Morgunblaðið - 13.10.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 13.10.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 4^ Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upprunnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, enþaðerGuðsaðvilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okkur, en ert örugglega búinn að hitta ömmu Drikku og Martin litla, son ykkar. Hvar er upphaf, hvar er endir? Hvemig fæ ég svar við þvi? Eilífðin þó oss á bendir, að við hittumst öll á ný. (Hjördís Björg.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku pabbi og mamma. Guð veri með ykkur. Rebekka María og Jóhann Ágúst. Við systkinin vorum svo lánsöm að fá að alast upp í sama húsi og afi okkar átti heima í. Hann bjó reynd- ar á hæðinni fyrir ofan okkur en samgangur var alltaf mjög mikill og því var þetta eins og eitt stórt heim- ili. Eftir að amma dó sváfum við oft í rúminu hjá afa og vorum mikið hjá honum. Okkur þótti skemmtilegt að hjálpa honum með ýmislegt heima fyrir, fara með honum út í búð og margt fleira. Eitt af því sem er sterkast í minningunni og einkenndi heimilið hans afa er brauðbaksturs- ilmurinn. Afi var nefnilega sífellt að baka brauð, nánar tiitekið súrdeigs- brauð, eða bara „afabrauð“ eins og við kölluðum það alltaf. Og ekki má gleyma hafragrautnum með púður- sykrinum út á, en það var morgun- maturinn okkar hjá afa. Afi var einstaklega bamgóður maður og eyddi ómældum tíma í að syngja fyrir okkur barnabömin og segja okkur sögur. Það var ósjaldan sem við heyrðum söguna um „Smörbukk" og lagið um „tednuna“ og „pisurnar" hennar. Afi sagði svo skemmtilega frá og hafði auk þess frá svo mörgu at- hyglisverðu að segja. Við getum líka þakkað honum færeyskukunn- áttuna okkar. Afi nennti ótrúlega vel að þvælast með okkur barna- bömin með sér þegar hann fór til Færeyja, en hann dvaldist hjá son- um sínum þar öll sumur meðan hann hafði heilsu til. Þessar ferðir höfðu mjög góð áhrif á okkur. Þær vom bæði skemmtilegar og þrosk- andi og stuðluðu að nánari tengsl- um okkar við fjölskylduna í Færeyjum. Fyrir það eram við honum afar þakklát. Afi fylgdist vel með og hafði ákveðnar skoðanir á öllum málum. Hann var líka tilbúinn að ræða þær við hvern sem var. Hann var jafn- framt afar hlýr og traustur maður og vissu það allir sem til hans þekktu. Hann var hreinn og beinn og kunni fólk að meta það. Afi hefur verið til staðar alla okk- ar ævi, sem er nú reyndar ósköp stuttur tími samanborið við hans ævi, en minningamar eru svo margar að erfitt er að stikla á stóra. Það er því mjög tómlegt hjá okkur núna og við verðum eflaust lengi að átta okkur á því að hann sé ekki með okkur lengur. En við vit- um hvar hann er, hann er hjá ömmu sem er búin að bíða eftir honum í 21 ár og er eflaust glöð að fá hann til sín. Við erum sannfærð um að þau vaka yfir okkur og vernda okkur. Elsku afi. Við eigum ekki til nógu sterk orð til þess að lýsa þakklæti okkar fyrir að hafa fengið að alast upp hjá þér og hafa kynnst svo ein- stökum manni sem þú varst. Takk fyrir allt. Fríða María og Ingi Björn. + Ingibjörg Sig- urjónsdóttir fæddist í Reykjavík 31. okt. 1933. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 26. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Elin- borg Tómasdóttir, f. 16. sept. 1906, d. 9. maí 1998, og Sig- urjón Jónsson, f. 6.