höfum staðið fyrir á undan-
förnum árum og ekkert sem benti
til að þar yrði breyting á,“ segir
Árni.
Árni sagði að sér sýndist Sam-
fylkingin vera að þróast í endurbor-
inn Alþýðuflokk. „Það var ekki sá
leiðangur sem ég fór í þegar ég
ákvað að styðja Samfylkinguna og
fylgja meirihluta á aukalandsfundi í
fyrra,“ sagði hann. „Ég hef nefnt
utanríkismál. Það olli vonbrigðum
þegar Samfylkingin og sérstaklega
alþýðubandalagsfólkið þar innan
studdi ekki tillögu um viðræður við
bandarísk stjórnvöld um brottför
hersins sem flutt var sl. vetur. Mér
sýnast einnig áherslur í Evrópu-
málunum vera orðnar eins og hjá
Alþýðuflokknum. Það kom meðal
annars fram í umræðum um stefnu-
ræðu forsætisráðherra bæði hjá
Margréti og Sighvati. Ég hef einnig
nefnt umhverfismálin og sérstak-
lega Fljótsdalsvirkjun en þar hefur
SÍÐASTLIÐIN 15 ár hafa fimm
banaslys orðið af völdum rafmagns
hér á landi; þrír fagmenn og tveir
leikmenn hafa látist. Alls urðu 83
rafmagnsslys frá 1994-1998. 74
þeirra urðu vegna lágspennu og
voru 4 þeirra banaslys.
Þetta kemur fram í frétt frá Lög-
gildingarstofu. Þar segir að líkleg
ástæða þess að mun fleiri slys
verða vegna lágspennu sé að menn
séu betur meðvitaðir um hættuna
sem fylgir háspennu og viðhafa
Samfylkingin þagað þunnu hljóði.
Það varð því niðurstaðan hjá mér
eftir að hafa krufið málin til mergj-
ar að þetta væri ekki fyrir mig.“
Árni sagði að ákvörðunin væri ekki
tekin í illindum eða sárindum, hún
væri persónuleg og að menn yrðu
að virða hana. Hann sagðist ekki
vera hættur í pólitík og myndi
gegna áfram trúnaðarstörfum fyrir
Reykjavíkurlistann.
Úrsögn mætt
með skætingi
Árni sagði ummæli Margrétar
Frímannsdóttur, formanns Alþýðu-
bandalagsins, um að úrsögn hans
úr flokknum hefði verið vel undir-
búinn leikþáttur, vera einkennandi
fyrh- viðbrögð félaganna í Alþýðu-
bandalaginu. „Ég hef verið að
reyna að ræða þetta á málefnaleg-
um grundvelli og án þess að vera
með gífuryrði eða stóryi'ði," sagði
hann. „En þessu hefur yfírleitt ver-
ið mætt með skætingi. Mér finnst
það ekki vera fólki til framdráttar
að mæta þessu þannig. Það er ekk-
ert óeðlilegt við að fjölmiðlar fjalli
um það að maður sé að yfirgefa Al-
þýðubandalagið efth- þetta langan
tíma og miðað við að maður er þó í
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það
hefur verið sagt frá Alþýðubanda-
laginu af minna tilefni."
meiri varúðarráðstafanir við vinnu í
háspennuvirkjum.
í fréttatilkynningunni kemur
einnig fram að 46 rafmagnsbrunar
voru skráðir hjá Löggildingarstofu
árið 1998 og áttu 38% þeirra upptök
sín í lagnakerfi en 35% í hitatækjum
sem notuð eru til matargerðar.
Tæplega tveir þriðju hlutar
bruna urðu í íbúðarhúsum og skipt-
ist orsök þeirra jafnt á milli rangr-
ar notkunar rafmagnstækja og
gamalla eða bilaðra tækja.
ALÞJÓÐLEGI geðheilbrigðisdag-
urinn var haldinn hátíðlegur sl.
sunnudag og ákváðu alþjóða geð-
heilbrigðissamtökin að beina sjón-
um að geðheilbrigði og öldruðum
þann dag, að sögn Péturs Hauks-
sonar, formanns Geðhjálpar. í
ávarpi sínu lagði hann áherslu á að
stuðla bæri að forvömum gegn geð-
sjúkdómum.
Farin var hátíðarganga frá heil-
brigðisráðuneytinu niður Laugaveg
og endað í Ráðhúsinu, þar sem Pét-
ur setti hátíðarsamkomuna í Tjarn-
arsal Ráðhússins. Sagði hann með-
al annars frá 20 ára afmæli Geð-
hjálpar á þessu ári. Benedikt Da-
víðsson formaður Samtaka aldr-
aðra, stjórnaði fundinum en að há-
tíðarhöldunum stóðu auk Geðhjálp-
ar, Rauði kross Islands, sem rekur
félagsmiðstöð í Vin við Hverfisgötu
og Dvöl í Kópavogi, Geðverndarfé-
lag Islands og klúbburinn Geysir.
