Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 39
UMRÆÐAN
Fordómar eða umburðarlyndi?
BARÁTTA sam-
kynhneigðra fyrir al-
mennum mannrétt-
indum hefur gengið
misjafnlega vel í heim-
inum enda fáfræði og
fordómar misjafnlega
útbreidd eftir löndum
og heimssvæðum. Pótt
lagaleg staða samkyn-
hneigðra sé nokkuð
góð hér á landi miðað
við hvað gengur og
gerist annars staðai'
njóta þeir enn ekki
fullra mannréttinda.
Enn er það svo að
samkynhneigðum pör-
hér á landi
Sigurður Hólm
Gunnarsson
um ner a landi er
bannað af ríkisvaldinu að ættleiða
börn. Ástæðan er líklegast blanda
af fordómum og misskilningi.
Með hag barnanna fyrir brjósti
Ein algengasta röksemd gegn
því að leyfa samkynhneigðum að
ættleiða böm er sú að slíkt sé ein-
faldlega ekki væntanlegum börnum
þeirra fyrir bestu. Ættleiddum
börnum samkynhneigðra yrði strítt
af jafnöldrum sínum íyrir að eiga
tvo pabba eða tvær mömmur. Þessi
röksemdafærsla er augljóslega
byggð á misskilningi þar sem hugs-
anleg stríðni er ekki tilkomin vegna
kynhneigðar foreldra barnanna
heldur vegna fordóma og skorts á
umburðarlyndi. Með sömu rökum
ætti að banna foreldrum að senda
börn sín í tannréttingar vegna þess
börnunum gæti verið strítt á því að
vera með spangir. Hér verður því
að ráðast gegn fordómum með þvi
að kenna börnum (og fullorðnum)
umburðarlyndi en ekki með því að
banna samkynhneigðum að ætt-
leiða börn.
Önnur þekkt rök
eru þau að samkyn-
hneigð sé ættgeng,
þ.e. að börn samkyn-
hneigðra séu líklegri
til þess að verða sam-
kynhneigð sjálf en þau
börn sem alast upp hjá
„norrnal" foreldrum.
Þessi rök ganga nokk-
urn veginn út á það að
samkynhneigðir for-
eldrar kenni börnum
sínum, meðvitað eða
ómeðvitað, að vera
samkynhneigð en ekki
gagnkynhneigð. Þessi
kenning er byggð á til-
finningum fremur en
skynsamlegum rökum. Mun lík-
legra er að samkynhneigðir séu
mun umburðarlyndari gagnvart
kynhneigð barna sinna en aðrir for-
eldrar þar sem þeir vita öðrum
fremur hve alvarlegar afleiðingar
fordómar geta haft. Skyld kenning
er sú að strákar sem búa bara hjá
móður sinni séu líklegri til þess að
verða hommar en aðrir. Þeir sem
taka þessa kenningu alvariega vilja
líklegast banna einstæðar mæður!
Kirkjuleg forsjá
Eina helstu ástæðuna fyrir for-
dómum gegn samkynhneigðum hér
á landi sem annars staðar er að
finna í þeirri menningar- og trúar-
legu innrætingu að hið eina rétta
fjölskyldumynstur sé maður og
kona. Þjónar kirkjunnar hafa verið
duglegir í gegnum tíðina við að
gagnrýna samkynhneigð og lýsa
henni í versta falli sem dauðasynd
en í besta falli sem sjúkdómi. Ný-
legt dæmi um þetta er grein sem
birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn
þriðjudag eftir Ragnar Fjalar Lár-
GOLFEFNABUÐIN
MÍkið úrval
fallegra flísa
Borgartán 33 • RVK
Laufásgata 9 • AK
Fyrír 5-12 og 15-1? ára. Ra3a3 i hópa eftir aidrí. mest 5 i hóp.
Sungið er í hljóðnema með undirspiti úr
Grease, Bucy Malone, Flikk flakk, Bamabros,
Litlu hrytlingsbúðinni og Barnaborg.
YFir 100 önnur lög fyrir eldri hópana.
Síðasti tíminn er upptaka í hyóðveri.
AUir fó sinn söng með heim.
Nómskeiðið er 1. klst., einu sínni i viku i 8 vikur og fer from
i fétagsmiðstöðinni Tónabœ. Nómskeiðið hefst i noestu víku.
Skróning i stma 565 4464 og 897 7922.
Allir fara ó skró hjó okkur og munum við velja nemenduT
í vcentanteg verkefni.