ágúst 1907, d. 29. feb. 1992. Ingi- björg var þriðja barn þeirra. Hún dvaldi alltaf hjá þeim í Reykja- vík, að Seljaiandi við Háaleitis- braut og Alftamýri 33 þangað til hún fór á Hjúkrunarheimil- ið Skjól. Systkini hennar eru: Bíbí okkar er látin. Hún fékk hægt andlát eftir langvarandi veik- indastríð. Það er margs að minnast af kynnum okkar Bíbíar. Þegar við Sigríður, kona mín, kynntumst fyiir meira en fimmtíu áram hófust kynni okkar Bíbíar, en hún var systir Sigríðar. Við bjuggum fyrstu búskaparár okkar á heimili tengdaforeldra minna, sæmdar- hjónanna Elinborgar Tómasdóttur og Sigurjóns Jónssonar, en þar var Bíbí líka til heimilis. Á þessu heimili ríkti mikill kær- leikur og ástúð og ekki síst til þeirra, sem minna máttu sín. Við Bíbí urðum fljótt miklir vinir, enda var hún gleðigjafi hvar sem hún kom. Bíbí var fædd vanheil, en það breytti engu um gleði hennar og einlægni. Elstu börn okkar hjóna ólust upp á þessu góða heimili tengdaforeldra minna og frá fyrstu stundu var Bíbí okkar vakin og sofin yfir velferð þeirra. Hún lék við þau og gætti þeirra af þeirri alúð og einlægni bamsins, sem henni var meðfædd, enda ljóst frá upphafi hversu kær hún var þeim. Þegar við hjónin fluttumst út á land skildu leiðir. Söknuður okkar var mikill á marga lund, en hvað mest söknuðum við þín, elsku Bíbí. Þegar farið var til útlanda var alltaf efst í huga að kaupa eitthvað, sem gleðja mætti Bíbí okkar. Þeg- ar gjöfin var svo afhent voru laun- in mikil vegna þeirrar einlægu gleði, sem skein úr augum þínum. En nú er löngu h'fsstríði þínu lokið. Elsku Bíbí, við þökkum þér alla ástúðina og gleðina, sem þú veittir okkur hjónunum og ekki síður börnum okkar. Við vitum, að góður Guð hefur tekið þig í sinn náðarfaðm, sak- leysingjann, sem alla gladdir, en engan særði. Drottinn vemdi þig og blessi, styrki og leiði á eilífðar- brautinni. Þín systir og mágur Sigríður og Björn Onundarson. Nokkur minningarorð um litlu frænku mína, Bíbí. Er eitthvað hægt að segja um þroskaheftan einstakhng (mongólíta) sem ekki gat einu sinni tjáð sig. Hún var nefnilega óskiljanleg öllum þeim sem ekki þekktu hana. Bíbí talaði sitt eigið tungumál. Tungumál, sem enginn skyldi nema við sem ólumst upp undir hennar verndarvæng. Það var einmitt þannig með okk- ur Bíbí, ég ólst upp undir hennar vernd. Eg fæddist í kjallaranum heima hjá henni á Seljalandi við Seljalandsveg í Reykjavík. En Seljaland var sveitabær sem stóð á gatnamótum Ármúla og Háaleitis- brautar. Bíbí langaði alltaf óskaplega mikið til að eiga börn og í stað þess Sigríður, f. 16. okt. 1929, gift Birni Ön- undarsyni; Dýrfinna Helga Kl- ingenberg, f. 5. júlí 1931, gift Sigurði Ingvari Jónssyni; Jörgen Jón Haf- steinn, f. 12. nóv. 1935, kvæntur Önnu Ingólfsdótt- ur; Magnús Tómas, f. 12. nóv. 1937; d. 1993, var kvæntur Sigrúnu Ingimars- dóttur; og Jón Odd- ur Rafn, f. 5. maí 1942, kvæntur Helgu Snorra- dóttur. Ingibjörg verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. að vernda sín eigin börn breiddi hún væng sinn yfir okkur systkina- börn sín og kannske sérstaklega þau sem hún hafði heima hjá sér. Þegar við svo fóram og hún hafði ekki bömin hófst erfitt tímabil hjá Bíbí okkar þar sem hún færði allan sinn kærleika yfir á dúkkurnar sín- ar, sem hún klæddi á hverjum morgni og háttaði á kvöldin, en áð- ur hafði hún auðvitað þvegið þeim, því allir skyldu hreinir og stroknir í rúmið. Hún var undurgóð við dúkkurnar, en ef þær voru óþekk- ar þá vora þær líka skammaðar. Eg held að henni hafi þótt vont að fá enga svöran við þeim kærleika, sem hún sýndi dúkkunum sínum. Við Bíbí áttum okkar erfiðustu stundir saman þegar ég var orðin svo gömul að ég var komin fram úr henni í félagslegum þroska, en Bíbí fann alltaf mjög mikið til þess að hún var ekki eins og við hin. Allt þar til ég náði fimm til sex ára aldri voru við nokkuð samferða, gátum leikið okkur saman og skildum hvor aðra, þrátt fyrir ald- ursmuninn á okkur, sem var 20 ár. Mikið skelfing fannst mér erfitt þegar Bíbí vildi ekki tala við mig og skellti bara hurðinni á mig. En það gerðist þegar hún fann sem mest til vanmáttar síns og þess að hún var ekki alveg eins og við hin. Þótt