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land-
læknir og formaður Félags aldr-
aðra í Reykjavík, flutti ávarp og
Ólafur Þór Ólafsson geðlæknh’
sagði frá rannsókn sem hann hefur
unnið að ásamt fleirum um geð-
heilsu aldraðra.
Barátta við kerfið
Vilhjálmur Guðnason sagði frá
aðstæðum aldraðrar móður sinnar
sem á við geðvanda að glíma.
„Hann lýsti mikilli hörmungarsögu
og óhuggulegri reynslu af baráttu
hennar og ættingjanna við kerfið,“
sagði Pétur. „Þessar raunasögur
sem við hlustuðum á hafa einnig já-
kvæð skilaboð. Bent var á hvað
þyrfti að laga og hvað væri hægt að
laga í okkar kerfi. Ég lít á þetta
sem möguleika á að takast á við
ýmislegt sem hægt er að bæta og
ætti ekld að verða erfitt. Þetta er
ekki mikill fjöldi manna sem þarf á
betri þjónustu að halda. Ég lagði
áherslu á að framtíðarstefna Geð-
hjálpar væri að stuðla að forvörn-
um gegn geðsjúkdómum. Það kann
að hljóma róttækt að ætla sér að
fyrirbyggja geðsjúkdóma en eftir
að hafa hlustað á þá sem þarna töl-
uðu segja frá hvað það væri sem
þyrfti að gera þá finnst mér þetta
ekki vera sérstaklega róttækt. Það
virðist vera svo margt sem hægt er
að gera til að bæta ástandið í öllum
aldurshópum.11
Pétur sagði að Þórir Haraldsson,
aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra,
hefði flutti ávarp í forföllum ráð-
herra og boðið fram samstarf
stjórnvalda við að ráða bót á þess-
um málum. Á fundinum voru einnig
kynntir sjálfshjálparhópar, m.a.
sjálfshjálparhópur um einelti og
samtök gegn einelti auk sjálfshjálp-
arhóps um geðhvarfasjúklinga.
Að fundinum loknum var boðið
upp á kaffi í húsnæði Geðhjálpar
við Túngötu og sagði Pétur að þar
hafi verið fullt út úr dyrum.
Fimm banaslys vegna
rafmagns á 15 árum
Yfír 35 mál eru komin fram á kirkjuþingi
A ------------------------
Ymsar tillögur um sameiningu
prestakalla og prófastsdæma
Leitað viðbótarhúsnæðis
fyrir Biskupsstofu
MEÐAL þess sem fjallað er um á
kirkjuþingi að þessu sinni eru til-
lögur um breytingu á reglum um
skipan sókna, prestakalla og pró-
fastsdæma og um stefnumótun
varðandi framtíðarskipan sókna,
prestakalla og prófastsdæma. Eru
tillögurnar bomar upp af biskupa-
fundi. Annars vegar er um að ræða
umfjöllun um sameiningu nokkurra
prestakalla, sem ýmist hafa verið
samþykktar í viðkomandi héruðum
eða eiga eftir að hljóta þar umfjöll-
un og síðan umræða um stefnu-
mörkun sem hafa myndi hugsan-
lega í för með sér sameiningu á
prófastdæmum.
Lagt er til að frá byrjun næsta
árs verði Desjamýrarprestakall
sameinað Eiðaprestakalli og að
prestssetrið verði að Eiðum, að
Vatnsfjarðarprestakall sameinist
Staðarprestakalli og að prestur sitji
á Suðureyri við Súgandafjörð, að
Melgraseyrar- og Nauteyrarsóknir
færist undir Hólmavíkurprestakall
og Unaðsdalur falli undir ísafjarð-
arprestakall. Einnig að Stafafells-
sókn og Hafnarsókn í Bjarnarness-
prestakalli (Höfn) verði sameinuð í
Hafnarsókn, Búðasókn færist til
Staðarprestakalls, sóknarmörk milli
Prestsbakkasóknar og Staðarsókn-
ar verði færð og sameinaðar verði í
Hálssókn í Fnjóskadal Illugastaða-,
Draflastaða- og Hálssóknir.
Biskupafundur leggur til nokkr-
ar aðrar breytingar á sóknum og að
stofnað verði nýtt prestakall,
Lindaprestakall í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi eystra, og að staðan
verði veitt frá 1. júlí á næsta ári.
Einnig er uppi hugmynd um að
stofna Grafarholtssókn og Grafar-
holtsprestakall árið 2003 og gera
ákveðna tilraun með slíkt fyrir-
komulag í 10 ár.
