Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
V omn H?íðOT>rO ÍTTtO/OTJ>nVGIM
6 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999
FRÉTTIR
Halldór
Guðbjarnason
Nýr fram-
kvæmda-
stjóri Visa
Islands
STJÓRN Greiðslumiðlunar hf.,
sem rekur Visa ísland, heíur
ákveðið að ráða Halldór Guð-
bjarnason sem íramkvæmda-
stjóra félagsins. Tekur hann við
starfínu af Einari S. Einarssyni
hinn 1. júlí á næsta ári en Einar
hefur verið íramkvæmdastjóri
félagsins frá stofnun þess, eða í
sautján ár.
Stjóm Greiðslumiðlunar hf.
ákvað á fundi sínum í fytradag
að ráða Halldór í starf fram-
kvæmdastjóra og kynnti starfs-
fólki fyrirtækisins ákvörðunina í
gær. I fréttatilkynningu kemur
fram að í árslok 1997 var gerður
starfslokasamningur við Einar S.
Einarsson sem kvað á um starfs-
lok hans á miðju ári 2000, en um
það leyti hefði Einar starfað 40
ár í bankakerfinu og fengið full
réttindi til eftirlauna. „Einar S.
Einarsson heíúr unnið írábær
störf fyrir félagið þau 17 ár sem
hann hefur gegnt starfí fram-
vkæmdastjóra Visa íslands, allt
frá stofnun félagsins 1983, og
mun félagið áfram njóta krafta
hans fram til miðs næsta árs,“
segir í fréttatilkynningu.
Halldór Guðbjarnason, fyrr-
verandi bankastjóri Landsbank-
ans, tekur við starfí fram-
kvæmdastjóra hinn 1. júlí á
næsta ári. Fram til þess tíma
mun hann vinna að sérstökum
verkefnum fyrir félagið. „Hall-
dór hefur langa og víðtæka
reynslu af bankastörfum, þar á
meðal á sviði greiðslumiðlunar,
og væntir stjórnin mikils af
störfum hans í framtíðinni,“ seg-
ir í frétt frá Visa íslandi.
Horft úr
Klukkhelli
yfir Mýr-
dalssand
BÆRINN Höfðabrekka stóð
eitt sinn á Mýrdalssandi og var
hann þá kirkjustaður. Hann
stóð fyrir neðan þennan helli
sem ber nafnið Klukkliellir.
Þegar Katla gaus árið 1660
fór bærinn undir vatn í því
mikla hlaupi sein gosinu
fylgdi. Fólkið á bænum bjarg-
aðist þó með því að komast
upp í hellinn og náði prestur-
inn að bjarga altaristöflunni
og klukkunni úr kirkjunni og
koma þeim upp í hellinn.
Klukkan er til enn þann dag í
dag og varðveitt á safninu að
Skógum.
Einnig stóð bær neðan við
Hjörleifshöfða, sem sést út um
hellisopið. Þegar lilaup kom
eftir Kötlugos bjargaði fólk
sér með því að fara upp á
höfðann.
Morgunblaðið/Reynir Ragnarsson
Sumir tjonþolar greiddu tekjuskatt af fengnum slysabótum, aðrir ekki
• •
Oryrkjar vilja fá skatt-
inn endurgreiddan
TJÓNÞOLAR sem gi'eiddu skatt af
slysabótum eiga líklega enga mögu-
leika á að fá skattinn endurgreiddan
að svo stöddu, að mati Jóhannesar
Alberts Sævarssonar lögfræðings
þar sem kærufrestur er útrunninn.
Fjöldi tjónþola gerði athugasemd við
skattlagninguna áður en kærufrest-
urinn rann út og fékk skattinn niður-
felldan.
Öryrki sem lenti í slysi árið 1993
fékk slysabætur í eitt ár. Af slysinu
hlaut hann 25% varanlega örorku, en
hann var 50% öryrki fyrir. í janúai-
1998 fékk hann bréf frá Skattstjór-
anum í Reykjavík þar sem honum
var tilkynnt að hann ætti að greiða
skatt af slysabótunum. Hann svaraði
bréfinu og reyndi að verja sitt mál.
Síðastliðið vor var honum sendur úr-
skurður frá Skattstjóranum í
Reykjavík og þar var staðfest að
hann skyldi greiða á áttunda hund-
rað þúsund krónur í skatt vegna bóU
anna.
Leitaði til Öryrkjabandalagsins
þegar kærufrestur var úti
Öryrkinn leitaði sér lögfræðiálits
og var honum þá bent á að hann
skyldi verða sér úti um bankalán og
"T'y
greiða skuldina. í haust rak hann
augun í frétt í Morgunblaðinu þar
sem greint var frá því að yfirskatta-
nefnd hefði fengið til umfjöllunar
nokkra tugi kæra vegna skattlagn-
ingar slysabóta frá tryggingafélög-
um og að nefndin hefði í mörgum til-
fellum ómerkt úrskurði skattstjóra
um endurákvörðun opinberra gjalda
vegna annmarka á málsmeðferðinni,
þ.e. að skattayfirvöld hefðu ekki gert
greiðendum nægilega grein fyrir
skattlagningunni.
„Þegar ég sá þessa frétt gerði ég
mér grein fyrir því að aðrir hefðu
lent í sömu stöðu og ég, og ég frétti
af því að öryrkjar gætu leitað sér
lögfræðiþjónustu hjá Öryrkjabanda-
laginu svo ég gerði það,“ segir ör-
yrkinn sem ekki vill láta nafns síns
getið. „Hann skoðaði málið og sagði
mér að sér þætti ólíklegt að ég gæti
fengið gjöldin endurgreidd þar sem í
úrskurði Skattstjórans í Reykjavík
stendur að kærufrestur sé þrír mán-
uðir frá póstsendingardegi og hann
var liðinn.
