Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ *40 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 BRIDS Umsjón Arnór (í. Ragnarsson Dræm þátttaka í ^ mmningarmótinu á Selfossi Það var dræm þátttaka, aðeins 23 pör, í minningarmótinu um Einar Þorfínnsson sem fram fór á Selfossi sl. laugardag. Brynjar Jónsson og Erlendur Jónsson sigruðu eftir hörkukeppni, hlutu 77 stig yfír með- alskor, en helztu keppinautarnir, Sverrir Armannsson og Aðalsteinn Jörgensen, voru með 75 stig. Jafnir í 3.-4. sæti voru annars vegar heimamennirnir Sigfús Þórðarson og Gunnar Þórðarson og hins vegar *'*Sverrir Kristinsson og Símon Sím- onarson með 61 stig. Jakob Kristinsson var reikni- meistari og keppnisstjóri og fær kærar kveðjur frá Sunnlendingum. Bridsfélag Selfoss Lokið er tveimur umferðum af þremur í Suðurgarðsmótinu sem er tvímenningskeppni. Staða efstu para fyrir lokaum- ferðina: Ríkharður Sverrisson - Þröstur Arnason 68 Kristján M. Gunnarss. - Helgi Helgason 53 Vilhjálmur Pálss. - Sigurður Hjartarson 49 Spilað er á fimmtudögum í Tryggvaskála og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Fimmtudaginn *21. okt hefst hraðsveitakeppni og verða pör dregin í sveitir. Austurlandsmót í hraðveitakeppni AUSTURLANDSMÓTIÐ í hrað- sveitakeppni var haldið á Seyðisfírði laugardaginn 9. október og mættu þar 9 sveitir. Sigurvegari var sveit Herðis með 1.123 stig. Spilarar: Páimi, Stefán, og Guttormur Kristmannssynir og Þor- valdur P. Hjarðar. í öðru sæti varð Asveit, Aðalsteins Jónssonar með 1.106 stig. I þriðja sæti varð sveit Skúla Sveinssonar með 1.069 stig. Austurlandsmótið í einmenningi var haldið á Seyðisfirði laugardaginn 9. október og mættu þar 28 spilarar. Úr- slit urðu þessi: Skúli Sveinsson 330 Arni Guðmundsson 320 Guttormur Kristmannsson 319 Þrír frakkar spila á fimmtudögum I vetur verða Þrír frakkar að spila á fimmtudögum. Spilaður verður einskvölds tvímenningar með glæsilegum verðlaunum. Verðlaun fyrir besta árangur hvers mánaðar, úttekt að verðmæti 10.000. Hæsta prósentuskor - 5.000 kr. Flest bronsstig skoruð - 5.000 kr. Nú styttist í Islandsmótin í ein- menningi og tvímenningi og rétt að koma sér í æfingu. 14., 21. og 28. október telja til verðlauna í októ- bermánuði. Spilað_ er í húsnæði Bridssam- bands Islands og byrjar spila- mennska kl. 19:30. Keppnisstjóri er Eiríkur Hjaltason. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi ÞRIÐJUDAGINN 5. okt. spiluðu 22 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalinpör efst í N/S: Lárus Hermannss. - Stefán Olafsson 282 Hreinn Hjartarson - Ragnar Björnsson 235 Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 229 Lokastaða efstu para í A/V: Jón Stefánsson - Sæmundur Bjömss. 299 Halla ólafsdóttir - Ólína Kjartansd. 276 Hannes Ingibergss. - Þórður Jörundsson 248 @texti: Föstudaginn 24. sept. spilaði 21 par og þá urðu úrslit þessi í N/S: Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 255 Lárus Hermannss. - Stefán Ólafsson 244 Baldur Ásgeirsson - Garðar Sigurðsson 238 Lokastaðan í A/V: Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 256 Gróa Guðnadóttir - Sigríður Karvelsd. 255 Asthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórss. 224 Meðalskor var 216 báða dagana. Bridsfélagið Muninn Sandgerði MIÐVIKUDAGINN 6. október hófst tveggja kvölda einmenningur hjá fé- laginu og er staða efstu manna þessi: Karl Einarsson 139 Amar Amgrímsson 136 Gunnar Guðbjömsson 135 Karl G. Karlsson 132 Þröstur Þorláksson 123 t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR frá Brekku, Bæ í Lóni, Dígranesvegi 40, Kópavogi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 15. október kl. 13.30. Helena Á. Óskarsdóttir, Díana R. Óskarsdóttir, Birna H. Christian Óskarsdóttir, Don E. Christian, Erna M. Óskarsdóttir, Haukur F. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, ÞORSTEINN KARL EYLAND, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 11. október. Jarðarförin auglýst síðar. Svava Eyland, Elías Elíasson, Jenný Eyland, Reynir Þorleifsson, Bára Helgadóttir og fjölskyldur. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR HÁKONARSON, Sólvöilum 7, Húsavík, lést mánudaginn 11. október. Fyrir hönd aðstandenda, Stefanía Hákonardóttir. MINNINGAR + Lárus H. Blön- dal bókavörður fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1905. Hann lést 2. októ- ber sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 12. október. Þegar spurðist að ákveðið hefði verið að veita afa fálkaorðuna fyrir 12 árum var fjöl- skyldan að velta fyrir sér fyrir hvaða verk af mörgum á langri ævi ætti að veita honum hana. „Sennilega fyrir langlífi," var hans tilgáta. Lárus H. Blöndal hefði orðið 94 ára gamall í nóvem- ber og þegar hann dó hafði hann ekki aðeins lifað 20. öldina heldur tekið þátt í henni. Sagan var hins vegar ekki ofar- lega í huga lítils drengs, sem fór með afa sínum á skylmingamynd- ir í þrjúbíó og ræddi við hann um skytturnar þrjár og Zorro. Þegar komið var í heimsókn til afa og Margrétar ömmu á Rauðalæk voru það fyrstu árin ekki kilirnir í svignum bókahillum, sem drógu að, heldur Andrés önd og félagar, og síðar barnabækur, sem Bene- dikt, faðir minn, eða systkini hans höfðu lesið þegar þau voru ung. Seinna áttaði ég mig á því hvað þekking afa var yfirgripsmikil. Oft var auðveldara að fletta upp í honum en bókum. Þegar ég þurfti hjálp á fyrsta ári í latínu í menntaskóla var ekki laust við að hann yrði óþreyjufullur ef illa gekk að tileinka sér beygingarn- ar. Enda var hann það vel að sér að hann orti á latínu og segir sag- an að þegar afi kenndi við Mennta- skólann í Reykjavík hafi hann og Kristinn Armannsson rektor ræðst við á latínu þegar þeir vildu ekki að aðrir skildu hvað þeim færi á milli. Lárus fylgdist alla tíð grannt með stjórn- málum. Hann var einn af stofnendum Heimdallar og sömu- leiðis Kommúnista- flokksins, en var rek- inn með valdboði frá Moskvu. Þá var hann einn af stofnendum Máls og menningar. Hann þekkti flesta helstu stjórn- málaleiðtoga aldarinnar. Krist- jana, fyrri kona hans, var systir Bjarna Benediktssonar og á heim- ili þeirra við Laugaveg gátu sam- tímis átt leið um stjórnmálamenn á vinstri væng á borð við Einar Olgeirsson og forustumenn til hægri án þess að slíkir fundir kæmust í hámæli. Hann las mikið af próförkum, meðal annars fyrir Halldór Lax- ness, og hikaði ekki við að leið- rétta fyndist honum nóbelsskáld- inu fatast flugið. Eitt sinn, fyrir um 20 árum, fékk ég að lesa með afa próförk að skáldsögu eftir núlifandi rithöfund, sem er tals- vert yngri en hann. Rithöfundur- inn var að lýsa samkvæmi og fór með línu úr einum þekktasta dæg- urlagatexta samtímans til að draga fram stemmningu. Línan er svona: „I Can’t Get No Satisfact- ion“ og er vitaskuld málfræðilega röng hjá Rolling Stones. Um- ræddur rithöfundur gat ekki hugsað sér að setja á blað þessa tvöföldu neitun og skrifaði því I Can’t Get Any Satisfaction. Það hlakkaði í afa þegar hann gerði sér í hugarlund viðbrögðin hjá forlaginu þegar í ljós kæmi að hann, 75 ára gamall maðurinn, væri farinn að leiðrétta sér sýnu yngri höfunda í rokkfræðunum. Eftir að ég fór að stunda blaða- mennsku mátti eiga von á yfir- heyrslu þegar komið var í heim- sókn til afa, hvort sem það var um innlend málefni eða erlend. Hann fylgdist grannt með þegar Berlín- armúrinn hrundi og í kjölfarið hvert kommúnistaríkið á fætur öðru og vildi láta færa sér bækur og greinar um ástandið i Rúss- landi. Hann vildi fá