Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 232. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfírmaður herafla Pakistans víkur lýðræðislega kjörinni stjórn landsins frá völdum Valdaráninu lýst sem lokaúrræði Indverski herinn í viðbragðsstöðu og ríki heims lýsa áhyggjum Islamabad, Washington, London. AP, AFP, Reuters. PERVAIZ Musharraf, hershöfðingi og yfírmaður herafla Pakistans, vék í gær ríkisstjórn landsins frá völdum og tók sjálfur við stjórnartaumun- um. Nawaz Sharif forsætisráðherra hefur verið hnepptur í stofufangelsi á heimili sínu í höfuðborginni Islamabad og einnig nokkrir aðrir ráð- herrar í ríkisstjóminni. Hermenn undir stjórn Musharrafs yfirtóku einnig flugvelli, stjórnarbyggingar og útvarps- og sjónvarpsstöðvar. í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sem Mus- harraf flutti síðla í gær- kvöldi að íslenzkum tíma - eftir að útsend- ingar höfðu verið stöðv- aðar í nokkrar klukku- stundir - sagði hann herinn hafa gripið til valdaráns sem „lokaúr- ræðis“. Sakaði hann lýðræðislega kjörna stjóm landsins um að „eyðileggja ríkisstofh- anir á kerfisbundinn hátt,“ og að koma efna- hagslífi landsins á von- arvöl með stefnu sinni. Ávarpið var stutt og Reuters Pervaiz Musharraf hershöfðingi við flutning sjónvarpsávarps síns til pakistönsku þjóðar- innar, undir morgun að staðartíma. hann nefndi ekkert um hvað herinn hygðist fyrir eftir valdaránið. Hann sagði aðeins að stefnuyfirlýsingar væri að vænta. Aðeins fáeinum tímum áður en valdaránið var framið hafði Sharif rekið Musharraf úr embætti og skipað nýjan yfirmann hersins. Musharraf er sagður hafa verið staddur á Sri Lanka þegar tilkynn- ing um brottvikningu hans barst en flaug til borgarinnar Karaehi í suðurhluta Pakistans síðdegis. Hermenn tóku sér stöðu í borg- um landsins í gær og margir íbú- anna brugðust við með fagnaðar- látum. Er það til vitnis um út- breiddar óvinsældir ríkisstjórnar Sharifs. Stjórnarskráin skuli virt Bandaríkjamenn lýstu í gær áhyggjum af atburðunum í Pakist- an og hvöttu Pakistana til að virða stjórnarskrá landsins. „Ef um valdarán er að ræða munum við beita okkur fyrir því að lýðræði verði endurreist í landinu eins fljótt og auðið er,“ sagði Jack Rub- in, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Að sögn Rubins komu atburðimir bandarískum stjórnvöldum í opna skjöldu. Indverjar lýstu einnig þungum áhyggjum vegna ástandsins í Pakistan og kallaði Vajpayee for- sætisráðherra saman neyðarfund með ráðgjöfum sínum í gær. Einnig var indverski herinn settur í viðbragðsstöðu. Fjölmiðlar í Pakistan hafa að undanförnu birt fréttir af deilum milli ríkisstjórnarinnar og yfir- manna hersins í kjölfar átakanna við Indverja í Kasmír-héraði síð- astliðið sumar. Vitað er að ákvörð- un Sharifs um að draga pakist- anskan her frá Kasmír mætti mik- illi andstöðu innan hersins. Bhutto hælir Musharraf og segist reiðubúin að snúa aftur Benazir Bhutto, útlægur leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í London að Musharraf hers- höfðingi væri hófsamur maður sem hefði „séð sig knúinn til að steypa borgaralegri einræðisstjórn“. Bhutto vísaði því á bug að hers- höfðinginn væri íslamskur bók- stafstrúarmaður. Þegar hún hefði verið við völd hefði Musharraf ver- ið yfirmaður hermála, og hún lýsti honum sem áreiðanlegum og heið- virðum manni. Sagðist hún munu snúa aftur til Pakistans ef her- stjórnin héti því að frjálsar kosn- ingar færu fram fljótlega. Framfara- flokkur í