Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Smáfólk THI5 PROVES MVTHEOKY THAT THI5 WHOLE DE5ERT USEDT0 8E UNDERWATER.. y~ é * OR MV OTHER1 THEORT THAT SOMEONE 50MEWHERE 15 MISSIN6 Siáóu hvaó éir fann. Þetta sannar kenninmj mina um Eða hina kennimnma mfna. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Göngustígarnir ætlaðir gang- andi fólki Frá Öldu Jónsdóttur: VERKTAKAR, borgar- og bæjar- starfsmenn og aðrir sem vinna við breytingar og endurnýjun stíga og leiðslulagna undir og við stíga og gangstéttir: Það hafa heyrst miklar kvartanir frá útivistarfólki varðandi umgengni starfsmanna við þessa samgönguleið okkar, útivistarstígana, og ætla ég að benda á nokkur atriði því að ég veit að oft er framkvæmt að hugsun- arleysi en ekki ætlunin að slasa eða pirra neinn vegfaranda. Vil ég benda þessum ágætu starfsmönnum á eftir- farandi: 1) Merkja vel að það séu fram- kvæmdir og hvar fólk getur farið á meðan (hjáleið). 2) Utivistarstígarnir eru ekki geymslustaðir fyrir efnið úr holunum þegar unnið er við hliðina á stíg þó að það sé þægilegt að geyma það á sléttum stígunum á meðan unnið er (það eru til sérstakir dúkar undir þetta). Gangstéttarhellum er mjög oft raðað upp við hliðina á holunni sem verið er að vinna í svo að þær þrengja enn þá meira að þessu rými sem eftir er á gangstéttinni. 3) Sópa stígana STRAX eftir framkvæmdir.(Það er voða lítið spennandi að koma eins og skíta- haugur í vinnuna eftir að hafa farið yfir smá part af stíg eftir fram- kvæmdh’) að auki geta stígarnir ver- ið hálir og þetta skapað hættu. 4) Geymið ekki bílana og verkfær- in nákvæmlega ofan á stígnum þegar nóg pláss er til hliðar og ef nauðsyn- legt er að nota stíginn þarf yfirleitt ekki að nota hann allan. Það er nú oft þannig að þegar við hjólafólk komum að framkvæmdum þar sem verið er að vinna við eða hjá stígum og búið er að moka öll upp úr holu á stíginn og við förum að kvarta fáum við að heyra það að við séum nú á fjallahjólum og hvort við komumst nú ekki yfir þetta en ÞAÐ er ekki málið. Þetta er Iíklega eins og við segðum að jeppaeignin í Reykjavík sé orðin svo mikil að það sé óþarfi að malbika nokkuð að ráði. Það eru margir sem fara um þessa stíga, ekki bara hjólafólk. Það er ekki langt síð- an það varð mikið slys í Mosfellsbæ þegai- drengur hjólaði ofan í skurð á stíg sem hann hjólaði um daglega en einn daginn var búið að grafa hann í sundur og engar merkingar um það. Þessi drengur komst af sjálfsdáðum heim, mikið innvortis slasaður, og varð það honum til lífs að það var stutt vegalengd. Þegar við kvörtum við borgar- og bæjaryfirvöld fáum við að heyra að það eru skýr fyrir- mæli til verktaka um þessi aftriði sem að ofan er kvartað yfir en það eru örfáir sem fylgja þeim fyrirmæl- um. Það hljóta að vera einhverjir af þessum ágætu starfsmönnum sem ganga, skokka, hjóla , fara á línu- skauta eða í gönguferð með barna- vagninn svo að þeir geta sett sig í okkar spor, því að þessir útivistar- stígar eru búnir til fyrir okkur til að nota þá en þeir eiga ekki bara að vera þama. Þess vegna er það líka piiTandi þegar leið sem maður notar daglega er allt í einu lokuð einn dag- inn vegna framkvæmda en ekki bent á það við gatnamót eins og í bíla- menningunni (að viðkomandi leið sé lokuð við þennan stað, vinsamlegast farið ...) þá er að snúa við því að það er sjaldnast búin til hjáleið fyrir okk- ur útivistarfólk. Með von um að þið skiljið hvað ég á við og eitthvað róttækt verði gert í þessum málum af ykkar hálfu. ALDA JÓNSDÓTTIR, formaður íslenska fj allahj ólaklúbbsins. Aldrei verið bann á lög- legum flutningi á rit- verkum Helga Hjörvar frá Ulfí Hjörvar: PÉTUR þulur steypir sér yfir mig hér í dálkunum 7. þessa mánaðar með óbótaskömmum, og þó að at- hygli heimsins beinist þessi misserin einkum að þeim Milpsevic, Saddam Hussein og Halldóri Ásgrímssyni, þá veit ég að ég á líka skilið að vera tek- inn ærlega í karphúsið. En ég er þó þrátt fyrir allt viðkvæmur maður og sámar fátt meira en að vera skammaður fyrir eitthvað sem ég alls ekki hef gert, þvi eins og ég segi: Nóg er nú samt. Helst er að sjá sem Pétur hafi spanast upp vegna þess að hann mis- skilur hógværa athugasemd mína á þessum vettvangi fyrr á árinu um menningarástandið á íslandi og þó að það hljóti að vera mikil líkn með þraut fyrir fréttaþul að skilja ekki alitaf það sem hann er settur til að lesa fer auðvitað í verra ef hann hættir að þylja og tekur að leggja út- af því sem hann hefur lesið. Pétur heldur, og heldur fram, að ég hafi gengist fyrir því að bann væri sett við lestri sínum á þýðingu Helga Hjörvar á Bör Börssyni eftir Johan Falkberget og ekki bara einfalt bann, segir Pétur, heldur lögbann! Þetta er hreinn uppspuni og undar- leg skrif, ekki síst þegar þess er gætt að Pétur hefur aldrei fengið leyfi til að lesa þessa þýðingu upp opinber- lega, enda aldrei beðið um slíkt leyfi. Með öðrum orðum, það hefur aldrei verið lagt bann, hvað þá lög- bann, við neinum löglegum flutningi á ritverkum Helga Hjörvar, hvorki þýðingu hans á Bör Börssyni júníór né öðrum, enda sé fengið til þess til- skiljð leyfi, greitt samkvæmt taxta RSI og sæmdar höfundar að öðru leyti gætt í hvívetna. ÚLFUR HJÖRVAR, Færeyjum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.