Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jónas Ingi- mundarson á tónleikum í Vinaminni JÓNAS Ingimundarson Ieikur á píanótónleikum í Vinaminni, Safnaðarheimili Akraneskirkju, í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30. Á efnis- skránni eru tvö verk eftir Lu- dwig van Beet- hoven og vals- arnir eftir Fr. Chopin. Beet- hoven samdi 32 sónötur fyrir píanó og eru þær eins konar ævisaga hans í tónum, þar sem finna má alla þá dýpt og breidd sem hann bjó yf- ir, segir í fréttatilkynningu. Jón- as leikur fyrst sónötuna sem Beethoven samdi ungur að árum og þá síðustu sem hann samdi fimm árum fyrir andlát sitt. Þess er minnst um allan heim að á þessu ári (17. október) eru liðin 150 ár frá láti pólska tón- skáldsins Fr. Chopins og mun Jónas leika valsana fjórtán eftir Chopin á þessum tónleikum. Nýlega kom út hjá Japis geislaplata með Ieik Jónasar á dönsum Chopins, þ.e. pólónesum og mazúrkum. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélagsins. -----♦ ♦ ♦----- Nýjar bækur • TRU í sögum. Um heiðni og kristni í sögum og samtúna Gunnars Gunnarssonar er eftir Höllu Kjfirl- ansdóttur. Þetta er 56. hefti í ritröð- inni Studia Islandica, íslensk fræði, og ritstjóri er Vésteinn Ólason. Trú í sögum fjallar um trúarátök í sögulegum skáldsögum Gunnars Gunnarssonar frá fjórða áratugnum. Þessi þáttur varpar ljósi á sögusýn og hugmyndalega stöðu Gunnars og skírskotar til samtíma hans með beinum hætti. Halla Kjartansdóttir er MA í ís- lenskum bókmenntum og bókin er unnin upp úr lokaverkefini hennar við Háskóla Islands. Utgefandi er Bókmenntafræði- stofnun Háskóla Islands ogHáskóla- útgáfan, sem jafnframt sér um dreif- inguna. Bókin er 168 bls., kilja og kostar 2.100 kr. Menning for- tíðar og vanda- mál nútíðar TÍMARIT 1} p p 1 ý s i n g a m á I BÓKASAFNIÐ Ritstjóri: Áslaug Agnarsdóttir. Útg. Bókavarðafélag íslands og Félag bókasafnsfræðinga. 23. árgangur 1999.96 s. TRÚLEGA hafa fáar stéttir þurft að ganga í gegnum meiri breytingar á örskömmum tíma en bókasafns- fræðingar og bókaverðir. Með til- komu allra hinna nýju miðla og svo loks Netsins, hefur starfsvettvangur þeirra gjörbreyst frá því að miðla menningu og upplýsingum úr prent- uðum gögnum og yfir í glímuna við upplýsingamagnið í sýndarveröld- inni. Um langt árabil hafa þessar stéttir gefið út tímarit með því lát- lausa heiti „Bókasafnið" og kemur það út einu sinni á ári. Rit þetta er á margan hátt gleggsta dæmið um þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað á þessu sviði og með því að skoða það má sjá þær áherslubreyt- ingar sem orðið hafa innan fagsins. Þegar fyrsta heftið kom út árið 1974 var það nokkuð almennt menningar- rit og fjallaði t.d. um heimsóknir í söfn þar sem nýjungar voru kynntar og höfð viðtöl við merka menn. I ár er heftið hins vegar helgað Netinu og Veraldarvefnum. Því er þetta hefti tímaritsins tekið hér til umfjöllunar að efni þess á er- indi langt út fyrir raðir bókasafna og menn geta fundið í því fróðleik sem getur varpað ljósi á margs kyns upplýsingatengd vandamál. I gróf- um dráttum má skipta efni blaðsins í þrennt. I fyrsta lagi eru greinar sem ijalla um mál er kalla mætti hina eiginlegu bókasafnsfræði. I öðru lagi má nefna greinar sem fjalla um víðara viðfangsefni sem tengist upp- lýsingasamfélaginu og í þriðja lagi er í ritinu menningartengt efni. Greinar sem snerta bókasöfn og upplýsingastofnanir eru t.d. grein um skráningarmál og nauðsyn stöðl- unar á skráningarháttum svo auð- velt