Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2% undanfarna þrjá mánuði Jafngildir 8,3% verð- bólg’u á ári Breytingar á vísitölu neysluverðs Mars 1997 = 100 Tölurísvigumvísatil vægisliðaijúni1999 Frá sept. til okt. ’99 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (16,8%) 0011 Matur (14,8%) 0117 Grænmeti, kartöflur o.fl. (1,4%) 02 Áfengi og tóbak (3,2%) 03 Föt og skór (5,6%) 031 Föt (4,6%) 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (18,2%) 042 Reiknuð húsaleiga (9,3%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,3%) 06 Heilsugæsla (3,0%) 07 Ferðir og flutningar (18,1 %) 0733 Flutningar í lofti (1,0%) 08 Póstur og sími (1,6%) 09 Tómstundir og menning (13,0%) 091 Sjónvörp, myndbönd, tölvur o.fl. (1,2%) 10 Menntun (1,0%) 11 Hótel og veitingastaðir (5,1 %) 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,1 %) n +o,8% 0,0% +3,3% +4,7% | 1 +0,2% 0,0% □ +0,7% +1,1% □ +2,0% +4,5% l 0,0% ] +0,4% -1,9% 0,0% 1 +0,4% 1 +0,2% VÍSITALA NEYSLUVERÐS í OKT.: 108,3 stig ■ +0,8% Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1997 Breyting síðustu 3 mánuði Breyting vísitölunnar 1999 —r—i—i—i—i—i—r~t—t—i— J FMAMJ JASOND VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í októberbyrjun var 193,3 stig og hækkaði um 0,8% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 194,1 stig og hækk- aði um 0,7%. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 2% sem jafngild- ir 8,3% verðbólgu á ári. í frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að föt og skór hækk- uðu í verði um 4%, vísitöluáhrif 0,22%, markaðsverð á húsnæði hækkaði um 2%, vísitöluáhrif 0,19%. Verð á mat og drykkjarvör- um hækkaði um 0,9%, vísitöluáhrif 0,14%, og munar þar mest um hækkun ávaxta, grænmetis og fískmetis. Verð á bensíni og olíu hækkaði um 1%, vísitöluáhrif 0,05%. Útlit fyrir 5,5% verðbóigu í ár Samkvæmt morgunpunktum Kaupþings í gær kemur fram að þessir liðir skýra 80% af hækkun- inni milli mánaða en aðrir þættir hækkuðu vísitöluna um 0,16%. „Síðustu tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 5,3%. Bjartsýni væri að ætla að verð- bólga frá upphafi til loka árs verði lægri en tólf mánaða verðbólga mælist nú. Ef verðbólga mælist 0,3% að meðaltali á milli mán- aðanna október, nóvember og des- ember þá verður verðbólga frá upphafi til loka árs 5,5%,“ að því er fram kemur í morgunpunktum Kaupþings. I markaðsyfirliti Landsbankans í gær kemur fram að búast megi við því að verðtryggð skuldabréf verði talin álitlegur fjárfestinga- kostur þegar verðbólga eykst. Þetta hafi þó ekki verið raunin að undanförnu. „Ekki er ólíklegt að Seðlabankinn íhugi enn frekari vaxtahækkanir á næstunni. Einnig má benda á að búist er við hækkun stýrivaxta í Evrópu á næstunni. Slík hækkun mun enn frekar þrýsta á slíka hækkun vaxta hér,“ að því er fram kemur í markaðsyf- irliti Landsbankans. Óviðunandi hækkun undanfarið ár I morgunkorni Fjárfestingar- banka atvinnulífsins eru svipaðar skoðanir uppi. „Vísitala neyslu- verðs hefur hækkað um 5,3% síð- ustu tólf mánuði, en sú mikla hækkun verður að teljast óviðun- andi. Aðhald í peningastefnu Seð- labankans virðist því enn ekki hafa teljandi áhrif, en þó ber að nefna að gengi krónunnar hefur styrkst í kjölfar vaxtahækkana Seðlaban- kans sem ætti að hafa dempandi áhrif á verðlag. Ljóst er að markaðsaðilar munu fylgjast vel með skilaboðum Seðlabankans á næstunni en ekki er hægt að úti- loka frekari aðhaldsaðgerðir að svo stöddu," segir í morgunkorni FBA. Birgir Isleifur Gunnarsson, seð- labankastjóri, segir það valda von- brigðum hversu mikil hækkun vísi- tölunnar er nú. Hún sé töluvert meiri en flestir höfðu spáð, bæði Seðlabankinn og aðilar á fjármála- markaði. Að sögn Birgis Isleifs hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Seðlabankinn muni grípa til að- gerða í kjölfar hækkunarinnar. Skilgreina þurfi hvað sé á ferðinni og hvað valdi hækkuninni. Ekki sé þó reiknað með aðgerðum af hálfu Seðlabankans enda stutt síðan bankinn hækkaði vexti. „Ahrif þeirrar hækkunar eru ekki að fullu komin fram. Að vísu hefur vaxta- hækkunin, sem var kynnt þann 17. september, haft þau áhrif að gengi krónunnar hefur styrkst jafnt og þétt. Þó má búast við einhverjum titringi á markaði vegna hækkun- ar vísitölu