að vita hvaða tímarit hann ætti að lesa til að vera með á nótunum. Oft fann hann að því að sjaldnast væru greinar í Morgunblaðinu merktar blaðamönnum og því gæti hann ekki fylgst með hver skrifaði hvað. Eitt sinn sagði hann sposk- ur á svip að ef til vill væri nær að Mogginn færi að merkja fréttir blaðamönnum og hefði gagnrýni nafnlausa ef það mætti verða til þess að hún yrði beittari. Söknuður fylgir andláti Lárusar afa, en hann lifir í minningunni. Hann átti því láni að fagna að halda andlegum styrk sínum og reisn fram í andlátið, þótt líkaminn væri farinn að láta undan. Þegar hann kvartaði undan gleymsku hefðu aðrir hrósað happi yfir stálminni. En hann hafði lifað langa ævi og víst er að hann er hvíldinni feginn. A náttborðinu hjá honum lá blað, sem á eru skrifuð nokkur erindi með yfirskriftinni „kvöldversin mín“. Þar eru þessar línur eftir afa, sem ég vil gera að mínum þegar ég kveð hann: Fer nú að kvölda, faðir minn, feginn ég geng til náða. Yfir breiði engill þinn augun mín vængi báða. Karl. LARUS H. BLÖNDAL ÞURÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR S Þuríður Stein- grímsdóttir fæddist í Hafnar- firði 18. október 1924. Hún lést í Reykjavik 2. októ- ber siðastliðinn og fdr útför hennar fram frá Selfoss- kirkju 9. október. Þuríður Steingríms- dóttir, frænka okkar og kær vinkona, er ekki lengur meðal vor. Hún hefur lokið vist sinni hér á þessari jörðu og heldur nú á vit ljóssins, friðaiins og kærieikans. Við munum ávalt minnast hennar sem friðsællar og hjartahlýrrar konu, sem ávallt var notalegt að hitta. Hún var jarðsett frá Selfossi en vai- borin og barnfædd- ur Hafnfirðingur, næstelst fjögurra systk- ina sem ólust upp á Álfaskeiði 26 í Hafna- firði, en það hús byggði Steingrímur Stein- grímsson faðir hennar ásamt Láru Andrés- dóttur móður Þuríðar og bjuggu þau þar til æviloka. Þuríður bjó meiri- hluta ævi sinnar á Sel- fossi ásamt eiginmanni sínum Jóni Bjamasyni hestamanni og hagyrð- ingi frá Hlemmiskeiði. Hún bar mik- inn hlýhug til Selfoss en þar bjó hún á Þóristúni 7 ásamt bónda sínum og dætrum, Hallgerði og Ingveldi, sem ætíð voru í miklu og nánu sambandi við móður sína. t Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, PÁLL GUNNARSSON líffræðingur, Lynghaga 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Geðverndarféiag Islands eða Klúbbinn Geysi. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hallgrímur Gunnarsson, Steinunn Helga Jónsdóttir, Ingileif Bryndís, Sigrún, Áslaug, Áslaug Gunnarsdóttir, Þór Þorláksson, Ingileif Bryndís, Gyða Björg, Gunnar Þorlákur, Guðrún Snorra, Hjálmar Gunnarsson, Sjöfn Jóhannsdóttir og fjölskylda. Á tímamótum sem þessum reikar hugurinn austur fyrir fjall, á Þóris- túnið. Þar var ætíð ljúft að vera. Þura, eins og við kölluðum hana alitaf, tók á móti öllum gestum sem konungbomir væru. Þaðan eigum við góðar minningar, fyrst sem böm og síðar sem fullorðnir einstaklingar. Þura sýndi ávallt mikinn áhuga á því sem frændfóik hennar var að bar- dúsa og fylgdist ávallt með því sem fram fór í lífi þeirra, en sérstaklega ber að minnast á samband Þura við systur sína, Helgu, sem var afar náið. Tónlist var henni mjög hugleikin og hafði hún ávallt eitthvað til mál- anna að leggja er tónlist bar á góma. Því miður urðu samverastundimai- með þessari ljúfu og lítillátu konu strjálh er árin liðu en hún var og mun ætíð verða í huga okkar. Með þessum örfáu orðum viijum við minnast okkar ástfólgnu frænku og vinkonu Þuríðar Steingrímsdótt- ur. Við biðjum guð að styrkja dætur hennar, bamaböm og systkinin, Helgu og Guðmund. Guð blessi þig kæra Þura. Far þú í friði. Kjartan Guðmundsson, Steingnmur Guðmundsson, Helga Guðmundsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.