sé að nálgast upplýsingar á hvaða formi sem er, greinar um efn- isorðagjöf í lögfræði, um aðgengi að upplýsingum um listir, og almennt um efnisorðaskrá í Gegni - samskrá Landsbókasafns og fleiri saftia. í einni grein er fjallað um vandamál varðandi geymslu á skilaskyldu efni í rafrænu formi og í annarri grein er sagt frá tilraun með að kenna bóka- safnsfræðinámskeið á Netinu þar sem kennaramir voru á Akureyri og nemendurnir í Reykjavík. Af greinum sem fjalla um víðara svið upplýsingamála er grein um Netið sem heimild í almennri upp- lýsinganotkun og tekið til gagn- rýnnar skoðunar og hvað ber að hafa í huga við notkun netgagna. Önnur grein fjallar um vandamál tengd höfundarrétti í sýndarheimi upplýsinganna, ein fjallar um vef- smíði og sagt er frá SPUNA - póst- lista áhugamanna um vefsmíðar og ein grein fjallai' um notkun meta- data, eða lýsigagna, sem auðvelda aðgengi að rafrænum gögnum á Netinu. Menningin á sér sinn heiðurssess í blaðinu. Sagt er frá tveimur stór- um verkefnum sem unnin eru á veg- um Landsbókasafns þ.e. Sagnaneti annars vegar og Islandskortum á Netinu hins vegar. Sagt er líka frá Vefbókasafni sem íslenskir bóka- verðir hafa unnið til að auðvelda al- menningi aðgang að upplýsingum á Netinu. Það sem gerir þetta hefti blaðsins sérlega skemmtilegt er að innan um fræðigreinar er snerta Netið og Vef- inn er blandað bókmenntalegu efni sem tengist bókum og bókasöfnum og teknar upp tilvitnanir úr bók- menntaverkum, bæði í bundnu og óbundnu máli, frumsamin og þýdd, þar sem viðfangsefnið eru bókasöfn og bækur. Þama er t.d. birt frásögn Halldórs Laxness um viðhorf hans til bamabóka sem birtist í „í túninu heima“ frá 1975 svo dæmi sé tekið. Ekki er mögulegt að fjalla um inntak allra þeirra greina sem í blað- inu em enda var tilgangurinn með þessum skrifum aðallega að vekja athygli á tímariti sem lætur lítið yfir sér en á hins vegar mikið erindi til nútímans. I þessu hefti er fléttað saman á sérlega faglegan og smekk- legan hátt menningu fortíðar og upplýsingaveröld og vandamálum nútíðar, þar sem hugað er að vanda- málum sem leysa þarf til að upp- lýsingar verði sem aðgengilegastar fyrir framtíðina. Sigrún Klara Hannesdóttir Keyptu Portúgalar N óbelsverðlaunin handa Saramago? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VAR það tilviljun að ári eftir umfangs- mikla kynningar- herferð Portúgala á José Saramago íþeim tilgangi að hann fengi Nóbelsverðlaunin hlaut hann verðlaun- in? Dagens Nyheter hefur sagt frá því að portúgalska verslun- ar- og ferðamannar- áðið kostaði mikla herferð fyrir Sarama- go haustið 1997 og veturinn 1997-1998, sem sænskt al- mannatengslafyrirtæki sá um. Það er þó ekkert nýtt að reynt sé að hafa álirif á sænsku akademíuna, sem veitir verðlaun- in, en það er fremur nýtilkomið að það sé gert af sérhæfðu fyrir- tæki. José Saramago fékk Nóbels- verðlaunin í bókmenntum haustið 1998. Haustið áður hafði Jerry Bergsti'öm AB, sænskt al- mannatengslafyrirtæki með 40 starfsmönnum, tekið að sér að skipuleggja átak til að kynna rit- höfundinn. Átakið var pantað af portúgalska verslunar- og ferða- málaráðinu. Enginn portúgalskur rithöfundur hafði fengið Nóbelsverðlaunin og verk- efnið var að gera Saramago kunnnan í Svíþjóð og á Norður- löndunum. Liður í þessu var að Saramago kom til Svíþjóðar, þar sem hann kom fram á vel auglýstri sam- komu. Fjallað var um verk hans og hann áritaði bækur sfnar. Um vorið kom hann aftur og þá var skipulagt að hann kæmi fram í ljölmiðlum, svo