upplausn Reuters Lokaat kvennautabana Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. ALLIR fjórir þingmenn danska Framfaraflokksins sögðu sig úr hon- um í gær til að mótmæla því, að Mog- ens Glistrup skyldi ekki hafa verið rekinn úr floklmum fyrir stóryrði, sem hann hafði um innflytjendur. Glistrup stofnaði Framfaraflokk- inn, en 1991 var hann rekinn úr flokknum fyrir yfirlýsingar sínar um innflytjendur. Fékk hann aftur inn- göngu í flokkinn í síðasta mánuði og það fýrsta, sem hann hafði til mál- anna að leggja, var, að múslimskir innflytjendur skyldu reknir úr landi og þeir, sem ekki væru farnir innan þriggja mánaða, skyldu settir í fangabúðir. Konurnar mætti síðan selja úr landi. Þingmenn flokksins og ýmsir full- trúar hans í sveitarstjórnum kröfð- ust þess, að Glistrup yrði rekinn en þegar ekki var orðið við því, fóru þeir sjálfir. ■ Sögðu sig úr/24 CRISTINA Sanchez, fremsti kvennautabani Spánverja, ögrar tuddanum sem hún felldi í síð- asta atinu á ferli sinum á Las Ventas-leikvanginum í Madríd í gær. Sanchez ákvað í maí síð- astliðnum að leggja atskikkjuna og sverðið á hiliuna vegna „óþolandi karlrembu" stéttar- félaga sinna af karlkyni, sem neituðu að koma fram á leik- vanginum með henni. Reuters Ibúar pakistönsku borgarinnar Lahore fögnuðu því í nótt að dagar ríkisstjórnar Nawaz Sharifs skuli taldir. Rússar óttast árásir hryðjuverka- manna á kjarnorkumannvirki Tsjetsjenar hefja gagnsókn Grosní, Moskvu. AFP. HERSVEITIR Tsjetsjena hófu í gær mikia sókn gegn hði Rússa er undanfama daga hefúr þokast nær Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, og var bardögum lýst sem afar hörð- um. Moskvustjóm sakaði tsjetsj- enskar skæmliðasveitir um að hyggja á nýja hrinu hryðjuverka, og beina m.a. spjótum sínum að kjarn- orkuverum í eigu Rússa. Leggja Rússar nú allt kapp á að handsama skæraliðaforingjann Shamil Basa- yev sem þeir telja að haldi sig í þorpi nærri Grosní. Hafa stjórnvöld í Tsjetsjníu vísað því á bug. ígor Sergejev, varnartnálaráð- herra Rússlands, sagði í gær að rússneski herinn hefði nær alger- lega tryggt sér stjóm á öryggis- svæði því sem miðað var að koma upp í norðurhluta Tsjetsjníu. Sagði hann jafnframt að nú væri þess að vænta að rússneskar hersveitir héldu lengra inn í landið. „Þeir munu halda áfram og ljúka uppræt- ingu glæpamanna og skæruliða í Tsjetsjníu," sagði Sergejev í gær. Þá sagði talsmaður stjórnvalda í Kreml að Rússar byggjust nú við umfangsmiklum hryðjuverkum af hendi skæraliðasveita er starfa í Tsjetsjníu og tilgreindi nöfn tveggja stríðsherra, þeirra Salmans Radu- yevs og skæraliðaforingjans Khatt- abs. Heimildarmaður AFP innan rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofuna í gær að þar á bæ væri talið líklegt að Raduyev myndi beina spjótum sín- um að svæðum er hefðu að geyma kjamorkumannvirki og að til þess myndi hann nota hóp fimmtán þrautþjálfaðra skæruliða sem væra af slavnesku bergi brotnir. Lebed varar við „hemaðarlegu kviksyndi" Alexander Lebed, héraðsstjóri í Krasnoyarsk, og fyrrum hershöfð- ingi í hersveitum Rússa sem átti mikinn þátt í að koma á friði í Tsjet- sjníu eftir stríðið 1994-1996, varaði rússnesk stjómvöld við því í gær að festast í álíka hemaðarlegu kvik- syndi og Afganistan hefði reynst Sovétríkjunum á síðasta áratug. „Það era öfl sem reyna að rjúfa Norður-Kákasus frá Rússlandi og valda óstöðugleika svo það er enginn endir fyrirsjáanlegur á stríðinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.