Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SÆNSKT BEIN Verk Mariu Hurtig í Gryfjunni. Stoð og stytta eftir Sigurð Eyþórsson. Að hætti meistar- anna MYNDLIST f« a 11 e r í F «I (I MÁLVERK OG TEIKN- INGAR SIGURÐUR EYÞÓRSSON Sýningin er opin frá kl. 10-18 og stendur til 17. október. SIGURÐUR Eyþórsson hefur ekki sýnt hér á Islandi í átta ár en hann lærði hér við Myndlista- og handíðaskólann og fór síðan til framhaldsnáms í Svíþjóð og Aust- urríki, en þar hefur hann einnig haldið sýningar. Myndir Sigurðar eru afar sérstæðar því hann beitir allt öðrum aðferðum en nú tíðkast helst við teikningu og málverk. Hvað varðar aðferðir leitar hann langt aftur í aldir og hefur tamið sér handbragð gömlu meistaranna evrópsku, bæði í teikningunni og að nokkru leyti í málverki eins og sést best á tveimur sjálfsmyndum frá árinu 1980 þar sem hann málar með hvítu eggtempera og olíuþynnum eins og áður var gjarnan gert. Sigurður hefur náð góðu valdi á þessum aðferðum og er greinilegt að mikil ástundun liggur að baki. Þá hefur Sigurður líka gott vald á anatómíu mannslíkamans sem hann útfærir að hætti endurreisn- armanna í teikningum sínum. Sum- ar nýrri teikningarnar virðast reyndar vera einhvers konar skyss- ur, ekld af því að þær séu illa unnar eðar grófar á einhvern hátt, heldur af því að í þeim virðist ekki farið af stað með neina ákveðna heildar- hugmynd og myndbygging hefur stundum greinilega ekki verið vel ákveðin íyrirfram. En margar þessar teikningar eru hins vegar vel ígrunduð verk og ná með ein- faldri en vandaðri byggingu að vekja sterk hrif. Þannig er það meðal annars með blýantsteikning- una „Eks og zeta“ frá þessu ári og aðra sem ber heitið „Þráðbeinir reglumenn“ og er að því er virðist ádeila á einstrengingshátt, kannski ekki síst í listinni þar sem aðferðir og ástundun eins og Sigurður hefur helgað sig fellur ekki alltaf í kram- ið. Sýning Sigurðar er létt þrátt fyr- ir hinar tímafreku og gömlu aðferð- ir sem hann beitir og í mörgum myndum eru dregnar upp skemmtilegar og hnyttnar sam- setningar. Það er greinilegt, kannski einkum á olíumyndunum, að efnismeðferð hans er að breyt- ast og það verður gaman að sjá hvernig list hans þróast. Jón Proppé MYNDLIST 1\ ý 1 i s I a s a f n i ö BLÖNDUÐ TÆKNI SEX SÆNSKIR LISTA- MENN Opið frá 14-18 alla daga nema mánudaga til 17. október. SÝNINGIN „Sænskt bein í ís- lenskum sokki“ flytur hingað í Nýl- istasafnið sex unga listamenn frá Svíðþjóð sem unnu innsetningar og vídeóverk í safnið. Mörg verkin virðast vera unnin nokkuð „spont- ant“ á staðnum og raunar er eins og listamennirnir hafí vanmetið stærð Nýlistasafnsins og er sums staðar afar tómlegt um að litast, til dæmis í gryfjunni stóru þar sem mikil og kröftug verk fara oftast vel. í gryfjunni eru nú aðeins tvö verk. Malin Bogholt sýnir þar teikningu á vegg sem hún kallar „Foss“ og sýnir vatn renna milli fl- áta. Þar er líka verk Mariu Hurtig, eins konar móbfll þar sem þrír plastpokar snúast hring eftir hring mflli veggja á snúru sem hreyfð er af rafmagnsmótor. Hugmyndin að þessu verki er nokkuð skemmtfleg en útfærslan er helst til fátækleg og ekki flugi þarna í salnum. I minni salnum niðri eru líka tvö verk. Þar sýnir Pia König eins kon- ar veggfóður sem hún kallar „Sticky Stuff', hvítar pappírsarkir með svörtum teikningum. Við hlið- ina er myndbandsverk Önnu Carls- son þar sem hún dansar alvörugef- in í rauðum kjól við lagið „Fame“ úr samnefndum sjónvarpsþáttum, en Anna flutti þetta verk í eigin pers- BJÖRN Blomqvist bassasöngv- ari og Magnus Svensson píanó- leikari koma fram á tónleikum í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. A efnis- skránni eru sönglög eftir Jean Sibelius, Oskar Merikanto og þrír söngvar eftir álenska tón- skáldið Jack Mattsson sem hann samdi með Björn Blomqvist í huga. Björn Blomqvist og Magn- us Svensson halda einnig tón- leika í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju miðvikudaginn 13. október kl. 20.30 og stendur Tónlistarfélagið á Akureyri fyr- ir þeim tónleikum. Björn Blomqvist fæddist í Finnlandi 1964. Hann hefur frá 1996 verið fastráðinn sem ein- söngvari hjá Konunglegu óper- ónu við opnun sýningarinnar. Dans hennar minnir á ungling sem með mikilli áreynslu er að reyna að læra nýjustu sporin en nær ekki stfl og fagmennsku fyrirmyndanna, og þannig vekur myndbandið skemmtilegar hugrenningar og Ijúfsárar minningar. I SUM-salnum er umfangsmesta innsetning sýningarinnar en þar eru þeir á ferð saman Mauri Knuuti og Leif Skoog. A veggjum sýna þeir undarlega röð málverka af hjólhýs- um sem þeir nefna „Swedish Erot- ica“ og er líklega ádeila á tepruskap og einstrengingsheit í heimaland- inu. Þá sýnar þeir ýmis myndbönd sem þeir hafa gert undir yfírskrift- inni „Happy Together" og býðst gestum að fá spóluna lánaða heim. Þriðja framlag þeirra féla nefnist „Free Icelandic-Swedish Broadca- sters“ en þar geta gestir sjálfir tek- ið upp efni sem síðan er „sent út“ á sýningunni. Það er ekki gott að dæma þessa sex sænsku listamenn útfrá verk- um þeirra á sýningunni en í hefld er útkoman frekar klén, hvort sem það er að kenna ónógum undirbún- ingi eða einhverju öðru. Það þarf sterka og revnda listamenn til að koma í ókunnugt safn og vinna inn í það sýningu á skömmum tíma og jafnvel þá er óvíst um útkomuna. Þetta sýningarform getur verið mjög skemmtilegt eins og sést hef- ur á nýlegum sýningum í Nýlista- safninu, en getur líka brugðist. LUC FRANCKAERT I nýju sölnum tveimur á miðhæð Nýlistasafnsins, Bjarti og svarti Björn Blomqvist bassasöngvari. Rómönsu tónleikar í Norræna húsinu unni í Stokkhólmi. Hann hefur sungið á tónleikum með hljóm- sveitum og haldið einsöngstón- leika í Finnlandi, Danmörku, Islandi, Þýskalandi og Frakk- landi. I sumar söng hann hlut- verk Marchese di Calatrava í Valdi örlaganna eftir Verdi á Óperuhátíðinni í Savonlinna í Finnlandi. Magnus Svensson er fæddur í salur, sýnir listamaðurinn Luc Franckaert innsetningu og myndb- andsverk. Það sem líklega slær áhorfandann fyrst á þessari sýn- ingu er að með reglulegu millibili kveður við skot í salnum, hátt og hvellt svo maður hrekkur við í fyrstu og þetta gefur sýningu Lucs allri frekar ónotalegt yfirbragð, eins og hann hefur örugglega ætl- að. Hlutimir á sýningunni eru líka dökkir og á veggi hefur sums stað- ar verið klínt deigklessum sem minna einna helst á myglu. í Svarta sal er allflókið verk sem varpað er á flöt í báðum áttum og það tekur áhorfandann nokkra stund að komast að því hvernig á að horfa á það. Þegar maður hefur átt- að sig á því sér maður dularfullar myndir af manneskju sem virðist ganga gegnum veggi hring eftir hring í óræðu rými. Verk Lucs er skemmtilega heil- steypt og nær að vekja sterka til- finningu í ætt við góða hrollvekju eða leyndardómsfulla sögu frá liðn- um tíma. Ahorfandanum finnst hann alltaf vera við það skilja hvað er að gerast en síðan vantar alltaf eitthvað uppá... Gautaborg. Hann Iauk diplomp- rófi í píanóleik frá Konunglega tónlistarskólanum í Stokkhólmi. Háskólinn í Stokkhólmi veitti honum gullverðlaun sem besti stúdent ársins 1998. Hann hefur verið fulltrúi Svíþjóðar á fjöl- mörgum alþjóðlegum listahátíð- um og komið fram sem einleik- ari með hljómsveitum og víða haldið einleikstónleika og gefið út geislaplötur. Tónlistarmennirnir koma hingað til lands frá Færeyjum, þar sem þeir héldu tónleika í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Það er Norræna stofnunin á Ál- andseyjum sem hefur haft veg og vanda að tónleikaferðinni og hefur Norræni menningarsjóð- urinn styrkt ferð þeirra félaga. HEIMILD AS YNIN G UM AMNESTYINT- ERNATIONAL Á Palli Nýlistasafnsins hefur verið sett upp heimildasýning um Amnesty International og starf þeirra merku samtaka. Sýningin er í tilefni af því að nú eru liðin tuttugu og fimm ár frá því að Islandsdeild samtakanna var stofnuð og á henni má sjá ýmis gögn úr sögu deildar- innar og um leið lesa sögu þeirra samviskufanga og annarra sem deildin hefur reynt að styðja. Eins og flestir vita vinnur Amnesty Int- ernational að því að fá samvisku- fanga lausa, að mótmæla refsingum á dóms og laga og hvers konar harðræði sem saklausir borgarar eru beittir, alls staðar í heiminum. I Nýlistasafninu geta gestir nú flett í gegnum sögu þessa starfs hér á Isl- andi og jafnframt sannfærst um að þótt mikið og gott starf hafi þar verið unnið er en langt í land að slíku ofbeldi verði útrýmt og því ekki vanþörf á að halda áfram og efla samtökin eftir mætti. Jón Proppé ísmynd Hafdísar Ólafs- A dóttur. Ismyndir áKaffí Nauthóli ÍSFLETIR eftir Hafdísi Ól- afsdóttur hanga á veggjum Kaffi Nauthóls í október. Verkin, sem eru unnin með olíu á striga, lýsa áhrifum og litum jökla og ísvatns. Jökull- inn bráðnar og verður að vatni og vatnið breytir sífellt um lit. Litirnir breytast eftir tíma dags, veðri og árstíð. Vatnið getur verið hreint og tært og það getur verið óhreint og mettað af sandi og jökulaur. Hafdís stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975-1981. Hún hefur haldið sex einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Kaffi Nauthóll er við Naut- hólsvík og er opið frá kl. 8-23 alla daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.