Yfirskattanefnd kemst að því að
einstaklingar hafi ekki fengið þær
upplýsingar þeir þurftu í þessu
máli. Það er það sem mér finnst
óréttlátt, að sumir fái þetta fellt nið-
ur en aðrir ekki. Mér finnst að ríkis-
skattstjóri eða fjármálaráðuneytið
ættu að sjá sóma sinn í að endur-
greiða þeim sem borguðu greiðsl-
urnar fyrst búið er að viðurkenna að
ekki var nógu vel st;aðið að upplýs-
ingagjöf um málið. í öðru felst mik-
ið óréttlæti.
Mér þætti því fróðlegt að heyra
álit skattstjóra, yfirskattanefndar
eða annarra íúlltrúa ríkisvaldsins
sem þetta mál heyrir undir um þá
niðurstöðu sem fyrir liggur, að ekki
skuli jafnt yfir alla að ganga,“ segir
hann og bætir við að íögin séu mis-
vísandi þar sem tryggingafélögum á
þessum tíma hafí ekki verið skylt að
taka staðgreiðslu og því síður að
senda launamiða vegna greiðslna af
þessu tagi. „Skilaboðin voru mis-
vísandi. Fólk stóð í þeirri trú að
svona greiðslur væru ekki framtals-
skyldar og því kom þessi misskiln-
ingur upp.“
Jóhannes Albert Sævarsson lög-
fræðingur hefur séð um lögfræðiað-
stoð fyrir Öryrkjabandalagið. Hann
telur ólíklegt að unnt verði að leið-
rétta þennan mun. „Það hafa nokkrir
einstaklingar leitað til mín vegna
þess að þeir kærðu ekki úrskurði
skattstjóranna til yfirskattanefndar
innan þriggja mánaða kærufrestsins.
Mér segir svo hugur að þeir sem
ekki gerðu það hafi í rauninni misst
það tækifæri sem þeir höfðu til að fá
úrskurðinum breytt og verða að una
því.“
Skattur lagður á allt að
sex ár aftur í tímann
Skattayfirvöld hófu að leggja skatt
á slysabætur vegna tímabundinnar
örorku fyrir u.þ.b. tveimur árum.
Úrskurður yfirskattanefndar segir
að ákvörðunin hafi ekki verið nógu
vel kynnt en með henni var skattayf-
ii'völdum heimilt að skattleggja
slysabætur allt að sex ár aftur í tím-
ann. Til dæmis um það að ákvörðun-
in hafi ekki verið nógu vel kynnt
fengu bótaþegar ekki senda launa-
miða frá tryggingafélögum vegna
gerðar skattframtals, sem styrktu þá
í þeirri trú að bæturnar voru ekki
skattskyldar. Að sögn Jóhannesar er
hins vegai’ skýr lagaheimild fyrir því
að skattleggja bætur af þessu tagi,
en aðgerð sem þessi sé umdeilanleg
þar sem hún sé mjög íþyngjandi iyr-
ir tjónþola.
V egabréfslausum
Kúrda sleppt
HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað
að ekki sé þörf á að vegabréfslaus
kúrdískur maður sem handtekinn
var af lögreglu fyrir nokkrum dög-
um, og sem ekki hefur viljað gera
grein fyrir ferðum sínum, verði
settur í gæsluvarðhald. Er þar með
felldur úr gildi úrskurður Héraðs-
dóms, sem samþykkti ósk lögreglu
um að maðurinn yrði í gæslu þang-
að til nánari upplýsingar hefðu
borist um hann. Fingraför hans
hafa verið send til alþjóðalögregl-
unnar Interpol og jafnframt er beð-
ið eftir upplýsingum frá lögregluyf-
irvöldum í Þýskalandi og frá Norð-
urlöndum um manninn.
Samkvæmt því sem fram kemur í
greinargerð með úrskurðum dóm-
stólanna var maðurinn handtekinn á
gistihúsi í Reykjavík 5. október sl,
en tilkynning hafði borist um ferðir
hans þar. Skírteini sem hann hafði
meðferðis gaf upp nafn hans og
fæðingardag, og hann segist sjálfur
vera fæddur í íran 1. janúar árið
1972. Hann hefur ekki viljað gefa
nánari upplýsingar um ferðir sínar,
og segist hafa eyðilagt vegabréf sitt
og farseðil við komuna til landsins.
Lögregla taldi að hafa yrði mann-
inn í gæslu, enda bæri henni að
tryggja návist hans þangað til úr-
skurður fellur um hvort honum sé
heimil landvist. Hæstiréttur taldi
ekki að sýnt hefði verið fram á að
þörf væri á gæslu yfir manninum
eða að ekki væru „tiltækar aðrar
léttbærari aðgerðir til að tryggja
návist hans“.
Kenýa
Ævintýri í Afríku
Viö eigum örfá sæti laus í
stórkostlega ævintýraferð
Opinn kynningarfundur um feröina
verður haldinn í Þingsal 5
(Bíósalnum) á Hótel Loftleiöum
laugardaginn 16. október kl. 16.00.
Bókunarsíminn er:
569 1010
Samvinnuferðir
Landsýn
Á varði fyrir þig!
til Kenýa 5. -12. nóv.