Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 37
;
■
Neyðarástand á
leigumarkaði
á höfuðborgar-
Húsnæðismál
Húsaleiga á höfuðborg-
arsvæðinu, segir Þórir
Karl Jónasson, hefur
hækkað um 50-100% frá
sl. áramótum.
EINS og staðan er í
dag ríkir neyðarástand
á leigumarkaði á höfuð-
borgarsvæðinu öllu og
er það vandi sem hefur
verið að aukast allt
þetta ár og undanfarin
ár. AIls staðar eru biðl-
istar, t.d. hjá Félagsbú-
stöðum, Öryrkjabanda-
laginu og á almennna
húsaleigumarkaðnum.
Ríkisstjórnin með fé-
lagsmálaráðherra í
broddi fylkingar lagði
félagslega húsnæðis-
kerfið niður og nú er
ekki hægt annað en að
kaupa íbúðir í gegnum
fasteignasölur eða á „markaði“ eins
og það er kallað. Verð á húsnæði
hefur hækkað á bilinu 30-40% frá sí-
ðusu áramótum og húsaleiga hefur
hækkað um 50-100% á höfuðborg-
arsvæðinu. Bæði þingmenn Reykja-
víkur og borgarfulltrúar verða að
gera sér grein fyrir þessum raun-
verulega vanda, því skjótra úr-
lausna er þörf nú þegar.
Byggingar á
leiguíbúðum
21. ágúst sl. var Byggingarfélag
leigjenda stofnað og hefur þann tilg-
ang að byggja leiguíbúðir. Félagið
hefur sótt um lóðir hjá Reykjavíkur-
borg og lán frá Ibúðalánasjóði fyrir
100 timburhús sem eru hönnuð hér
á íslandi og eru úr norskum kjörviði
og eru að sjálfsögðu byggð hér á
landi að öllu leyti og skapa líka at-
vinnu við að koma þeim upp. Von-
andi verður hægt að sækja um
byggingu á fleiri húsum, því það er
mikil eftirspum eftir leiguhúsnæði.
Þessi hús standast allar þær kröfur
sem yfirvöld krefjast og hafa nú
þegar verið reist um 80 slík hús um
land allt og er komin góð reynsla á
þau. Þessi hús eru eins og norsku
Katalog-húsin sem voru byggð hér
um síðustu aldamót. Dæmi: Höfði,
Ráðherrabústaðurinn við Tjömina
og einnig vora reist mörg af þessum
húsum á Seyðisfirði og víðar um
land og era enn í fullri notkun.
Stofnfundurinn sem var haldinn
sem fyrr segir 21. ágúst sl. var mjög
fjölmennur og var um 100 manns
sem mættu á hann þó svo að hann
hafi lítið verið auglýstur og hafa yfir
200 manns gengið í félagið. Þetta
sýnir þörfina á því að það verður að
fara í það án tafar að leysa þennan
mikla félagslega vanda sem hefur
skapast. Það er eitt að takmörkum
Byggingarfél. að verðið á leigunni
verði sanngjarnt, ekki síst til þess að
lækka leiguverð almennt, því það er
orðið algjört okur á húsaleigu í dag.
Þessvegna er það von mín að Ibúða-
lánasjóður sjái sér það fært að veita
Byggingarfélagi leigjenda lán tíl að
geta byrjað sem fyrst, - og ekki síst
að borgaryfirvöld gangi í það að út-
vega lóðir á sanngjömum kjöram.
Áskorun til þingmanna
Reykjavíkur
Þingmenn Reykjavíkur vita það
að Reykjavík er sérstakt kjördæmi.
Sjálfur er ég af landsbyggðinni og
veit þess vegna hvemig þingmenn
landsbyggarinnar vinna. Dæmi: Ef
fyrirtæki á landsbyggðinni á í erfið-
leikum er það nær undantekninga-
laust að þingmenn viðkomandi
kjödæmis skipta sér af málinu, sem
er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, nema
síður sé. Mér finnst að þingmenn
Reykjavíkur ættu að skipta sér
meira af þeim málum og erfiðleikum
sem koma upp í þeirra kjördæmi.
Eg vona að þingmenn Reykjavíkur
taki þessari ábendingu minni ekki
illa, því hún er hugsuð sem hvatning
til þeirra að grípa inn í
það hrikalega ástand
sem ríkir í húsnæðis-
málum í Reykjavík og
höfuðborgarsvæðinu
öllu.
Nýtt félagslegt
húsnæðiskerfi
Rfldsstjórnin lagði
niður félagslega hús-
næðiskerfið, eins og
fyrr segir, - og era
þess vegna engar fé-
lagslegar lausnir til í
húsnæðismálum.