neysluverðs. Hins vegar held ég að það sé alveg ljóst að áhrif vaxtahækkunarinnar að slá á útlánaþenslu eru ekki komin fram. Enda tekur það töluvert lengri tíma,“ segir Birgir Isleifur. Seðlabankinn og rikisstjórnin á réttri braut Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir hækkun vísitölu neysluverðs sem kynnt var í gær, ívið meiri en Þjóðhagsstofn- un hafði gert ráð fyrir. „Við reikn- uðum með því að verðbólgan yrði 5% á tólf mánaða grunni en sam- kvæmt þessari hækkun stefnir í 5,3% hækkun,“ segir Þórður. Þórður segir niðurstöðuna stað- festa að bregðast verði við verð- hækkunum með tilhlýðilegum hætti og Seðlabankinn og ríkis- stjórnin séu á réttri braut. „Vaxta- hækkun Seðlabankans og fjárlög með myndarlegum afgangi voru réttar ákvarðanir. Menn þurfa í framhaldinu að íhuga hvort tilefni sé til að gera meira,“ segir Þórður. Amerísku undrakremin frá Institute • For • Skin • Therapy ÞAU VIRKA HVAD SEGJA ÞÆR SEM REYNT HAFA? ANNA KARLSDÓTTIR 49 ára. Amerísku undrakremin virka svo sannarlega og eru satt aö segja miklu betri en ég þorði að vona eftir að hafa prófað hinar og þessartegundir í gegnum árin og ekki þæródýrustu, án sýnilegs árangurs. Kremin eru létt, smjúga inn í húðina.gefa einhvernveginn hreina tilfinningu og eru ótrúlega drjúg. Maður verður virkilega sléttur og fínn í framan af þessum snyrtivörum. Ég var satt aðsegja ansi illa haldin af bólóttri húðum tíma. Vandamálið var það mikiðað ég þurfti aðleita læknis og fara í sérstaka meðferð. En eftir meðferðinahef ég getað haldið bólunum algjörlega niðri með því aðnota bólumeðferðina sem Amerísku undrakremin bjóðaupp á. GUÐRÚN ANTONSDÓTTIR 24 ára. Ég er rosalega ánægð með þessar snyrtivörur. Var með ansi slæma þurrkblettií andlitinu, þeir eru nú alveg horfnir, Þetta eru einu snyrtivörurnar sem hafa lag- að þá og hef ég þó reynt ýmislegt í þessum málum um dagana. Nú liður mér vel i húðinni.get notað andlitsmálningu án þess að hún hlaupi í kekki og sjálfsálitið hefur aukist til muna! ÞURfÐUR HALLGRlMSDÓTTIR 44 ára. Áður fyrr átti ég við þó nokkur húðvandamál að stríða og prófaði ótal snyrtivörutegundir til að reyna að ráða bót á afar óþægilegum húðþurrki í andliti. Eftir að ég fór að nota Amerísku undrakremin, heyra þessi vandamál sögunni til. Húðin hefur gjörbreyst, húðþurrkur er horfinn, andlitið hefur sléttst. Árangur er tvímælalaus, get ekki annað sagt. SIGURLAUG LÁRUSDÓTTIR 70 ára. KYNNINGARAFSLÁTTUR af CLEAR-UP STARTER KIT - Sér meðferð fyrir bóluhúð. Fimm tegundir snyrtivara vinna saman og ná hámarksárangri í baráttunni við bólurnar! Nákvæmar leiðbeiningará íslensku. GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, 31 árs. Aðstæður hjá mér eru þannig að ég get ekki eytt miklum tíma í andlitssnyrtingu, verð að vera snöggaðhlutunum, 4 lítil börn og nokkrir hundar sjá til þess. Amer- ísku undrakremin hafa marga kosti fyrir mig og mína viðkvæmu húð. Maður er fljótur að skella þeim á sig, þau liggja ekki utan á, fara þeint inn í húðina, þaðfinnst greinilega og sést að þau gera húðinni gott, þurrkblettir hafa horfið eins og dögg fyrir sólu. .xldan' KYNNINGARAFSLATTUR af hinum einstöku VITAMINIC COMPLEX vítamíndropum sem innihalda m.a. A-B- C-D-E vítamín auk collagens sem eykur teygjanleika húðarinnar Imynda má sér hina áhrifamiklu VITAMINIC COMPLEX vítamíndropa sem risaskammt af víta- mínum og næringarefnum, sem smjúga djúpt inn í húðinaog hreinlega baða frumurnar næringu. Vítamíndroparnir eru frábærir fyrir þurraog við- kvæma húð. Má nota kvölds og morgna. Snyrtivörur fyrir allar húðgerðir, ilmefnalausar, nátt- úrulegar, ofnæmisprófaðar, meðog án ávaxtasýru. Fást aðeins á völdum snyrtistofum í Kaliforníu. Sölustaöir hér á landi eru: Snyrtistofan MAJA, Bankastræti 14, Reykjavík, S. 551-7762 Snyrtistofan EVA, Ráðhústorgil, Akureyri, s. 462 5544 Snyrtistofan DANA, Hafnargötu 41, Kefiavík, s. 421 -3617 BETRI LÍNUR, Bröttugötu 21, Vestmannaeyjum, s. 481-2387 Heilsustúdíó VÖXTUR, Túnbrekku 2, Ólafsvík, s. 436-1335 og KOSMETA ehf Síðumúla17, Reykjavík, s. 588-3630 Sendum vandaðan upplýsinga bækling ásamt verðlista ef óskaðer! ehf Síðumúla 17 • 108 R • Sími: 588-3630 • Fax: 588-3731 Opiðfrákl. 14:00-18:00 Netfang: kosmeta@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.