við lékjum okkur saman passaði Bíbí mig alltaf og að því leyti fann ég fyrir því að hún var eldri. Þegar hún tók að sér pössun- ina var ekki sleppt hendinni af manni. Ég minnist þess séi-taklega í eitt skipti þegar afi og amma fóru á hrútaball (amma dansaði nefnilega við hrútana á ballinu). Þetta var árshátið fjáreigenda á höfuðborgar- svæðinu. Þegar þau komu heim vor- um við Bíbí auðvitað löngu sofnað- ar, en afi og amma fundu mig hvergi. Þau leituðu um allt húsið, fóra meira segja út í þvottahús að leita. Loksins datt þeim í hug að h'ta fyrir ofan Bíbí í rúminu, þar fannst sú sem leitað var að. Svona var Bíbí, hún breiddi vænginn sinn alveg yfu þann sem henni var falinn. Þegar Bíbí fluttist með afa og ömmu í Álftamýri fékk hún sitt eigið herbergi og það var sko al- gjört leikfangaland og ævintýra- heimur fyrir okkur börnin. Hún læsti líka alltaf herberginu. Hún vildi nefnilega fylgjast með þegar við skoðuðum dótið hennar. Þarna var allt í röð og reglu. Hver hlutur var marg handfjatlaður, á hverjum degi, af eigandanum, sem strauk þá og pússaði. Ég vil með þessum kveðjuorðum minnast uppáhaldsfrænku minnar, sem gaf endalaust af sér í einlægni barnsins og gerði aldrei kröfur til neins í staðinn. Það er mikið þakk- læti, sem fyllir huga minn fyrir að hafa átt svo einlægan og góðan vin, sem hefur gefíð mér og svo mörgum innsýn inn í heim þeirra sem minna mega sín í þjóðfélagi okkar. Elinborg J. Björnsdóttir. Þegar ég leit dagsljós þessa heims hallast ég fremur að því að á þeim tíma hafi ég ekki haft hug- mynd um inní hvaða veröld, vitund, kringumstæður eða fjölskyldu ég var að fæðast. Enda tæpast ráð fyr- ir því gert. En ég fæddist inní ís- lenska stórfjölskyldu, þar sem fólki á öUum aldri ægði saman undir sama þaki; fjórir eða fimm ættliðir. Ég þekkti engan. Þó finnst mér sennilegt að flest andht fjölskyld- unnar hafi gægst niður í vögguna til að bera augu þennan nýja með- Um. Ég veit ekki hvað þeir sáu. Ég man heldur ekki hvað ég sá. En af afspum fregnaði ég síðar að þeir sem Utu hafi ekki allir verið á eitt sáttir um útUt og sköpulag. Sam- kvæmt besta minni hafði ég ekkert við útUt þeirra eða sköpulag að at- huga; hvorki þá né síðar. Samt var eitt andhtið ekki eins og hin. Það var öðruvísi. Það var fölskvalaust, bhtt, hörkudráttalaust; hreint. Ég áttaði mig á því síðar. Og það er einmitt þessa andlits, bhðunnar sem bar það, sem mig langar til að minnast fáeinum orðum. I heimi samkeppni og drottnun- argirni er því stundum haldið fram að þegar vegferð mannsins lýkur standi verk hans eftir, misstór- brotin, misforgengileg. Sumir skilja eftir sig mannvirki - hallir og turna - enn aðrir myndlistarverk, bækur, Ijóð handa komandi kyn- slóðum. Verkin þessi eru sögð standa eftir tU marks um að þar fór góður maður og gegn. Hún Bíbí frænka mín, Ingibjörg Sigurjónsdóttir móðursystir mín, skilur ekki eftir sig háa tuma eða stórar hallir úr varanlegu efni þessa heims. Það Uggja heldur ekki eftir hana andleg stórvirki á pappír eða striga. Þó era myndimar marg- ai’ og dýrmætar sem hún skilur eft- ir sig í hugskoti þeirra sem hana þekktu. Og þessar myndir skipta mig veralegu máli vegna þess að hún var mín, hún var frænka mín, hún var móðursystir mín, hún gætti mín þegar ég var bam. Hún var fötluð frá fæðingu. Hún var það sem kallað er mongólíti. Að vera mongólíti hefur frá barn- æsku minni merkt í mínum huga að vera betri, blíðari og bamelsk- ari en aðrar manneskjur. Og þurfti raunar mikið til að öðlast þann sess í vitund minni sem bams því betri manneskju en móðurömmu minni hef ég aldrei kynnst. Elinborg amma mín Tómasdótt- ir eignaðist sex böm sem öll komust á legg. Bíbí var þriðja í röðinni. Sigríður móðir mín var elst. Ég var fyrsta barnabarn móð- urforeldra