allir helstu fjölm- iðlarnir fjölluðu um hann og verk hans. Meðal annars var gerður sjónv- arpsþáttur um hann, sem var sýndur í sænska sjónvarpinu og hann heimsótti sænska háskóla. Haustið 1998 var Portúgal að- allandið á bókamessunni í Frankfurt, Saramago var þá í brennidepli og norrænum blaða- mönnum boðið þangað sérstak- lega til að missa ekki af því. Þetta haust var tilkynnt að Saramago hlyti bókmenntaverðlaunin, sem hann tók á móti í desember eins og hefðin gerir ráð fyrir. Saramago hefur ekki viljað ræða málið við sænska blaðið, en heimildai'maður ná- kominn honum segn- að Saramago hafi þótt nóg um tilstandið. Ekki sé þó hægt að ás- aka Portúgala fyrir að langa til að einhver rithöfundur þeirra hreppti verðlaunin. Rithöfúnda er hægt að auglýsa upp eins og forseta og bfla f samtali við Dagens Nyheter segir Jerry Bergström fram- kvæmdastjóri almannatengsla- fyrirtækis síns að það sé eðlilegt að koma rithöfundum á framfæri, rétt eins og forsetum og bílum. Hann segist einnig vita til að þetta hafi verið gert áður. Hann álíti fyrirtæki sitt hafa unnið verkefnið vel, það hafi haft áhrif, enda sé akademían ekki ein- angruð á eyðieyju og því ekki ut- an við áhrif Qölmiðla og annarra. Bergström álftur fyrirtækið þó ekki eiga heiðurinn af því að Saramago fékk Nóbelsverðlaun- in. Sture Allén sem lét nýlega af störfum sem ritari akademíunnar segir í viðtali við Dagens Nyheter að það sé alveg þýðmgarlaust að ætla sér að hafa áhrif á akade- míuna, því slíkir tilburðir fari ekki framhjá meðlimunum. „José Saramago fékk verðlaunin þrátt fyrir þrýstinginn. Við lesum bæk- urnar og það er það eina, sem gildir,“ segir Allén. í blaðinu er einnig rætt við meðlimi akademíunnar, sem segja að reynt sé að beita ýmis- legum brögðum til að draga at- hygli akademíunnar að verkum einstakra rithöfiinda. Hér áður fyrr hafí verið algengt að rithöf- undar sendu meðlimunum bækur sínar, en nú eru það ekki síður út- gefendur og svo jafnvel einstök lönd, sem leggja sig fram við auglýsingamennsku í þágu ein- stakra höfunda. En spumingin um það hvort hægt sé að kaupa sér Nóbelsverðlaun liggur enn í loftinu. José Saramago. Þegar Iangamma var ung TONLIST L a n g h o 11s k i r k j a SÖNGTÓNLEIKAR Ýmis íslenzk og erlend karlakvart- ettslög o.fl. Signý Sæmundsdóttir sópran; karlakvartettinn Út í vorið (Einar Clausen, Halldór Torfason, Þorvaldur Friðriksson og Ásgeir Böðvarsson) Bjami Þór Jónatansson, píanó. Laugardaginn 9. október kl. 17. KARLAKVARTETTINN Út í vorið er einn af örfáum sem haldið hafa uppi merkjum þeirrar virðu- legu sönggreinar á seinni árum með sæmilega reglulegu millibili, enda löngu af sem var, þegar grein- in blómstraði hvað mest á 5. og 6. áratug í kjölfar MA-kvartettsins. Líkt og hann sækja ÚÍV-félagar nokkuð í viðfangsefni Comedian Harmonists, en þýzki kvintettinn var einmitt stofnhvati og fyrirmynd MA-inga á sínum tíma. Nú hefur CH átt verulegrar endurreisnar að fagna víða um álfu með líflegri end- urútgáfu hljómdiska og nýlegri kvikmynd, og hefði því mátt vænta meira úr þeiiri átt á dagskrá vel- sóttra tónleika þeirra vormanna sl. laugardag en raun bar vitni. Að svo miklu leyti sem maður þekkti þau sjálfur aftur og greint varð af munnlegum kynningum (sem verða því miður aldrei jafnörugg boðleið og birting í tónleikaskrá, en þar vantaði bæði upplýsingar um CH- efnið og nöfn útsetjara) voru CH- lögin innan við fjórðung viðfangs- efnis, og auðveldaði ekki að greina frá öðru að allt var sungið á