Þetta er ákvörðun
þeirra flokka sem nú
sitja í rfldsstjóm. Þetta er hluti af
þeirri stefnu núverandi ríkisstjóm-
ar um að „markaðsvæða allt“ og
einkavæða sem flest ííkisiyrirtæki.
Þeir flokkar sem eru í ríkisstjóm
verða að gera sér grein fyrir því að
það verður að vera til félagslegt hús-
næðiskerfi og það verður líka að
vera til raunveralegur leigumarkað-
ur sem val fyrir fólk, kaupleiguhús-
næði líka. Það sem ríkisstjómin
verður líka að gera sér grein fyrir er
að hin fjölmörgu félagasamtök t.d.
Hússjóður Oryrkjabandalagsins,
hefur til þessa verið að kaupa íbúðir
á sömu kjöram og var í verka-
mannabústaðakerfinu þ.e.a.s. á 1%
vöxtum. Ef þessum vaxtakjöram
verður breytt verða þau félagasam-
tök sem hafa verið að fá þessi 1% lán
að fara að greiða 3,2% vexti „mark-
aðsvexti" sem þýðir að þessi sömu
félagasamtök verða að hækka húsa-
leiguna, jafnvel um tugi prósenta.
Það er eins og ríkisstjómin hafi ekki
hugsað þetta mál alveg til enda.
Þess vegna skora ég á ríkisstjómar-
flokkana að breyta þessu og byggja
upp nýtt félagslegt húsnæðiskerfi,
þar sem fólk hefur val um það hvort
það vill kaupa íbúðir eða leigja.
Krafa verkalýðs-
hreyfingarinnar
Forystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar sögðu, þegar félagslega hús-
næðiskerfið var lagt niður, að þeir
mundu gera þá kröfu í komandi
kjarasamningum að það verði byggt
nýtt félagslegt húsnæðiskerfi. Eg
skora þess vegna á verkalýðshreyf-
inguna að krefjast þess í komandi
kjarasamningum að það verði byggt
upp nýtt félagslegt húsnæðiskerfi
þar sem fólk hefur val um eignar-
íbúðir, kaupleiguíbúðir og leiguíbúð-
ir. Að lokum vil ég enn og aftur
skora á þingmenn, borgarfulltrúa
og verkalýðshreyfinguna að ganga í
það að leysa þetta mikla félagslega
vandamál sem hefur skapast og fer
dag hvem versnandi.
Höfundur er varaformaður
Leigjendasamtakanna.
Dreamcast.
MORGUIU!
Vefur: www.bt.is • BT Skeifunni - S: 550-4444
BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499
svæðinu
Þórir Karl
Jónasson
HBILAR
Flytjum inn notaða bíla á óvenju
hagstæðu verði.
F'essir bílan eru til sýnis á staðnum:
Grand Cherokee LTD '97,
ek. 39 þús. km, grænn/gullsans.,
4,0, 6 cyl., topplúga, CD og kassetta.
Einn með öllu.
Verð 2.980.000
Einnig 8 cyl.
Plymouth Voyager '97,
rauður, ek. 47 þús. km, 5 dyra,
ssk., central o.fl.
Verð 1.640.000
EV-Egill Vilhjálmsson ehf.
Smiðjuvegi 1
sími 564-5000
4r
1
I
Helena
.. Rubinstein
Two Way
POWDER CAKE MAKE-UP
Nýr púðurfarði, sem
nota má þurran eða
með rökum svampi.
Fljótlegur í notkun og
samlagast húðinni
fullkomlega.
kynning í dag og á morgun.
LÍTTU VIÐ OG FÁÐU RÁÐGJÖF.
Glæsilegur kaupauki
fylgir þegar verslað er fyrir
kr. 3.500 eða meira.
snyrtivöruverslun
Strandgötu 32, Hafnarfirði,
sími 555 2615.
Helgarferð til
London
28. október
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð í helgarferðina 28. október til London.
Við höfum nú fengið 10 herbergi á frábæru verði á Grand Plaza hótelinu í
Bayswater. Einfalt 2ja stjömu hótel í hjarta London og þú getur notið helg-
arinnar í þessari vinsælustu höfuðborg Evrópu, og að sjálfsögðu nýtur þú
traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
4 nætur - 28. október
Verð kr. 24.990
Flug, gisting og flugvallarskattar.
Flug út á fimmtudegi 28. október, heim
á mánudegi 1. nóv. Aðeins 10 herbergi.
Flugsæti til London
Verðkr. 19.990
Flug út á fimmtudegi 28. október, heim
á mánudegi 1. nóv.
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is