minna. Með þessu fólki og fleiram ólst ég upp að miklu leyti. Amma mín var mögnuð manneskja. Hún hélt þessu stóra heimili gangandi með hug og hönd- um, búskap og bash. Hún var ein- hvers konar listaverk Guðs unnið með blandaðri tækni. Hún var bhð og hörð. Blíð við böm, málleysingja og umkomulausa, hörð við sjálfa sig og sjálfbyrginga. Mér líður aldrei úr bamsminni þegar faðir minn, þá ungur lækna- nemi, lét það út úr sér í viðeigandi samræðum, að enginn yrði mongóhti út úr barnaveiki. Amma var á öndverðri skoðun sem auðvit- að var fráleit miðað við nútíma læknisfræði. En raunsæ sköpunar- ást og trú þess tíma. Þótt ómennt- uð væri las hún honum lexíuna. Hann vann sér það til óhelgi að trufla trú hennar á náttúrana og Guðs góðu sköpun. Þeirri sköpun fékk ekkert breytt nema mann- heimakrankleiki að hennar viti og sannfæringu. Utan um þetta vit og sannfæringu hélt hún meðan heilsa entist. Heilsan hafði hins vegar löngu brugðist áður en hún dó, jafnvel meðvitið var dofið en sann- færingin lifði. Mér er nær að halda að kalhð hafi meira að segja verið komið löngu áður. Hún hafi skellt við skollaeyrum. Og það hafi verið vegna þess að henni hafi fundist hún eiga eitthvað eftir ógert. Eða öllu heldur að hún hafi vitað að það INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR varð ekkert að gert. Þess vegna hafi hún alls ekki viljað þiggja svefninn langa, þótt þreytt væri, á undan htlu dóttur sinni. Hún hafði aldrei nokkru sinni skilið hana jp£ sig og nú ætlaði hún að þrauká. Þar fór móðurást í margveldi. Vera má að lítil viska og fátæk rök liggi í línum þessum en Guð minn dansar handan lögmála þeirra gilda sem mannleg eru. Það er trú mín og sannfæring að nú séu þær mæðgur í faðma fallnar með afa og Magnús frænda minn horfandi hlýjum, sposkum aðdáun- araugum á endurfundina. Mér finnst sem ég sjái þetta frá vöggu minni. Og utan um allt og alla gengna héðan úr augsýn heldæ: svo Drottinn allsherjar. Algóður Guð blessi minningu þeirra allra. Önundur S. Björnsson, Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgarþraut er gengin hvaðgeturgrættossþá? Oss þykir þungt að sldlja, enþaðerGuðsaðvilja, ** og gott er allt sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Elsku Bíbí frænka. Nú hefur þú fengið hvíldina og ert komin yfir móðuna miklu heim til afa, ömmu og Magga frænda. Ég trúi því að þau hafi öll tekið fagnandi á móti þér, svo nátengd eruð þið öll bemskuminningunum frá Selja- landi og síðar Álftamýri. Þú, frænka mín, sem áttir allar fallegu dúkk- umar sem við stelpurnar máttum ekki snerta, því þær vora börnH þín. Við fylgdumst með fuhar af lotningu, þegar þú bjóst um dúkk- umar af stakri natni, talaðir við þær á þínu máli og umvafðir þær sem væra þær lifandi börn. Þú, frænka mín, sem þvoðir upp fyrir ömmu og pússaðir þá hvert glas þangað til það gljáði eða straujaðir þvottinn hennar svo vel að ekki sást á honum krumpa. Oft tóku verldn þig langan tíma, en það gerði ekkert til, þú átt- ir nógan tíma og í frítíma þínum hugsaðir þú um dúkkumar þínar, litaðir í litabækumar þínar eða prjónaðir. Þannig hðu árin og alltaf varst þú bamið heima hjá afa og ömmu á meðan þeirra naut við. * ~ Nú þegar komið er að kveðju- stund hugsa ég um, hversu dýr- mætt það er að hafa fengið að kynn- ast þér og þinni bamslegu einlægni og minningamar streyma fram. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- insdegi hin Ijúfu og gjóðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Bíbí, hvíldu í friði og hafðu þökk fyrir allt. Þín frænka Elinborg Sigurðardóttir. UTFARA RSTO FA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AOALSTJMn 1 4H • 101 Rl.YKIAVÍK I ÍKKlSTUVlNNUS rOFA EYVINDAR ÁRNASONAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.