Mannréttindi
Það eru sjálfsögð og
eðlileg mannréttindi,
segir Signrður Hólm
Gunnarsson, að
samkynhneigðir fái að
ættleiða börn að
uppfylltum sömu
skilyrðum og aðrir.
usson prest. Þar þvertekur hann
fyrir hjónavígslu samkynhneigðra,
enda telur hann að samkynhneigð
sé sjúkdómur! Máli sínu til stuðn-
ings vitnar Ragnar Fjalar í Matt-
eusarguðspjall sem hann kallar
„orð Jesú Krists".
Það er mikill ábyrgðarhluti að
halda fram einhverju sem valdið
getur fordómum og hatri. Því er
það mikið ábyrgðarleysi af Ragnari
Fjalari og öðrum „sanntrúuðum"
að halda því fram að samkynhneigð
sé synd. Allir þeir sem hafa kynnt
sér málin vita t.a.m. að Matteusar-
guðpjall er hvorki „orð Jesú
Krists“ né skrifað af Matteusi.
Matteusarguðspjall var skrifað
a.m.k. 50 árum eftir meinta kross-
festingu Jesú og höfundur þess er
með öllu óþekktur. Þetta er sögu-
leg staðreynd sem ekki er deilt um.
Mér er það fyrir löngu ljóst að
samkynhneigð er hvorki sjúkdóm-
ur né synd. Fordómar og umburð-
arlyndisskortur era hins vegar
sjúkdómar sem era sprottnir af fáf-
ræði. Eina þekkta mótefnið er
þekking og því er gagnrýnin um-
ræða lífsnauðsynleg ef skynsamleg
niðurstaða á að fást. Það eru sjálf-
sögð og eðlileg mannréttindi að
samkynhneigðir fái að ættleiða
börn að uppfylltum sömu skilyrð-
um og aðrir. Þegar búið er að draga
frá allan þann misskilning og alla
þá fordóma sem oft hafa einkennt
umræðuna um samkynhneigð og
leyfi samkynhneigðra til að ætt-
leiða stendur ekkert eftir sem mæl-
ir gegn slíkum ættleiðingum. Nema
kannski óþægileg hræðsla margra
við breytta heimsmynd þar sem
pabbi og mamma þurfa ekki endi-
lega að vera karl og kona.
Höfundur er formaður Félags ungra
jafnaðarmanna i Reykjavík og rit-
stjóri Skoðunar.
Herra-
undirföt
KRINGLUNNI
SÍMI 553 7355
ori/lcime
Náttúrulegar sænskar snyrtivörur
Nv tilboð inánaðarlega
Vantar sölufólk til starfa
Sími 567 7838 - fax 557 3499
e-mail raha@islandia.is
www.oriflame.com
m FASTEICMAMIDSTÖDIM,«jgg'
LE.“ SKIPHOLTI 50B - SfMI 5S2 6000 - FAX 552 6005 LEZT7
Magnús Leópoldsson
lögg. fasteignasali.
Opið virka daga frá
ki. 8-12 og 13-17.
JÖRÐIN STÓRI KROPPUR
Jörðin Stóri Kroppur í Reykholtsdal í Borgarfirði er til sölu. Glæsileg jörð með góð-
um byggingum, m.a. nýju 247 fm (búðarhúsi, auk þess eldra 137 fm íbúðarhús.
Jörðin er talin vera um 300 ha. Ýmsir möguleikar, t.d. hafa um 50 ha úr landi jarð-
arinnar veriö teknir úr landbúnaöamotum og er það kjörið svæði fyrir sumarhúsa-
byggð. Ræktað land um 60 ha. Otsýni óvíða betra. Veiðiréttur í Reykjadalsá. Heitt
vatn. Myndir og nánari uppl. á skrifstofu. 10472
T'
uppKaup
Uppkaup rlldsverð b réfa
með tilboðsfyrirkomulagi
i3. október 1999
Óverðtryggð ríkisbréf
Flokkur: RBoo-ioio/KO
Gjalddagi: 10. októberaooo
Lánstími: núi,ooár
■
'í ’i 1* iSWÍfSÍai:
‘ : '^WÍSSS^fSS
Lánasýsla ríkisins óskar eftir að kaupa
óverðtryggð ríkisbréf í framangreindum flokki
með tilboðsfyrirkomulagi. Ollum er heimilt að
gera sölutilboð að því tilskildu að lágmarks-
fjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir
króna að söluverði.
Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð á bilinu
3oo - 1.000 milljónirkrónaað söluvirði.
Sölutilboð þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrirkl. 14:00 i dag, miðvikudaginn i3. október.
Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru
veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6,
í síma56?4070.
■
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð • Sfmi: 562 4070 • Fax: 562 6068
Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is
i -