Prófastsdæmum
fækkað?
Þá er lagt til varðandi breytingar
á prófastsdæmum að athugað verði
hvort rétt sé að sameina Skaftafells-
prófastsdæmi og Rangárvallapró-
fastsdæmi og að Vestmannaeyja-
prestakall falli undir Rangárvalla-
prófastsdæmi - eða hið sameinaða
prófastsdæmi verði af því - en Vest-
mannaeyjar tilheyra nú Kjalarnes-
prófastsdæmi. Einnig hvort leggja
mætti niður Barðastrandai’prófasts-
dæmi sem slíkt og færa prestaköll
þess undir ísafjai’ðarprófastsdæmi,
sem lagt er til að heita myndi Vest-
fjarðaprófastsdæmi, en Reykhóla-
prestakall myndi þó falla undir
Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi.
í tillögum biskupanna kemur
fram að breytingar sem þessar
verði ekki gerðar með þvingunum
eða einhliða valdboði og er gert ráð
fyrir að þær tillögur sem ekki hafa
þegar verið ræddar heima í héruð-
um fái þar umfjöllun. Að því loknu
verði þær aftur teknar til umræðu
á kirkjuþingi að ári.
Þjóðkirkjan hefur nú 138 prests-
embætti til að sinna þjónustunni og
eru 246 þúsund manns skráðir
þjóðkirkjumeðlimir. Þetta þýðir að
um 1.780 manns falla undir hvert
prestsembætti. Biskupafundur tel-
ur að heppilegasta og eðlilegasta
tala sóknarbarna sé 150-1.500 í
dreifbýlissókn en allt að 5.000 í
þéttbýli. Biskupafundur telur nauð-
synlegt að kirkjuþing marki stefnu
í þessum málum til að unnt sé að
viðhafa markviss vinnubrögð og
upplýsa hver sé stefna kirkjunnar í
skipulagi þjónustunnar að því er
varðar skipan sókna, prestakalla og
prófastsdæma.
KIRKJURÁÐ hefur heimilað að
leitað verði samninga um kaup við
eigendur skrifstofuhúsnæðisins á
Vatnsstíg 3 í Reykjavík en það er
rétt við Kirkjuhúsið á Laugavegi
31. Hugmynd kirkjuyfirvalda er að
Hjálparstarf kirkjunnar fái inni við
Vatnsstíg verði af þessum kaupum.
Séra Þorvaldur Karl Helgason
biskupsritari tjáði Morgunblaðinu í
gær að þröngt væri orðið um ýmsa
starfsemi á Biskupsstofu og rými
Hjálparstarfs kh’kjunnar við
Laugaveg væri ófullnægjandi. Væri
talið hentugt að fá viðbótarhúsnæði
á þessum stað og gæti þá Hjálpar-
SAMIÐ hefur verið um að guð-
fræðideild Háskóla íslands og
kirkjuráð standi sameiginlega að
kostnaði við hálfa stöðu lektors í
helgisiðafræðum við háskólann.
Verður kostnaði skipt jafnt og er
hlutur kirkjunnar kringum tvær
milljónir króna.
Kristnisjóður stendur straum af
þessum kostnaði og er um tilraun
að ræða sem standa á í tvö ár. Þor-
valdur Karl Helgason biskupsritari
starf kirkjunnar flutt þangað sem
þýddi að rýmka myndi um Biskups-
stofu. Einnig opnaðist sá möguleiki
að taka þangað inn til dæmis fjöl-
skylduþjónustu kii’kjunnar og
söngmálastjóra og væru þá fiestar
starfsgreinar kirkjunnar komnar á
nánast sama blettinn á horni
Laugavegar og Vatnsstígs.
Ekki kvaðst biskupsritari geta
sagt til um hvenær af þessu yrði en
málið væri í athugun. Ef til kæmi
yrði ekki af flutningum fyrr en eftir
áramót en ætlunin er að kristni-
sjóður kaupi húsnæðið og leigi það
síðan Hjálparstarfinu.
segir þennan samning svipaðan og
ýmsar aðrar stofnanir háskólans
hafa gert um stuðning stofnana og
fyrirtækja við einstakar stöður eða
verkefni. Kirkjan gefur ekki fyrir-
heit um áframhaldandi stuðning
eftir að tveggja ára samningstíma-
bilinu lýkur. Þá var samið um að
hluti af starfi lektorsins verði þjálf-
un guðfræðikandídata sem áfram
verði á ábyrgð Biskupsstofu eins og
verið hefur undanfarin ár.
Kirkjan og háskólinn sameinast um lektorsstöðu
Tveggja ára tilraunaverkefni