ís- lenzku. Annars hefði dagskráin öll getað verið frá gullaldarárunum áður- nefndu. Nánast ekkert var yngra en 1960, og því tæplega hægt að segja að sönghópurinn stefni að neinni endumýjun í greininni, frek- ar en ýmsir karlakórar hérlendis sem réttnefndir væm háborg íhaldsseminnar. Söngstíllinn var nokkuð í samræmi við það; m.a.s. mátti stundum heyra ávæning af gamaldags „glissöðum“ milli tóna, sem einu sinni þóttu til prýði, en þekkjast varla lengur. Manni varð ósjálfrátt hugsað til rakarastofu- sönghefðar vestan hafs, þar sem þar til gerður félagsskapur sér um að hvergi sé hróflað við stílnum frá því sem var um síðustu aldamót með utanaðkomandi nýjungum. Öll tilraunastarfsemi er hreinlega bönnuð með félagslögum. Vissulega er tónlistarfólki frjálst að eigna sér kjörsvið, og ekki var heldur út á aðsókn og undirtektir að setja, þó að meðalaldur áheyr- enda virtist nokkuð í efra kanti. En því er drepið sérstaklega á aftur- sækið verkefnaval kvartettsins hér, að benda mætti á margt nærtæk- ara en nostalgíska upprifjun á milli- músík frá því er langamma var ung. Eða af hverju liggur t.a.m. fjársjóð- ur íslenzkra þjóðlaga enn óbættur hjá garði? Það er löngu orðið tíma- bært að færustu sönghópar og út- setjarar nútímans sjái sóma sinn í því að koma þjóðlögunum áleiðis til yngri kynslóða í nýjum og ferskum búningi - og vitanlega líka rjóman- um af samtímatónlistinni, hvort heldur úr popp- eða fagurgeira. Ekki ber þó svo að skilja, að flutningur kvartettsins hafi verið óframbærilegur. Öðra nær; söng- urinn var gegnumgangandi mjög fágaður, hreinn og jafn, þó að stöku sinni yrði vart við tilhneigingu til tónsigs, enda að mestu gert út á yf- irvegaða kyrrð á kostnað krafts. Þetta átti að vísu stundum í för með sér svolítið þreytulegt yfirbragð, sem auðveldlega hefði mátt sópa burt með meira fjöri og gáska. Eft- ir fímm fyrstu lögin, er hófust með hinu táknræna Eitt sinn í æskutíð, n.k. einkennislagi hópsins, söng Sigrún Sæmundsdóttir Festinguna Atla Heimis Sveinssonar við orgel- undirleik og þrjú eldri íslenzk lög við meðsöng kvartettsins, er mynd- aði fallegan „geislabaug" í Drauma- landi Sigfúsar Einarssonar. Undir- tektir áheyrenda voru hér sem endranær mjög góðar. Samsöngur hópsins eftir hlé var þónokkru liðugri en fyrir, og hér urðu meðal hápunkta Enn syngur vomóttin (Schrader), Á leiðinni yfir Arnarhól (Sherwin; textastað- færsla Jónasar Árnasonar á A Nightingale Sang In Berkeley Squ- are) - að vísu aðeins of hægt - og sérstaklega „Blómin“ (Tulpen) frá Amsterdam e. Amic. Grínútfærsla fjórmenninganna á Romanesca e. J. Gade gerði og mikla lukku, þótt stappaði nærri mörkum milli glens og trúðsláta. Loks söng Signý fimm lög með hópnum, Me voglio fa n’a casa (Donizetti), hinn kunna París- arvals Les^ Chemins de l’amour (Poulenc), Ég gef þér rós (Geehl) og tvö færeysk lög, Einki er sum summarkvpld við strendur (Hpjsgaard) og Tíðin rennur sum streymur í á (Waagstein). Tókust færeysku lögin áberandi bezt; hið fallega mjúkbenta sálmkennda lag Hqjsgaards, og sérstaklega lag Waagsteins, er minnti í heiðríkri vaggandi hrynjandi sinni svolítið á kórlag Lange-Múllers, „Madonna pá bölgerne11, og var afburðavel flutt af Signýju og þeim félögum. Allur píanó- (og orgel-)leikur var í höndum Bjarna Þórs Jónatans- sonar, undirleikara og útsetjara kvartettsins frá upphafi; lipur, fylg- inn og til muna tillitssamari en al- gengt er hér á landi með rödduðum söng. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.